Morgunblaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 3
Sunnudagur 24. des. 1944. MORGUNBLAÐIÐ JðLAÞVOTTURINN VAR ERFISHR FYRIR 50 ÁRU JEG TALAÐI við konu um daginn, sem jeg liafði aldvei sjeð áðuv. Jeg hafði sann- írjett, að hún bynni frá mörgu að segja, hefði m. a. þvegið í Laugunum hjerna í gamla da,ga — og gerðist því svo djörf að hringja til hennar. Hún tók því fjarri fyrst í stað, að hún vissi nokkurn skapaðan hlut, sem setjandi væri í blöðin. Eftir nokkurt þóf fjellst hún þó á, að jeg mætti heimsækja sig og rabba yið sig, ef mig langaði ósköp mikið til ]>ess —»en tók það Skýrt fram, að á sjer væri áreiðanlega ekkert að græða. Jæja, jeg hjelt af stað í heimsóknina — með hálfum. hug þó. En gamla konan var miklu aliiðlegri en jeg hafði gert mjer í hugarlund, af sam tali okkar í síjnann, svo að feimnin hvarf brátt, og sú tilfinning, að jeg væri fram-i iur frjettasnápur að leita mjer að efni í nokkra blaðadálka. OVljer var boðið inn í vistlega- stofu. Þar var auðsjeð, ,að myndarleg húsmóðir rjeði lög urn og lofum. Þar voru ofnir dreglar á borðum, sessur með, allskonar „kunstbroderíi" sem, jeg kann ekbi að nefna og rnjög fallegt veggteppi, sem, jeg rak augun í, þegar er jeg' kom inn úr dyrunum. Var það saumað með fíngerðum kross- saum, eftir gamalli, íslenskri fyrirmynd, og þegar jeg fór, að dást að því, sagði gamla1 konan mjer, að þetta hefði hún verið að dunda við að sauma, komin hátt á sjötugs- aldur. — í raun rjettri kann jeg varla við að segja gamla konan, því að mjer fannst hún ekkert gömul. Ilún var svo keik og ljett í spori, að mörg ung stúlkan hefði mátt vera hrej-kin af. — Eruð þjer fæddar hjer í Reykjavík spurði jeg, þeg- ar við höfðum fengið okkur sæti. — Já, — alin upp á Suður- ilesjum. Faðir minn var sjó- maður. Við tilheyrðum hinu svokallaða tómthúsfólki. Sjór- inn obkar eina björg. —• En annars munið þjer, að jeg yil ekkert um sjálfa mig tala. — Já, alveg rjett. Við skul- um þá spjalla mn Laugaferð-, irnar. Þjer þvoðuð í Laugun- lum ? — Já, á árunum 1890 til 1890. — Síðustu laugaferð mína fór jeg 0. sept. 1890 —. fyrsta jarðskjálftadaginn. En yið vissum ekkert, fyrr en heim kom, fundum aðeins dá- lítinn þyt á leiðinni. \JiJal ui& l? i oi'iu, óem juo&L i cJJa aucjtimAm MeS bala á bakinu í — Hvernig fluttuð þið þvott, jnn inneftir? — Hann var látinn í poka, og pokinn settur í þvottabala. Síðan var reipi dregið í hank- ana á balanum og brugðiðí undir hendurnar, og balinnj borinn á bakinu, með ölhr sem í honum var. Við höfðum; einnig með okkur fötu, þar sem við geymdum nestið og kaffikönnuna. — lívað fenguð þið með, ykkur í nesti? •— O — það var oftast brauðbiti, kaffi og sykur, og þegar best Ijet einn eða tveir kjötbitar og kartöflur. Var þetta bundið í klút og iátið ofan í hokma, sein kallað var, þegar inneftir kom, en þai’ suðu konurnar mat sinn. Og þar var nú oft þröng á þingi. þegar hver hugsaði um sig og ruddist eins og hún liest gat. •— Já, jeg skal nú trúa því. Kvenfólkið getur verið hart í horn að taka ekki síður en karlfólkið. •— En var ekki er~ fitt að bera þvottinn á bakinu inneftir ? — Maður fann ekkert til þess. Manni fannst ekkert erf- itt í þá daga. Þá hafði mað- ur tíma til als, en nú hefir fólltið ekki tíma til neins. •—' En þegar stundir liðu var. hætt að hera þvottinn á bak- inu, og farið að nota hand- Aagna, hestvagna, hjólbörur og sleða á vetrum, þegar það var hægt, til ]>ess að flytja. hann í. — A7ið örkuðum inneftir með þvottinn á bakinu, klukkan, sjö á morgnana — á íslenskum kúskinnsskóm. 