Morgunblaðið - 29.12.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.12.1944, Blaðsíða 10
10 M O R G U4* B L A Ð I Ð Föstudagnr 29. des. 1944 „Steinn, jeg hefi hugsað mik ið um það, sem þú sagðir við Danna hjerna um kvöldið. Jeg veit, hverjum augum vinir Daníels Pritchard líta á mig, ef jeg giftist honum. Þeir segja ekki: ,,Nei, þarna er fallega kon an hans Danna!“ Þeir segja: „Þarna er aumingja Danni Pritchard með konuna sína, sem er kynblendingur!" — Jeg mun aldrei tilheyra honum. — Þú hefir gert mig mjög óham- ingjusama, Steinn. En ef til vill ber mjer að þakka þjer fyrir, að þú skyldir segja mjer þetta. Nú geng jeg ekki lengra, en jeg veit að jeg má ganga“. ,,Fyrirgefðu“, muldraði Mel auðmjúkur. ,,I raun rjettri ætl aðist jeg ekki til þess, að þú heyrðir þetta. Jeg sagði það þá aðeins vegna þess, .... að jeg vissi, að þú lást á hleri. Þú ert altof góð til þess að slík ógæfa hendi þig, Tamea. Jeg þekki Danna. Þú ert ekki sú rjetta eiginkona handa honum. Maisie Morrison er það“. ,,Ef til vill er þetta satt, Steinn. Jeg þekki hvítu menn- ina svo lítið. En einhvern tíma kemur að því, að karlmaður vinnur ást mína. Það hafa marg ir menn þráð mig — en þú skil ur það, Steinn — það voru ekki sjentilmenn. Nei — þú skilur ekki, hve innilega jeg þrái, að verða alhvít — hve jeg harma það, að hjerna, í hjarta mínu, verð jeg einmana að eilífu — vegna þess, að jeg er ekki eins og þið, hvítu mennirnir“. Mel svaraði ekki. Hann tók hönd hennar, og strauk blíð- lega. „Þjer geðjast vel að mjer, Steinn — segðu, að þjer þyki vænt um mig ....“, bað hún. „Þú ert dásamleg — yndis- leg — þú ert gáfuð — þú hef- ir sál og hjarta“. „Og þjer þykir dálítið væat um mig?“ Hann greip þjettar um hönd hennar. ^.Guð hjálpi mjer!“ — tautaði hann liásróma. „Jeg elska þig. Jeg er eins og maður, sem sýkst hefir af drepsótt“. „Já, þú elskar mig. Jeg vissi það. En þú sagðir mjer að ekki væri mark takandi á því, sem speglaðist í augum manna. — Þú hjelst, að jeg gæti ekki hrært steinhjartað, og sjeð ást og þrá speglast í steinandliti þínu? En jeg sá það. Jeg ósk- aði ekki eftir því. Mjer hefir geðjast illa að þjer. Og nú mun jeg lítillækka þig. Þú reynir að vinna ást kenu þeirrar, sem þú vilt ekki, að vinur þinn kvæn- ist — jeg fyrirlít þig, Steinn!" -----„Fyrirgefðu, Steinn. — Jeg veit, að þú reýnir ekki að vinna ást hennar — en þú rncint þrá hana — og þrá þín mun verða svo sterk, að þú gleymir því, að í æðum hennar rennur blóð annars kynþáttar. -— Steinn, þú veist, að þótt suð- rænt blóð renni j æðum mjer, er það blóð konunga og höfð- ingja kynþáttar, sem nú er að deyja út, vegna þess, að í sak- leysi sínu tók hann að hafa mök við það svívirðilegasta og andstyggilegasta sem lifir á þessari jörðu, hinn siðmentaða hvíta mann. — Nei, jeg blygð- ast mín ekki 'fyrir blóð mtt. — Jeg er hreykin af því, og jeg fagna því, að það skyldi gefa mjer tækifæri til þess að niður- lægja þig“. Hún tók utan um báðar hend ur hans og dró hann að sjer. — „Horfðu á mig, Steinn!“ skip- aði hún. En hann sneri andlit- inu frá henni. „Horfðu á mig“, sagði hún, og nú var rödd henn ar biðjandi. „Jeg vil sjá aftur glampann í þessum undarlegu köldu augum, sem kom upp um tilfínningar þínar í minn garð. Jeg hefi vald yfir karlmönnum. Jeg veit það. Jeg er ékki að grobba, þótt jeg viðurkenni það fyrir þjer — Steinn, horfðu á mig“. Hann sneri höfðinu hægt við eins og það ylli honum sársauka að hreyfa það. Hann horfði á hana. Það var eins og fegurð hennar væri segulmögnuð. — Hjarta hans lamdist um — og stór, karlmannlegur líkami hans skalf. „Þú skelfur, Steinn“. „Já. Jeg skelf vegna þess að jeg er veikur, Tamea. Og jeg blygðast mín fyrir veikleika minn. „Það er gott. Jeg vil að þú þjáist eins og þú hefir látið