Morgunblaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 9
Sunnudagur 24. des. 1944. MORGUNBLAÐIÐ 9 Frjetteabrjef frá vígslöðvum Finnlands: KOMUST ALLA LEIÐ í FREMSTU VÍGLÍNU VIÐ fórum hjeðan frá Stokkhólmi á sunnudags- morgni í flugvjel til Hels- inki og vorum tvær og hálfa klukkustund á leiðinni. — Fyrsti viðkomustaður var Turku í Finnlandi. — Við vorum alls fimm amerískir blaðamenn og þrír breskir. Jeg kom með fyrri hópnum, tveimur öðrum Ameríku- mönnum og Breta. Við vor- um fyrstu blaðamenn frá bandamönnum, sem komið höfðu til Finnlands, eftir að Bandaríkin höfðu slitið stjórnmálasambandi við Finna. Þeir tóku okkur opn- um örmum. Sannleikurinn er sá, að það var hálf þreyt- andi til lengdar, hve Finnar voru vingjamlegir við okk- ur. Það var stöðugt ágangur á okkur af mönnum, er vildu sýna okkur vináttumerki. Við reyndum að losna við þá, en það tókst ekki of vel. Skortur í Helsinki. JEG er viss um að Helsinki er fallegur bær á friðartím- um. En vitanlega er þar loft- varnamyrkvun ennþá. Það eru hlerar fyrir öllum verslunar- gluggum og aðeins smá op á hlerunum, sem hægt er að horfa í gegnum. En það er ekki mikið að sjá í gluggunum. Lítið eftir nema hlutir, sem smíðaðir eru úr viði. Skortur er á fataefni og matvælaskortur ennþá meiri. Það er hægt að fá nóg að borða með því að kaupa mat á svört- um markaði. í flestum gisti- húsum og veitingastöðum er hægt að fá sæmilegt úrval af mat. En sykur, kaffi, mjólk, gott brauð og smjör, er þó ekki fáanlegt. Brauðið, sem fæst er bakað úr einhverskonar þungu hveiti og trjáberki blandað sam an við. Það er þungt í magann til að byrja með, en menn venj ast því furðanlega. Það er eng- inn vandi að megra sig hjer í Finnlandi. 12000 manns fluttir frá heimil- um sínum. FINNAR buðu okkur í nokk- ur ferðalög. Finska útvarpið Ijet mjer í tje mann til að ferð- ast með mjer, og hjálpa mjer til að undirbúa útvarpssendingar mínar. Það var í rauninni alveg nauðsynlegt, því í Norður-Finn landi er fjöldi manns, sem alls ekki talar sænsku. Fylgdar- maður minn yar fæddur í Oregon í Bandaríkjunum og ólst þar.upp þar til hann var 10 ára, að hann fluttist til Finn lands með foreldrum sínum. Fyrsta ferðalagið okkar var til Porkkala. Staður, sem ekki er nema um 25 frá Helsinki og nú á valdi Rússa. Þar sáum við marga af þeim 12.000 Finnum, sem verið var að flytja frá heimilum sínum og átfi að finna sjer ný heimili. Þetta var ákaflega raunalegt allt saman. Jeg talaði við einn mann, sem var að yfirgefa heimili sitt — ákaflega fallegt heimili. For- feður hans höfðu búið þarna á sama staðnum í 400 ár. En Finnar virtust taka öllum þess- Eft ir G. Björn B jörnsson, blaha mann G. Björn Björnson blaðamaður, sem fór hjeðan í febrú- ar í fyrravetur til Stokkhórms, hefir dvalið þar síðan og út- varpað frjettum fyrir NBC til Ameríku. Útvarpar hann daglega á 19-65 metrum, kl. 11,10,30 árd. I októbermánuði fór hann ásamt fleirum amerískum, breskum og sænskum blaðamönnum til Finnlands, skömmu eftir að Finnar höfðu samið frið við Rússa og voru farnir að berjast við Þjóðverja. Björn og fjelagar hans voru fyrstu blaðamennirnir frá bandamönnum, sem komu til Finnlands. eftir að friður hafði verið