Morgunblaðið - 20.12.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.12.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. des. 1944, Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. ' Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Fjárlaga -afgrei ðslan TÍMINN OG VÍSIR sameinast um það þessa dagana að gera fjárlagaafgreiðsluna að umtalsefni, með þeim hætti, að ekki má á milli sjá, hvorum veitir miður í heiðarlegum málflutningi. Tíminn segir að afgreiðsla fjárlaganna sje „einstæð í allri þingsögunni og þótt víðar væri leitað”. Og alt á að rekja rætur til afglapa stjórnarinnar. Og Vísir er lítt mildari í dómum, — segir að stjórnin sje „að berjast við þann draug, sem hún hafi sjálf vakið upp, sína eigin fjár- málastefnu“. (Leturbr. Vísis). ★ Bæði þessi blöð býsnást yfir því, hversu há útgjöldin sjeu og eins hinu, að ekki sje nú við afgreiðslu fjárlag- anna reiknað með útgjöldum vegna niðurfærslu dýr- tíðarinnar, þar sem afgreiðslu þess máls sje frestað fram yfir áramót. Vísir gerir þessa uppgötvun í forystugrein í fyrradag: „Fjármál ríkisins hafa verið í góðu lagi til þessa“. „Nú er tíminn kominn að stinga við fótum” — bætir blaðið við. Er nú ekki rjett að líta sem snöggvast á afgreiðslu síðustu fjárlaga. Þá hjelt höndin, sem nú stýrir penna Vísis, um ríkisfjárhirslurnar. LítiH samanburður getur auðveldlega sýnt hversu þá var alt í lagi af því, sem nú er talið afleitt. Þá hækkuðu áætluð útgjöld fjárlaganna fast að 30 miljón krónum frá því, sem fjármálaráðherra hafði áætl- að í fjárlagafrumvarpinu og þar til þingið afgreiddi frum- varpið endanlega, með nærri 90 milj. kr. útgjöldum. En var þetta ekki þinginu að kenna, getur Vísir spurt. Aftur mætti spyrja: Hvaðan ætti aðhaldið í ríkisfjármálum að koma, ef ekki frá fjármálaráðherranum? Og sleppum því í bili hvors sökin var, þings eða stjórnar. Hitt sannar þetta, að hjer var stjórnleysið í fjármálunum búið að halda innreið sína, öngþveitið komið í algleyming. Við þessa afgreiðslu fjárlaganna síðustu bættist einnig, að á 22. gr. voru ríkisstjórninni tilskyldar ýmsar heimildir til útgjalda á 56 liðum, sem hæglega gátu leitt til 15—20 milj. króna útgjalda. Og enn er þá ótalið að á þessum sömu fjárlögum voru ekki talin útgjöld til niðurgreiðslu dýrtíðarinnar. Þetta heitir á máli Vísis í dag, að fjármál ríkisins sjeu í góðu lagi. Og ekki hefir Tíminn verið lang- minnugur þegar hann nú talar um einstæða afgreiðslu fjárlaganna í þingsögunni. * Hið sanna í þessum málum er það, sem Pjetur Magnús- son, fjármálaráðherra, sagðií þingræðu í fyrradag: „Fjár- lagafrumvarpið er ekkert annað en rökrjett og óumflýjan- leg afleiðing aðgerða undangenginna ára”. Asninn var leiddur í herbúðirnar, þegar menn hugðust að höndla viskusteininn með því að höggva á hin þing- ræðislegu tengsl framkvæmdarvaldsins og löggjafar- valdsins með skipun utanþingsstjórnar. Það ber ekki að efa, að hugur fyrverandi fjármálaráð- herra hafi ekki staðið til þess að gjöra betur en raun varð á í stjórnartíð hans. Líklegt er einnig, að meiri hluti Alþingis hafi verið sama sinnis. En kjölfestunni var kipt í burtu. Hinni þingræðislegu ábyrgð stjórnarinnar gagn- vart þinginu. Þess vegna skapaðist algjört stefnuleysi í fjármálum. Af því súpum við seyðið nú. Hitt ber svo á að líta, sem núverandi fjármálaráðherra sagði: „Ríkis- stjórnin telur skyldu sína að reyna að koma fjármálum ríkisins aftur á rjettan kjöl. Til þess telur hún fvrstu leiðina vera, að auka atvinnumöguleikana, afla fleiri at- vinnutækja inn í landið“. ★ Dul og draumar Guðrún Böðvars- dóttir GUÐRÚN hjet hún, en Dúna var hún kölluð. Allir, sem kynlust henni, elskuðu hana. Hún var eins og sjaldgæft, fínt blóm, sem stóð þó svo styrkum rótum í lífi jarðar, að sjálfur hvíti dauðinn, sem merkti sjer hana kornunga, gekk ekki með fullan sigur af hólmi fyr en eftir 17 ár. Fyrir 8 árum