1 þá daga voru nú ekki til skóhlífar nje gúmmístígvjel nje nokkuð,sem regnkápa hjet. Sjal bundið um herðarnar, klútur um höf- uðið og vettlinga höfðu þær sem áttu. ★ Hvenig fóruð þið svo að, þegar inneftir kom? — Áður en húsið kom, þvoð' um við allar úti, lágum á hnjánum á gaddinum á vetr- um, En eftir að húsið kom, — jeg man nú ekki hvaða ár það var, en það var komið fyr ir árið 1894 og var það Thor- valdsensfjelagið, sem sá um byggingu þess — þá þvoðum við inni, þegar við komumst þar að. En það var alveg uindir hælinn lagt, því að oft voru komnar svo margar kon- ur á undan manni, að hvergi var hægt að ltoma sjer fyrir. Laugaþvottur. Það voru tvær konur. sem, voru svo að segja dag og nótt í þessu húsi. Þær tóku þvotta fyrir fólk. Þær voru það, betur settar en við, sem kom- um aðeins annað slagið þarna innneftir, að þær áttu kör til þess að leg'gja þvottinn í bleyti í. Það yar því betra að koma sjer vel við þær, til þess að fá lánuð. hjá þeim körin, þegar manni lá á. -— Þessar kouur hjetu Guðríður Ingjaldsdóttir og Guðrún Jónsdóttir — kölluð Gunna rauða, Voru þær bestu kerl- ingar, báðar trTær. — En sóðaskapurinn í hús- inu, drottinn minn ! Hann var með endemum! Þar úði og grúði af tuskum. matarieyf- um, rottum og allskonar ó- •þverra ■— og salernin ætla, jeg nú ekki að tala um. Það var ekki fyrir nokurn lifandi mann að koma þangað. Alt þvegið í hönaunum — Ilvernig þvoðuð þið? -— Við notuðum aldrei t*** daga voru vinirnir kallað bursta, nudduðum alt í hönd- *r „frændur1 á þúfurnar og þurkað hann. Það var miklu auðveldara að bera hann þurran heim. En á veturna þurftum við aðhengja tauið út, livernis sem viðraði, frosið, blautt, kalt — ef ekki Aroru til hjaUar til þess að hengja það í. — Þegar þvpt.turin var ekki meira en hálfur tunnusekkur,, var hann kallaður „klatt"- þvottur, og sagt, að fara með svolítið „kaltt“. En svo var oft farið að kvöldinu, þegar um stærri þvott var að ræða 14/ú—2 tunnusekki •— og þvegið að nóttunni. Þá var hetra næði. Þegar um stóran þvott var að ræða voru oft notaðir trússahestar til ,þess að flytja hann á milli. . „Frændurnir“ Og svo áttvun við stúlkurn- ar nú kannske einhverja góð- ; vini, sem vissu, að við fór- j um í Laugarnar, og komu þá inneftir, til þess að hjálpa okkur með þvottinn heim. I unnm, neiha síð.ustu árin. þeg- ar þvottabrettin kom til sög- unnar. Yið undum einnig alt í höndunum. • Við þvoðum mest upp úr grænsápu og' sóda —• og stangasápu síð- ustu órin. — Heita vatnið, sóttum við í fötu rit í laugina. Oft var hállt að ganga og hreinasta mannhætta að bera; sjóðandi heitt vatnið á miili. Við skoluðum allan þvottinn við laugina úti, og varð mað- ur þá holdvotur af gufunni. Svo hjeluðu fötin þegar inn í húsið kom og á leiðinni heirn Ef maður hafði ekki með hjer þurra sokka inneftir, varð maður að vinda þá, sem mað- ur var í, upp úr heitu vatni, og ganga í þeim heim. —, I leysingum á v.orin yarð mað_ ur oft að vaða aurinn í ökia, og ljet þá