Morgunblaðið - 29.12.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.12.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 29. des. 1944 TJtg.: H.f Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. ? Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýi1 Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Fiskverð og pálitík SENDIHERRA vor í London, sem hjer dvelur nú um stundarsakir, átti nýlega tal við blaðamenn og gat þess, að búast mætti við verðlækkun á fiski í Englandi. Ber- sýnilegt var af orðum sendiherrans, að þetta var per- sónulegt álit hans sjálfs, en ekki orðsending eða skilaboð frá breskum stjórnarvöldum. En sendiherrann studdi álit sitt við það, að Bretar væru nú að leysa mörg fiskiskip sín úr herþjónustu, en þegar þessi skip færu að stunda fiskveiðar, myndi afleiðingin óhjákvæmilega verða lækk- un á fiskverðinu. ★ Það er engu líkara en að andstæðingablöð íslensku ríkisstjórnarinnar hafi tekið þessi ummæli sendiherrans sem einhvern fagnaðarboðskap. Síðan ummæli sendiherr ans voru birt, hafa þessi blöð sí og æ verið að klifa á því, að nú sje það orðinn blákaldur veruleiki, sem þau hafi verið að aðvara þjóðina um — nú lækki fiskverðið í Eng- landi! Nú sje ekki lengur um að villast, því sendiherra vor í London hafi skýrt frá þessu. Og svo er lagt út af þessu á viðeigandi hátt. Hamrað er á því, hve fráleit sú stefna ríkisstjórnarinnar sje, að ráð- ast ekki nú þegar til atlögu gegn kaupgjaldinu. Nú megi ekki dragast lengur, að fá kaupið lækkað til muna, svo að unt verði að mæta hinu fallandi fiskverði! ★ íslendingar hafa víst aldrei gert ^ráð fyrir því, að hið háa fiskverð, sem verið hefir stríðsárin, myndi haldast um aUa framtíð. Þeir hafa þvert á móti gengið út frá hinu sem nokkurn veginn gefnu, að fiskverðið muni lækka ap stríðinu loknu. En hversu mikil sú verðlækkun verð- ur, veit áreiðanlega enginn í dag. Enn hggur ekkert fyrir um það. að fiskverðið í Englandi muni lækka á næstunni. Ráðgert var, að hámarksverðið á ísfiski myndi lækka frá 1. mars næstkomandi. En nú mun vissa fengin fyrir því, að svo verði ekki. Hvort há- marksverðið lækkar síðar á þessum vetri, veit enginn enn þá. Með öðrum orðum: Ekkert er komið fram, sem bendir til þess að fiskverðið lækki í Englandi næstu mánuðina. Þótt fiskiskipum fjölgi eitthvað, þarf það ekki að hafa áhrif á fiskverðið, því að svo mikill skortur er á fiskmeti, að þeirri þörf verður ekki fullnægt í bráð. ★ En þótt ekkert liggi fyrir um það ennþá, að fiskverðið lækki í Englandi á næstunni, eru engu að síður margir erfiðleikar á sviði fiskimálanna hjá okkur íslendingum. Eri þeim erfiðleikum ber okkur að mæta með starfi og ör- uggum framkvæmdum, erí ekki með úrtölufn og þrasi um það, hvenær gera skuli úrslita atlögu gegn dýrtíðinni. Stjómin hefir trygt stöðvun dýrtíðarinnar; það er stórt skref og mikil brevting frá því, sem verið hefir. Beri þjóð- In gæfu til að standa saman þegar verðfallið kemur, mun hún áreiðanlega finna úrræði til þess að sigrast á dýr- tíðinni. Nú ber hinsvegar að leggja höfuðkapp á, að trvggja nægan skipakost, til þess að koma hraðfrysta fiskinum á markaðinn. Að þessu mun ríkisstjórnin vinna og vonandi tekst henni að leysa það mál farsællega. Og þar sem nú er komið fast að aðalvertíð hjer við Faxaflóa, verður að vænta þess, að rýmkað verði á bannsvæði því, sem sett var í nóvember s.l., svo að bátar geti sótt á fiskimiðin. %★ Möguleikar okkar íslenclinga í framtíðinni eru miklir, ef við kunnuni að nota þá. En þeir verða ekki hagnýttir með innbyrðis deilum og þrasi, heldur með -athöfnum og starfi. Við strendur landsins eru bestu fiskifnið heimsins. Þenna dýrmæta fjársjóð verðum við að vernda. Vinna ötullega að því, að fá aðrir þjóðir til að fallast á friðun fiskijniðanna innfjarða, svo að stofninn varðveittist eftir- komendunum. Framh. af bls. 5. ar. Hefir frú Ásta Norðmann æft þá og samið suma þeirra. Hefir frúin unnið þar afbragðs gott verk. Dansinn í Álfakjarr- inu er gullfallegur, ofurlítil tunglskinssónata, sem líður yf- ir