Morgunblaðið - 22.12.1944, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.12.1944, Blaðsíða 16
Föstudag'ur 22. des. 1944, 15 élögmæt lesning i liil- ffímspresta- telfi í GÆR voru talin atkvæðin eftir prestkosningu í Hallgríms Urestakalli, og varð hún ekki tögnisét; þar eð enginn umsækj- enda f.iekk meira en helming gœiddra atkvæða. Atkvæði fjellu þannig: Sr. Sigurjón Árnason. Vestmanna- j eyjurn, hlaut 1572. Sr. Þorsteinn j Lútr'ef Jónsson, Miklaholts- j t>r,b-takalli hlaut 1344. Sr. Jón J 1‘ort-arðarson. Vík í Mýrdal | Iöa«f^l249 atkvæði, og sr. Ragn ár Benediktsson hlaut 86 atkv. Á kjörskrá voru 7346 manns én atkvæðisrjeítar síns neyttu j 4302, voru auðir seðlar 36 og ógildu- 16. Yfirkjörstjórn við prestkosn- ingfe ' var viðstödd taíningu at- kvseðanna, formaður hennar er liiskupifin yfir Islandi, herra Sigurgeir Sigurðsson en auk h'ám eiga í henni sæti dómpró- fastur Friðrik Hallgrímsson og skrifstofustjóri dóms- og kirkju máíaráðuneytisins, Gústav A. Jónasson. Enibættið mun verða veitt frá uæstu áramótum. I siðustu prestkosningum í Ifallgrímsprestakalli, árið 1940, Iilí- : sr. Þorsteinn Lúther Jóns sot". 1355 atkvæði. Sr. Sigurjón /frnason hlaut þá 1581 atkvæði, en sr. Jakob Jónsson, nú prest- ur I Hallgrímsprestakani 1534. Sígurbjörn Einarsson 2140. Jón /.uðuns 1771 og Stefán Snævarr 331 atkvæði. tnéflt! geið 6 jnis. kr. til Noregs- rofnunariflnar NOREGSSÖFNUNII7XÍ bár- u;;t nýlega kr. 6042.00, sem safnast hafði meðal verka- 1915.00. Skrifstofan á flugvell- fvverjum vinnuflokki safnaðist sem hjer segir: Bílstjórar í flugvellinum kr. 1915.00. Skrifstofan í flugvell- *num kr. 180.00. Vinnuflokkur Elía-.ár Pálssonar kr. 110.00. Vínnufl. Árna Kristjánssonar ki 191.00. Vinnufl. Páls Bene- diktssonar kr. 500.00. Vinnufl. Páls • Jónssonar kr. 150.00. Vinnufl. Halldórs Helgasonar ki 241.00. Vinnufl. Bergsveins Jór.s.-.onar kr. 360.00. Vinnufl. Jór.s Agnars kr. 290.00. Vinnu- fl Þórarins Guðlaugssonar kr. 165.00. Vinnufl. Sigurðar Odd- geivssonar kr. 410.00. Vinnufl. BjCrns Vigfússonar kr. 250.00. Tyeir viiinufl. við gfjótnám kr. 950.00. Vinnufl, Friðfinns fCæmested kr. 200.00. — Sam- tals kr. 6042.00. Auk þessa hefir Noregssöfn- un'nni borist fjöldi peninga- gjafa, • auk mjög mikilla gjafa á jólagjafakortin, sem hafa im nið út. <9 Hefir átl tuftugu börn Þegar tnttugasta barn frú Esterly nokkurrar, búsettrar í Pens.vlvaniu, var fætt, var myndin hjer að ofan tekin af henni í rúminu og 15 af 18 lifandi börnunum og einnig bónda hennar. Elsta barn ið er 23 ára. Atta skip voru byggð hér á iandi á þessu ári í skipasmíðastöðvum hjer á landi voru á þcssu ári smíðuð 8 fiskiskip, af ýmsum stærðum. Þá var á árinu keypt til landsins eitt skip, var það keypt frá Bandaríkjunum. i skipasmíðastöð Eggerts Jónssonar, Innri-Njarðvík var bygður m.b. „GuðfinnUr“, er báturinn 30 rúmlestir að stærð Eigendur bátsins eru Guð- mundur og Sigurþór Guðfinns synir, til heimilis á sama stað. Þá var smíðaður 16 rúmlesta bátiir í skipasmíðastöð