Morgunblaðið - 06.04.1945, Qupperneq 5
Föstuclagur 6. apríl 1945
MORGUNBLAÐIÐ
HÓLA
JEG LEIT fyrir skömmu í
folaðið Dag á Akureyri og sá
þar skýrt frá aðalfundi Bún-
aðarsambands Eyfirðinga. Jeg
hef víst verið eitthvað illa fyrir
kallaður, því að jeg varð að
lesa hluta af greininni þrisvar,
áður en jeg trúði mínum eigin
augum. Var Dagur orðinn svo
hlálegur að gera gys að af-
komendum Guðmundar ríka og
Grundar-Helgu? Nei. þetla var
víst alvara. Búnaðarsamband
allra Eyfirðinga — það vant-
aði aðeins einn af öllum full-
trúunum, hann hafði fent inni
■— ákvað að veila 300 krónur
til sauðfjárræktar í Eyjafirði.
Jeg fór að leggja þetta í land-
aura, það var verð hálfrar ann-
arar ærskjátu. En nú átti að
gera meira, það átti að klæða
landið, 500 krónum átti að
verja til skógræktar. Það er
eitt tryppisverð- Til heimilis-
iðnaðar 200 krónur. Ójá, það
er ein rolla. Líklega á að vinna
eitthvað gagnlegt úr gærunni,
en nota skrokkinn og slálrið
til lífsuppihalds heimilisiðnað-
arframkvæmdastjóra hjeraðs-
ins. Jeg fór að verða niður-
lútur fyrir hönd Eyfirðinganna.
Hugsuðu þeir ekki hærra en
þetta? Alt í einu lyftist á mjer
brúnin. 3400 krónur. Til hvers
er það? Til jarðræktarfram-
kvæmda. Sko til. En svo fór
jeg aftur að reikna í landaurum
og dagsverkum og mintist þess,
að áður var það metið 70 dagsv.
að sljetta eina vallardagsláttu
í túni og nú er dagsverkið á
50 krónur eða meira. Eitthvað
hafa afköstin aukist. Við skul-
um vera flott og reikna með að
hægt sje að rækta 3 dagsláttur
eða heilan hektara í túni fyrir
þessa upphæð. Þetta eru þó 2
kýj'verð.
Nú mintist jeg þess alt í einu,
að íslendingar þurfa að fjölga
kúm sínum um 15000 — fimtán
þúsund, — til þess að geta
mjólkurfætt sig sjálfir og þurfa
ekki að flytja inn nokkur
hundruð tonn af smjöri frá
Ameríku. Einn hektari. það er
einn kýrvöllur. Með sameigin-
legum átökum ætluðu þá ey-
firskir bændur að auka svo
ræklað land í hjeraði sínu, að
hægt væri að bæta einni kú við
bústofn landsmanna. Þeir ætl-
uðu ekki að láta sitt eftir liggja,
Eyfirðingarnir.
Mjer leið hálfilla allan dag-
inn, því að ömurlegar hugsanir
ásóttu mig í sambandi við Ey-
firðingana. Jeg vissi, að þeir
höfðu altaf haft orð á sjer fyrir
það að vera góðir búmenn. Voru
þeir nú orðnir svo aumir, að
fjelagssamtök allra- eyfirskra
bænda gæti ekki ráðið yfir
nema 3 kýrverðum til eflingar
og endurnýjunar landbúnaðin-
um í þessu fagra og góða hjer-
aði? Eða var bændastjellin í
heild sinni að dragast aftur úr,
verða rislægri en aðrar stjettir,
kotungslegri í hugsun? Aðrar
stjettir tala um nýsköpun at-
vinnuveganna,# fullkomin skip,
vjelar og verksmiðjur. Hrífur
slíkur vorhugur íslenska bænd
ur eða fer þetta alt fyrir ofan
garð og neðan hjá þeim. af því
að þeir hugsa of smátt og eru
orðnir of afturhaldssamir? Þess
ar og þvílíkar hugsanir ásóttu
mig.
STÓLL OG HUNDAÞÚFA
Um kvöldið hlustaði jeg á
útvarpið mitt og það mintist
líka á Eyfirðingana. K. E. A.
hafoi boðið frjettamönnum að
skoða hið nýja hótel sitt á Ak-
ureyri. Það var talið vegieg-
asta hátel landsins og sjerstak-
lega tekið fram, að dýr viður
væri í öllurn húsgögnum og
dýrindis málverk á veggjum
Jeg var eillhvað undarlegur
þennan dag og gat ekki oröið
hrifinn. í baksýn við þessa
skrautlegu höll eyfirsku bænd
anna sá jeg kotin í Öxnadaln-
um, sum í eyði, önnur ekki
mannabústaði. K. E. A. var auð
sjáanlega Hólaslóll Eyfirðing-
anna, Búnaðarsambandið hunda
þúian þeirra.
