Morgunblaðið - 22.12.1944, Side 1

Morgunblaðið - 22.12.1944, Side 1
16 síður 31, árgangur. 283. tbl. LÍKLEGT AÐ VERÐI EKKI — Föstudagur 22. desember 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. SÓKN ÞJÓÐVERJA STÖÐVUÐ í BRÁÐ Geslapomenn í essinu sínu MisþyrnÆigar og fantabrögð Frá norska blaðafulltrú- anum: Bresk flugvjel varð nýlega að n,auðlenda hjá Os 30 km. sunn- an við Bergen. Flugmennirnir kveiktu í flugvjelinni, og hvurfu síðan. Gestapo fór strax á stúfana. Kvennsnipt ein var send til Os. Hún hafði bænakver, sálma og nýja testamentið til sölu. Hún gekk á milli heimilanna og lagði hlustir við því, sem talað var manna á milli. Síðan fór hún leiðar sinnar. Kom brátt aftur. Þá var ann- að upplit á henni. Þá var hún í fylgd með Þjóðverjum. Þýsku lögreglumennirnir rjeðust inn í hvert heimilið af öðru, og drógu alla karlmenn út úr hús- unum. Skipuðu þeim að leggjast endilöngum á frosna jörðina. Spörkuðu þeir í hina varna- lausu menn, lömdu þá og frömdu önnur níðingsverk á þeim. Sumir þessara manna voru teknir og þeim ekið á brott, til þess að veita þeim sjerstaka meðferð“ alt eftir for- skriftum Gestapo. A annað hundrað manns voru teknir fastir. Þjóðverjar full- yrtu að þeir hefðu fundið vopnabirgðir í Os í höndum Norðmanna. Allir karlmenn á aldrinum 18—135 ára urðu fyrir misþyrm ingum. Þjóðverjar ljetu þá leggj ast marga hlið við hlið meðan misþyrmingarnar fóru fram. Urðu menn þessir að liggja hreyfingaflausir alt að því 8 klukkustundir. Gestapomennirnir, sem þarna voru, voru í essinu sínu. — Á einum stað skutu þeir hund og Ijetu húsmóðurina ganga með sjer um alt húsið með blóðugt hræið í fanginu, á meðan þeir fleygðu öllum innanstokksmun um heimilisins út um gluggana. Þegar komið var með fang- ana frá Os til Bergen, andaðist einn þeirra þegar af sárum. Grimmir bardagar norðan Faienza Barist er nú af mikilli heift á Ítalíuvígstöðvunum á 15 km. breiðu svæði milli ánna Lemone og Segno fyrir norðan Faienza. Þa standa Þjóðverjar fast fyrir, og verjast af ógurlegri hörku, en Indverjar, Kanadamenn og Nýsjálendingar sækja á. emocn gronningen *T AMstERBAH \ Sv * + v + GPONAN •MMERíCH t++, + + : 0U$$eu>0RF ANTWERPBN 8RUSSEL 'MCHEN NAMUR TRtER Vígsvæðið í Belgíu og Luxemburg sjest lijer á kortinu. Talið er að Þjóðverjar sjeu komnir framhjá Liege fyrir sunnan borgina og hafa rofið það þar mikilvægan veg, sem liggur til suðurs. Bnrist öf hörku i Aþenu enn < -■ — Stjórnin klofin í ríkisstjóramálinu Stokkhólmi í gær. Einkaskeyti til Morgun-j blaðsins frá Reuter. | I allan dag hafa verið harðir bardagar í Aþenu og hafa breskar flugvjelar sveinmð yfir borgumi í leit að fallbyssu-' stæðum Etasmanna, en ekki hafa borist miklar fregnir vnn| það, hvernig gengið hefir að eyðileggja fallbyssur þessar.l Þá hafa borist- fregliir um það, að skæruliðar berjist innbyrð- is í NorðurGrikklandi af-'miklum ákafá. Stjórnin hefir klofn- að í spursmálinu um það, hvort beri að gera érkibiskup Aþenu að ’ríkisstjóra. Foringjar skæruliða eru sagð ir hafa skorað á menn sína að herða baráttuna, sem mest, og láta ekki bilbug á sjer finna, heldur vera undir vopnum og sem vígreifastir, er ríkisstjórinn tæki völd. En nú virðist ætla að vera bið á því, að þetta verði þar sem sterkur flokkur innan stjórnarinnar er nú á móti