Morgunblaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 10
10 ****? MORGUNBLAÐIÐ BÆKURi; —VEGURINN Vegurinn. Námskver í kristnum fræðum til und irbúnings fermingar. — Eftir síra Jakob Jónsson. Rvík 1944. MIKIÐ hefir verið um það rætt á prestastefnum og öðrum kirkjulegum fundum undanfar andi ár, að íslensku kirkjuna skorti tilfinnanlega handhæga kenslubók í kristnum fræðum til fermingarundirbúnings ung menna. En setið hefir verið við orðin tóm. Frá því að hætt var að nota kver Helga Hálfdánar- sonar alment, hefir aldrei stað- ið á steini um notkun nokkurr- ar barnalærdómsbókar, og margir prestar og barnafræð- arar hafa alveg hætt allri kver kenslu og stuðst aðeins við biblíusögur eða Nýjatestament ið. Hafa menn þó fundið, að við þetta hefir kenslan orðið all miklu lausari í reipunum en áður var, og ekki dæmalaust, að börn hafi verið fermd, án þess að þau hafi haft nokkra J skipulega hugmynd um meg- inkenningar kristinnar kirkju. Þetta er afturför, sem þarf að ráða bætur á. Það er ekki nóg, að barnið læri dæmisögur Krists og frásögur um hann í N.t., eins og sumir halda fram, svo ágætt sem þetta þó er. Það verður einnig að kenna því að draga ályktanir af þessum frá- sögum, og gera því skiljanlegt, með hverjum hætti kristin kirkja vill halda áfram þjón- ustu þeirra hugsjóna, sem Krist ur boðaði, og starfa að komu ríkis hans. Til þess þarf mark- vissa fræðslu, ekki aðeins um frumatriði kristinnar lífsskoð- unar, heldur og um áhrif þess- arar skoðunar á menningarsög una. Það þarf að leiða ung- mennin á veginn og gera þeim glögga grein fyrir skyldum þeirra við mannfjelagið í Ijósi kristinnar siðakenningar. Ekki er minni vandi að kenna þetta Jen önnur fræði, og því æski- legt, að bæði börn og uppfræð- endur hafi einhvern leiðarvísi í höndum til að halda sjer við ■ í þessum efnum. Síra Jakob Jónsson, prestur í Hallgrímsprestakalli, hefir nú leyst þennan vanda fyrir kirkj una, með því að semja náms- bók í kristnum fræðum, eftir nýrri tíma kensluaðferðum, sem mjer virðist, við skjótan yfirlestur, ekki aðeins viðun- anleg, heldur hin prýðilegasta að öllum frágangi, og er auð- sjeð, að höfundurinn hefir lagt við þetta vandasama verk mikla alúð. í formála er þess getið, að það sem höfundurinn hafi eink um haft í huga við samningu kversins, sje að fermingarund- irbúningur eigi að vera í því fólginn, að fræða um trúar- sannindin, hjálpa börnunum til að hugsa sjálfstætt, hvetja þau til að íhuga sína eigin trúar- Nýjatestamentinu milliliða- reynslu, gera þau handgengin laust og kenna þeim notkun kirkjulegs máls. í þessu skyni skiftir hann hverjum náms- kafla þannig, að fyrst eru til- tekin ákveðnir ritningarkaflar til lesturs eða heimanáms. Síð- an koma spurningar, sem börn unum er ætlað að hugsa um og glíma við að svara eftir skiln- ingi sínum og þroska. Þá koma vel valdar ritningargreinar, sem börnunum er ætlað að æra utan að eru þær eins- konar áfangastaðir í hugleið- ingu þess efnis, sem hver kafli fjallar um. Ritningargreinun- um fylgja stuttar en greinar- góðar skýringar, framsettar á Ijósu og lipru máli, börnunum til athugunar. En jafnframt geta þær verið bendingar til uppfræðandans, í hvaða átt út- skýring efnisins skuli hníga. Ollu kverinu er skipað niður í 25 kafla, sem fjalla um höfuð- Sunnudagur 24. des. 1944. atriði trúarlærdómsmanna í rökrænni heild og í viðbæti eru prentuð Fræði Lúthers hin minni og heilræðavísur Hall- gríms Pjeturssonar. Frágangur er allur hinn snotrasti og er kverið prýtt mörgum einkar fögrum trjeskurðarmyndum frá 15. öld, sem þykja ágæt listaverk. Jeg hygg, að þessi barnálær- dómsbók síra Jakobs muni verða vinsæl og