Morgunblaðið - 29.12.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.1944, Blaðsíða 2
2 4 MORGUNBLAÐIÐ Hermenn „frá ingarbrjósti AMERÍSKU hers\'eitirn- ar, sem voru í fytkingar- brjósti í hinni sigursælu sókn 3. ameríska hersins, undir stjórn Pattons hers- höfðingja, voru að mestu skipaðar hermönnum og for ingjum, sem verið höfðu í setuliðinu á íslandi. Það var 5 ameríska herfylkið, sem var í fararbroddi í hraðsókn Pattons frá Normandí, til Þýskalands. Einn þeirra liðsforing'ja, sem tók þátt í þessari sókn, var Vi'itliam G. Downey kapteinn, en hann kom hingað nokkrum dögum fyrir jól til að heim- sækja fjölSkyldu konu sinnar. Dovsney kapteinn misti konu sína, frú Ellen Wagle Downey Og IV2 árs gamalt barn þeirra Kjóna, er Goðafossi var sökt. Downey kapteinn vissi ekki um slysið fyr en í byrjun deserri- ber og fjekk hann þá sjerstakt leyfi til að koma hingað til lands vegna þess. Á 8 klst. frá París tíl Islands. Downey kapteinn kom í flug vjel frá Frakklandi til íslands. Var Iiann 8 klukkustundir á leið inni frá París til flugvallár hjer í nagrenninu. Kapteinninn var, í Þýskalandi, er fregnin um Gbðáfoss-slysið barst til hans. Hefir hann verið í fremstu víg Ií»u frá því í október í haust og herdeild, er hann Stjórnar, tók m. a. eitt af virkjum í>jóð- verja við Metz. í>að var ,,önnur fóígönguliðsdeildin“, sem tók virkið Ðriant, eftir að hafa set ið íengi um virkið og umkringt það, - * t Kom hingað með Bonesteel. Wiiíiam Downey kom hing- að í september 1941 með Bone- j steel hershöfðingja. Var hann j einn af fyrstu amerísku liðs- foringjunum, sem stigu hjer á land. Ðvaldi hann hjer á landi þae til 22. júní 1943, að hann var kalíaður til Bandaríkjanna. —• Hanrt kvæntist hjer á landi og fór kona hans til Bandaríkj - arma í október sama ár. Til Frakklands fór Downey kapteinn x ágústmánuði s.l. Herfylki hans braust í gegn um víglínu Þjóðvéi'ja hjá St. Lo í Norniandí og nam ekki stað- ar fyrr en komið var inn fyrir landamæri Þýskalantis. Margir herinenn, sem hjer voru, fallnir eða særðir. — Fjölda margir hermenn, sem voru hjer á íslandi 1941 og 1942, hafa fallið eða særst í or- ustum í Frakklandi. Meðal birma föllnu er William B. Da- vis kapteinn, sem margir könn uðust við hjer. Hann fjell við Moselle Hann var kvæntur ís- lenskri konu, Ástu Ottesen (Mortens Ottesen). Hún dvelur nú í Kaliforníu. Allmargir af þeim hermönnum, sem særð- uSt í orustum, hafa náð heilsu aftur og eru farnir að berjast á rtý. V Islensk nöfn sjást víða. Hjá 5. herfylkinu má víða íslandi" í fylk hers Pattons Samtal við William G. Downey kaptein, sem nýkominn er írá • Þýskalandi William G. Downey. sjá áhrif frá íslandi enn þann dag í dag. Farartæki eru skírð íslenskum nöfnum. Innan landa mæra Þýskalands eru ,,jeep“- bílar, sem bera íslensk nöfn. Einn „jeppinn11 heitir t. d. „Laugavegur“, annar „Rauð- hærða stúlkan“, sá þriðji „Hvaleyrarháls" o. s. frv. — Þegar liðsforingjarnir, sem verið höfðu á íslaxidi, fi'jettu, að jeg væri á leið til Islands, sagði Downey kapteinn, báðu þeir mig undantekning- arlaust að skila kveðjum til vina og kunningja. Allir ósk- uðu þeir sjer, að þeir gætu far- ið tii íslands. Amerísku liðsfor ingjunum, sem hjer voru, lík- aði dvölin vel. Þýsku hermennirnir kuhna alþjóðaregl- urnar utanbókar. Hei'sveit Downeys kapteins hefir tekið mai'ga þýska fanga síðan í sumar. Þýskir liðsfor- ingjar, sem teknir eru fastir, eru margir hi’okafullir „og eitt lkunna þeir utanbókar”, segir Downey, ,.en það eru alþjóða lög og í’eglugerðir um meðferð stríðsfanga. Strax og þeir hafa gefist upp, byrja þeir að þylja reglur um, hvernig fara skuli með sig, til þess að alþjóða- samþyktum sje í öllu fram- fyigt. En