★
SAMKVÆMT frásögn Dags
gat framkvæmdastjóri K. E. A.
þess í vígsluræðu sinni, að hið
nýja hótel ætti að verða hvíld-
ar- og hressingarstaður fvrir
ba jarbúa og heilbrigður skemli
slaður fyrir æskumenn og meyj
ar bæjarins. Þetta er í sjálfu
sjer lofsvert, en er það tilgang-
urinn með samvinnufjelagsskap
bænda að reka slíka líknar-
starfsemi í kaupstöðum lands-
ins? Náttúrlega er það gott fyr
ir örþreytta Akureyringa, sem
standa i búð til kl. 7 á kvöldin
flesta virka daga, eða sitja á
hörðum skrifstofustóli upp und
ir 8 klst. á dag, að eiga kost
á hvíldar- og hressingarstað.
Því neitar enginn sanngjarn
maður. En er það ekki að seil-
ast um hurð til lokunar fyrir
íslenska bændur að verja spari
skildingum sínum til að reisa
hvíldarstaði fyrir kaupstaða-
búa, meðan þeir sjálfir og kon-
ur þeirra fara á mis við nauð-
syniega hvíld og þægindi vegna
fólksfæðar í sveitunum? Nátt-
úrlcga er það gotl, að æcku-
menn og meyjar Akureyrar eigi
kost á vistlegum sölum til að
dansa í á kvöldin, en eiga bænd
urnir þar í sýslunni að nota
samtakamátt sinn til þeSs að sjá
þeim fyrir skemtistöðum, svo
að kaupstaðarlífið verði þessu
unga fólki ekki óbærilegt fyrir
leiðinda sakir? Ekki getur þetta
verið einn liðurinn í þeirrj
marg um , löluðu áællun að
stöðva flóttann úr sveitunum.
Alt væri þetta þó ekki eins
mikið tiltökumál, ef vesaldóm
ur Búnaðarsambands Eyfirð-
inga væri ekki til samanburð-
ar. Eitt hótelrúm úr dýrum viði
kostar meira en Búnaðarsam-
bandið leggur fram til skóg-
ræktar í Eyjafirði. Framlagið
til sauðfjárræktar nemur álíka
miklu og 2 stólar af einföld-
ustu gerð og það, sem er ætlað
til heimiiisiðnaðar, nægir varla
fyrir einu smáborði. Þá þarf
það ekki að vera dýrt málverk,
sem koslar jafnmikið og fram-
tagið til jarðræktarfram-
kvæmda. Nú er Búnaðarsam-
band Eyfirðinga síst aumara en
önnur búnaðarsambönd lanas-
ins. Mismunurinn á því og
kaupfjelaginu er bara enn aug-
Ijósari. þar en annarsstaðar.
Samvinnufjelagsskapur bænda
um verslun og aðra kaupstaða-
starfsemi er allsstaðar eftir-
lælisbarnið, samtök þeirra um
búnaðarframkvæmdir olboga-
jbarn. Þelta lýsir belur en flest
! annað ílóttanum frá framleiðsl-
unjri. Flótta hugarfarsins frá
viðfangsefnum bóndans að við-
fangsefnum búðarmannsins.
★
SAMVINNUFJELAGSSKAP-
UR bænda! Hversu miklu gæti
hann ekki áorkað, ef hann
beindist af alefli að því að
breyta móum og mýrum í akra
og tún, rækta upp bústofninn,
klæða landið skógi? Hingað til
hefir hann, undir stjórn Fi'am-
sóknarflokksins, mest beinst að
því að reisa sölubúðir á möl-
inni og þar sem honum óx fisk-
ur um hrygg, eins og á Akur-
eyri, fór hann að reisa skraut-
legar verslunarhallir og skrif-
stofur, hótel með húsgögn úr
dýrum viði og dýrindis mál-
verk á veggjum. Þetta er alt
saman gott og blessað, en gefur
það meiri arð en frjómoldin, ef
lagt er í hana fje og fyrirhöfn?
Skilar það meira gulli í lófa
framtíðarinnar en ræktun lands
ins?
