Morgunblaðið - 23.12.1944, Síða 1

Morgunblaðið - 23.12.1944, Síða 1
SÓKN ÞJÓÐVERJA HELDUR ÁFRAM TAKA LAROCHE 65 KM. INNI í BELGÍU Eisenhower: Með Guðs hjálp Bretar auka • ; * her sinn um 250 þús. manna London í gærkveldi. Hjer var tilkynt opinberlega í dag frá bústað forsætisráð- herra, að breska stjórnin hefði ákveðið, að auka landher Breta veldís um einn fjórða hluta úr miljón. — Verður allmikið af þessum mönnum fengið með því að taka menn í herinn, sem enn hafa sloppið við herþjón- ustu, og æfa þá, og eins verða aðrir fluttir úr flughernum og flotanum yfir í landherinn. — Einnig verður allmikið tekið úr því liði, sem hingað til hefir ver ið til landvarna (líklega heima varnarliðinu). En hvaðan sem mennirnir koma, er ákveðið að auka 250.000 manns við breska herinn. — Reuter. sigrum við enn Eisenhower yfirhershöfðingi bandamanna á Vesturvígstöðv- unum gaf út dagskipan í dag, þar sem hann sagði, að óvinirn ir gérðu nú alt, sem í þeirra valdi stæði, til þess að taka aft ur, alt sem bandamenn hefðu unnið af þeim. ,,En þeim mun mistakast þetta“, sagði Eisen- hower ennfremur, ,,ef hver ein- asti maður af okkur gerir fylstu skyldu sína og leggur á sig ýtr- ustu erfiðleika o.g mannraunir. Þessi sókn Þjóðverja getur gef ið oss tækifæri til þess að vinna meiri sigra en nokkru sinni áð- ur. Markmið okkar hlýtur að vera eitt og aðeins eitt, að eyði leggja óvinina, aðeins eyði- leggja þá. — Og það getum við, sameinaðir í málstað vorum og með Guðs hjálp, getum við eyði lagt óvininn“. Slíkur var jólaboðskapur Eisenhowers. — Reuter. Bretnr sækjo á í Aþenu og Piræus London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. Bresku hersveitirnar í Aþenu og Piræus, undir stjórn Scobies hershöfðingja, hafa sótt talsvert á í dag. Hafa herskarar Breta vérið endurskipulagðir. í Piræus hefir þó mótspyrna Elasliða verið ákaflega hörð. — I Aþenu hafa skæruliðar ekkert skotið af fallbýssum sínum í dag, af ótla við að breskar flugvjelar, vopnaðar rakettubyssum. myndu ráðast á stórskotaliðsstöðv- arnar. — í Grikklandi ríkir, að sögn kunnugra, ógurlegt öng- þveiti, hungur og hverskonar þjáningar. Stjórnmálamenn skara allir eld að sinni köku í stað þess að vinna fyrir þjóðarheildina. Bretar sækja nú að hæð einni í úthverfum Aþenuborg- ar og ar og beita í sókninni bæði flugvjelum, vopnuðum rakettubyssum, og einnig fall- byssuliði. Talið er að Elasliðar sjeu nú að endurskipuleggja lið sitt í suðurhluta borgarinn- ar, en þar búa stuðningsmenn þeirra flestir. — Sjest enn ekk- erl merki þess, að þeir muni hafa í h^ggju að hælla bar- áttunni, — þvert á móti. í átta þorpum nærri Piræus standa nú grimmilegir bardag- ar milli Elasmanna og annars grísks skæruflokks, svonefndra Edes-manna. Ekki er vitað hvernig þær viðureignir ganga. í Norður-iGrikklandi hafa nú albanskar skærusveitir einnig gengið í lið með Elasmönnum. en áður hafði allmargt Búlgara slegist í fylgd með þeim. — Áslandið í norðurhlula lands- ins er óljóst. Breskur liðsforinffi skotinn >■ London: Mikil dul hvílir yf- ir atburði, sem varð nýlega í Egyptalandi: Ungur breskur liðsforingi var skotinn, þegar hann var á göngu í einu af út- hverfum Cairo. .Þetta bar við, rjett eftir, að óður múgur drap breskan hermann á þvínær sama stað og foringinA var skot inn á. Vinkona Mussolini dæmd London í gærkveldi: Frá Róm símar frjettaritari vor, að í dag hafi þar verið dæmd Cornelia Tanzi, hjákona Mussolinis. Var hún dæmd í þriggja ára fangelsisvist. Sökin var: „Samstarf við óvinina og landráð“. — Reuter. Ban.dam.enn hafa komið upp nýjum varnarstöhvum London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ÞJÓÐVERJAR ERU NÚ lengst komnir 65 km. inn í Belgíu og hafa tekið borgina Laroche, tæplega 50 km. beint suður frá Liege. í Luxemburg hafa þeir umkringt borgina Witx, og eru komnir framhjá henni. — Fregn ritarar herma, að sókn Þjóðverja haldi enn áfram hvar vetna, en sje nú yfirleitt