saminn. Þcir komust nokkrum sinnum í hann krapp- an. 1 eftirfarandi. grein segir Björn frá Finnlandsferðinni. um erfiðleikum með mestu hugprýði, rósemin einkenndi alla þeirra framkomu. — Það var minna um andúð eða gremju í garð Rússa, en búast hefði mált við. Til Norður-Finnlands. ER VIÐ höfðum dvalið um vikutíma í Helsinki, fórum við til Norður-Finnlands, þar sem Finnar börðust við Þjóðverja. Til viðbólar við amerísku blaða mennina og Bretana, sem jeg hefi minst á, bættust sex sænsk ir blaðamenn og einn svissnesk ur blaðamaður í hópinn. Við vorum allir skráðir með finska hernum, en fengum þó ekki ein kennisbúninga. Fyrsti áfanginn var til Oulu (Uleaborg á sænsku). Jeg fór ekki alla leið til Oulu fyrsta daginn, en þang að er um sólarhrings ferð, vegna truflana á járnbrauta- kerfinu, því þennan dag álti jeg að útvarpa til Ameríku. — Fylgdarmaður minn og jeg urðum eftir í Kokkala, bæ með um 5000 íbúum, á norðurströnd Eýstrasalls. Við fórum þangað. vegna þess, að það var næsti staður, sem útvarpsstöð var á leiðinni. Það var þó varla hægt að kalla það útvarpsstöð. Öll út- varpstækin voru vitanlega þýsk og hljóðneminn vár ein- hver bannsettur forngripur. — Hlýtur að vera fyrsti hljóðnem inn, sem smíðaður var í heim- inum, dalt mjer i hug. Þetta var stærðar kassi, með einhvers konar líknarbelg í miðjunni. •— Mjer var komið fyrir í ráðhúsi bæjarins. Fekk þar stærðar her bergi til umráða og ekki vant- aði bergmálið. Jeg hafði ekki beint samband við New York og varð að áætla tímann. Og vel á minst, tímann. Það var ekki ein einasla heil klukka. Það vantaði venjulega annan vísirinn á klukkurnar, ef ein- hverjar voru og var því ekki hægt að fylgjast með tímanum, nema á 5 mínútna fresti. — Að lokum fekk fylgdarmaður minn eina úrið, sem til var í útvarps stöðinni, til umráða. Sama kvöld komumst við í sjúkralest til Oulu — og þang- að komum við næsta morgun. I þessari ferð höfðum við tveir heilan vagn til umráða, en hjúkrunarkonur gengu um beina. En annars höfðum við allir blaðamennirnir venjulega sveínvagn til umráða, en engan mat. nema þann, sem við höfð- um meðferðis sjálfir. Síðari hluta þessa sama dags óköm við frá Oulu og sáum all- ar brýrnar, sem Þjóðverjar höfou sprengt á undanhaldi sínu. Flestir okkar vildu kom- ast nær sjálfum vígstöðvunum og það varð úr, að sama kvöld fóru Finnar með okkur á báti yfir flóann til Tornio, sem er á norðurströnd Eystrasalts. Raun in varð sú að við komumst nær sjálfum vígvellinum, en ílestir okkar kærðu sig um. í fremstu víglínu. VIÐ fórum á litlu slrand- ferðaskipi, ef skip skyldi kalla. Þar var ekki um neinn svefn að ræða. Ekkert til þess, nema dekkið og engan mat að fá, nema bigið nesti. Við komum til Tornio næsla morgun og lögðumst við einu bryggjuna, I sem þar var, spölkorn fyrir ut- an sjálfan bæinn. Við blaða- ' mennirnir, sem vorum í þess- ari ferð munum ávalt kalla þenna stað „Tornio brúarsporð- inn“ — það var þar, sem við komumst næst dauðanum. I Við ösluoum að járnbraut- inni og settumst upp á flata járnbrautarvagnana með her- mönnum. Eimreiðin brendi timbri, það er ekki um annað að ræða í Finnlandi. | Við komum til bæjarins um hádegi. Síðustu Þjóðverjarnir þar höfðu verið