Morgunblaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 7
Sunnudagur 24. des. 1944. MORGUNBLAÐIÐ 7 Ungur og einbeittur prest- ur tókst á hendur að .graf- ast fyrir um uppruna un- aðslegrar helgisagnar, eft- ir að hann hafði verið smánaður fyrir að viðhafa „heiðingja-siði“ í kirkju shini. * Á AÐFANGADAtjlSKVÖLD jóla stóð síra Henry Schwan við dyr Zion-kirkjunnar í Cleveland í Ohioríki. Þetta var árið 1851. Kirkjan var „lágreist og hrörleg". Á henni var eng- inn turn, aðeins reykháfur. .•— Jafnóðum og hinir fáu meðlim- ir safnaðarins komu til kirkju, opnaði presturinn dyrnar fyrir hverjum einum og óskaði gleði- legra jóla — horfði síðan rann- sakandi framan í fólkið. Undantekningarlaust nam hver einasti maður staðar á þröskuldinum og horfði hug- fanginn inn í kirkjuna. Þegar síra Schwan að lokum lagði aftur hurðina á eftir síðasta meðlimi safnaðarins, og gekk inn eftir kirkjugólfinu í átt- ina til altarisins og hávaxna, græna trjesins, sem ljómaði allt af kertaljósum, heyrði hann lít- ið barn hvísla, frá sjer numið af fögnuði: „Mamma, sjáðu. presturinn hefir fengið trje frá hirnnum“. Síðan boðaði hann söfnuðinum fagnaðarerindið um komu Frelsarans; honum fanst hann aldrei hafa verið vitni að eins hjartnæmri jóla- gleoi. Þetta voru fyrstu jólin, sem síra Schwan hjelt hátíðleg með hinum nýja söfnuði sínum. — Það var aðeins tæpt ár síðan hann kom til Bandaríkjanna; og trjeð, sem bamið hjelt, að presturinn hefði fengið frá himnum, var fyrsta jólatrjeð, sem ljómaði við jóla-guðsþjón- ustu í Ameríku. ★ EFTIR þessa jólahátíð, árið 1851, tók fólkið í Cleveland aftur upp hin daglegu störf sín. Allir höfðu tekið þátt í hátíð- inni til minningar um fæðingu Frelsarans og hlustað á hinn sí- gilda guðlega boðskap um frið á jörðu og kærleik milli mann- anna. Og þó var eins og friðn- um í borginni væri hætta búin. Atvik nokkurt í Zion- kirkjunni hafði vakið alment hneyksli. Það var alls staðar umræðuefni manna, á strætum úti, í verslunum og á gildaskál- um. Menn sögðu hver við ann- an: „Þetta er vanhelgun í guðs húsi. Hreinskær skurðgoða- dýrkun; að krjúpa á knje fyrir trjehríslum, ekki nema það þó. Annað eins hefir aldrei átt sjer stað í þessu landi og við mun- um ekki þola það framvegis". Talað var um „útlendinga“, er ljetu sjer sæma, að saurga og vanhelga guðshús. Sumir vildu kæra til fóget- ans,. borgarstjórans eða fylkis- stjórans. En þá var bent á það, að stjórnarskrá Bandaríkjanna trygði öllum trúfrelsi, jafnvel fólki, sem væri nýlega flutt til landsins; rjetturinn kæmist ef- laust að þeirri niðurstöðu, að vernd þessi næði jafnvel til þess, að fólk tæki með sjer glys- búin trje, lýst með kertaljós- um, til kirkju á jólum. En aðr- ir sögðu, að engin lög væru til, FYRSTA JÓLATRJEÐ Höfundur þessarar greinar, Hertha Pauli, er fædd í Vínarborg. Var hún leikari þar í borginni framan af æfi sinni, en lagði það starf brátt á hilluna og tók að fást við ritstörf. En ekki var hún fyr búin að ná viðurkenn- ingu sem rithöfundur, en hún neyddist til að flýja land, þegar Þjóðverjar innlimuðu Aústurríki, árið 1938. Þá fór hún til Frakklands og kom þar út ein bók eftir hana, en þaðan hvarf hún til Bandaríkjanna, árið 1940. Hafa þar komið út nokkrar bækur eftir hana. Greinin er þýdd úr amerísku tímariti. sem skylduðu kiistna menn til þess að taka heiðingja í þjón- ustu sína eða skifta við þá. — Meðlimir Zion-safnaðarins voru lítilsmegandi og fátækt fólk •— skósmiðir, slátrarar, smákaup- menn og skrifstofufólk •— flest allt af erlendu bergi brolið. Ef því væri komið í skilning um það, að heiðvirðir borgarar gætu ekki sætt sig við heiðingja siði, myndi það eflaust sjá til þess, að hið heimskulega trje þeirra birtist ekki framan í neinni kirkju borgarinnar. Næsta sunnudag prjedikaði síra Schwan um kristilegan kærleika til náungans. Fáir komu til hinnar