Morgunblaðið - 21.12.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.1944, Blaðsíða 1
ttttMa 16 síður 31. árgangur. 262. tbl. — Fimtudagur 21. desember 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. Pöffn og þoka yiir VesturvígstöSvunum EN BRESKIR ÞINGMENN TELJA ÁSTANDID HID ÍSKYGGILEGASTA Elasmenn taka a breska flughers a Scobie setur skærulið- um úrslitakosti > Stjórnar sókn Þjóðverja London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. HJÁLP SÚ, sem Bretar hugðust senda til aðalstöðva flughers síns í námd við Aþenu, kom of seint, og auðnaðist hjálparliðinu, sem fór með skriðdrekunum, að- eins að bjarga úr höndum Elas manna fáeinum mönn- um af þeim 320, sem voru í stöðvum þessum. Hinir voru annað hvort feldir eða hahdteknir, og stöðin sprengd í loft upp. — í dag síðdegis setti Scobie, hers- höfðingi Breta í Grikklandi, Elas-mönnum úrslitakosti og kvað allsherjarsókn verða hafna gegn þeim á morgun f. h., ef þeir hefðu ekki gefist upp fyrir þann tíma. I dag síðdegis dreifðu bresk- ar i'lugvjelar flugmiðum yfir Aþenuborg, þar sem svo var á kveðið, að óbreyttum borg- urum bæri að hafa sig á brott frá fallbyssustöðvum Elas- manna, þar sem árás yrði haf- in á þær á morgun, bæði af flugvjelum, stórskolaliði og fót gönguliði, og eigi linnt, fyrr en fallbyssur þessar væru eyði lagðar með öllu. — Þýskar fregnir herma, að búlgarskar hersveitir hafi gengið í lið með Elas mönnum, en breskar fregn ir segja, að hægra sje nú alt um uppskipún hergagna úr skip um bandamanna í Piræus. Framh. á 2. síð". Berklarannsékn á iillum Reyk víkingum á næsta ári BÆJARRAÐ hefir samþykl að bæjarsjóður taki þátt í kostn- aði við allsherjar berklarannsókn á íbúum Reykjavíkur, sem fyrirhuguð er á næsta ári. Er hjer um að ræða hið mesta nauðsynjamál, sem lengi mun hafa verið í undirbúningi. Sigurður Sigurðsson berkla- yfirlæknir skrifaði bæjarráði þann 14. nóvember varðandi þátttöku bæjarsjóðs í þessari rannsókn og var málið tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 15. þ. m. Bæjarráð samþykti að veita fje í þessu skyni, en fól borgarstjóra afgreiðslu málsins að öðru leyti fyrir hönd bæjar- ins. Nákvæmur undirbúningur. Berklavarnayfirvöldin munu hafa haft það í undirbúning alllengi, að láta berklaskoða alla bæjarbúa. Er talið, að ekki fari hjá því í jafn stórum bæ og Reykjavík er, að ný sjúk- dómstilfelli komi í dagsins ljós við skoðunina. En vegna þess, hve þröngt hefir verið á berkla hælunum hefir ekki verið unt, að taka við fleiri sjúklingum. Viðbót við Vífilstaðahæli. I sumar hefir því verið reist nýtt sjúkrahús hjá Vífilstöðum með rúmum fyrir um 70 sjúk- linga. Um áramót tekur vinnu- hæli S. I. B. S. til starfa og munu þá losna allmörg rúm á Vífilsstöðum. Mjög þýðingarmikið mál. Þessi væntanlega berklarann sókn á bæjarbúum er hið þýð- ingarmesta heilbrigðismál, sem ráðist hefir verið í langa lengi hjer í bænum. Frá frjettariturum hlutlausra þjóða í Berlín berast fregnir, að Hitler hafi sjálfur skipulagt gagn sókn Þjóðverja á Vesturvígstöðv unum, en falið síðan Von Rund- stedt marskálki, sem hjer sjest á myndinni að ofan, að fram- kvæma hana samkvæmt eigin vilja og getu. Bandaríkjamenn sækja fram á Siikn Þjóðverja heldur áfram en er hægari sumstauar London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ÞOKA GRÚFÐI YFIR