Morgunblaðið - 21.12.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.12.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 21. des. 1944. nnmMiittMU Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. X Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Skríls - blaðamenska NÝLEGA birtist í Tímanum forystugrein með yfir- skriftinni: Nýtt strandferðaskip. Tilefnið var, að við aðra umræðu fjárlaganna höfðu nokkrir þingmenn úr Fram- sóknarflokknum flutt breytingartillögu við 22. gr., um heimild handa ríkisstjórninni „að kaupa nýtt strandferða- skip af líkri stærð og Esju”. Þegar Tíminn er búinn að útmála með-sterkum orðum þá brýnu nauðsyn sem á því er, að þjóðin eignist annað strandferðaskip, svipað Esju — og gleymir að sjálfsögðu ekki að geta þess, að Framsóknarmennirnir hafi komið auga á þörfina, eins og framangreind tillaga sýni — þá kemur rúsínan í endanum. Hún er svona: Stjórnarliðið á Alþingi feldi þessa umbótatillögu Framsóknarmanna! Því næst segir Tíminn: „Það þykir rjett að birta hjer nöfn.þeirra þingmanna, sem ekki vilja að ríkið eignist nýtt strandferðaskip”(!) og svo koma öll nöfnin. Að lok- um klykkir blaðið út með þessum orðum: „Fyrir þá mörgu landsmenn, sem þurfa að búa við hinar stopulu, erfiðu og oft hættulegu strandferðir, er vert að festa sjer í minni nöfn þeirra þingmanna, sem 'notuðu umboð sitt til að hindra kaup á nýju, fullkomnu strandferðaskipi og vilja því halda við hinu ríkjandi ófremdarástandi og hinum mikla reksturshalla ríkisins á strandferðunum”. Þannig leit hún út fræðslan í þessu stórmáli, sem stjórn- arandstaðan veitti þjóðinni. ★ En Tímamenn ljetu ekki hjer við sitja. Við 3. umr. fjárlaganna fluttu þeir á ný tillöguna um kaup á strand- ferðaskipi, með lítilli orðabreytingu. Fjármálaráðherrann mintist lítillega á þessa tillögu undir umræðunum. Hann benti á, að ekki væru minstu líkur fyrir því, að ríkisstjórninni gæfist á næsta ári tækifæri til að kaupa strandferðaskip. Þetta vissu flutn- ingsmenn tillögunnar mjög vel, og þeir flyttu hana ekki í því skyni að koma góðu og nytsömu máli í framkvæmd. Fyrir þeim vekti ekkert annað en áróður. Ef hinsvegar það furðulega skeði, að stjórninni byðist tækifæri til þess að kaupa hentugt strandferðaskip á næsta ári, myndi hún áreiðanlega ekki verða í vandræðum með að afla sjer heimilda til þeirra kaupa. Ráðherrann kvaðst hinsvegar ekki kæra sig um, að hafa í fjárlögunum slíka heimild, sem vitað væri um að flutn- ingsmenn ætluðu ekki að nota til neins annars en áróðurs. Tillaga þeirra Framsóknarmanna var enn feld og gefst því Tímanum tækifæri til að prenta upp nýjan nafna- lista yfir þá þingmenn, sem „ekki vilja að ríkið eignist nýtt strandferðaskip”! Benedik! frá Hoffeigi fimtugur BENEDIKT GÍSLASON frá Hofteini er fimlugur í dag. Benedikt er fæddur i Vopna- firði, og stundaði búfræðinám að Eiðum. Hann lauk einnig námi við Samvinnuskólann. Lengst af hefir Benedikt fengist við búskap og rak síð- ast stórbú í Hofteig á Jökuldal. en þar hóf hann búskap 1928. Benedikt Gíslason hefir haft mikil afskifti af opinberum málum og gengt margvíslegum trúnaðarstörfum í þágu almenn ings. Hann hefir mikinn áhuga fyrir hverju því, sem að almenn um framförum lýtur,‘ en einkum hneigðist hugur hans að mál- efnum bænda og landbúnaðar- ins. Hann var við síðustu alþing- iskosningar, á árinu 1942, í framboði í Norður-Þingeyjar- sýslu fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins. Hann er ötull bar- áttumaður á sviði stjórnmál- anna, Vel máli farinn og rök- vís. Benedikt er hreinn og beinn og drenglundaður. Slíkir mann kostir eru hverjum hollastir og óbrotgjarnir í umgengni og við skiftum við aðra. Nú dvelur Benedikt að heim- ili sínu hjer í Reykjavik, Bræðratungu við Holtaveg, og mun margur hugsa hlýtt til góðs drengs á