Morgunblaðið - 23.12.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.12.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 23. des. 1944, f JltagmtMiifrtfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. I lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Áb urðarverksmi ðjan TÍMINN eyðir um þessar mundir miklu rúmi til þess að ófrægja Pjetur Magnússon, fjármálaráðherra. Vafa- laust eiga þeir Tímamenn eftir að reka sig á. að þessi skrif þeirra na ekki tilætluðum árangri. Pjetur Magnús- son ér meðal þeirra fáu manna á_okkar landi, er gefa sig að stjórnmálum, sem nýtur óskifts trausts þjóðarinn- ar í heild, sakir mannkosta sinna og hæfileika. Það er langsamlega ofvaxið lítilsigldum blaðamönnum sem þeim, er Tímann rita, að breyta því áliti og þeirri tiltrú, sem þjóðin hefir á Pjetri Magnússyni. • Það hefir orðið hlutskifti Pjeturs Magnússonar, vegna stöðu hans sem ráðherra, að benda alþjóð á, hve óvand- aðir Tímamenn eru í málflutningi, og hvernig þeir mis- þyrma góðum málum í áróðursskyni. Glegst dæmi þessa er áburðarverksmiðjan, sem vafa- laust getur orðið gott og nytsamt mál fýrir íslenskan landbúnað, ef vel og viturlega er á haldið. En hvernig ætluðu Framsóknarmenn að fara með þetta mál? Þeir fá fyrv. landbúnaðarráðherra, Vilhj. Þór til að flytja það inn í þingið, í því skyni að setja lög um verksmiðjuna. Byrja skyldi á því að skipa verksmiðju- stjórn, þar sem trygt yrði að Framsókn rjeði öllu. Þetta átti að ske löngu áður en hafist yrði handa um byggingu sjálfrar verksmiðjunnar! En verksmiðjustjórnin átti að ákveða, hvar verksmiðjan skyldi reist. Og hún átti að ákveða staðinn norður á Akureyri. Afleiðing þess yrði sú, að 85% af áburðinum yrði að flytjast með strandferða- skipi til fjarlægra hafna, víðsvegar á landinu, og svo þaðan með bílum eða á öðrum farartækjum til þeirra, sem áburðinn nota. Dálagleg búhyggja að tarna! Ekkert var hirt um það, þótt afleiðing þess að reisa verksmiðj- una á Norðurlanai yrði sú. að kaupa yrði rafmagn til vinslu áburðarins margfalt hærra verði en unt var að láta í tje hjer syðra. Svona var nú umhyggjan fyrir íslenskum bændum. Pjetur Magnússon mintist í eldhúsumræðunum á dög- unum nokkuð á undirbúning þessa verksmiðjumáls. Hann sagði: „Jeg hefi gert mjer talsvert far.um-að setja mig inn í þetta mál, en verð að játa, að jeg er nokkurn veginn jafnnær eftir þá athugun. Jeg hefi sjeð, að ætlast er til að framleitt verði í þessari verksmiðju sprengiefni, sem talið er að nota megi sem áburð. Hjer á landi hefir þessi áburður aldrei verið reyndur, og, að því er mjer hefir verið sagt. hvergi á Norðurlöndum. Að því er virðist, eru talsverð vandkvæði á geymslu hans og ef eitthvað ber út af með hann, þá hleypur áburðurinn í hellu og verður gersamlega ónothæfur. Um kostnaðarhliðina er það að segja, að ráð virðist vera gert fyrir því. að svo framarlega sem ríkið leggur fram allan stofnkostnað óendurkræfan, muni unt að selja áburðinn líku verði og útlendan áburð, með því verði sem nú er á honum. Að þessu öllu athuguðu má hver lá stjórninni það sem vill, þótt hún vilji láta athuga þetta mál eitthvað nánar áður en farið er að gera ráðstafanir til að reisa verksmiðjuna. En annað eða meira hefir eigi verið farið fram á“. Þannig lýsti Pjetur Magnússon hinum marglofaða und- irbúningi fyrv. landbúnaðarráðherra á þessu máli. ★ Áburðarverksmiðjg sú, sem Vilhjálmur Þór var með á prjónunum, gæti aldrei orðið íslenskum lanabúnaði að liði. Hún myndi aðeins gleypa miljónatug úr ríkissjóði, án þess að bændur fengju ódýrari áburð en þeir eiga nú völ á. j Líkur eru hinsvegar fyrir því, að unt verði að leysa' þetta áburðarmál með þeim hætti, að íslenskum landbún- aði verði að varanlegu liði. Að þessu verður unnið. Ávarp Anthony Edens til norsku þjóðarinnar Til norska blaðafulltrúans hjer er símað: BLAÐ NORSKU stjórnarinn- ar í London, Norsk Tidend, hef ir birt svohljóðandi ávarp frá Anthony