Morgunblaðið - 21.12.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.12.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNULAÐIÐ Fimtudagur 21. des. 1944. SVIPLEGT FRÁFALL MERKISMANNS: AÐ MORGNI þess 10. þ. m. barst sú sorgarfregn frá Gfund S Skorradal, að Fjetur Bjarna- son. bóndi þar og hreppstjóri, hefði þá um nóttina látist 1 svefni. Hafði hann gengið til bvílu um kvöldið án þess vit- að væri, að hann kendi sjer nokkurs meins. Vart mun nokk virt annað mannslát hafa vakið jafnsára og almenna hrygð og söknuð úm_Bergarfjarðarhjer- að nú um langt skeið sem jþetta. Svo mikils trausts og almennra vinsælda naut Pjet- ur hjá hjeraðsbúum. Pjetur var fæddur og uppal- ínn á Grund, og ól hann þar allan aldur sinn. Hann fæddist ■0. desbr. 1903. Ólst hann þar upp hjá foreldrum sínum, hjeraðshöfðingjanum Bjarna Pjeturssyni hreppstjóra og hinni vinsælu og ágætu konu hans, Kortrúnu Steinadóttur frá Valdastöðum í Kjós. Bjarni á Grund hafði tekið við bús- forráðum þar eftir föður sinn, Pjetur hreppstjóra Þorsteins- son. Hafa þeir þannig búið hver fram af öðrum feðgarnir á þessari fallegu jörð og gert þar garðinn frægan. A Grund í Skorradal er eitt- hvert fallegasta bæjarstæði á foygðu bóli hjerlendis. Bærinn stendur í skógi vaxinni hlíð sunnan í móti, og' nær túnið, sljett og víðlent, niður á bakka- Skorradalsvatns við neðri enda jþess, þar sem Andakílsá fell- ur úr vatninu. Er dalurinn oifen'j SKIP Súðin 'vesiur um land, í hringferð, lcringum 28. þ. m. Kemur við á IPatreksfirði, Bildudal, ísafirði. Siglufirði, Akureyri og öllum venjulegum viðkomuhöfnum jþar fyrir austan á leiðinni til Keykjavíkur. — Flutningi til foafna frá Fáskrúðsfirði til Siglufjarðar veitt móttaka í dag og á morgun. Enn óákveðið ihvort vörur teknar til annarra viðkomuhafna. — Pantaðir far- seðlar óskast sóttir í síðasta lagi 27. þ. m. i®ór fil Austfjarða kringum 28. þ. m. Vörumóttaka til Hornafjarð- ar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar í dag og á roorgun. Vegna farþega og pósts kemur skipið við í Vestmanna- eyjum í báðum leiðum og fer frá Stöðvarfirði norður til Seyð isfjarðar með viðkomu á Fá- skrúðsfirði og Norðfirði. o • 64 „ðverrir fil Snæfellsneshafna. Gilsfjarð- ar og Flateyjar kringum 28. þ. ro. — Flutningi veitt móttaka Pjelurs þarna allvíður og undirlendi alt þakið fjölbreyttum gróðri. Þeim megin dalsins, sem Grund stendur, er hlíðin skógi og grasi vaxin upp á efstu brúnir og skógarilmur og blómaangan í lofti. En hinum megin, gegnt Grund, gnæfa við himin hrika- legar og tignarlegar brúnir Skarðsheiðar, þar sem sumar- sólin megnar ekki að sigrast til fulls á vetrarríkinu, því að um hásumar eru þar jafnan snjó- breiður og skaflar í dældum og skorningum. Á milli þessara andstæðna í náttúrunni liggur Skorradalsvatn. og í logni speglast landslagið til beggja hliða í rennisljettum vatns- fletinum. í þessu umhverfi ólst Pjetur upp undir handleiðslu um- hyggjusamra foreldra. Hefir þetta umhverfi óefað haft mik- il áhrif á hann í uppvextinum. Bjartsýni hans, trú hans á land ið og gæði þess og hrifning fyr- ir tign þess og fegurð á vafa- laust í ríkum mæli rót sína að rekja til uppeldisáhrifa þeirra, sem hafa á þessum stað mótað skgpgerð hans og lyndis- einkunn. ■ I Pjetur fór ungur til náms í Hvanneyrarskóla og tók þar próf með ágætiseinkunn að loknu tveggja vetra námi. Við lát föður síns 1928 tók Pjetur. þá 25 ára að aldri, við bús- forráðum á Grund. Var hann ráðsmaður hjá móður sinni til ársins 1935, en á því ári kvænt ist hann eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Davíðsdóttur, bónda Þorsteinssonar á Arnbjargar- læk. Ljet móðir