Morgunblaðið - 06.04.1945, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 06.04.1945, Qupperneq 7
Föstudagur 6. apríl 1945 MORGUNBLAÐIÐ « FLOKKAGLÍMA GLÍHUHÁBS REYKJAVÍKUR Svar við grein H. S. Blaðinu hefir borist eftirfar- andi grein frá Kristmundi Sig- urðssyni, lögregluþjóni, sem um skeið var snjallasti glímu- maður hjer á landi: FIMTUDAGINN 22. f. mán. birtist grein í Alþýðublaðinu, sem nefndist: Flokkaglíma Glímuráðs Reykjavíkur, eftir H. S. Grein þessi er þannig skrif- uð, að rækilega og af kostkæfni er sneitt hjá allri velvild og sanngirni í garð allmargra kepp enda, enda dylst það engum, sem þekkingu hefir á glímu og grein þessa les, að hjer er á ferðinni sleggjudómari, sem mjög takmarkaða þekkingu hef jr á því, sem hann ræðst í að skrifa um. Væri því þessari grein best ósvarað, ef ekki væri svo langt gengið, að sumt, sem þar er hiklaust slegið fram, er meiðandi fyrir keppendurna. Jeg vil svo benda á nokkur at- riði úr grein H. S. sem mjer finst athugunar verðust og rangt er skýrt frá og villandi. H. S. byrjar á því, að lokn- úm inngangsorðum að lýsa því yfir að flestir keppendanna sem kepptu á flokkaglímunni, hefðu verið svo illa æfðir, að þeir hefðu ekkert erindi átt á keppnina. Jeg minnist þess ekki að hafa heyrt eða lesið um það, þar sem varpað hefir verið framan í keppendur, eftir neina íþrótlakeppni, kaldari kveðjum nje órökstuddari sleggjudóm, Sem þessum. Síðan jeg fór að fylgjast með glímumálum bæjarins, hefir ekki farið fram jafn fjölmenn keppni í íslenskri glímu sem þessi, og heldur ekki keppt í jafn mörgum þyngdarflokkum. Komu því vegna flokkaskift- ingarinnar margir keppend- anna fram í fyrsta sinn. hafa ekki áður lagt inn á glímuvöli- inn vegna óheppilegs keppnis- fyrirkomulags. Þeir, sem iðkað hafa glímu og fylgst hafa með henni árum saman, vita hversu erfitt er fyrir keppendur að koma fram í fyrsta sinn. Marg- ir fara þannig um leið og þeir koma fram fyrir áhorfendurna, að þeir verða „nervösir“ af því, að svo margir horfa á þá, sem svo blandast við kvíða og spenn ing fyrir keppninni, að þeir eru vart þekkjanlegir á glímupall- inum, hvað bragðleikni og kraft snertir. Vill því útkoma vinninga verða fremur lág hjá því útkoma vinninga verða fremur lág hjá keppnis byrj- andanum. Þeir fáu menn, sem um glímukeppnir hafa skrifað undanfarin ár, hafa fremur lagt hlýleg hvatningsorð til byrjend anna, en ekki brugðið þeim um það lakasta, sem fram getur komið í þessari íþróttagrein, svo sem at, puð, bol, níð og tuddaskap, eins og H. S. ber á borð fyrir lesendur. í þetta sinn tókst svo sorglega til, að lteppn isvöllurinn reyndist svo háll, að hann hindraði án efa marga keppendur frá því að geta not- ið sín að fullu. Kom þetta fram ekki síst á þeim, sem óvanari voru keppni. H. S. ræðst heiftarlegast á minstu og ljettustu keppend- urna, enda flestir í þeim flokki, sem ekki höfðu keppt opihber- lega áður. Fer það eftir öðrum velvilja (III) greinarhöfundar að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þeir keppend- ur, sem jeg þekki best til í þess um flokki, hafa æft með