Eden, utanríkisráð- herra, til norsku stjórnarinnar: Fyrir hönd bresku stjórnar- innar og bresku þjóðarinnar' er það mjer ánægja að fá tæki- færi til þess að votta lesendum „Norsk Tidend“ þakklæti það sem við berum í brjósti til Norðmanna fyrir þá aðstoð, sem þeir hafa lagt fram í styrjöld- jinni, á heimavígstöðvunum og utanlands á vígvöllum, í lofti ,og á hafinu. I Um leið vil jeg flytja norsku þjóðinni samúðarkveðju þjóð- ar minnar i þeirri eldraun, sém Norðmenn þola nú. Jeg óttast að þjáningar norsku þjóðarinn- ar eigi eftir að aukast frá því sem þær eru nú. En það er sann færing vor, að nú sjeu dimm- ustu dagar Noregs, uns þeir sjá ljóma fyrir degi. Á slíkum tímum er það óum- jflýjanlegt að við horfum fram hjá erfiðleikum dagsins og fram til viðfangsefna komandi ára. jLeggja þarf fram allan þrótt og alla samheldni sameinuðu þjóðanna, til þess að þjóðirnar nái fullnægjandi lausn vanda- Jmálanna. Söguleg og fjárhags- jleg tengsl og nálægð landanna gerir það að verkum, að náin samvinna hlýtur altaf að hald- ast milli Bretlands og Noregs. Þegar lesendur „Norsk Tid- end hverfa aftur heim til Nör- iegs, vona jeg að þeir telji sig ,geta fullyrt að meðal Breta sje fullur skilningur á því, að sam- vinna Norðmanna og Breta sje 'nauðsyn, sem bygð er á gagn- kvæmri vináttu og virðing fyr- ir þjóðrjetti. Jeg mun aldrei gleyma hátt- vísi þeirri og vináttu sem ráð- herrar norsku stjórnarinnar hafa sýnt í 4 ár í samvinnu 'þeirra við okkur. j Á meðan jeg hefi stjórn nokk urra þeirra mála, sem á ein- hvern hátt koma Noregi við, vona jeg að jeg geti viðhaldið fram á daga friðarins þeim anda vináttu og gagnkvæms skilnings, sem verið hefir okk- ur leiðarljós í hinu óhugnanlega ófriðarstarfi. Með sílkum endurminningum frá liðnum dögum og slíka fram tíðarvon, get jeg öruggur sagt að jeg tala fyrir munn allra landa minna, er jeg óska öllum Norðmönnum, sem nú eru utan lands síns, skjótrar heimkomu til friðsamlegs endurreisnar- starfs á tryggum grundvelli lýðræðis og frelsis í samstarfi við Breta og aðrar frelsisunn- andi þjóðir heims. \Jdwet’ji ilrifiar: IjJr clcigfee^ci fíjinu Síðasti virkur dggur fyrir jól. I DAG er Þorláksmessa og að þessu sinni síðasti virki dagur- inn fyrir jól, þar sem aðfanga- dag ber upp á sunnudag. Það má því búast við, að mikið verði að gera hjá mönnum í dag. Verslan irnar eru opnað til klukkan 12 á miðnætti í kvöld, eins og venju lega á Þorláksmessu, og menn verða að ljúka við jólainnkaup sín í dag, því ekki er hægt að komast í búð á morgun, þó eitt- hvað hafi gleynftt. Margir verða vafalaust fegn- ir hvíldinni, því víða hefir fólk lagt hart að sjer í jólaönnunum, einkum verslunarfólkið og þeir, sem unnið hafa að þeirri fram- leiðslu, sem ætluð var á jóla- markaðinn. • Mikið um að vera. ÞEGAR ÞETTA er ritað, er ekkert um það vitað, hvort Reyk víkingar hafa verslað meira fyr- ir þessi jól en endranær, þó telja megi það líklegt eftir látunum, sem verið hafa í verslunum, að minsta kosti sumum hverjum. Jólaskipin komu að þessu sinni nokkuð seint og unnið var að því dag og nótt að koma vörun- um í land og koma þeim gegnum tollinn. Alla þessa viku hefir ver ið að koma eitthvað nýtt í búð- irnar og það hefir ekki staðið á kaupendunum, þegar um ein- hverja sjaldgæfa vöru hefir ver- ið að ræða. Ilmvötn komu t. d. í verslan- ir einn daginn. Þau stóðu ekki við lengi, ekki einu sinni þau, sem kostuðu 400 krónur glasið. Það var blátt áfram rifist um þenna útlenda ilm á skrautglös- n. Fyrirmenn og héfðarkonur, sem sjaldan sjást á almannafæri fytir hádegi, sáust í vikunni á harðahlaupum á 9. tímanum á morgnana til að standa í biðröð- um, er verslanirnar voru opnað- ar. Það var sem sagt um að gera að grípa gæsina á meðan hún gafst, því annars var fuglinn floginn. Penicillin bjarffar mannslífum London: Penicillin, hið nýja lyf, bjargar lífi þriggja af hverj um fjórum breskum og Kana- diskum hermönnum, sem hafa særst innvortis