þessum hátíðis- degi hans. Þjóðverjar skifta um hershöfðingja í Noregi Frá norska blaðafulltrú- Sjálfsagt hefir tilviljun ein ráðið því, að í næsta blaði Tímans birtist viðtal við ungan og efnilegan lækni, sem er nýkominn heim eftir tveggja ára dvöl í Englandi. Síðasta spurningin, sem blaðamaður Tímans leggur fyrir læknirinn, er á þessa leið: Hvað fanst þjer um menningarlíf Englendinga? Læknirinn svarar spurning- unni og minnist m. a. á blöðin í Englandi. Hann segir: „Eitt það fyrsta, sem menn hljóta að taka eftir á Eng- iandi, viðkomandi menningarlífi, er. að blöðin eru skrifuð í alt öðrum anda en hjer er venjulegast. Með örfáum. undantekningum verður varla sjeð, hvaða stjórnmála- flokki þau fylgja, og blaðaskrif öll eru fáguð og algerlega laus yfirleitt við persónulegar illdeilur”. • j Sennilega mun margan undra, að þessi ummæli hins unga læknis skyldu hafa fengist prentuð í dálkum Tím- ans. Svo mjög eru þau í andstöðu við þá stefnu, sem ráðið hefir í því blaði, og enn er þar allsráðandi. Eða hvar í ý veröldinni *er til stjórnmálablað, jafnvel þótt í andstöðu 5 sje við ríkisstjórn, sem skrifar um forsætisráðherra lands ' síns á sama hátt og Tíminn hefir gert að undanförnu? Það ý yæri hvarvgtna talin skrílsblaðamenska. 1 anum. FRÁ NOREGI berast fregnir um, að Rendulic hershöfðingi Þjóðverja í Finnlandi eigi að taka við herstjórn í Noregi af Falkenhorst hershöfðingja. Ennfremur berast fregnir frá áreiðanlegum heimildum, að Þjóðverjar ætli að flytja aðal- stöðvar hers síns frá Oslo til Lillehammer. Frá þeim bæ eru ágætar samgöngur til Þrænda laga, Vesturlandsins og Austur landsins og ennfremur er hæg- ara að verja þenna litla bæ fyrir skemdarverkamönnum en t. d. Oslo-borg. Búist er við, að Rendulic ( verði harður í horn að taka, því hann hefir íllt orð á sjer sem háttsettur nasisti og SS-maður. Ennfrémur er búist við að völd Terbovens landstjóra Þjóðverja fari minkandi er Rendulic tek- ur við. ; , . \Jikverji ilripar: ^Ulr Ácicýlecj,ci Íífinu Tónlistarhöllin. ÞAÐ HEFIR verið mikið rætt um Tónlistarhöllina væntanlegu undanfarna daga og þá einkum, hvar hana ætti að reisa í bænum. Eins og skýrt hefir verið frá, hefir skipulagsnefndin vísað á lóð fyrir austan Þjóðleikhúsið, en ekki virðast allir ánægðir með staðinn, eins og komið hefir fram hjer í dálkunum. | í gærmorgun hitti jeg Höfð Bjarnason skipulagsstjóra á Hverfisgötunni og hann benti mjer á staðinn, þar sem skipu- lgasnefndin hefir vísað á lóð fyr ir væntanlega Tónlistarhöll. Er það stór lóð austan við norðaust uráimu Þjóðleikhússins, milli Hverfisgötu og Lindargötu. Hörður benti mjer á, að þessi staður væri aðeins tillaga skipu- iagsnefndar og ástæðan fyrir því, að bent hefði verið á þenna stað, væri sú m. a., að skipulagsnefnd in teldi, að heppilegt væri að hafa þarna einskonar listamið- stöð, Þjóðleikhús og Tónlistar- höll, svo að segja saman. Hörður sýndi mjer síðan skipu lagsuppdrátt af svæðinu þarna í kring. Er gert ráð fyriiy að skrúðgarður verði meðfram Hverfisgötunni alla leið frá sendiherrabústað Dana vestur að Þjóðleikhúsi, en til þess að því verði við komið, þyrfti að rífa nokkur gömul timburhús, er þar eru. Smiðjustígurinn á þá að enda (eða byrja) við Hverfisgötu, en ekki ná niður að Lindargötu eins og nú er. frá Kleppi kl. 8.30 árdegis. Þá tékur vagninn að jafnaði — 35 skólabörn við Sunnutorg og víð ar, í ofanálag á troðfullan vagn af fullorðnu fólki, og flytur þau niður að Sundlaugum. I sambandi* við þetta vil jeg taka þetta fram: 1. Vagninn getur ekki haldið áætlun, en af því leiðir, að menn koma of seint á vinnustað. 2. Föt farþega og skór skemm- ast og óhreinkast. 