drepnir um morguninn. Síðan hjeldum vjð til vígvallarins. Á leiðinni geng um við fram hjá brú, þar sem tveir dauðir Þjóðverjar lóu. — Örlítið lengra g'engum við fram á þýskt herfang og fleiri býsk hermanna lík. .Vígvöllurinn var ekki neitt öðru vísi en annað skóglendi — hið óendanlega skóglendi Finnlands. Aðal-herstöðvarnar voru í sveitabæ, sem stóð vio veginn. Þarna var rutt rjóður, tæplega kílómeter á hvorn veg og þar fyrir . handan var finska víg- linan. Við fengum okkur bita þarna við veginn og horfðum á Þjóð- verja og Finna skiflast á skot- um. Eftir hádegisverð spurðu Finnar okkur hvort við vild- um halda áfram nær vígvell- inum. Við hjeldum nú það. Og í sakleysi okkar fylgdum við finska liðsforingjanum, sem gekk eftir miðjum veginum. •— Við höfðum ekki farið nema hálfa leið yfir rjóðrið, er við heyrðum vjelbyssukúlur þjóta yfir höfðum okkar. Við vorum ekki seinir á okkur að kasta okkur í skurðinn meðfram veg- inum, og það sama gerðu Finn- arnir. Eftir drykklanga stund hjeld um við áfram til vígvallarins, þar sem Finngr höfðu sprengju vörpur í skóginum. — Einhver spurði Finnana hve langt Þjóð- verjar væru frá okkur. — Þeir svöruðu rólega: „Líklega svona 500 metra“. Það var ekki hægt að greina Þjóðverjana vegna trjánna, en við vorum ábyggi- lega nógu nærri þeim samt. Við horfðum á Finna skjóta úr sprengjuvörpunum örlitla stund. En jafnvel jeg, með mína litlu reynslu af hermensku, — vissi, að það var tryggara að hypja sig sem fyrst á brott. -— Við hjeldum þvi af stað til baka til rjóðursins, en gættum þess að ganga fyrir utan veginn að 'þessu sinni. Jú, rjett. Það leið ekki á löngu áður en Þjóðverjar fóru að skjóta úr sínum sprengju- vörpum, er þeir höfðu fengið nasasjón af því, hve lsngt |finsku fallbyssurnar voru frá þeim. Nokkur sprengjubrot fjillu ekki fjarri okkur — jeg á einn hnullung sem lenti nokkur fet frá mjer. Við komumst allir heilu og höldnu til aðalstöðvanna. VÍGSTÖÐVAR í Finnlandi. Þa nnig lítur víða út á vígstöðvu m Finniands. Myndin cr tekin cr Eússar og Finnar sömdu íri ð og landainæraverðirnir finsku og rússncslcu mætast. Nauðuglega sloppið. VIÐ SLÆPTUMST í aðal- stöðvunum nokkra hríð og horfðum á finsku her.mennina, |sem voru á leiðinni til vígvall- arins. Þeir voru að bíða eftir .skipunum um að fara í fremstu víglínu. Finsku hermennivnir sátu í smáhópum, reyktu, borð uðu og röbbuðu saman. Það var öllu líkara því að þeir vætu á skemtiferð og nytu októbersólarinnar, en að þeir væru á leiðinni i baráttu upp á líf og dauða. Um 5-Ieytið hjeldum við aft ur að „Torino-brúarsporðin- um“. Við vorum komnir um borð í litla skipið okkar og vor um að horfa á Finna. flytja þá hermenn, sem fallið höfðu um daginn. um borð í skip þarna rjett hjá. Nýir hermenn höfðu komið með því skipi. Finnar þurfa sannarlega ekki að hafa áhyggjur af að hermenn þeirra bresti kjark, eíns og sjá má af þessu. Alt i einu sáum við 6 flug- vjelar, sem flugu' í einfaldri röð. Flugvjelarnar vöktu at- hygli okkar. — Við vorum að bollaleggja um, hvort þær væru finskar, eða þýskar. Finn ar eiga aðallega þýskar flug- vjelar, einkum Messerschmitt 109. Það var því erfitt að Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.