leiksviðið í fögrum ljósbrigð um meistarans Bachmanns, og hverfur svo út í bláa vornótt- ina. Menúettinn í síðasta þætti var einnig skemtilegur, en þó nokru þyngri en menúettar eiga að vera. Er það vafaiaust mikið að kenna þrengslunum á leiksviðinu. En þar lýsti þó sú stjarna, sem gerir mjer þennan dans næsta minnisstæðan. Var það ungfrú Sif Þórs. Er ekki nafnið eitt, ballett? Fallegur ballett í tveim orðum! Dans ung frúarinnar var frábær að mýkt og yndisþokka, fjöri og gleítni og handahreyfingar hennar mintu mig á hvítar flögrandi dúfur. Er það vissulega mikill fengur fyrir Leikfjelagið að get3 notið samstarfs hennar og við Reykvíkingar megum fagna því að eiga nú svo snjalla lista- konu á þessu sviði. ' í Álfhól er mikil og góð mú- sík eftir Kuhlau (1786-—1832). Þykir forleikurinn með merki- legustu hljómsveitarverkum Dana. Sum lögin eru frumsam- in en önnur eru dönsk og sænsk þjóðlög, eða samin upp úr þeim. T. d. er menúettinn saminn upp úr sænsku þjóð- lagi. Öll eru þessi lög falleg og yfir þeim heillandi blær þjóðsagnanna.^Hinn mikilhæfi snillingur dr. Urbantschitsch stjórnaði Hljómsveit Reykja- víkur með sínum örugga smekk og miklu kunnáttu og með þeim ágætum og unun var á að hlýða. Á hann og hljómsveitin margfaldar þakkir skyldar fyr- ir þann mikla þátt, sem þeir áttu í því að gera þessa sýn- ingu jafn ánægjulega og hún var. Larus Ingólfsson hefir mál- að leiktjöldin og hefir þessum prýðilega listamanni aldrei tek ist betur upp en í þetta sinn. Það var mikil stemning í leik húsinu á annan í jólum. Þeg- ar konungssöngurinn var leik- inn og sunginn risu leikhús- gestir allir úr sætum sínum í virðingar- og samúðarskyni við hjnn aldraða konung Dana og alla dönsku þjóðina. Að leiks- lokum voru leikararnir hyltir og margkallaðir fram og auk þess bárust þeim, hljómsveitar- stjóranum og dansstjóranum fagrar blómakörfur. Allir, sem vettlingi gela vald ið verða að sjá Álfhól, þetta heillandi leikrit, og hlusta á fagra músík og sjá fallega dansa og góðan leik. — Það lyftir huganum og gleður hjart að. Sigurður Grímsson. Yesturvígstöðvarnar Framhald af 1. síðu verjar eru lengst komnir vestur á bóginn. Bretar segjaýað Þjóðverj ar herði framsveitaskærur á hendur þeim í Hollandi, einkum við Hertogenbush, og sendi iðulega njósnar- sveitir vestur yfir Maas. — Ekki hafa Þjóðverjar neitt getað unnið á vörnum banda manna við Stavelot-Malme- dy veginn. \Jíl?verjl á4 ijt' clcigiegci íííinn ÓþolancU ástand í mjólkurmálunum. ÞAÐ ER orðið gjörsamlega ó- þolandi ástand í mjólkursölumál- unum hjer í þessum bæ og ekki hægt lengur að þegja við því sleifarlagi, sem í þeim málum ríkir. Mjólk 'er einhver nauðsynleg- asta fæða, sem við getum veitt okkur og börnum okkar, fæða, sem mörg heimili geta als ekki verið án, ef heimilisfólkið á að halda heilsu. Það hefir verið mik ið rætt og ritað um þessi mál, en þeir menn, sem eiga að sjá um mjólkursöluna til bæjarins skella við skollaeyrum og láta, sem þeir heyri ekki rjettmætar kvartanir fólksins. Aðrir menn, jafnvel heilir stjórnmálaflokkar leyfa sjer á hinn bóginn að hafa mjólkurmál- in að pólitísku vopni. Veina og barma sjer er minst er á þessi mál og segja að verið sje að ráð ast á bændastjett landsins. En það er hið dæmalausa skipulag, sem frekar mætti kalla skipulags leysi, sem mönnum gremst. ________ # __________________ Erfiðleikar -húsmæðranna. VERST kemur glundroðin í dreifingu mjólkurafurðanna nið ur á húsmæðrunum hjer í bæn- um. Flestar eiga þær við nægj- anlega erfiðleika að stríða vegna þess, hve erfitt er að fá húshjálp, án þess að það bætist ofan á, að þær sjeu látnar bíða tímunum saman í biðröðum við mjólkur- búðirnar á morgnana, í þeirri von að þær nái í einhvern dreitil af mjólk. Það þykir mikið lagt á hús- mæður í ófriðarlöndum, sem þurfa að standa í biðröðum við verslanir til að ná í matvæli. En hvað er það, að standa í biðröð í tiltölulega góðu veðri á móts við það, að standa uti í íslensku hríðarveðri um hávetur, eða stór rigningu. Við þetta bætist svo það, sem ef til vill er það