dæmi eru til þess, að þýskir hermenn verði fegnir að losna úr herþjónustu og gef ast upp. Það var t. d. þýskur herlæknir. sem stjórnaði 20 manna hjúkrunarsveit. Við sögðum honum, að hann gæti tekið særða menn og fallna og farið aftur til vígstöðva Þjóð- verja. En hann spurði, hvað gert yrði. ef hann vildi ekki gera það. — Þá verðið þjer og menn yðar sennilega sendir sem striðsfangar til Bandaríkj anna. „Þá gefst jeg upp og allir mínir menn“, svaraði herlækn- irinn. Nota alla hugsan- lega klæki. — Þjóðverjar nota alla hugs anlega klæki í bardögunum á vesturvígstöðvunum. Þeir eiga til að senda hermenn í borgara leg'um fötum bak við víglín- una til að reyna að safna upp- lýsingum.Leynisprengjur þeirra eru oft gerðar af mikilli hug- kvæmni. I þeim þýskum borgum og bæjum, sem við höfum komið í, sjest varla óbreyttur borg- ari. Þjóðverjar hafa ýmist flutt þá með sjer, eða deild sú í am- eriska hernum, sem sjer um borgaraleg málefni, hefir flutt þá á staði, þar sem hei’menn koma ekki. Þjóðverja skortir bensín. — Þjóðverja skortir mjög bensín og oliur. Þýsku liðsfor- ingjarnir verða að fara fótgang andi, ekki hægt að láta þeim í tje farartæki sökum bensín- skorts. I bardögunum um Driant- vii’kið vissum við, eftir upp- lýsingum frá föngum, hvað for ingjar virkisins hjetu. Einn' for ingjanna hafði særst. Yfirmað- ur virkisins var mjög undi’andi er jeg ávarpaði þá með nafni, eftir að þeir höfðu gefist upp. I Driant-virki fengu verj- endur þess aðeins eina máltíð á. dag. Máltíðin var súpa, 2 sardínur á mann og rúgbrauðs- sneið á dag. Einasti frjálsi Frakkinn. Að lokum sagði Downey kapteinn mjer frá einasta frjálsa Frakkanum í smábæn- um Gorze, skamt frá Metz. íað var borgarstjórinn í bænum, efnaður bóndi. Bandaríkja- menn þurftu af hernaðarástæð um að ná þessum bæ á sitt vald. En Þjóðverjar höfðu umkringt bæinn með jarðsprengjum, sem Bandaríkjamenn vissu ekki hvar voru. Bazin, en svo hjet borgar- stjórinn, kunni ráð við þessu. Hann átti allmikið af kindum. Safnaði hann fje sínu saman og þóttist ætla að reka það heim til sín og bað Þjóðverja lcyfis til þess, en í hvert sinn, sem hann kom með reksturinn að sprefigjusvæði, kölluðu Þjóð- verjar til hans, að þarna mætti hann ekki reka fjeð, því þar væri sprengjusvæði. Með þessu móti tókst Bazin borgarstjóra að finna sprengjusvæðin og vís aði hann síðan Bandaríkjamönn um, hvar þeir gætu komist inn í bæinn. ★ Downey kapteinn kann frá mörgu að segja af bardegum í Frakklandi og Þýskalandi, sem ekki verður rekið hjer. Hann mun dvelja hjer í bænum fram undir ái’amót, en síðan halda , il vígvallanna á ný. fllviðri veldur ral- magnsbilumun á Ákreyri Frá frjettai’itara vor- um, Akureyri: SNEMMA að uiorgni að- fangadags jóla varð truflun á rekstri Laxárstöðvarinnar og- varð Akureyri rafnxagns- laus kl. 8,45 f. h. en strauin- ur konr ekki aftur fyrr eii eftir nærri tvo tíma. Bilun |>essi stafaði af grunnstöngli, sem myndast hafði í Laxár- ósunum við Mývatn. Stönglar þessir myndast; |>egár frost eru og vindur Iivass af vestan, en jiennan dag var þar efra um 10 stiga frost og vestan stormur og hjelst vröur þetta til 26. þ. m. nema hvað frost fór vaxandi og náði það 20 stigum 27. ]). mán. Mestur hluti afrennslis hafðr ■stöðvast vegna kraps og klaka og hafði þetta í för með sjer, að vatuið úr Mývatni lxefir. ekki verið nógu rnikið til þess, að geta brotist gegn unt grunnstöngulsstífluna meðan á vatnstrufluninni stóð. Var, reynt , að koma straumi xi] kerfi bæjarins, þó spenna væri lág og kom fyi’ir öðru hvoru að rafmagnið fór alveg aE bænum. A jóladag var gerð tilraun. til þess að auka vatnsrennsl* ið í Laxá, með því að sprengja rásir í stífluna og jókst