síðan var sú hólmganga á enda, en nú er Dúna komin aftur, í litlu bók- inni Dul og draumar, sem hún skrifaði sjálf, er móðir hennar hefir geymt handritið að, þar til nú að hún hefir gefið það út. Jeg er viss um að Guðrún Böðvarsd. hefir orðið ógleym- anleg öllum sem nokkuð voru með henni. Jeg kom til hennar sjúkrar í nokkur skifti, og mjer fanst í raun og veru hjer vera sál, sem með kærleika og hrein leika hefði sigrað sjúkdóm og þjáningar. Hennar andlega líf var svo sterkt, að segja má, að þrátt fyrir veikindin væri hún alla jafna miklu fremur veit- andi en þuríandi í samböndum sínum við aðra. I litlu bókinni hennar koma fram öll hennar aðaleinkenni: Styrkur hennar, hreinleiki, löngun til að hjálpa og elska hennar á fegurðinni. Alt er þetta blandað dulskynjunum, sem voru sá gimsteinn, sem henni hafði verið gefinn, og bættu henni sjálfsagt upp lík- amlega veiklun. Ekki er hægt að efast um, að Dúna segir satt og rjett frá, eftir því sem hlut- irnir komu henni fyrir sjónir, og þar sem í nokkrum tilfellum er um að ræða forspár, henni er sagt eða hún sjer það, sem ekki er komið fram, þá er líka um sannanir að ræða. Þessar sannanir gefa leyfi til þess að leggja líka trúnað á þann hluta þess, sem fyrir hana bar, sem ekki verður sannaður. Við þetta bætist svo, að eins og Dúna sjálf, er þessi litla bók ilm- andi blóm, borið fram af titr- andi kærleikshöndum og lagt á altari lífsins. Það ættu allir að verða betri menn og kær- leiksríkari við að lesa þær frá- sagnir, sem bókin geymir. í des. 1944. Aðalbjörg Sigurðardóttir. Söngskemlun á Akureyri Frá frjettaritara vorum, Akureyri, mánud. 19. des í gærdag, sunnudaginn 17. þ. m. hjelt hinn svokallaði Smára-Kvartett, söngskemtun í Nýja Bíó. — í söngsveit þess- ari eru menn úr Karlakór Ak- ureyrar, þeir Jóhann Konráðs- son, Jón Bergdal, Gústav B. Jónsson og Magnús Sigurjóns- son, þeim til aðstoðar voru Jón Þórarinsson og Áskell Jónsson, söngstjóri Karlakórs Akureyr- Þjóðin fagnar því af alhug, að í sæti fjármálaráðherra hIjóð^fœri^ Aske11 undllleik a A söngskrá voru als 17 lög, skuli kominn maður. sem hún ber fylsta traust til. Þar fer saman gætni, festa og prýðileg þekking. Og það er ’öll eftir erlenda höfunda, en því einlæg von allrá sannra íslendinga, að fjármálaráðherr- miður voru engin eftir íslensk anum takist að koma fjárhag ríkisins í lag. tónskáld. \Jilverji álriýar: ® lyfr cieigíecýci Íí^inu Þjóhátíðarkvik- myndin. ÞJ ÓÐHÁTÍÐ ARK VIKMYND- IN var sýnd nokkrum gestum þjóðhátíðarnefndar s.l. sunnu- dag. Sagt hefir verið frá mynd- inni í frjettum. Þeir Kjartan O. Bjarnason og bræðurnir Vigfús og Edvard Sigurgeirssynir tóku myndina, sem er i eðlilegum lit- um. Þó almenningur fái ekki tæki- færi til að sjá þessa kvikmynd fyr en í vor, ætla jeg að fara um hana nokkrum orðum, og það ekki síst vegna þess, að það var mikið rætt hjer í dálkunum í fyrrasumar fyrir hátíðina, hvort nægjanlegt væri að taka mjó- filmu af hátíðahöldunum. Þrátt fyrir, að kvikmyndun þessi hefir tekist vel og á köfl- um prýðilega, verður ekki ánn- að sagt, en að heppilegra hefði verið í alla staði að taka full- komna breiðfilmu, þar sem tal óg tónn hefði verið tekinn um leið, að svo miklu leyti, sem unt hefði verið. Því var svarað til á sínum tíma, er raddir voru uppi um að taka bæri breið- filmu, að tæki til þess.væru ekki til í landinu. Það var ekki alls- kostar rjett, því vitað er, að Loft ur Guðmundsson hafði breið- filmutæki, og tók enda kvik- mynd af hátíðahöldunum, án op- inberrar íhlutunar. Fallegir kaflar. EN EKII tjáir að sakast um orðinn hlut, eins og þar stend- ur. Hin „opinbera“ kvikmynd af hátíðahöldunum er og verður mjófilma og það er vissulega bót í máli, að hana hafa tekið fær- ustu Ijósmyndarar og að þeim hefir tekist betur en hægt var að gera sjer vonir um að ó- reyndu. Landslagsmyndirnar eru prýði lega teknar og margar