reynast prest- um þjóðkirkjunnar handhæg til þess hlutverks, sem henni er ætlað. Fermingarundirbún- ingurinn á að vera grundvöll- ur, sem lagður er að einstakl- ingsþroska mannsins og fjelags þroska hans, og framhaldandi starfi í víngarði kristinnar kirkju. Af því að þessi fræðsla hefir oft verið meira í molum en skyldi og lausari í tengslum við þetta ætlunarverk, hefir oft farið, sem raun ber vitni, að ungmennin hafa ekki að lok inni fermingu litið á sig sem á- byrga meðlimi kirkjunnar og fullveðja, kristna menn. Skilst og mörgum það illa, að nauð- synlegt sje að . hafa nokkur veruleg fjelagssamtök um and- leg og siðferðileg mál. Alt slíkt telja þeir einkamál, er menn ingsskap á fyrir guði. En vit- þurfi aðeins að standa reikn- líf mannsins síst meira einka- mál en nokkuð annað. Breytni hans stjórnast að miklu leyti af þeim hugmyndum, sem hon- um eru innrættar í æsku og hefir áhrif á alt samfjelagið. Þessvegna verður öll trúar- og siðfræðikensla að vera vel skipulögð, og hornsteinar henn ar að vera traustlega lagðir, ef vel á að fara. Alla ævi verður maðurinn að gaumgæfa rök til veru sinnar og þau lögmál, sem hann þarf að sníða breytni sína eftir, svo að heitið geti, að hann lifi í siðuðu þjóðfjelagi. Að lærdómur og leiðbeining og ástundun í þessu sje nokkuð meira einkamál, en t. d. ástund un landafræði og sögu eða töl- vísi, er vitanlega mesta fjar- stæða, enda er það viðurkent af þjóðfjelaginu með þeim styrk, er það veitir kirkjunni, að uppfræðing um þessi mál hafi ekki minni þýðingu fyrir heildina en annar læröómur. Menn geta lært stjörnuvísindi og æðri stærðfræði og verið þrátt fyrir það bófar og þorp- arar, hættulegir samfjelaginu, en sá sem öðlast skilning á siða lögmálum kristindómsins og trú á kenningum hans, öðlast um leið hvöt til að ástunda hvorutveggja, mannfjelaginu til hamingju og farsældar. í þessu mikilvægasta upp- fræðingarstarfi býr, eins og annarsstaðar, ekki minst að fyrstu gerð. Það getur haft úr- slitaþýðingu, hvernig undir- staðan er lögð. Samning kenslu bókar um þessi efni er því hið mesta vandaverk, þar sem hún hefir það hlutverk með hönd- um að sýna hinum unga þann veg, sem hann á að ganga til hamingjusamlegs lífs og vil jeg því fyrir mitt leyti þakka síra Jakob Jónssyni fyrir það, hversu vel hann hefir leyst þetta starf af höndum. SKRIFSTOFA: JÁRNIÐNAÐUR: TRJEIÐNAÐUR: MALMSTEYPA: VERSLUN: Símar 1680 — 1685. Símnefni: Landssmiðjan, Reykjavík. Heimasími forstjórans 4802. — fulltrúa skrifstofu og verslunar 4803. — fulltrúa járniðnaðar og skipaviðgerða 2070. — fulltrúa trjeiðnaðar og skipaviðgerða 4807. Sími eftir lokun 1683 og 1685. Sími eftir lokun 1661 lager, rennfsmíði, vjelvirkjun, 1682 plötu- og ketilsmíði, 1685 fulltrúi Eirsmíði, járnsmíði (eldsmíði), ketil- og plötusmíði, renni- smíði, raf- og logsuða. Framkvæmir viðgerðir á skipum, vjelum og eimkötlum o. fl. Útvegar m. a. hita- og kæli- lagnir, olíugéyma og síldarbræðslutæki. Sími eftir lokun 1683. — Skipasmíði, rennismíði, model- smíði, kalfakt. Framkvæmir viðgerðir á skipum, hús- um og fleiru. Sími eftir lokun 1682. — Járn- og koparsteypa, alumín- iumsteypa. Allskonar vjelahlutir, ristar o. fl. Allskonar efni. |f v. ' - í-l' c Otvegsbanki íslands h.f. Reykjavík X iSBL*. * % ■ % Útvegsbanki íslands h. f. annast öll venjuleg bankaviðskifti. Útbú hefir bankinn á eftirtöldum stöðum: Akureyri, Sigluíirði, ísafirði, Seyðisfirði og Vestmannaeyj- um. Arður fyrir árið 1943 af hlutabrjef- um bankans (4%) er greiddur gegn afhendingu vaxtamiða í bankanum sjálfum og ofangreindum útbúum. Útvegsbanki íslands hi. Benjamín Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.