Mare- líusar Bernharðssonar á Isa- firði. Bátur þessi var nefndur „Andvari“ og er hann eign .h.f. Andvara í Súðavík. Stærsta skipið, er smíðað var á árinu, var smíðað í skipa- smíðastöðinni Dröfn í Hafn- arfirði. Var l>að m.b. „Edda“ 184 i-úmlestir, frá Ilafnarfirði, eign Einars Þorgilssonar h.f. þar í bæ. M.s. „IIafborg“ 92 rúmlestir, eign h.f. Grínrur í Börgarnesi. Var skipið smíð- að í skipasmíðastöð KEA á Akureyri. Þá voru eiu\ tvö skip smíðuð í skipasmíðastöð Marselíusar á Isafirði. Voru ])sð m.b. „Bjarni ólafsson“, 35 rúmlesta skip, eigandi Al- bert Bjarnason í Keflavík og m.h. „Gullfaxi“, 20 rúmlestir. Eigendur eru h.f. Kaldbakur á Þingeyri. I skipasmíðastöð J. Nyborg í Hafnarfirði var smíðað 43 rúmlesta skip, „Morgunstjarnan“, eru eig- endur þess h.f. Iíafstjarnan þar í bæ. Og loks var m.b. „Bragi“ smíðaður í skipa- smíðastöð Eggerts Jónssonar i Njarðvíkum. Er báturinu, 35 rúmlestir, eigandi hans er Egill Jónsson. Unnið var að smíði 55 rúm- lesta skips í Dráttarhrapt Keflavíkur h.f. og miðar smíði ]>ess vel. Ef alt fer samkvæmt ' áætlun ætti skip þetta að komast á flos í bvrjun næsta árs. Einnig er unnið a’ð smíði 60 rúml. skips í skipasmíða- stöð Ársæls SveinSonar í Vest- mannaeyjum, er einnig gert ráð fyrir að þetta skip verði komið á flot í byrjun ársins. A s.l. sumri var bjargað af strandi dönsku skipi er nefn- ist Annei frá Fridrekshavn. Skip þetta strandaði 1. mars 1944 á Kálfafellsfjöru, en 5., júlí s.l. tókst að ná skipinu á flot og er nú unnið að stækkun þess í skipasmíðastöð Ársæls Sveinsonar í Vest- mánnaeyjum. Er lokið verður stækkun skipsins, en það mun verða snemma á ári komandi, mun það verða um 70 rúm- lcstir. Á árinu var aðeins eitt skip key])t til landsins, er það Bragi. eign þeirra fjelaga Valdimars Björnssonar í Keflavík og Ilaraldar Odds- sonar, en svo sem kunnugt er, kom skip þetta hingað frá Bandaríkjunum fyrir stuttu síðan. Axel Sveinsson selt- ur viíamálastjóri Axel Sveinsson verkfræðing- ur var þann 25. október s. 1. settur vitamálastjóri í stað Em ils Jónssonar ráðherra, sem hafði þá tekið sæti í nýju ríkis .stjórninni. Deilf um eift orð í kaupsamningi FJELAGSDÓMUR hefir ný- lega kveðið upp dóm í máli sem Alþýðusamband íslands f. h. Dagsbrúnar höfðaði gegn Vinnu veitendafjelagi íslands. Mál þeirra reis út af ágrein- ingi um, hvernig skilja bæri eitt orð í kaupsamningi Dags- brúnar. I 5. gr. samningsins segir: „Lágmarkskaup í al- mennri dagvinnu fyrir fullgilda verkamenn skal vera kr. 2.45“. Síðan eru talin upp verk, sem greiðast skulu með kr. 2.75 á klst. Næst eru taldar upp ýms- ar teg. vinnu, er greiðast skuli með kr. 2.90 á klst. og er „lýs- isbræðsla“ talin meðal þeirra. Ágreiningur reis um það, hvað fælist í orðinu „lýsisbræðsla“. Taldi Alþýðusambandið að und ir það orð fjelli yfirleilt öll vinna á lýsisvinslustöðvum, en Vinnuveitendafjelagið hjelt fram að aðeins væri átt við sjálfa bræðslu lifrarinnar. Fjelagsdómur fjelst á skiln- ing Vinnuveitendafjelagsins. í forsendum dómsins segir m. a.: „Orðið „lýsisbræðsla“ verð- ur samkvæmt málvenju ekki talið eiga við nema sjálfa bræðslu lifrarinnar og bræðslu grúlsins“. Einn dómaranna, Sigurjón Á. Ólafsson, taldi skilning Alþýðu- sambandsins rjettan og hafði sjerslöðu í dóminum. Verður Þór seldur! Skipaútgerð ríkisins hefir auglýst varðskipið Þór til sölu. 