3. Orðbragð barnanna og hátta lag alt er svo viðurstyggilegt, að raun er að fyrir fullorðið fólk, sem hefir hlotið sæmilegt upp- eldi. Mikill hluti barnanna er alveg siðlaus. Samræður þeirra í vögnunum' eru kryddaðar sam- antvirinuðum klúryrðum og blótsyrðum, og ,á stöðvunum ryðjast þau áfram eins og villi- dýr. Fáein börn eiga þó óskilið mál, en þetta á við um allan fjöldann, einkum drengina". • Of fáir vagnar. „FYRIR 5 árum voru jafn- margir vagnar og nú á þessari leið og viðlíka margar ferðir á degi hverjum, en á þessum ár- um hafa risið hundruð nýrra húsa á leið vagnanna og íbúa- tala margfaldast. Hjer eiga vagnstjórar Strætis- vagna Reykjavíkur enga sök, þeir gera alt sem í þeirra valdi stpndur, farþegum til hagræð- is. En eina leiðin til þess að fá úr þessu bætt, er fjölgun vagna“. Gömlu húsin verða að hverfa. HÖRÐUR BJARNASON benti mjer ennfremur á staðreynd, sem menn verða að gera sjer ljósa, þegar rætt er um skipulag bæjarins. Það er ekki hægt að halda áfram í það óendanlega, að benda á nýjar og óbygðar lóð ir fyrir stórbyggingar hjer í bæn um. Það hlýtur að koma að því fyrr eða síðar, að gömlu timbur- kumbaldarnir verða að hverfa til þess að hægt sje að rýma til fyr ir nýjum og glæsileguni bygg- ingum. Skuggahverfið svonefnda verður ekki skuggalegt, fremur en önnur hverfi, eftir að það, sem gerir það skuggalegt, hefir verið fjarlægt. Vitanlega er þetta rjett athug- að. Hitt er svo annað mál, að Þjóðleikhúsinu var valinn ó- heppilegur staður. En því mið- ur verður því ekki breytt hjeð- an af. Það virðist að mörgu leyti vel athugað hjá skipulagsnefnd, að hafa Þj<5ðleikhúsið og Tónlistar- höllina í námunda hvort við annað. En til þess að menn geti gert sig ánægða með það, verð- ur að leggja í talsverðan kostn- að, sem er því samfara að rýmka til og rífa gömlu kumb- aldana í kringum Þjóðleikhúsið. Ekki aðeins við Hverfisgötuna, heldur og alla leið upp að Laugavegi. • Hegðun unglinga í strætisvögnum gagn- rýnd. STRÆTISVAGNAFARÞEGI skrifar eftirfarandi um reynslu sína af megðan unglinga í stræt- isvögnum o. fl.: „Jeg er daglegur farþegi Stræt isvagna Reykjavíkur á leiðinni Kleppur-Lækjartorg og hefi ver ið það um nokkurra ára skeið. Oftastnær í seinni tíð er vont að vera farþegi á þessari leið, en útyfir tekur í vagninum, sem fer Eftirlit með börnum“. „ÞÁ ER og fylsta ástæða til þess að flytja skólabörnin-í sjer- stökum vögnum, og gæti þá kom ið til álita fyrir skólanefndir og skólakennara bæjarins, að kenn arar skiftist á um að fylgja. skólabörnunum á aðalleiðunum og halda uppi sæmilegum aga í vögnunum. Þetta skrifar sá góði strætis- vagnafarþegi og víst er lýsing hans ekki fögur. En jeg man ekki betur, en að blöðin flyttu fregnir um það á dögunum, að Laugarnesskólinn hefði fengið skólabíl til að flytja börnin til og frá skóla. Skyldi það ekki ljetta eitthvað á strætisvögnun- um? Vífilsstaðahliðið enn. VÍFILSSTAÐAHLIÐIÐ, sem minst var á hjer í blaðinu á dög- unum, virðist fara í taugarnar á mörgum, sem um það fara. Víf- ilsstaða-ferðalangur skrifar mjer eftirfarandi um hliðskömmina: „Jeg minnist þess að hafa les- ið hjer í dálkum þínum fyrir nokkru síðan, er þú birtir brjef frá manni nokkrum, sem fór fram á það við þig, að þú beitt- ir þjer fyrir því, að Vífilsstaða- hliðið yrði brotið niður eða breikkað. — Jeg vil í því sam- bandi við áðurnefnd skrif rifja upp nokkur loforð ráðandi manna í þessum efnum. Fyrir rúmum mánuði lofaði eftirlitsmaður ríkisspítalanna að láta breikka hliðið. — Lofaði hann þessu í miðri viku og sagði, að þegar næsta mánudag myndi loftbor sendur þangað suður eft<- ir, til að leggja stólpann að velli. Daginn eftir, eða þriðjudag, var þetta loforð hermt upp á hann. Bar hann því þá við, að hafa gleymt því. Hve lengi á svo að ganga? Nú eru jólin rjett undan og því ekki margir vinnudagar eftir. Vera má, að þessar línur hafi þau ú- hrifi að nú verði.staðið við orðin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.