ágæt- um í vetur og eru með skemti- legri glímumönnum, sem jeg hefi þekt á æfipgum, þótt þeir nytu sín þarna ekki nema að litlu leyti á hinum hála keppn- isvelli. Þá vill H. S. að mjer skilst gera eitthvert veður út af þeim meiðslum, sem á keppn inni urðu og telur þau afleið- ingu þess, að att sje saman ó- æfðum mönnum. Telur það at- hyglisvert að þeir sem meidd- ust hafi þá verið að keppa við mann úr sama fjelagi. Ekki hefir eftirtektin verið meiri en það hjá greinarhöfundi, að hann skýrir rangt frá þessu. í glím- unni voru keppendur úr sitt hvoru fjelagi, Ármanni og KR. Slík óhöpp vilja því miður altof oft til, en til að sýna þá röksemd H. S., að meiðslin hafi stafað af því, að þarna áttust við yngri keppendur (óæfðir menn eins og H. S. orðar það), vil jeg benda á nærtækt dæmi. Á síðustu Íslandsglímu fór Guðmundur Guðmundsson úr iiði í glímu við Guðmund Ágústssdn, ekki verður æfinga- leysinu þar um kent. Jeg ætla ekki í þessari grein að ræða umsagnir H. S. um einstaka keppendur, en jeg get þó ekki slept þeim kafla grein- arinnar án þess að benda á það, að eftirtektarvert er, að H. S. minnist ekkert á svein Jónsson, sem glímdi í öðrum flokki og sýndi bæði leikni og kráft í öllum sínum glimum og kepti til úrslita um þriðja sætið í þeim flokki, en hann var einn af þeim, sem kom þarna fram í fyrsta sinn, og mun því ekki hafa fundið náð fyrir augum H. S., en kannske hefir það ver ið af því, að hann var úr K. R. Þá er það einnig eftirtektarvert að H. S. telur Davíð Hálfdánar- son vera úr í. R„ en það er ef til vill skiljanlegra, er aftar kemur í grein H. S. og lesin eru þau óvildar orð, sem H. S. kast- ar þar að einu fjelaginu, sem keppendur átti á glímumótinu, sem er K. R. Úr því hann minnist á ein- staka keppendur og sennilega ekki talið sig geta sneitt fram hjá þessum þekta glímusnill- ing, þá skellir hann honum bara yfir í annað fjelag í frásögn- inni. Það vill nú svo vel til, að jeg, sem þessar línur rita, hefi fyrir framan mig skrá yfir æf- ingar ‘þeirra manna, sem fóru í þessa keppni frá Knattspyrnu fjelagi Reykjavíkur. Vil jeg því lýsa því yfir, að það eru algjör ósannindi, sem H. S. fer með, er hann segir að K. R. hafi sent óæfða menn í flokkaglímuna. Aftan í þessa sannsögli sína hnýtir svo H. S. því, að þetta glímumót gefi engar vonir um það, að bol og níð hverfi, þótt glímt sje í flokkum. Þar sem vart er hægt að taka það öðru vísi en H. S. eigi við.að níð og tuddaskapur hafi komið fram x þessari keppni, vil, jeg .skora a H. S. að hefna nöfn þeirra kepp enda, sem hann á við, svo þeir geti leitað rjettar síns. Jeg stóð við glímupallinn meðan flokkaglíman fór fram og veitti henni nána athygli. Sá jeg ekki níð nje tuddaskap til nokkurs keppanda. Mun verða leitað úrskurðar um þetta at- riði til rjettra aðila. I síðari hluta greinar sinnar telur H. S. upp, hve margir hefðu átt að keppa úr hverj- um flokki, hina sem ekki fundu náð fyrir augum hans, er hann svo vinsamlegur við að segja þeim að sitja heima. í fyrsta flokki telur H. S. tvo keppnis- hæfa, fimm úr öðrum flokki, fjóra úr þriðja flokki