Morgunblaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 2
V»1b i íi'AVmí •Tíiti • s i**t» •ITmOt* ?it»t»it» »trCT01t»'t*tí*>6 iV»*toít*»VnT»«»i MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. des. 1944. ILMVÖTN — gamalla blóma angan — eru kærkomnar jóla- og tækifærisgjafir. Fást í mörgum verslunum Einkarjett til IramleiSslu og innilutnings heiir ÁFENGISVtRSLUN RÍKISINS Hnignun skipastólsins var á sínum tíma ein helsta orsök þess, að íslendingar gerðust háðir öðrum þjóðum og glöluðu sjálfstæði sínu. Nægur -skipakostur er ekki síður nauðsynlegur sjálfstæði landsins nú en þá. Og má það því aldrei framar henda, að landsmenn vanræki að viðhalda skipastól sínum, og tvímælalaust er nauðsynlegt að efla hann frá því sem nú er. Hlynnið því að hinum íslenska flota. Með því búið þjer í haginn fyrir seinni tímann og eflið sjálfstæði þjóðarinnar. Takmarkið er: Fleiri skip . Nýrri skip . Betri skip. SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS. ANDLITSVÖTN f # HÁRVÖTN * eru menningaraukandi hreinlætislyf. Fást víða í verslunum Einkarjett til framleiðslu og innflutnings hefir ÁFENGISVERSLUN RÍKISINS Sýslumannsfrú Ragnheiður Einarsdóltir JIIJN var jai'ðsungin í fyrracU Margir eru þeir, sem á liðhuin tíma hafa notið 'gestrisni, gleði, og alúðar á heimili hennar. ])sr sem híbýlaprýði og höfð- ingsskapur átti sjer h el guð vje. Margir eru þcir orðnir, bæði innlendir og útlendir, sem eiga ljúfar minnngar frá Efra-Hvoli, og er jeg einn þeirra. Þessvegna rita jeg þesk ar línur, þótt aðrir gætu þar betur gert. Várla er annað hugsanlegt, en að þeir sem þektu sýslu- mannshjónin Ragnheiði og JVjörgvin Vigfússon á Efra- Hvoli, minnist þeirra alla sína ævi fyrir mannkost þeirra og göfuglyndi. Björgvin sýslu- maður var samviskusamur embættismaður, drenglyndur og góðgjarn í skiftum sínurh við alla menn. En hann var um leið óvenju einlægur á- hugamaður um alt, er laut að framförum og sæmd Rangár- þings, og sívakandi hugsjóna- niaður fyrir hönd þjóðar sinn-i ar. Nægir í því sambandi að; minna á hið mikla áhugamál Jians: Skipulagbundið þjóðar- uppeldi, sem hann barðist fyr_ ir af sívakandi áhuga til Jiinstu stundar. Vinir hans þektu liæði einlægni hans í því máli og vonbrigði hans, er því Arar tekið með tómlætí og Jitlum skilningi. En aldrex örvænt um, að eitthvað gottí spretti af slíkum frækornum, sem af einlægni og trúlyndí er sáð, þó að sá gróður komij ekki strax í ljós. Prú Ragnheiður Einarsdótt- ir stóð við hlið manni sínum, í anda Bergþóru og Auðar, og annara slíkra kvenna fyrri ;og síðari alda, trygg og skiln- ingsrík, studdi hann í öllu, sem hann barðist fyrir og háði alt ævistríðið með honum a£ sjaldgæfri hreysti og liug- prýði, svo sem kunnugt er, öllum heimilisvinum þeirra, AJlmiklar mannraunir sóttui þau hjónin heim, einlcum síð- ustli samvistaráriu, ástvina- missir og veikindi. En ávalt yar fró Ragnheiður jafn liug-t sterk og hjartaprúð. Þess- vegna lifa í minningu vina hennar og gesta björ'tu stund- irnar í návist hennar, bros hennar og hjartans alóð, gest- risni hennar, eiginmanns henn. ar og barna, hver sem að garði bar, og hjartagæskuj hennar, sem ávalt vildi böi bæta. Hiessuð sje sú minning. Á. S. Viðeyjarkirkja. Móttekið 10 kr. gjöf (áheit) frá T. til Viðeyjar- kirkju. Þakkir. — Kirkjuhaldari. Gjafir til Blindravinafjelags ís lands. Til jólaglaðnings fyrir blinda frá U. Ó. kr. 200,00, frá H. H. kr. 50,00, frá N. N. krón- ur 50,00. — Áheit frá G. H. kr. 100,00, gjöf frá S. S. Neskaup- stað kr. 50,00, gjöf frá G. Þ. H. kr. 50,00, áheit frá M. í. Ó. krón- ur 25,00. — Með kæru þakklæti móttekið. — Þórsteinn Bjarnason formaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.