fátæklegu kirkju. Jólaírjeð var næsla óá- sjálegt í skini sólarinnar, sem gægðist inn um gluggana. Presl inum veittist örðugt að halda sjer við éfnið, hugsanir hans flögruðu frá efni því, sem hann lagði út af og til trjesins, sem allt í einu hafði verið kallað heiðinglegt, — þá trufluðu hann og augnatillil kirkjugest- anna. Ao guðsþjónustunni lokinni gaf eitt sóknarbarna hans, slátrari nokkur, sig á tal við hann og sagði: „Viðskiftamenn mínir vilja ekki skifta við mig, sökum þess að jeg dýrkaði heið ingjatrjeð'1. „Jólatrjeð", sagði presturinn og lagði fram allan sannfæringarkraft sinn, „er engan veginn heiðinglegt. Nje heldur dýrkum vio það“. „Þetta sagði jeg húsbónda mínum“, sagði Iriesmíðanemi einn. „Hann kvaðst múndu reka mig fvrir að hjálpa þjer við að höggva trjeð“. „Jeg mun standa við það“, hrópaði trjesmiðurinn framan úr kirkjunni, „jeg ætla ekki að láta eyðileggja atvinnu mína fyrir það, að jeg sje skurðgoða dýrkandi11. Síra Schwan tók trjeð í fang sjer og bar það með stakri nær- gætni fram kirkjugólfið, út úr kirkjunni og fór með það heim til sín. Sóknarbörnin komu á eftir út úr kirkjunni og þar dreifðist hópurinn. Voru menn ekki á eilt sáttir. ★ SÍRA Schwan gat ekki skilið þessar illgjörnu viðtökur, sem j boðskapur hans fekk og vökn- uðu nú þráláiar efasemdir í ^ brjósti hans. Fór hann þá til, vinar sínS, síra Edwin Canfield, i en kirkja hans var næstum eins j fáíækleg og Zion-kiikjan. Öll j sóknarbörn hans voru fædd og j upp alin í Ameriku, en .ekkert j þeirra hafði tekið þáít i æsing- i unum gegn jólatrjenu. En sr. Canfield var ekki til- leiðanlegur til þess að taka j ákveðna afstöðu í málinu, þó ,að Zion-presturinn flytli mál j sitt með miklum eldmóði. — I j Hannover-konungsríkinu, .þar i sem hann fæddist fyrir 32 ár- í um, voru jólin aldrei haldin hátíðleg án jólatrjes. Hinum | allra guchræddusíu kenni- I mönnum við hina naínloguðu j háskóla, þar sem hann hafði stundað nám. mvndi aldrei | i detta í hug að minnasl hingað j komu Frelsarans án jólatrjes. j ..Það er erfðavenja“, sagði síra j Schwan og lauk máli sínu. Síra Canfield brosti. „Það eru j til bæði góðar og vondar erfða- j venjur. Vissulega eiga menn að j vera yíðsýnir í trúmálum, en hinsvegar ber að taka öllum nýj [ungura með varðúð“. „Þetta er engin nýjung“, sagði síra Schwan og var þungt niðri fyrir. „Þetta er gagnkrist- inn siður, sem menn hljóta að kannast við í Ameríku“. „Vinur minn“, svaraði síra Canfield, „sannaðu mjer stað- hæfingar þínar, og þá mun jeg sjálfur tendra ljós á jólalrje á næstu jólum“. Presturinn var ekki fyr kom inn heim til sín, en hann settist niður og tók að skrifa brjef til allra amerískra presta, sem hann þekkti, og beindi þeirri spurningu til þeirra, hvort það gæti raunverulega verið svo, að jólalrjeð væri óþekt í Ameríku. Honum bárust svör ýmissa presta hvaðanæva úr landinu og allir voru þeir sorglega sam mála. Fólk, sem hafði ferðasl til útlanda, þekkti þennan sið, en yfirgnæfandi meiri hluti þjóð- arinnar hafði ekki hugmynd um, að neitt væri til, í víðri veröld, sem nefndist jólatrje. Þá bar það til skugga- legan haustdag einn, að rosk- inn maður barði að dyrum hjá Zion-prestinum. Hann kvaðst vera fyrverandi háskólakenn- ari frá Worms, nýkominn til Ameríku, og hefði hevrt um rannsóknir prestsins í Zion varðandi jólatrjeð. Schwanfjöl- skyldan tók honum tveim hönd um og ekki varpaði það skugga | á ánægjuna þegar hann tók að segja þeim sögu jólatrjesins. •— Taldi hann sannað mál, að vagga þess hefði staðið í Elsass. Fyrstu áreiðanlegar heimildir um skreytt, en þó ótendrað jóla trje, væri að finna í ritgerð einni, sem birst hefði í Strass- burg árið 1646. Innan fimmtíu ára hafði siðurinn borist aust- ur yfir Rín og um 1700 var hann orðinn algengur í ýmsum þýsk um fursfadænrfUm. I Finnlandi kvað sögumaður fyrsta jóla- trjesins