heldur hægari en áður og víglína bartdamanna ekki eins laus í sjer og áður var. Einnig segja fregnritarar, að Þjóðverjar muni enn hafa mikið varalið, til þess að tefla fram, og sje sókn þeirra ekki komin á hámark ennþá. Bandamenn verjast af mikilli hörku nyrst og syðst á sóknarsvæðinu, en sunn ar, í Saarhjeraðinu hafa bandamenn neyst til þess að yfirgefa Dillingen. — Bandamenn telja sig hafa komið upp nýjum varnarstöðvum. Rússar byrja sókn í Leltlandi London í gærkveldi: ÞÝSKA her&tjórnin tilkynn ir í dag, að Rússar hefðu haf- iá áköf áhlaup á vígstöðvun- um í Lettlandi og sumsstaðar tekist að rjúfa smáskörð í varnarstöðvar Þjóðverja. Umi þessa sókn hefir ekkerti írjettst frá Moskva enn, en Þjóðverjar segja Rússa beita þarna miklu ofurefli liðs, sjer staklega miklu stórskotaliði. 1 Nor ð austur-Ungver j alandi, segjast Rússar enn hafá þjarm að að Þjóðverjum og Ungverj um á hinum mikla námasvæði, sem þar er, en fyrir suðvestan. 1 iudapest, á svæðinu milli Balatonvatns og Dónár, g’eisa nú stórorustur. IJefir aðstaðan ekki breytst. neitt að ráði enn, þótt sýnt sje, að sókn Rússa sje mjög höx-ð. I herstjórnartilkynningu Rússa í kvöld er sagt frá því, að hersveitum Malino'wskysí hafi tekist að hrynda Þjóð- verjum afturábak í fjalladal einum í Tjekkoslovakíu og vinna þar með æði — þvðing- armikinn sigur. -— Nokkuð hefir aukist stórskotahríð ái Aust ur-Prússlandsvígstöðvun-, um, og er það talið benda til þess að orustur sjeu þar aftur í aðsigi. — Þjóðverjar segjast hafa sökkt tveim hergkipum Rússa á Eystrasalti. — Reuter. Skæiuhernaður í Suður-Frakklandi London í gærkveldi: Frjettaritari The Times í Stokkhólmi símar, að franskir nasistar vaði nú uppi með skæruhernað í Suður-Frakk- landi. Um þetta bárust fyrir skömmu fregnir frá Berlín, og er þetta fyrsta staðfesting á þeim, sem fengist hefir annars- staðar frá. Lítur svo út, sem þetta hafi alt verið skipulagt fyrir fram í svo stórum stíl, að hernaður þessi breiðist bráðlega út um alt Frakkland. — Reuter. Bretar taka borg á Italíu London í gærkveldi: Bretar hafa tekið borgina Banja Cavallo á Italíu, norður af Faienza, en annarsstaðar fyr ir norðan ána Signo, hafa her- sveitir þeirra átt í ákaflega miklum varnarbardögum. Kana damenn vörðust t. d. afar lengi í þorpi einu, og höfnuðu tveim áskorunum Þjóðvei'ja um að gefast upp. -— Loks höfðu Þjóð- verjar skotið í rúst hús þau öll, sem Kanadamenn vörðust í, og gáfust þeir þá upp, til þess að forðast frekara mannfall, en þá hafði meira en helmingur liðs þess, sem þarna varðist, fallið í valinn. — Mikil stórskotahríð er nú yfir Signoána. — Reyna Þjóðverjar að varna banda- mönnum yfirferðar. — Reuter. Taka Laroche. Ein hin merkasta frjett, sem hefir komist gegnum frjettabannið í dag, er sú, að Þjóðverjum hafi hepnast að taka borgina Laroche í Belg- íu, en hún er um 50 km. suð ur af Liege í beina stefnu. Enn er alt óljóst um fram- sókn Þjóðverja á svæðiriu næst Liege, en vitað er, að þeir sækja alsstaðar fram enn, þótt hraðinn sje ekki eins mikill í sókn þeirra og hann áður var. Þá eru nú herir Bandaríkjamanna inni króaðir í borginni Witz í Belgíu, og Þjóðverjar komn ir langt vestur fyrir hana. Frásögn Þjóðverja. Þjóðverjar segja í kvöld, að sókn þeirra haldi áfram. Ennfremur segja þeir. að bandamenn fái ekki staðist hana enn nema á fáum stöð um, og kveðast hafa upprætt og gjörfelt margar sveitir þeirra, sem voru innikróað- ar að baki sóknarlínu þýsku herjanna. Þá segja Þjóðverj ar að bandamenn hafi neyðst til að flytja mikið af liði frá öðrum sóknarsvæð- um, til þess að reyna að verja þýðingarmikla staði í Belgíu, og hafi þetta komið Þjóðverjum að miklu gagni. Ekki nefna Þjóðverjar neina staði, sem þeir hafa tekið, fremur en fyrri daginn. Halda Stavelot og Malmedy. Frjettaritarar bandam. segja, að hersveitir þeirra haldi enn borgunum Stave- Framh. á 2. síðu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.