mig þjást. Jeg skal gera þig að stóru steinlíkani, sem starir hryggum augum út á hafið og leitar og leitar, en finnur aldrei. — Nú er jeg ánægð. Mín er hefnt. Hún þrýsti höndunum að brjósti sjer.og horfði á hann og úr augum hennar brann eldur. Mel dró þungt andann, en síð- an brosti hann, og bros hans var svo blítt, að þungbúið og hversdagslegt andlit hans varð því nær dýrðlegt. „Þótt svipur guðanna dynji á mjer, Tamea, mun jeg ekki láta bugast, hversu sárt sem höggin svíða. Þú kallaðir mig Stein. — Jæja, — þú um það. Jeg mun hætta allri andstöðu gegn þjér. Jeg vil að þú verðir hamingjusöm, jafnvel þótt það kosti óhamingju besta vinar míns og jafhvel þótt jeg þurfi að fórna minni eigin lífsham- ingju til þess. En jeg mun ekki stara út á hafið og bíða eftir því, sem aldrei kemur. Því að það kemur. Og þegar jeg sje þig bugaða og niðurbrotna — þegar jeg sje þig liggjandi í duftinu — Svipur hennar varð blíðari. „Hvað þá, Steinn?“ „Þá — “, muldraði hann hás- róma, „þá mun jeg gráta. En jeg mun einnig lyfta þjer upp úr duftinu og þrýsta þjer að hjarta mjer og elska þig. Og ást mun ekki þverra, þótt þú verð ir gömul og fegurð þín, ef til vill, aðeins dýrmæt minning. Já, Tamea — þegar þú ert einn ig orðin að steinlíkani, og horf ir hryggum augum út á hafið, og bíður eftir því, sem kom — og fór, og kemur aldrei framar — þá mun jeg elska þig. Og jeg ef til vill einhvern tíma eftir þess, að saklaust barnshjarta þitt hefir verið fótum troðið. Þú manst ef til vill einhvern tíma eftir þessu — þegar þú þarft á vini að halda“. Hann snerist á hæl og hjelt í áttina til gistihússins. Hann gekk með útrjettar hendur, eins og maður, sem gengur í myrkri, og er hræddur. XX. Kapítuli. Morguninn eftir var Mel far- inn. Hann skrifaði Danna nokkr ar línur, þar sem hann sagðist alt í einu hafa fengið skipun um að koma til San Fransiskó, og bað hann að skila kveðju sinni til Maisie, Tameu og frú Casson. „Bölvaður þrællinn!“ tautaði Danni. „Hver?“ spurði Tamea, sem hafði staðið við hlið hans, með- an hann las brjefið. • „Mel. Hann er farinn“. „Ó —“, sagði Tamea, hugs- andi. Eftir nokkra þögn sagði hún: ,,Þá getið þið Maisie leikið golf saman. Jeg er fegin, að hann skyldi fara“. „Tamea, þú mátt ekki bera neinn kala til Mel. Hann er ekki óvinur þinn“. „Sigraður óvinur er ekki leng ur óvinur, Danni. Og jeg ber engan kala til hans. Jeg hefi hefnt mín, og nú ætla jeg að gleyma honum“. „Og þú ætlar ætíð að vera prúð og kurteis, þegar þú hittir hann?“ „Auðvitað, Danni“. „Það er leiðinlegt að þú skul ir ekki leika golf, Tamea. Ann- ars gætum við þrjú leikið sam- an“. „Hvaða karlmaður kærir sig um að dragnast með klaufskan kvenmann, þegar hann fer að leika golf? Jeg þarf að skrifa nokkur brjef til vina minna á Riva og Tahiti, svo að þú skalt fara með Maisie“. Danni var í aðra röndina feg inn því, að Tamea skyldi svo fúslega draga sig í hlje. Hann hafði það á tilfinningunni, að hann hefði vanrækt Maisie und anfarið. Og honum . fanst að Maisie hlyti að hafa orðið vör við þá vanrækslu. Hann var því óvenju stimamjúkur við Maisie þegar þau keyrðu af stað til Peable-strandarinnar. — Þegar þau höfðu leikið golf góða stund fóru þau og snæddu miðdegisv£rð á Lodge- gistihúsinu, óg síðar um daginn keyrðu þau niður til Monterey strandarinnar. Hvorugt þeirra minntist einu orði á Tameu. — Danna fanst aldrei hafa verið eins skemtilegt að tala við Maisie, og nú komst hann að því, að þau gátu einnig þagað saman. Hann varð ekki var við nokkurn snefil af ráðríki henn- ar, sem honum hafði altaf gram ist svo mjög. Þvert á móti virt ist hún gera sjer far um að haga sjer eftir geðþótta hans. Hann braut heilann um það, hvort hún hefði nú loks gert sjer grein fyrir því, hvað það var, er hafði skilið þau