'Mun skipið verða selt, ef við- unandi boð fæst í það. — Kaup endur skuli skila verðtilboðum í skrifstofu útgerðarinnar fyrir 10. jan n. k. Varðskipið Þór var áður þýsk ur togari, byggður í Stettin ár- ið 1922, en kéyptur hingað til lands til að annast björgunar- og gæslustörf. Sexlugsafmæli Pjefurs Jónssonar Hinum sextuga hetjutenór, Pjetri A. Jónssyni, tókst í gær- kveldi í Gamla Bíó að sýna það. að enn er hann hinn sami og áður, og það fullkomlega. Aðr- ar eins viðtökur og hann fjekk í þetta sinn eru sjaldgæfar hjer á landi. Lófaklapp og önnur fagnaðarlæti, blóm og aftur blóm, sem yngismeyjar báru honum inn á sviðið. Og dásam- legur söngur frá upphafi til enda. Hann söng kafla úr sínum gömlu óperuhlutverkum og ís- lensk lög inn á milli. Hann varð að endurtaka mörg lögin. og það gerði hann með ánægju. Hann var í afmælisskapi. Og allir áheyrendur í húsinu voru í sama afmælisskapinu. Áður en söngurinn hófst, tal- aði Páll ísólfsson nokkur órð uppi á svölunum, um Pjetur Jónsson, frægasta og mesta söngvara íslands. Páll sagði m. a.: Svo mikill söngmaður er Pjetur Jónsson, að hann var .um langt skeið miðdepill á leik- sviðum þeirra óperuleikhúsa á meginlandinu, sem hann starf- aði við. Aldrei fyrr hefir nokk- ur íslenskur tónlistarmaður átt jafnmiklum vinsældum að fagna meðal stórþjóðar, eins og hann. Er Páll hafði lokið máli sínu, risu allir viðstaddir upp og hrópuðu ferfalt húrra fyrir hin- um sextuga söngvara. í afmælisveislunni, er vinir Pjeturs hjeldu þonum í gær- kveldi að Hótel Borg, var Páll ísólfsson stjórnandi. Jóhann MöUer lögfr. mælti fyrir minni Pjeturs, en Gunnar Thoroddsen fyrir minni frúar hans. Páll ísólfsson talaði um Pjetur sem listamann, en Árni Jónsson mælti fyrir minni bræðranna, Pjeturs og Þor- steins. Nokkrir fleiri fluttu ræður. Leikfjelagið sendi Pjetri ávarp og eins K. R. og Lúðra- sveit Reykjavíkur afhenti hon- um málverk að gjöf. Lúðrasveit in spilaði um stund í hófinu og Pjetur söúg eitt lag með henni þar. Borðhaldi lauk um miðnætti og var síðan dansað. Þorgeir Sveinbjarn- arson forstjóri Sundhallarinnar Á fundí bæjarstjórnar í gær var samþykt með öllum greidd um atkvæðum, að Þorgeir Svein björnsson,. framkvæmdastjóri í. S. í., skyldi settur forstjóri Sundhallarinnar. — Mun Þor- geir taka , við hinni nýju stöðu frá áramótum. Als voru umsækjendur 16 talsins. Tclja rakettu valda London: Þjóðverjar telja rak ettusprengju hafa valdið hinni miklu sprengingu, sem varð í skotfærageymslustöð breska flughersins á dögunum. — Komist var svo að orði í frjett Þjóðverja, að V-2 hefði sprengt löft upp aðalskotfærabirgða- stöð breska flughersins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.