og alla úr fjórða flokki, en í áfram- haldi af þessu leggur H. S. til að glímuráðið haldi aftur glímu keppni, þar sem þrír efstu menn irnir úr hverjum flokki keppi til úrslita, telur þá kannske ó- magsins vert að horfa á keppn- ina. Þar með strikar H. S. út 2 í öðrum flokki, 1 úr þriðja og 1 úr fjórða flokki, en telur nú með þriðja mann í fyrsta flokki, sem hann er þá rjett að enda við að lýsa yfir, að ekki sje keppnishæfur. Er athugað- ur er hugsanagangurinn í þess ari grein, verður manni á að halda, að svo mikill áhugi hafi ríkt hjá H. S., að niðra yngstu keppendum í þessari keppni, að honum gleymist hvað hann er áður búinn að festa á pappír- inn. Alt þetta virðist mjer að H. S. ætlist til að tekin sjeu sem rök fyrir því, að flokkaglíma je ekki hin rjetta stefna í glímu málum. Bendir á það, að þyngstu mennirnir hafi glímt best, en þeir ljettustu verst. Þótt slept sje þeírri tilhneig- ingu H. S. til að níða yngstu keppendur og hvort þetta hafi verið svo í raun og sannleika. Þá er um að ræða í þyngsta flokki glímukóng íslands og aðra sigurvænlegustu glímu- menn landsins, sem flestir hafa margoft kept, en í ljettasta flokki komu flestir fram í fyrsta sinn. Jeg tel óþarfa að ræða um þetta nánar, hve sanngjarn og skynsamlegur þessi samanburð ur er. Jeg vil svo ljúka þessum orð 'um mínum með því að þakka öllum þeim, sem þessa flokka- glímu sóttu og vona, að þeir mæti allir í þeirri næstu, hve- nær sem hún verður. Við er- um á rjettri leið, þar sem flokka glíman er, að baki því málefni standa hinir bestu rrienn , úr eldri röðum glímumanna. Þeir yngri standa óskiftir um þetta mál, að því sem jeg best veit og þeir sem vilja glímunni vel. Allir glímukeppendur og unn 'endur glímunnar þurfa að taka höndum saman um það að lag- færa það, sem miður fer í glím- unni, læra af hverri keppni og lagfæra það fyrir þá næstu, !sem ekki á heima í glímunni. T. d. vil jeg benda á það, að nú á síðari glímum hcfir bor- ið dálítið á því, að sumir kepp- Undur standa skakkir fyrir í Frainh. á bls. 10. I Mámskeið IVámsflokkanna í Háskóla fslands 1.—15. júní 1945. Námsgreinar verða þessar: Leikstarfsemi, (upplest- ur og leiðbeiningar um leikst.jði’ii). Kennari Lárus Pálsson. íslenzka. Kennari Sveinbjörn Sigurjónsson. Töfluteikning. Kennari Kurt Zier. Lestur bókmennta Leiðbeiningar um trjárækt. Kennari Ilákon Bjarnason. Leiðbeiningar um akuryrkju. Kennari Klemens Krist- jánsson. Hjálp í viðlögum. Rauði Kross íslands sjer um kennsluna. Ennfremur munu þeir Sigurður Nordal, Broddi .Jóhannesson og Guðm. Kjartansson flytja er- indi á námskeiðinu. — Þátttökugjald er 50 krónur. — Umsóknir sendist fyrir 5. maí til undirritaðs, sem gefur nánari upplýsingar. ? líi t Cjur&óóon Freyjugötu 35, Reykjavík. w <♦> w Eggjalíking í dósum, fyrirliggjandi. Eggert Kristjánsson & Co., h.i Alullar Dömupevsur heilar og hnepptar, í miklu úrvali. Ca^nar BUJ L/ Utvegum nýtísku TOGSPiL af fullkomnustu gerð frá Bandaríkjunum. CJi dalldóróóon h.f Herraimærföt stutt og síð, nýkomin. \ Uacjm . * ídtöndi a

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.