Pjeturs þá af búskap, en við tóku þau ungu hjónin. Pjetur tókst mikinn vanda á hendur, þegar hann tók við búsforráðum á Grund við lát föður síns. Það var ekki auð- gert að fylla það skarð á heim- ilinu, sem varð við lát föður hans, slíkur fyrirmyndar- búhöldur sem hann var og jhöfðingi heim að sækja. En þrátt fyrir það, þótt Pjetur væri þá enn á æskuskeiði, reyndist hann þessum vanda vaxinn. Búskapurinn vár rek- inn með sama myndarbrag og fyrirhyggju sem áður. Gest- risnin og hjálpsemin við hvern •iMMIIIimilirillllllilllllHIIIMIIIIIIIMmillllllllllllM”’ = = = e= = Okkur vantar góðan iBifreiðarstjóra) z= E = nú þegar. j| Bifreiðastöð Steindórs. | ~ | tiiiiiiinuiiiniiuiiiiitiiuiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii' Drí-lSeesa komið. sem var fylgdi áfram heimil- inu. Sama hlýjan og velvildin mætti öllum, sem að garði bar. Naut Pjetur í öllu þessu stuðn- ings og leiosögu umhyggju- sámrar móður, sem unni syni sínum hugástum og hvatti hann í hvívetna til dáða og drengskapar. Pjetur var, eins og fyr grein- ir, kvæntur Guðrúnu Davíðs- dóttur, ágætri konu. Voru þau hjónin, Pjetur og Guðrún, mjög' samtaka um röggsemi í búrekstrinum og urðu að leggja hart að sjer um vinnu- brögð við umfangsmikinn bú- rekstur, eins og nú er títt um þá, sem við sveitabúskap fást. Eins og ekki síður voru þau hjónin samhent um það að varð veita þann heimilisbrag og geðþekni, sem varpað I*efir Ijóma á Grundarheimilið nú í þrjá ættliði. Eftir lát föður síns voru Pjetri brátt falin margvísleg trúnaðarstörf í hjeraði. Hrepp- stjóri var hann kjörinn strax að föður sinum látnum. Brátt var hann kosinn í sýslunefnd og hreppsnefnd, og enn fleiri trúnaðarstörf voru honum falin. Pjetur átti um langt skeið ríkan þátt í fjelagssamtökum bænda um verslunarmál. Einn- ig var hann þegar á unga aldri 1 framarla í flokki yngri manna um skóla- og menningarmál öll. Vann hann að framgangi þeirra mála með festu og fyr- |irhyggju. I sýslunefnd beind- ist hugur Pjeturs mjög að sam- 1 göngubótum, bæði á sjó og I landi. Duldist hinum gáfaða og glöggskygna manni eigi, hver xililllmiiiiimiiimiiiiiiliiiiiiiiimimiiimiiiHllIlIhfin Imm I _ _ § til sölu á Mímisvegi 2 A, | 1 annari hæð. Stærð 3x4 -1 = yard. — Til sýnis í dag frá i ltl. 18—20. | iiimiiiiiitimimiimunHiiiMiiiuiniiinuiuiiimiuu mmiiiiiiiiiiiimimmmiimiMMiiiiiiiimiiiiimiiiim 6 Grnnd nauðsyn er á því fyrir vöxt og viðgang atvinnulífsins í sveit- um landsins, að þar sje einnig hægt að fylgjast með í þeirri þróun viðskiftalífsins, sem krefur síaukins hraða í flutn- ingum og tilfærslu á fram- leiðsluvörunum. Pjetri var það Ijóst, hver forlög biðu þeirra bygðarlaga, sem hjer drægjust aftur úr og yrðu við- skila á braut þessarar þróun- ar. Naut Pjetur í hvívetna mik ils trausts samstarfsmanna sinna í sýslunefnd, og var hon um þegar, er hann tók sæti í nefndinni, falin endurskoðun hreppa- og sýslusjóðsreikn- inga. Pjetur hafði um nokkurt ára bil, að opinberri tilhlutun, á hendi tilraunir með notkun fóðurbætis við fóðrun saúðfjár. Leiddu slíkar tilraunir til þess, sem nú er algengt orðið, að bændur nota síldarmjöl og ! fleiri tegundir fóðurefna til heysparnaðar og fóðrunarör- yggis. Leiddu tilraunir Pjeturs og í ljós, að með fóðurbætis- gjöf nýttist beit miklu betur en ella. Vann Pjetur gott og þarft starf með þessum tilraunum, sem 'hann framkvæmdi með hinni mestu nákvæmni. I Pjetur átti frá upphafi sæti í sauðfjársjúkdómanefnd þeirri, sem hjer hefir starfað síðan sauðfjársjúkdómaplágan komst í algleyming. Hefir verkefni þeirrar nefndar verið hið erf- iðasta viðfangs og frá byrjun imjög tvísýnt um árangur. Mik- ið starf hefir