Bændastjett 19. aldarinnar
var vakandi stjett, en bændur
20. aldarinnar er sljett, sem
virðist ganga í svefni. Á síðustu
öld bundust bændur samtökum
um það af litlum efnum að
kosta efnilega menn, eins og
Torfa í Ólafsdal, til þess að
nema búnaðarnýjungar í öðr-
um löndum. Nú kosta þeir syni
sína á Samvinnuskóla í Revkja-
vík til þess að breyta þeim í
búðarlokur. Þá leituðust þeir
við að koma upp fyrirmyndar-
búum til þess að glæða áhuga
ungra manna á búskap. Nú
reisa þeir í staðinn handa versl
unarskólastjóranum sínum
villu, sem kostar eins mikið og
fyrirmyndarbú í sveit. Þá höfðu
þeir faslráðna vinnuflökka, sem
fóru um sveitir og gerðu jarða-
bætur með þeim fullkomnustu
lækjum, sem þá var völ á. Nú
hafa þeir nokkur hundruð eða
nokkur þúsund af skrifstofu-
mönnum, verslunarþjónum og
afgreiðsludömum í brauði sínu
og sjá það sem framtíðarhug-
sjón að bæta við þennan hjúa-
hóp hótelþjónum, kvikmynda-
starfsmönnum, sjómönnum á
millilandaskipum, bankamönn-
um og guð veit hvað, meðan
góðjarðir leggjast í eyði og eng
inn er til að mjólka kýr í sveit-
unum nema útslitnar húsmæð-
ur.
★
ÆSKULÝÐNUM er álasað
fyrir það, að hann vilji ekki
vinna sveitastörf, einkum ungu
stúlkunum. Er ekki von, að ung
og óráðin eyfirsk bóndadóttir
vilji heldur verða afgreiðslu-
dama á Akureyri eða hótel-
þerna, þegar faðir hennar,
reyndur og ráðsetlur bóndi,
ákveður að leggja fram eins og
eina miijón úr sameiginlegum
sjóði bænda til þess að veita
sumarferðalöngum næturþjón-
ustu í rúmi úr dýrum viði, en
verja á sama tima 300 krónum
lil sauðfjárræktar og 200 krón-
um til heimilisiðnaðar í hjer-
aði sínu? Lífsviðhorf ungu
stúlkunnar er miklu afsakan-
legra en föður hennar. Hún læt
ur glepjast af tíðarandanum og
það gerir hann líka, en hún er
raunhæfari en hann, þegar öllu
er á botninn hvolft. Hún fær
í aðra hönd fallegri föt, meiri
.. fjelagsskap og meiri fritíma.
Hann hefir eftir sem áður sitt
ófrjálsa einyrkjastrit við van-
ræklan landbúnað, sem er orð-
inn á eftir tímanum. Hún læt-
ur heillast af glysi, sem hún get
ur fest hendur á og hengt utan
á sig. Hann lætur heillast af
innantómum glamuryrðum
gerfifrömuða landbúnaðarins.
Hún er ef til vill fátæk og fá-
fróð kotungsdóttir, sem verður
að lá’a sjer nægja að fara á
vinnukvennamarkaðinn í
Reykjnvík, af því að pabbi
’iennar ei ekki í fuiitrúaráði
KEA og getur ekki útvegað
henni stöðu við neina fína stofn
un á Akureyri. Hún öfundar
þær Evudætur, sem ganga með
platímiref um hálsinn, og verð-
ur kommúnisti. Pabbi hennar
öfundar aftur á móti forða-.
langana, sem sofa fram eftir
morgni í hótelrúminu hans úr
dýra viðnum og hafa dýrind-
ismálverk fyrir augunum, þeg-
ar þeir ljúka þeim loksins upp,
meðan hann verður að fara á
fælur fyrir allar aldir til þess
að bei ja harðbalaþúfur með
ljelegum ljá. Hún veit, að hún
er að skapa öðrum líisþægindi
með striti sínu, og gerir upp-
reisn gegn þeim örlögum. Hann
meir en sættir sig við slik ör-
lög, hann greiðir atkvæði með
þeim. Hún verður ef til vill
verksmiðjustúlka og öðlast þá
trú, að stjett hennar eigi feg-
urri og betri framtíð í vænd-
um. Hann er að missa trúna
á köllun sína í lífinu og vill
heldur leggja spariskildinga
sina í húsgögn úr dýrum viði,
til afnota fyrir uppgefna Ak-
ureyringa og Reykvikinga í
sumarfrii, heldur en að verja
þeim til að stækka lúnið sitt.
Stúlkutetrið er bæði vitrari
og sælli en karl faðir hennar.
★
KEA BYGGIR lúxushótel á
Akureyri og SIS sækir um leyfi
til að breyta frystihúsi sínu í
Reykjavík í kvikm/ndahöll.