getið um 1800, í Ðan- mörku um 1810 og í Noregi ár- ið 1828. Síra Schwan tók nú að spyrj- ast fyrir meðal ókunnugra, jafn vel á strætum úti. Um þessar mundir var mikill fjöldi að- komumanna í Cleveland, á leið sinni austur á bóginn. Maður einn frá Cincinnati sagði hon- . um, að Henriette prinsessa hefói tendrað fyrsta jólatrjeð i Vínarborg árið 1816. Náði það síðan almennri útbreiðslu í Vin arborg, og nú væri heill mark- aður, „Christkindlemarket“, ein göngu helgaður jólatrjám og jólatrjesskrauti. Annar ókunnugur maður sagði honum, að jólin væru aldrei haldin hátíðleg í Svíþjóð án jólatrjes, ' en þar hefði þess fyrst verið getið um 1817. Þessi : sami maður skýrði síra Schwan jafnframt frá því, að Jenny Lind, „sænski næíurgalinn" hefði tendrað jólatrje í Char- i leston árinu áður. Þá komst hann að raun um það, að Al- j bert prins, maður Viktoríu j drottningar, hefði innleitt jóla trjeð í Englandi árið 1841, en hann flutti þennan sið með sjer j frá þýska furstadæminu Saxe- I Coburg. E)ag nokkurn barst síra j Schwan brjef frá Woosler í j Ohio. Þar sagði, að jólatrjé hefði þekkst þar um mörg ár. Síra Schw’an tók sjer nú ferð á hendur til Wooster og þar var honum sögð sagan um August Imgard. August var þýskur ungling- ur, sem fluttist til Ameríku ár- ið 1847- Eldri bróðir hans, Fred hafði þegar sest að í Wooster með konu sinni og tveimur börn um þeirra, þegar August kom þangað. Þegar jólin nálguðust, datt August í hug, að nú skyldi hann koma fjölskyldunni á óvart. Hann ætlaoi að halda jól in hátíðleg að sið gamla lands- ins — og hafa jólatrje. Hann fór út í skóg og feldi grenitrje, bjó síðan til alla vega myndir og annað skraut .úr pappír, þar sem venjulegt jólatrjesskraut var ófáanlegt. Á jólunum 1874 stóð greni- trje þetta í fullum skrúða, upp lýst og dásamlega fagurt, í húsi Imgards-hjónanna. Það var fyrsta jólatrjeð í Ameríku. •— Börnin voru frá sjer numin af fögnuði og á næstu jólum var jólatrje á ýmsum heimilum í nágrenninu. Þannig var þessi fagri siður tekinn upp i Wooster. Þegar sira Schwan kom aft- ur til Cleveland, kallaði hann saman fund ýmissa merkra borgara, meðal annara bauð hann þangað blaðamanni ein- um, en blað hans hafði nokkru áður stimplað jólatrje hans í Zion-kirkjunni „fjarstæðukent og kjánalegt, auk þess, að það væri barnalegt“. Presturinn skýrði fundarmönnum nú frá árangri þeim, sem eftirgrensl- an sín hefði borið. Hann sagði þeim ennfremur frá jólatrjes- sálmi einum, sem hann hefði lært i Wooster og tók að syngja sálminn fyrir fundarmönnum. Lagið var mjög einfalt og auð- lært og innan skamms höfðu flestir fundarmenn tekið und- ir. „Þetta er stórkostleg saga“. sagði blaðamaðurinn þegar síra Schwan hafði lokið máli sínu. „Jeg ætla að hafa jólatrje hjá mjer á næstu jólum“, sagði einn af kunnustu borgurum bæjarins. Aðrir tóku undir þessi orð. En síra Schwan hafði *:nn ■ ekki tekist að sanna, að jóla- trjeð væri af kristlegum upp- runa* Skömmu fyrir jólin 1852 heimsótti hann affur vin s:nn síra Canfield og bar sig upp við hann. Síra Canfield var þá nýkominn úr ferðalagi um skóg ana i Kanada. Þar hafði munk- ur einn orðið á vegi hans, sem skýi’ði honum frá _helgisögn einni, sem) rituð hefði verið í klaustri nokkru á Sikiley á miðöldum. Helgisögn þessi sagði frá j nóttinní helgu, þegar Freslar- | inn fæddist. Ailar lifandi verur • flyktust til Betlehem lil þess að taka þátt í íögnuðinum, þ. á- m. trjen. Ekkert trjánna var eins langt að komið og það minsta meðal þeirra, litið greni trje. Það var orðið svo örmagna að það gat varla staðið og hvarf næstum í skugga stóru trjánna með hina gildu boli, sem báru ilmandi blóm og laufgaðar greinar. En stjörnur himinsins aumkuðu litla trjeð og svifu því til jarðar, en jólastjaman bjarta settist á topp trjesins, Framhald á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.