þar verið af hendi int og mjög leitað úrræða, er jverða mættu til viðnáms út- breiðslu þessa skæða farald- I urs. Það leikur ekki á tveim j tungum hjá þeim, sem kynst hafa störfum þessarar nefndar, að Pjetur hefir leyst þar af hendi mikið starf og jafnan reynst þar tillögugóður. . Pjetur átti sæti í vísitölu- nefnd þeirri síðari, sem skipuð var 1943 til þess að leita sam- komulags um niðurfærslu af- | urðaverðs og kaupgjalds. Hafði á sínum tíma verið mjög lagt að Pjetri að taka sæti í nefnd þeirri, sem upphaflega var skip uð til að fjalla um þessi mál, en sökum þess, að hann átti, á þeim tíma árs, sem nefndin iiiitiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiuiiiii! Fyrsta flokks starfaði, ekki heimangengt, gat hann eigi orðið við þeim óskum. Sýnir þetta ljóslega það traust, sem hann einnig naut utan átthaga sinna. Pjetur var áhugamaður um stjórnmál og tók mikinn þátt í þeim málum í hjeraði. Var hann sjálfstæður í skoðunum, víðsýnn og frjálslyndur. Vildi hann, að þar sem annarstaðar væri gætt fyrirhyggju og eigi rasað fyrir ráð fram. Pjetur var ljúfur og geð- þekkur í allri umgengni og hinn ánægjulegasti samstarfs- maður. Studdi hann æfinlega að sátt og samlyndi og hafði til þess einlægan vilja að leysa með ráði og dáð hvers manns vanda, enda var mjög til hans leitað af sveitungum hans og fleirum, er áttu úr vöndu að ráða. Pjetur krufði hvert mál, sem hann vann að, til mergj- ar og var mjög glöggskygn á það, sem var aðalatriði í hverju máli. Hann var einbeittur og gat verið kappsfullur, ef í brýnu sló, og ljet þá ekki hlut sinn, ef hann vissi sig hafa á rjettu að standa. Pjetur var tryggur í lund og vinfastur. Hann var orðheld- inn, -Svo að af bar. Veitti hann ádrátt um eitthvað, þurfti eigi að efast um efndirnar. Pjetur var að eðlisfari al- vörumaður, en ávalt viðmóts- þýður. En glaður var hann og reifur í vina- og kunningjahóp. Heimilisfaðir var hann og frá- bær, og var hjónabandið far- sælt. Kortrún móðir Pjeturs lifir son sinn. Er hún 74 ára að aldri og mjög biluð að heilsu. Dvelur hún hjá dóttur sinni, Kristínu, og manni hennar, Kristjáni Þorsteinssyni, en þau hjón eru búsett í Reykjavík. Onnur dótt ir Kortrúnar, Guðrún, sem er ógift, er yfirhjúkrunarkona í Landakotsspítala. Þeim hjónum, Pjetri og Guð- rúnu, varð fjögurra barna auð- ið, sem öll eru á lífi á unga aldri. Hið sviplega og óvænta frá- fall hins góða og umhyggju- sama heimilisföður er konu hans og i^ngum börnum að von um hið mesta reiðarslag, og á hin aldurhnigna móðir hans og' ■ aðrir ættingjar og vandamenn jeinnig um sárt að binda. En [hjer er einnig orðinn hjeraðs- jbrestur. Borgarfjarðarhjerað á hjer á bak að sjá í blóma lífs- ins einum sinna nýtustu sona, sem miklar vonir voru teng'd- ar við. P. O. ítc aiannn á þriðja í jólum. caaunimniiii!iiiininainiiiiiiii!iiiinniiBOflninMb' Radió-grammófónn, nýr § til sölu. Einnig lítið Við- | tæki. Uppl. á Miklabraut § 22. I S íslenskur listiðnaðtír. | Nokkrir krosssaumaðir munir til sölu í. a t § Vcrslun Ingibjargar 5 Johnson IIIIIIIIIMIIIIIIIIIMHIIIIIIIIIIIIimilllllllllllllllinilllllllll miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiimiimiiiniimiiiiiiiiiiHi ] Stólborð | (sambyggt) | i fyrir smábarn, til sölu. — = § Einnig rafmagns Plötuspil f = ari. Upp). í síma 508^eða | Haðarstíg 20. nmmiiiiiiiiiiiiiniimumimiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii i lllllllillllllllllllllllllllllIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllM Seljum | Kdpur | | frá saumastofunni Diönu. | GaFðastr. 2, iniiiHHmmmmiiniiiiiiHimmummimimiiiiiiiU!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.