langversta, en það er hlutdrægnin við sölu á mjólkurafurðum, sem lítið er til af, eins og t. d. rjóma. Margar sögur hafa verið sagð- ar af því í blöðunum, en miklu fleiri eru óprentaðar. • Saga gömlu konunnar. ÞAÐ er ekki nema eðlilegt, að fólki gremjast, þegar sýnd er augljós hlutdrægni við sölu á rjóma. Það er t. d. sagan um gömlu konuna, sem skrifar mjer um sína reynslu. Hún heitir Þor- björg og er 68 ára. — Þorbjörg segir m. a.: „Það kom fyrir í mjólkurútsölu hjer í Vesturbænum þ. 23. þ.m. (á Þorláksmessu), klukkan 10 f. h., að maður nokkur, fríður sín- um kom inn. Afgreiðslustúlkurn ar, eru 3 eða 4 í þessari útsölu, en ein virtist vera forstöðukona. Jeg og rtiargir fleiri biðum eftir afgreiðslu í búðinni. Forstöðu- konan sneri sjer strax að hinum unga, fríða manni og spurði, hvað hann vildi fá. „Mig langar að fá 2—3 lítra af rjóm^, segir maðurinn, það verða gestir í kvöldmat hjá mjer“. Forstöðu- konan brosti blítt og sagði: „Þú getur ekki fengið nema 2 lítra“. Maðurinn þakkaði fyrir sig og fór út. Er röðin kom að mjer, bað jeg um 2 desilítra af rjóma. „Rjómi er ekki til, sagði forstöðukonarí1. „Maðurinn ungi fjekk 2 lítra, sagði jeg. „Það er alveg sama, sagði forstöðukonan. Jeg hefi leyfi til að selja það, sem mjer sýnist hjer“. Þannig fór um sjóferð þá“. Var ekki von að gömlu kon- unni sárnaði. En því miður eru : mörg dæmin þessu lík, þó varla sjeu þau jafn gróf. Fólk, sem kemur í mjólkurbúðir sjer kyrn ur og koppa, sem tekið hefir ver ið frá vegna þess, að afgreiðslu- fólkið þekkir eitthvert fólk, sem það telur sjer leyfilegt að selja rjóma, ef því sýnist. • Verður að breytast. ÞESSIR verslunarhættir verða að breytast. Það er ekki til of mikils ætlast að nokkurveginn I jafnt sje látið yfir alla borgarana ! ganga í þessum efnum. Það hlýt- ur að vera til eitthvert vald, sem ræður yfir mjólkursölunni og ’ getur fyrirskipað ráðamönnum hennar að sjá til þess, að breytt sje um sölufyrirkomulag á þeim ! mjólkurafurðum, sem hörgull er á. Bráðlega mun væntanlegt á markaðinn amerískt smjör. Þeg- ar farið verður að selja það, verður að taka upp skömtun á því til neytenda. Það er vel hægt og kostar litla fyrirhöfn. • Frá ungum strætis- vagnafarþega. UNGUR strætisvagnafarþegi, sem skrifar undir merkinu „X-9“ er óánægður með það, sem birt var frá fullorðnum strætisvagna- farþega hjer í dálkunum fyrir jólin. Birti jeg hjer orrjett brjef hins unga marms: Kæri Víkverji! Fyrir nokkru síðan skrifaði „Strætisvagnafarþegi“ þjer brjef sem birtist síðan í blaðinu. Þessi farþegi minnir mig á mann, sem skrifaði undir dulnefninu „S“. Farþeginn vill láta gera sjer alt til hæfis. En megnið af því, sem þar er sagt, er skáldskapur. Far- þeginn segir, að á Sunnutorgi komi 35 börn í strætisvagninn og vagninn sje troðfullur fyrir. í fyrsta lagi geta ekki svo marg- ir komist í vagninn. Vagninn yrði troðfullur af þessum 35 börnum. En sannleikurinn er sá, að það koma aðeins 7—10 börn í bílinn þarna. Svo kvartar far- þeginn undan því að við börnin óhreinkum föt farþega. Því svara jeg, að þeir fullorðnu ó- hreinka okkar föt jafnmikið og við þeirra. Svo segir hann, að vagninn geti ekki haldið áætlun, aðeins vegna þess, að hann tekur okkur börnin þarna „um borð“. Háttvirtur farþegi ætti þá að taka bíl, sem fer fyrr. — Að lok- um segir farþeginn, að samtöl okkar sjeu samfljettuð af blóti og bölbænum. Jeg hefi ekki ’orðið var þetta í vagninum, en kannske íu) farþeginn sjái alt margfalt og heyri ált margfalt. Hann sjer 35 jbörn, eða margfaldar hina rjettu j tölu með 5, en um blótið hefi jeg |það eitt að segja, að fullorðnir j menn, sem í vagninum eru, ! bölva ]>að mikið, að mjer hefir margoft ofboðið. j Víkverji! Jeg vona, að þú birtir þetta fyrir mig, svo að svona ! vont orð hvíli ekki á okkur börn unum í Kleppsholtinu“. Sendimaður til Páfa. London: — Talið er víst, að sendimaður sá, sem verða á full ,trúi stjórnar de Gaulle hjá jPáfa, muni verða frægur, Jfranskur rithöfundur, el til vill Maritain.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.