skip an erkibiskupsins í embætti þetta og virðist því heldur lítið um einingu í landinu sem stend ur. Frjettaritarar telja að fallið hafi af skæruliðum, eða verið teknir höndum um 5000 menn. Loftárás á Trier London: t gær gerðu bresk- ar Lancasterflugvjelar miklar árásir á þýslav borgina Trier. Þeir eru kom.nir yf ir 50 km. inn 1 Belgíu og því nær yf ir Luxemburg London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. HERFRÆÐINGAR ERU alment á þeirri skoðun, að sókn Þjóðverja í Belgíu og Luxemburg verði ekki stöðvuð í bráð, að minsta kosti ekki að fullu, og eigi baráttan eftir að ná hámarki sínu. í dag kom það fram af opinberri hálfu bandamanna, að á þriðjudagskvöldið var hefðu Þjóðverjar verið komnir um 50 km. inn í Belgíu og því nær yfir Luxemburg, og er líklegt að fylki þetta sje nú alt á valdi Þjóðverja aftur. — Rundstedt hefir rofið þýð- ingarmikinn veg, sem liggur milli hinnar miklu iðnaðar- borga Liege, og borgarinnar Arlon. suður við landamæri Luxemburg. — Sækir her Rundstedts fram á sama svæði og vorið 1940, og er enn talið, að skarðið í varnarlínu fyrsta Bandaríkjahersins sje um 50 km. breitt, en mót- spyrna bandamanna er hörð á báðum fylkingarörmum. áhlaisp Rússa við Balatonvatn London í gærkveldi: Rússar herða nú árásir milli Dónár og Balatonvatns, og er nú barist þar af ákaflegri hörku. Segja Þjóðverjar Rúss- ar beita þarna bæði miklum flugher og landher. — Ekki er neitt barist að ráði nærri Buda pest, en framsókn Rússa austur í Slovakíu heldur enn áfram, þótt ekki hafi þeim enn tekist að ná borginni Kositze á sitt vald. Einnig sækja Rússar hart að þeim þýsku og ungversku her- sveitum, sem verja kola- og járnnárhahjeruðin í Norðaust- ur-Ungverjalaridi, en breyting ar hafá ekki orðið miklar þar Þrír nýir kjörræðis- menn islands í Ameríku ÞRÍR NÝIR kjörræðismenn hafa verið skipaðir í Ameríku. Þann 20. október s. 1. var Kol- beinn Thordarson skipaður vararæðismaður í Seattle. Sama dag var Steingrímur Ocatvius Thorláksson skipaður vararæðismaður í San Franc- isco og sama dag var og Stan- ley Olafsson skipaður vararæð- ismaður í Los Angeles. í dag segja fregnritarar sókn Þjóðverja hafa haldið áfram af miklum þunga, og er talið, að þeir sjeu komnir vestur fyrir Liege að sunn- an. Ekkert hefir frjettst, hvort þeir sjeu komnir til borgarinnar. Þeir nota stöð- ugt mikið af fallhlífaliði, og beita því aðallega til þess að rjúfa samgönguleiðir. Tveir fleygar. í fregnunum frá aðal- stöðvum bandamanna var svo sagt, að það sjeu tveir djúpir fleygar, sem Þjóð- verjar hafa rekið inn í stöðv ar bandamanna, annan í Belgíu; en hinn í Luxem- burg. í dag var enn þoka á vígstöðvunum, og ekki hægt að beita f lughernum til neinna muna. Var það mjög erfitt fyrir bandamenn. sem stöðugt senda varalið á vett vang, að geta ekki notað flugherinn til að slæva sókn Þjóðverja. Skýrsla Þjóðverja. Þýska herstjórnin segir um þessi mál í dag, að sókn- in haldi áfram, en nefnir enga staði, nema Liege og Arlon, er hún tilkynnir að vegurinn milli þessara staða hafi verið rofinn. Þjóðverj- ar segjast nú alls hafa tekið 20.000 fanga, og ennfremur 163 skriðdreka og 52 fall- bvssur, af bandamönnum, og sjeu v'arnir þeirra í hin- um mesta ólestri. Framh. á 2. síðu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.