gullfall- egar. Myndirnar frá hátíðahöld- unum á Þingvöllum, í allri rign- ingunni, hafa tekist svo vel, að undrun sætir. Koma allir litir greinilega fram og myndin er eins skýr og mjófilma getur verið. En það verða menn að gera sjer ljóst, að þessi kvikmynd — og enn einu sinni skal sagt, þó prýðileg sje — verður aldrei til annars en að sýna hana í tiltölu- lega litlum samkomuhúsum, í skólum og þess háttar. Mikið á k^ikmyndin eftir að batna frá því sem hún er nú, þegar tal og tónn kemur í hana, en fullkomin mynd af lýðveld- ishátíðinni verður hún aldrei. Kvikmyndatökumennirnir, sem tekið hafa myndina, eiga hins- vegar hrós skilið fyrir verk sitt, sem unnið er undir erfiðum skil yrðum, einkum hvrað snertir myndatökuna á Þingvöllum. Var ekki Þjóðleik- húsið nóg? HNEYKSLAÐUR skrifar: ,Herra Víkverji! Jeg sje það í blöðunum, að skipulagsnefnd bæjarins vill ekki verða við beiðni Tónlistarfjelagsins um að fá að reisa tónlistarhöll á gatna- mótum Eiríksgötu og Baróns- stígs, en vill hinsvegar hola henni niður í Skuggahverfinu, með þeim forsendum, að mjer skilst, „að þá verði hún nær Þjóðleikhúsinu". — Hversvegna þarf hún að vera nærri Þjóð- leikhúsinu, og eru mennirnir al- veg búnir að gleyma óánægju bæjarbúa yfirleitt með þann stað, sem Þjóðleikhúsið stendur Fögur bygging á ljót- um stað. ÞAÐ HEFIR verið mál manna, að Þjóðleikhúsið myndi aldrei njóta sín þar sem það stendur, nema ef rifið væri svo og svo mikið af húsum frá því. Eða þetta var að minsta kosti sagt, þegar hneykslunin var sem mest yfir staðnum, sem því var val- inn. En ekkert hefir verið rifið. Og á svo að fara að hnoða ann- arri glæsilegri byggingu, — það efast víst enginn um, að þetta verði glæsileg bygging, — nið- ur í eitthvert aumasta hverfi bæjarins hvað útsýn snertir, hverfi, sem fyrr eða síðar með stækkun borgarinnar hlýtur að verða hafnarhverfi. Menn eru altaf að tala um, að bærinn stækki, en samt á altaf að setja allar veglegustu byggingarnar niður í gömlu dældina. Hvers eiga nýju hverfin, sem standa hátt, að gjalda? — Eða er bara verið að hugsa um, að menn sjeu ekki lengi að hlaupa á milli Þjóðleikhúss og Tónlistarhallar? Það væri heldur ltíilfjörleg á- stæða frá fagurfræðilegu sjón- armiði, og tæplega -frambær af nokkurri skipulagsnefnd“. ' • Kærkomið íslending- nm erlendis. ÞESSA DAGANA, þegar allir eru að hugsa um gjafir handa vinum og vandamönnum, er ekki úr vegi að hugsa um íslendinga, sem erlendis búa. Flestum ís- lendingum, sem dvelja fjarri ættjörðinni, þykir einna vænst um að fá frjettir að heiman. Ýms ar einkafrjettir fá þeir í brjefum frá kunningjunum, en almennar frjettir í góðu frjettablaði. ís- lenskur námsmaður, sem dvelur í Ameríku, skrifar Morgunblað- inu á þessa leið: „Jafnframt því, sem jeg þakka ykkur fyrir Morgunblaðið, sem jeg les með mikilli ánægju og lána kunningjum mínum, lang- ar mig til að biðja yður að vekja athygli fólks heima á því, hvað okkur hjer þykir mikill fengur að fá Morgunblaðið að heiman — þó það sje stundum nokkuð lengi á leiðinni“. Þetta, sem námsmaðurinn minnist á, ættu venslamenn ís- lendinga er erlendis dvelja, að athuga. Afgreiðsla Morgunblaðs ins sendir blaðið hvert sem er í heiminum, ef þess er óskað. Öllu betri glaðning er ekki hægt að veita ættingja eða vini er- lendis, en að senda honum á- skrift að árgangi af Morgun- blaðinu. Fallhlífamenn að baki Japönum Það hefir verið opinberlega tilkynnt af hálfu Breta, að fall- hlífasveitir, sem látnar voru svífa til jarðar í Burma að baki ^Japana, hafi gert þeim miklar skráveifur, eyðilagt fyrir þeim jbirgðir, sprengt upp járnbraut ir og gert árásir á foringjabæki 'stöðvar. — Einnig hafa sveitir þessar bjargað yfir 200 flug- mönnum bandamanna, sem urðu áð nauðlenda eða voru Iskotnir niður að baki víglínum Japana, er þeir voru á leið frá | Kína til Indlands. —- Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.