Sennilega fá fleiri kaupstaðir
kost á þeirri rausn hjá sam-
vinnufjelagsskap bænda, að
hann byggi skemtistaði fyrir-
þá á mölinni. Við þessu er ekk
erl að segja, ef landbúnaðurinn
hefir fje aflögu frá nauðsynleg-
um framkvæmdum í * sveitum
landsins, en er svo?
Hver stjett, sem vill halda
virðingu sinni og áliti, verður
rð inna af hendi sitt ákveðna
hag'ræna og menningarlcga
hlutverk í þjóðfjelaginu. Hið
hagræna hlutverk bændastjett-
arixmar er þnð að framleiða
úr skauti fósturjarðarinnar
ýmsar fæðutegundir, sem þjóð
in þarfnast. Hverjum góðum
íslendingi í bændastjett hlýlur
að vera það sársaukaefni, að
nú vantar hvorki meira nje
minna en 40—50 miljónir lítra
af nýmjólk árlega lil þess að
landbúnaðurinn fullnægi mjólk
urþörf þjóðarinnar. 40—50
þúsund vallardagsláltur af
ræktanlegu landi bíða í sveit-
um landsins eflir ræktun, Svo
að þessu marki verði náð. Svo
langt er landbúnaðurinn á eftir
gætlun, svo að eingöngu sje
minst á mjólkurframleiðsluna.
Svo langt er bændastjettin frá
því að inna af höndum þau af-
köst í framleiðslu, sem hlut-
verk hennar í þjóðarbúskapn-
um heimtar.
Það er pjóðarsmán, að elsti
og víðlækasli atvinnuvegur
þjóðarinnar, sá sem hefif haldið
í henni lífinu efnalega og menn
ingarlega í 10 aldir, skuli hafa
dregist svona aftur úr. Það er
áfetlisdómur, sem saga íslands
mun aldrei má af þeim flokki,
sem hefir ráðið mestu í sveit-
um landsins í nær því aldar-
fjórðung og mikið af þeim
tíma haft mest völd á löggjaf-
arþingi þjóðarinnar. Forustu-
menn Framsóknarflokksins ‘eru
flestir orðnir rótarslilnir úr
jarðvegi íslensks sveitalífs og
þá hefir bæði brostið búmensku
og manndóm til þess að ráða
bót á vandamálum landbúnað-
arins. Þeir hafa hugsað meira
um að sölsa undir sig völd í
sveitarfjelögum, sýslufjelögum
og í þjóðfjelaginu, heldur en
um það að sameina krafta þjóð-
arinnar og þá fyrst og fremst
bændanna sjálfra um lausn
þessara vandamála.
★
Nú vilja flestar stjettir þjóð-
fjelagsins taka saman höndum
um nýsköpun atvinnuveganna
og ef guð og gæfan er með, get-
ur það orðið til þess að veita
þjóð vorri betri lífsskilyrði en
hún hefir haft nokkuru sinni
fyrr. Bændastjettin ein er eins
og milli svefns og vöku í þessu
máli, af því að martröð Fram-
sóknarflokksins hvílir .á henni
og fyllir hana óhug og kjark-
leysi. Hvert blað af Tímanum
og Degi boðar bændum hrun
og hörmungar framundan. Þetta
eru martraðardraumar myrkra
sálna, settir á prent. Bænda-
stjettin verður að fara að vakna
og hrista þennan ófögnuð af
sjer.
Það þarf nýja forustumenn
í sveitum landsins, unga og á-
hugasama menn, i stað gömlu
Framsóknarforingjanna, sem
ættu að verða hótelþjónar og
kvikmyndapostular við fyrir-
tæki sin í kaupstöðunum.
Sú hneisa má aldrei framar
henda neitt hjerað, að bænda-
samtök þess verji tæpum 3 kýr
verðum til eflingar búnaðar-
framkvæmdum á sama tíma og
sömu menn kasta mörg hundr-
uð kýrverðum í luxusbygging-
ar á mölinni, hversu þarfar sem.
þær kunna að vera. Það verður
að hefja búnaðarsamtök sveit-
anna upp úr núverandi kurfs-
hætti. Þau eiga að verða víð-
tækustu og voldugustu samtök
bænda, fær um að fylgjast með
tímanum og inna af hendi
skyldur sínar gagnvart þjóðfje-
laginu og hinni vanræktu gróð
urmold. Þau eiga að verða-
Hólastóll, en ekki hundaþúfa.
NorðJendingur.
Hnappa-
Harmonib
Hohner, til sölu, 5-föld,
144 bassa. Uppl. í síma |
5532 kl. 12—1 og 5—7
í dag.
tutiiiiiiiiiiiiiiititmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiitimimtJí