Morgunblaðið - 22.12.1944, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.12.1944, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FöstudagTir 22. des. 1944, • Danni hafði orðið svo hvumsa, þegar hann sá Tameu birtast í dyrunum, að hann hafði ekki getað stunið upp nokkru orði. En þegar hann sá Mel hverfa út um dyrnar, rankaði hann við sjer. „Bíddu við, Mel!“ kall aði hann. „Jeg ætla að ganga meS þjer áleiðis". Hann vildi alt í einu flýja hættuna. En vinur hans var farinn og í dyragættinni stóð Tamea og horfði á hann. „Komdu til mín“, muldraði hún. „Komdu chéri!“ Hann gekk til hennar. Hún vafði grönnum, mjúk- um handleggjunum um háls hans og hallaði sjer að honum. „Þessi Mellenger — hann er vinur þinn. Hann er ekki vin- ur minn. En ef jeg ætti slíkan vin — hve auðug myndi jeg ekki vera! Þú mátt aldrei glata honum, ástin mín, aldrei! Já, jeg hata hann, en það kemur ekkert málinu við. Hann er mjög vitur, en hann þekkir ekki Tameu. Og ef það myndi færa þjer heim sorg að vera með mjer — gæti jeg ekki ver- ið svo grimm. Heldur vildi jeg deyja. Og þú trúir mjer, vin- ur?“ Hjarta hans svall af sælu, sem nálgaðist kvöl. Tamea kyst. hann snögt á kinnina og flýtti sjer upp á herbergi sitt. Hann stóð einn eftir, og hafði það á tilfinningunni, að hvað sem það kostaði mætti hann ekk: missa af öðru augnabliki eins og þessu .... XVI. KAPÍTULI. Löngu áður en sól var runn- in upp hafði Daníel Pritchard komist að þeirri spaklegu nið- urstöðu, að maður sá, er hefði of margt að hugsa, gæti ekki einbeitt huganum að neinu af því. Eftir að hafa alsaklaus orsakað meiri óþægindi en hann hafði ætlað gerlegt fyrir dauðlegan mann á einu kvöldi, hafði Tamea á einu augabragði útrýmt úr huga hans sjerhverj um reiði- og gremjuvotti. Þessi fáu orð hennar, er sýndu svo Ijóslega göfgi hinnar frum- stæðu sálar hennar, höfðu gætt hana enn meiri þokka í augum Danna og gert honum þá hugs- un, að þurfa að skilja við hana, enn þungbærari. Því að þótt hún hefði komið honum í dá- lítil vandræði með ástarjátn- ingu sinni, í návist Maisie, var honum Ijóst, að Tamea átti í fórum sjer eiginleika, sem var heldur sjaldgæfur hjá hvítum kynsystrum hennar, en það var drengyndi. Hún barðist heiðarlega. Hún var hafin yfir það að beita auðvirðilegum og fyrirlitlegum klækjum. Þótt Daníel hefði ósk að sjer niður úr gólfinu, þeg- ar Tamea gerði hina hátíðlegu ástarjátningu sína, þá dáðist hann, sem góður drengur, að hreinskilni hennar og hispurs- leysi, og því, hve hún var laus við allan yfirdrepskap og kven- lega flærð. Og loks kitlaði það karlmannlega hjegómagirnd hans, að tvær svo glæsilegar konur skyldu girnast hann og beita öllum sínum kvenlega yndisþokka til þess að hremma hann. En yfirleitt leið honum ekki sem best, var uggandi um, hvað framtíðin kynni að bera í skauti sjer. Og Mel, blessað- ur drengurinn, hafði lesið hugs anir hans eins og opna bók. Mark Mellenger var skarpur náungi og drengur góður. Hann hafði komist skamt á- leiðis í lífinu. Hann hafði orð- ið að hætta við mesta hugðar- efni sitt og gera sig ánægðan með það næst besta. En þó var hann ekki bitur. Hann skifti yfirleitt aldrei skapi, og Danni hafði aldrei sjeð hann æstan fyrr en í kvöld. „Honum þykir vænt um mig“, hugsaði Danni, um leið og hann brölti fram úr rúm- inu, klæddi sig í morgunslopp og inniskó og settist við glugg- ann, til þess að horfa á sólar- upprásina. „Það yrði hræðilegt áfall fyrir hann,.ef jeg — en auðvitað geri jeg það ekki. Það er óhugsandi". Klukkan sjö heyrði hann, að Sooey Wan var farinn að bjástra í eldhúsinu. Hann klæddi sig og fór niður. Sooey Wan steinþagði, meðan hann bar morgunverðinn á borð fyr- ir hann. En hann gaf honum auga við og við og hristi síðan höfuðið og stundi mæðulega, rjett eins og hann hefði sínar áhyggjur líka. — Hann fylgdi Danna fram í anddyrið,»eins og venjulega, hjálpaði honum í frakkann og rjetti honum hattinn og stafinn. Og svo ljet hann í ljós nokkuð af því, sem verið hafði að brjótast um í hans gula haus. „Húsbóndi, hvenær ætlar þú að giftast skipstjóradóttur- inni?“ „Hvernig dirfist þú að koma með slíka spurningu? Skiftu þjer ekki af því, sem þjer kem- ur ekki við, þitt gula svín, eða jeg neyðist til þess að reka þig einhvern daginn. Jeg hefi hreint ekki hugsað mjer að giftast skipstjóradótturinni". Sooey Wan ljet þetta sem vind um eyrun þjóta. „And- skotinn heldur nú innreið sína í þetta hús, ef þú rekur Sooey Wan, karl minn. En það er alt- af sami kjafthátturinn á þjer! Það er svo sem auðsjeð, að það kostar ekkert að vera síblaðr- andi' Þú ætlar ekki að giftast skipstjóradótturinn, nei. Jæja, hvenær ætlarðu þá að giftast ungfrú Maisie?“ „Það veit jeg ekki. Hvern fjandann varðar þig líka um það?“ Sooey Wan strauk skallann og horfði á Danna í svörtustu örvæntingu. „Maður getur orð- ið fárVeikur af því að vera ná- lægt þjer! Hvað mjer kemur það við? Hvað gengur eiginlega að þjer? Vilt þú ekki eignast örlítinn drenghnokka — fimm, sex, tíu syni?“ „Það veit jeg ekkert um“, urraði í Danna. Sooey Wan stundi hátt. „Þú veist ekkert um það! Einmitt það, já. Jeg held, að þú ættir þá að reyna að komast að ein- hverri niðurstöðu sem skjótast, því að annars fer alt heila kramið til helvítis! Sooey Wan talaði við skipstjóradótturina, og hún sagðist ætla að giftast þjer. Og nú segist þú ekki ætla að kvænast henni! Þetta getur gert hvern meðalmann snar- vitlausan. Ertu að gera gys að Sooey Wan? En jeg get sagt þjer það, drengur litli, að þeg- ar drotningin hefir einu sinni sagt það, að hún ætli að giftast þjer, gerir hún það. Hún kræk- ir í þig, vertu viss! Hún er falleg!“ Danni skelti útidyrahurðinni á nefið á Sooey Wan og hrað- aði sjer af stað til skrifstofunn- ar. Það var klukkustundar- gangur þangað, og honum veitti ekki af hreyfingunni. Hann keypti morgunblöðin á leiðinni og leit yfir þau. Hann sá, að Mel hafði ekki gert eins mikið úr hinni æfintýralegu sögu um Tameu og hann hafði búist við. Frjettin var á annari síðu og fylgdi henni prýðileg mynd af Tameu. Danni tók- einnig eftir því, að Mel hafði ekki minst einu orði á það, að hann væri fjárhaldsmaður henn ar eða hún dveldi sem gestur á heimili hans. — Þegar hann kom niður á skrifstofu sína, hringdi hann þegar í Ridley, hrísgrjónakaup manninn, sem hann hafði feng- ið til þess að losa þá við hrís- grjónin. „Jeg get selt þessi fjögur þús und tonn í Shanghai, og fæ þau greidd út í hönd“, sagði Ridley. „En hagnaðurinn verður ekki mikill“. „Hvað er verðið?“ spurði Danni. „Fjórtán sent, við skipshlið í Shanghai11. Danni reiknaði í huganum. Með því verðlagi myndi hagn- aður af farminum verða um átta þúsund dollarar. „Við selj ufn!“ hrópaði hann. Um nónbil hafði hann lokið við að ganga frá kaupunum, og var þá orðinn svo kampakátur, að hann fór inn til Casson gamla, til þess að segja honum frjettirnar. Gamli maðurinn þrútnaði af reiði. „Þetta tiltæki þitt kost- ar fyrirtækið 250 þúsund doll- ara!“ öskraði hann. „Og þú ger ir þjer sennilega fulla grein fyrir því, hverjar afleiðingar þessi bölvaður yfirgangur í þjer hefir? Við erum nú skildir að skiftum!“ „Þakka þjer kærlega fyrir. Þarna kom loks tækifærið, sem jeg hefi altaf beðið eftir. — Hvort ætlar þú að kaupa minn hlut eða selja mjer þinn?“ „Jeg vil heldur kaupá þinn hlut — þegar í dag, svo að jeg sje laus við þig. — Á hvað viltu selja?“ Danni nefndi upphæð, og Casson gamli kinkaði samþykkj andi kolli. „Skilmálar?" spurði hann. „Út í hönd“. „Ógjörningur“. „Jæja. Fimtíu þúsund út í hönd og það sem eftir er í ör- uggum verðbrjefum“. „Ekki hægt“. Rómverskt æfintýr Eftir Naomi Mitchison. 12. til þess að æskja einhvers af honum, skiljið þjer, að jeg er þræll hans?” Það virtist koma á dómarann og hanh sagði: „Nei, er það mögulegt, óhamingjusama ungmenni, hvað hefirðu gert til þess að koma þjer í slíka aðstöðu? Hefirðu brot- ið eitthvað meira af þjer, en faðir þinn sagði mjer? Eins og það væri ekki nóg!” Hann stóð á fætur og tók að ganga um gólf. Jég sagði: „Jafnvel þótt jeg sje þræll nú, þá býst jeg við að mjer auðnist að hjálpa yður. Húsbóndi minn er ekki illmenni. En sumir aðrir eru það. Jeg veit ekki hvað faðir minn kann að hafa sagt um mig, en jeg er þess fullviss, að það er allt saman ósatt. Má jeg segja yður sögu mína? Hann kinkaði kolli og jeg sagði hon- um alt eins og var, frá þeim tíma þegar jeg var barn. Þetta var ein af þeim stundum þegar mönnum er ljett um að segja hug sinn. Jeg hikaði aidrei hið minnsta í frásögninni og horfði framan í hann allan tímann. Það virtist hafa mikil áhrif á hann að heyra, að allur hugur minn hafði staðið til lögfræðinnar frá því fyrsta. Jeg endaði mál mitt á því, að bjóða honum að fá Magsa til þess að staðfesta frásögn mína, og samþykkti hann það. Jeg spurði einn af heimamönnum, hvort senda mætti eftir honum, beið þar til hann kom, en fór þá út, án þess að yrða á hann ljet hann um að segja frá á sinn hátt. Því næst gekk jeg að finna „Giamund og sagði honum, að það myndi verða verst fyrir þá sjálfa, ef þeir heimt- uðu hátt lausnargjald fyrir dómarann. Það þýddi auð- vitað ekkert að segja Gota frá virðingu þeirri, sem borin var fyrir rómverskum lögum, en hann virtist þegar vei'a orðinn smeikur við afleiðingar þess verks, sem þeir höfðu unnið, og hræddir við hefndir. Og þeir áttu heima ekki alllangt frá landamærunum. Svo þegar jeg fór aft- ur til dómarans, þá flutti jeg honum þær fregnir, að þeir krefðust lágs lausnargjalds. Hann reis úr sæti sínu, þeg- ar jeg kom inn og mælti: „Jeg er sannfærður um að þjer hafið sagt satt, og skal nú rjettlæti ganga yfir yður. Jeg ætla að reyna að kaupa yður aftur sjálfur af Gotunum”. — Þegar við erum gift, skulum við aldrei brúka munn _—• Jú, þegar við kyssumst. ■*r — Myndir þú gráta, ef jeg dæi? — Já, þú veist livað jeg Jiarf lítið til þess að fara að gráta. ★ Litla systir: — Ilann pabba langar svo voða mikið til þess að sjá þig. Ilann sagði að sjer þætti ganian að sjá fífl, sem þyrði að ganga á eftir stóru systir. ★ Frúin: — Jeg sá að mjólk- ursendillinn kyssti yður í morgun. 1 fyrramálið tek jeg sjálf á móti mjólkinni. — Það er ékki til neins. ITann kyssir enga nema mig. ★ — Það væri gaman að vita, hvað maður á marga ættingja. — Fáðu þjer sumarbústað, þá muntu brátt komast að því. ★ Nýgift kona: — Elsku Karl minn, vertu ekki svona á- hyggjufullur, segðu mjer heldl ur, hvað er að. Mundu það, að nú eru það ekki lengui’ þínar áhyggjur, heldur eigumj við þær saman. — Jæja, góða mín. Við er- um nýbúin að fá brjef frá stúlku, sem hótar að stefna okkur fyrir heitrof. ★ — Þú ert til einskis nýtur, Siggi minn. Jeg er viss um, að ef hann faðir þinn hefði lifað núna, myndi hann snúa sjer við í gröfinnL ★ Sv.errir ekur gamla Fordin- um sínum npp bratta brekkul og sýnir hraðamælirinn 90 km. — Ilefirðu fengið nýja vjel í bílinn, hraðinn er 90 km. — Nei, 'en jeg hefi fengið nýjan hraðamælir. * Bílstjórinn: — Af hverju starið þjer svona, maður. — ITafið þjer aldrei sjeð bíl fyrr? — Nei, þetta er nú ekki sát allra fyrsti, en hann er líkur honum. ★ Yilli: — 1 dag gekk mjer vel í skólanum. Móðir hans: — Upp ’ í hverju komstu? Villi: — Jeg var alls ekki tekinu upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.