að svo lengi — andúð hans á hinni minnstu skerðingu á karlmannlegu frjálsræði hans. með GLERAUGUM frá TÝLL Kattafjölskyldan Eftir Fanny Fem. 2. Og svo kyssti Loppa alla -kettlingana sína og þeir voru sendir í hin nýju heimkynni sín, en henni gékk illa að sofna, nóttina áður en þeir áttu að fara. Hún var á labbi fram og aftur í garðinum alla nótt- ina, mjög óróleg, og leit stundum á kettlingana sína, sem sváfu svo vært, og áttu nú ekki að sofa hjá henni framar, Hjerumbil mánuði seinna var jeg á leiðinni framhjá eldiviðarhúsinu, og hvað skyldi jeg þá hafa sjeð. nema Loppu og börnin hennar öll, og virtist hún nú sælust af öllum köttum í heiminum. Jeg skaut mjer á bak við hurð- ina, því nú ætlaði jeg sveimjer að heyra, hvað fram færi hjá köttum þessum. Guli kettlingurinn talaði fyrstur og sagði frá, hvernig honum liði hjá fjölskyldu þeirri, sem hann hafði lent hjá. Hann sagði að þar væru fjögur börn, sem enginn rjeði nokkurn skapaðan hlut við, og skemtu sjer með því að vita, hvort rófan væri föst á honum, líka eyrun. Svo sagði hann að þau strykju sjer öfugt, þangað til hvert einasta hár stæði upp í loftið, og einnu sinni hefðu þau lokað sig inni í steypibaðsklefanum og látið buna á sig. Og ekki mætti hann láta sjer liða í brjóst úti í horni nokkra stund á daginn, svo þau æptu ekki á hann og reyndu að fá hann til þess að hlaupa á eftir hnyklum fyrir þau, þangað til hann snarsvimaði: „í stuttu máli sagt, mamma“, sagði Gulur litli. „Þetta er áreiðanlega það, sem fólkið kallar hundalíf.“ Um leið og Gulur var hættur, stökk upp bróðir hans, Koli, kolsvartur köttur með hvítar laþpir, hann hafði svört skínandi augu og gneistaði af skegginu á honum. Hann hafði engar slíkar sorgarsögur að segja sem Gulur bróðir hans. Hann sagðist sofa í sjerstakri körfu út í horn- inu á svefnstofu húsmóður sinnar, og fjekk svo skelfing gott að borða, kjúklingabringur og annað fleira og stóran mjólkurbolla hvenær sem hann var þyrstur. Konan, sem hann var hjá var roskin, og stundum bauð hún til sín öðrum konum, sem allar voru svo ókaflega góðar við hann og hann Ijek við þær í staðinn. — Svona var nú sagan hans, og að henni lokinni settist hann niður og malaði, mjög ánægður, en hætti svo strax og fór að hlusta á hvað hún grána litla systir hans, hefði að segja. Aumingja Grána var afar feimin, og "það leið löng stund, þangað til hún gat stunið nokkru upp. Hún var — Hvernig gengur það með þig og hana Siggu? — Það gengur ekkert. — Nú, af hverju? — Vegna-þess, að þegar jeg var að hugsa um að biðja henn ar, sagði hún mjer að hún elsk aði Halldór Kiljan, Gunnar Gunnarsson, Kristmann og ein hvern náunga, sem heitir Ólaf- ur Jóhann, og þá þýddi auðvit- að ekkert fyrir mig að hugsa meira um hana. ★ — Eftir kreppuna 1920 átti jeg ekki svo mikið sem skyrt- una utan á mig. — Hvernig gastu þá fest á þig flibbann? ★ Veitingahúseigandinn sagði við yfirþjóninn: — Gelið þjer ekki bent gestinum þarna við hornborðið á, að í þessu veit- ingahúsi sje ekki siður að binda matþurkuna um hálsinn? — Það ættu að vera einhver ráð til þess, sagði yfirþjónninn. Eftir nokkra stund gekk hann til gestsins og sagði: — Á að raka yður eða klippa, herra minn? ★ „Fyrir alla lifandi munií', skrifaði hermaðurinn heim til konu sinnar, „vertu ekki að þessu sífelda rifrildi í brjefun- um, sem þú sendir mjer til víg- stöðvanna. Jeg vil fá frið til þess að berjaSt í þessu skratt- ans stríði“. ★ * Kennarinn: — Varst það þú, Villi minn, sem skrifaðir á töfluna: „Kennarinn er fífl?“ Og af því að Villi er hrein- skilinn viðurkendi hann að hafa gert þetta. Kennarinn: — Það gleður mig að þú segir sannleikann. • •irnimnnrnmnmR mnumranranrnmnnnnnm |listeriime( — Tannkrem —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.