vatnið: að mun við það. Á fimtudags- nótt varð vart við að vatnið, fór vaxandi og með símtali, við Ilaganes í Mývatnssveit,, varð upplýst, að stíflan var; horfin og vatnsrennslið eðli- legt og virðist því þessari truflun lokið að sinni. Báfakaup íslendinga vekja afhygii í Svíþjóð SÆNSKA blaðið „Stoek- holmstidningen" hefir birt grein um bátakaup Islend- inga í Svíþjóð, segir í fregu frá sænska sendiráðinu hjer. JBlaðið telur það gleðilegt fyr- ir Svía, að Islendingar skuli með þessu auka á samband sitt við Svía. Nýr kapítuli sje a'ð hefjast í Islendinga-' sögunni, sem nú í fyrsta sinni í 700 ár komi fram sem al- gjörlega frjálst’ ríki. Nýir markaðir sjeu að opn- ast fyrir framtak Svía hjá eylýðveldinu og \onast megi eftir því, að framleiðsla þess; geti komið Svíum að gagni. Með versluna rsamböndum fylgi venjulega menningar- samband milli ríkja, en það sje alkunua, að í því tilliti] sje ísland aflögufærara, en fá- menni þjóðarinnar gefi til kynna. Það sje Svíum í hag, að auka samband við ísiendinga og hið unga og í1 senn gainla lýðveldi. Ekki einungis Svíumi í hag heldur og Norðurlöndunt j eiixs og alt annað, sem hlynnir að norrænhi samvinnu, sera þrátt fyrir fjarlægðina, hefiu góðan hljómgruii á Islandi. I Föstudagur 29. des. 1944 Bannsvæðið í laxaflóa EINS og menn eflaust muna birtist 23. nóv. s.l. tilkynning frá alvinnumálaráðuneytinu um mjög slórt og víðáttumikið bannsvæði í Faxaflóa, vegna kafbátahæitu. Voru fiskveiðar allar, siglingar og umferð skipa bannaðar í myrkri, um bannsvæðið. Öll aðal fiskimið bála hjer í Faxaflóa lentu innan bannsvæð isins. Svo var til ællast í fyrstu, að bannið gilti fyrát um sinn 1il áramóía, eða þar til aðal- verlíðin hefst við Faxaflóa. Nú er komið fast að vertíð og mun því bráðlega mega vænta nýrra ákvæða varðandi bannsvæðið. Ekki mun fylli- lega ákveðið enn, hverjar breyfc ingar verða gerðar. En bann- svæðið mun áreiðanlega verða minkað frá því, sem verið hef- ir, enda ga?tu bátar ekki stund- að veiðar í flóanum, ef bannið ætti að standa áfram. Svíar slolna fyrir- fæki til verslunar við ísland Frá sænska sendiráð- inu: FYRIR skömmu hefr ver- ið stofnað í Svíþjóð hlutafje- lag, sem hefr ]>að aðalmark- mið, að hafa viðskifti við' Is- land. Meðal stofnenda crui þeir llelge Norrlander, for- stjóri í fyrirtækinu Sveaex- port, en hann'er fulltrúi versl unarmálanna, en siglingamálini í hinum nýja fjelagsskap hefit! Seth Bi'inck, forstjóri Salétv skiþafjelagsiiis með höndum. Brinck hefir lát.ið eftirfárandi] uppi í A'iðtali við blaðið Svenska Dagbladet: I sambandi við stofnurt þessa fjelags skal á það bent,. að lítið hafi verið um vcrsluu og siglingar til Islands, og vegna þess hafa sænskar út- flutningsvörur orðið að sumui leyti dýrari, og að suhiu leytS hafá þær þurft aö fara þang- að óþarfar krókaleiðir. Ei] tækist að koma á beinu snm- bandi milli hinna tveggja landa, yrði auðveldara að flytja inn íslenskar vörur og selja þær á sænskum mark- aði. Illutafie hins nýstofnaðá fjelags er lágt enn sem komið! er, en allmikið fjármagn er að baki fielagsins. TTm leið og verslunarsambönd koinast a við ísland, en mikilla við- skipta er vænst við Islend- inga, en kanngeta þeirra hefir vaxið mjög á styi’jaldarárun- um. Getur því iðnaður Svíai reiknað með. allmikilli vöru- sölu til Islands, og einnigj miklum innflutningi þaðan- Ilið nýja hlutafjelag ætlan sjer að hefja samgöngur viðl Isla.nd, en hverniff þeim verð- ur háttað, er ekki uhnt að’ seffja, fyrr en styrjöldinni er1 lokið. Það er hugsanlegt aðl skip Salénfjelagsins verði höfð í siglingum, en einnig kunna’ að verða hygð sjerstök skip til fcrða þessarra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.