Vesturvígstöðvunum í dag. og þoka var yfir öllum frjettum, sem þaðan bárust. Þó kom ýmislegt fram víðsvegar að, sem gefið gat til kynna, hvernig ástandið væri þar. Þannig sagði Arthur Green- wood. forvígismaður breskra jafnaðarmanna á þingi, að jafnaðarmenn vildu ekki gera neitt vantraustsatriði úr Grikklandsmálunum á þingi, vegna þess hve ískyggilegt ástandið á Vesturvígstöðvunum væri. — Borist hafa fregnir um það, að Þjóðverjar flytji í ákafa liðsauka til vígstöðvanna, og einnig um hitt, að mótspyrna Banda- ríkjamanna fari harðnandi. Þó er sami þunginn og áður í sókn Þjóðverja, en engir staðir eru nefndir, sem barist hefir verið um í dag. _________________________ Sóknin á mánudaginn. Nú er það ljóst orðið, að a mánudaginn var voru Þjóðverjar komnir hálfa leið frá landamærum Belgíu til hinnar miklu iðnaðarborg ar Liege, sem talið var í gær, að fólk væri farið að flýja úr. Einnig er nú staðfest, að þeir voru komnir inn í Lux- emburg, svo langt,, að þeir voru_aðeins 25 km. frá höf- uðborg fylkisins, Luxem- burg. — Nú virðist hraðinn í sókninni vera heldur minni, enda hafa banda- menn teflt fram miklu vara liði. Þjóðverjar segjast víð- ast hvar hafa sigrast á þess- um herflokkum, jafnskjótt og þeir komu frarh á sjón- arsviðið, og vitað er, að enn eiga allfjölmennir herflokk ar bandamanna í bardögum við Þjóðverja, að baki fremstu víglínu manna von Rundstedts, sem sagt er að Hitler hafi nú gefið frjálsar hendur til að stýra sókn þess ari eftir eigin geðþótta. Síuustu frjettir London: í nótt kl. 2 bárust fregnir um það, að Þjóðverjar sæktu stöðtigt fram. Þeir eru taldir beita 200.000 manna her í sókninni, þar af 6 skriðdreka- herfylkjum. Bandaríkjamenn verjast vasklega og hefir sums- staðar tekist að stöðva Þjóð- verja. Ógurlegar orustur, þær hörðustu, sem háðar hafa verið á Vesturvígstöðvunum, geysa. Þoka er enn þykk yfir öllu víg^ svæðinu. um London í gærkveldi. Mótspyrna Japana á Mindoro ey, Filipseyjum er þvínær eng- in, enn sem komið er, og á Leyte hafa þeir tekið aðalbæki stöð Japana. Virðist svo, sem Japanar muni frekar leggja á- herslu á það, að verjast land- göngu á öðrum eyjum, en ætli að hætta vörn þessara tveggja eyja. — Amerískar flugvjelar hafa skotið niður margar flug- vjelar fyrir Japönuni. • — Reuter. Fyrirætlanir um aukningu vatns- veitunnar Á SÍÐASTA bæjarráðsfundi var samþykt að fela Helga Sig- urðssyni, forstjóra vatnsveit- unnar, að ljúka áætlunum um aukningu hennar svo fljótt, sem við verður komið og honum heimilað að ráða verkfræðing . til aðstoðar eftir þörfum og eft ir því, sem föng eru á. Morgunblaðið ' hefir snúið sjer til Helga Sigurðssonar og spurt hann um, hvað liði framkvæmdum í þessum efn- um. Sagði Helgi að málið væri til athugunar og yrði hafist handa svo fljótt sem auðið væri, en ekki hefði hann enn ráðið ;verkfræðing í þessu skyni. Þokan hindrar flugherinn. Þjóðverjum er mikill hag ur að þokunni, sem hefir í allan dag verið svört og þykk ' á bardagasvæðinu. Hafa bandamenn ekki get- að beitt flugher sínum neitt. Þjóðverjar halda uppi mik- illi skothríð á stöðvar Breta og Kanadamanna í Hollandi og einnig á Aachenvígstöðv unum. og telja sumir frjetta ritarar þetta benda til þess, að þeir muni máske einnig láta til skarar skríða með gagnsókn þar líka Framh. á 2. síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.