nærri að maður lægi í, með þvottinn á bak- inu. — Á sumrin þótti okkur oft . gott að geta breytt þvottinn, nú ekki. að því að það gekk ung stúlka sæist úti með vandalausum karl- manni. Væri maður ekki kom- inn heim fyrir klukkan tíu á kvöldin, var maður kallað- ur „taus“, eu þótt maður kæmi ekki úr Laugunum fyrr en klukkan eli-efu eða tólf, var ekkert sagt við því. — Þið hafið auðvitað not- að ykkur það óspart? spurði jeg. -— Gamla konan bvosti góðlátlega, og jeg sá ekki bet- ur en glampa brygði fyrir í augum hennar. Ef til vill geymdi hún einhversstaðar í djúpi minninganna mynd af góðum „frænda“. — Ekki veit jeg það nú. En það var oft gott, að eiga „frændurna" að, því að á vorin, þegar Fransmannaskút- urnar komu hingað, þv.oðu þeir allan sinn þvott í Laug- unum. Var þá oft geigur í manni að koma, sjer vel að hafa einhverja samfylgd. — Fransarnir þvoðu aldrei inni í húsinu. Alltaf úti við Laugar.nar. Veru sumar stútk-> urnar svo heppnar, að fá hjá þeim kexköku, sem þeir ann- að hyort geymdu innan tvm, óhreinan þvettinn eða í barmi! sjer. En ekki bar á, að stúfk- unum ]>ætti kexið minna hnosa gæti fyrir þá sök. — Jeg man eftir ]>ví, að’ við efri íaugina var kona, sem kötlð var Langa-Soffta. Jeg held, að hún hafi þóttst eiga þann kver, því að það þorði enginn að koma iráliegt honnm, nema spyrja hana uin. leyfi. <)g var aldrei eins niftrgt við efri laugina og þá r.eðri. Bæði æðri og lægri — Það hafa verið fhargar konur, sem þvoðu þarna? •— Já, já. Þarna var þvegið- frá flestöilum heimilum í bæn- um. Jeg man eftir því, aðt jeg sá margar hefðarkonur viðj þvottabalann þarna inn Þaö þótti engum skömm að því, að fara í Laugarnar. Það var eins sjálfsagt og fyrir unga fólkið nú á dögum að fara í i>íó. — Þar liafa þá verið kon- ur á ö'llum aldri? — Já, þar voru hæði urtgl- ingsstúlkur um fermingu og gamlar konur. — En þvoðu karlmenn al- drei þarna? -— Nei, en þeir korna oft inneftir til þess að hjáipa konnnum að vinda og klappa og koma þyottinum heim, —* Jú, annars, jeg man eftir ein- um karlmanni, sem þvoði þar. Hann var kallaður ögmundur vinnukona og var Jónsson. líann þvoði fyrir fólk, og þvoði víða. Það er eini barl- maðurinn sem jeg man eftir, að þvæði í Laugunum. — Þeir hafa sennilega tal- ið það fyrir neðan virðingu sína? — Já. Var heldur litið ntð- ur á Ögmnnd gamla fyr'w bragðið. — En hvernig var það, var vegurinn kominn'inneftir þeg- ar þjer fóruð í Laugarnar? — Nei liann var ekki kom- inn alla leið, fvrst, þegar jeg byrjaði að far þangað. Fór maður þá niður raeð Fúlnt iarn arlæk. niður að sjó og npp með Laugalæk. Va.r það miklu lengri leið en eftir að vegur- inn kom. — Jeg sje á öllu, að Lattga- þvotturinn hefir í raun rjettn. ekki verið neitt kvenmaims- verk, Það er einhver mtamr fyrir konur núna, að hat’a mð! andi hitaveituvatn í krönun- um og þvottavjel til að þvr> fyrir sig. Beri-kápurnar — Já, víst er þaö. En samt finst mjer þær altáf hafa þessi ósköp að gera og aldrei hafat tima til neins. — En ]>oít <erf_ tit væri stundum að þvo í Laugunum vildi jeg he’Idut’ gera það en passa krakka í beri-kápum. Það var mi meiri plágan! — Beri-kápum! Ilvað . ar það eiginlega? — Það voru skósíðar, vatt-> Framh. á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.