dagana frá 6. júní til 31. október þessa árs. Hefir yfirlaéknir breska hersins á meginlandinu skýrt frá þessu í tilkynningu. Er þetta ekki ágætt? EN ER þetta ekki einmitt á- gætt? Peningarnir „cirkulera“, eins og þeir segja. Og víst er það gott, að menn hafa ráð á að veita sjer lífsins gæði. Bara að sem flestir hafi úr nógu að spila, og að þetta haldist, þá er alt í stakasta lagi, lagsi._ Og við íslendingar erum eng- ar smásálir. Það skuluð þið sjá og reyna annað kvöld, þegar þið opnið jólapakkana ykkar. Það er ekki gjöf, nema að hún kosti 100—200 krónur, og varla góð gjöf, nema að verðmæti hennar hlaupi á þúsundum. Svona eiga sýslumenn að vera. Skítt með það, þó ekki verði til fyrir ýsuþunnildi eftir hátíðar. Það er orðið úrelt að hugsa eins og hún amma mín. Hún sagði við mig einhverju sinni, er jeg kom til hennar, dúðaður með trefil upp í háls, einn góðviðrisdag fyr ir jólin: „í hverju ætlar þú að vera á þorranum, blessað barn?“ • Munið eftir fuglunum um jólin. REYKVÍKINGAR eru orðlagð ir fyrir örlæti við smælingja og meðbræður, sem eiga í erfiðleik- um. Hefir það komið fram í hvert einasta skifti, sem leitað hefir verið til Reykvíkinga um aðstoð. Núna um hátíðina væri það fallega gert, ef menn myndu eftix litlu fuglunum, sem dvefja hjá okkur allan veturinn og skemta okkur með söng sínum á sumrin. Það er ekki mikil fyrirhöfn að láta matarmola út í garðinn sinn eða annarsstaðar, þar sem fugl- arnir ná til þeirra. Enginn verð- ur fátækari fyrir það, sem fer í þessa litlu málleysingja. • Enn um tónlistarhöll. ,,HNEYKSLAÐUR“ skrifar aftur: „Herra Víkverji! — jleg held jeg verði að angra góðá menn með fáeinum línum vegna tónlistarhallarinnar, enda þótt miklar skýringar hafi verið gefn ar á því máli af æðstu valda- mönnum í skipulagningu í dálk- um þínum í blaðinu s.l. miðviku dag. Mjer finst þessar skýring- ar nefnilega minna of óþægiléga mikið á það, sem var sagt, þeg- ar menn voru sem reiðastir út af byggingarstað Þjóðleikhúss- ins hjer um árið, þegar þeir sáu | því alt í einu vera holað niður ■ innan um gamla húskumbalda. Það er nú orðið ærið langt síð- an hornsteinn þess var lagður, og hvað hefir verið rifið? Ekki eitt einasta hús!“ • Má nútíðin einkis njóta? „ÞAÐ ER náttúrlega fallegt að lofa manni skrúðgörðum og rifn um kuböldum, sem byrgja ásýnd hinna glæsilegu húsa. En það er Verst, ef þessu verður haldið á- fram, þangað til almenningur trúir, eða byrjað verður að reisa fegurstu húsin í leiðinlegustú hverfum bæjarins. Og þá líta menn upp hneykslaðir. En þá er líka of seint að iðrast. Er það að þessu, sem hjer er stefnt? — Hvað er til fyrirstöðu því, að tónlistarhöllin rísi á gatnamót- um Barónsstígs og Eiríksgötu? Því hefir enn ekki verið svarað, að öðru leyti en því, að þaðan sje svo langt í leikhúsið. Er skipulaginu þannig farið, að Reykjavík eigi altaf að verða kotbær, þar sem innangengt' er svo að segja úr einni aðalbygg- ingu höfuðstaðarins í aðra? Er það þannig erlendis? Eða á eitt- hvert sjerstakt „skipulag“ við um þenna vesæla bæ? — Gott væri að fá svar við þessu. — Og hitt væri líka gott, ef við, sem er ekki sama um, hvernig bær- inn lítur út, fengjum að sjá ein- hvern lit á því áður en við yfir- gefum hann að fullu og öllu, að meira tillit væri tekið til feg- urðarsmekksins í skipulaginu, en kulvísi tónlistarmanna". • Lúðrasveitin leikur á stórhátíðum. í SAMBANDI við stutt samtal við gamlan Reykvíking hjer í dálkunum í gærmorgun hefi jeg verið beðinn að minna á þá stað reynd, að Lúðrasveit Reykjavík ur hefir ávalt leikið á jóladags- morgun um það leyti, sem fólk er að koma í kirkju og eins á páskadagsmorgun þegar fólk kem , ur úr kirkju. Loks má geta þess, að L. R. hefir jafnan leikið fyrir sjúklinga í Landspítalanum á jól unum. HúsaleÍRUvísitalan óbreytt IIÚSALEIGUVlSITAIÁN fyrstu þrjá mánuði ársins verður óbreytt eins og hún hef irverið 136 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.