Morgunblaðið - 30.05.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.05.1945, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 30. maí 1045. Útg.: H-f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson ^ábyrgðarm.) F'rjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. p.t. Jens Benediktsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10 00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Blint flokksofstæki EKKI ER ósennilegt að einhverjir hafi vreitt því eftir- tekt, að við og við hafa verið að birtast nákvæmlega samhljóða ályktanir, sem gerðar hafa verið á fundum kaupfjelaga, búnaðarsambanda og annara samkunda bænda víðsvegar um land. Efni þessara ályktana hefir \rerið tvenSkonar: 1. Mútmæli gegn því, að samþykki landbúnaðarráð- herra er tilskilið við ákvörðun búnaðarþings um, hvernig varið skuli fje úr búnaðarmálasjóði, samkv. lögum frá síðasta Alþingi. 2. Krafa um að ekki verði vikið frá þeirri stefnu í áburðarverksmiðjumálinu, sem mörkuð var í frumvarpi Vilhjálms Þór, er lagt var fyrir síðasta Alþingi. Ætla mætti, að meiri hluti síðasta Alþingis hafi framið meiriháttar ódæðisverk gegn bændastjett landsins, með aðgerðum sínum í framangreindum málum, þar sem fjelagssamtök bænda hafa fundið ástæðu til að senda frá sjer slíkar ályktanir. Er rjett að athuga þetta lítillega. ★ Á síðasta Alþingi voru samþykt lö'g um stofnun bún- aðarmálasjóðs. Er þar lagður sjerstakur veltuskattur á eftirtaldar afurðir bænda: Mjólk og mjólkurvörur, kinda- kjöt, gærur og ull, grænmeti og gróðurhúsaframleiðslu. Veltuskatturinn nemur A/>c/o af því verði, sem framleið- endur fá fyrir vöruna á hverjum tíma. Skattinn má taka lögtaki. Fje sjóðsins skal varið „til stuðnings og eflingar sam- eiginlegum nauðsynjamálum bændastjettarinnar”, sam- kvæmt ákvörðun búnaðarþings. „enda komi samþykki landbúnaðarráðherra til”. Síðustu orðin innan tilvisun- armerkjanna voru sett inn í þinginu, og það eru þau, sem hneyksluninni valda. Allir sjá þó, að þetta er aðeins sjálfsagt öryggi bændum sjálfum til handa. Búnaðarþing er vissulega ekki þeim mönnum skipað nú, að það veiti bændum minstu tryggingu fyrir rjettlátri og vitur- legri meðferð fjárins. ★ Þegar núverandi landbúnaðarráðherra fór fram á það á síðasta Alþingi, að áburðarverksmiðju-frv. V. Þór. yrði athugað nánar, gerði halin svohljóðandi grein fyrir af- stöðu sinni: „Jeg hefi gert mjer talsvert far um að setja mig inn í þetta mál, en verð að játa, að jeg er nokkurn veginn jafnnær eftir þá athugun. Jeg hefi sjeð að ætlast er til að framleitt verði í þessari verksmiðju sprengiefni, sem talið er að nota megi sem áburð. Hjer á landi hefir áburð- ur þessi aldrei verið reyndur, og að því er mjer er sagt, hvergi á Norðurlöndum. Að því er virðist eru talsverð vandkvæði á geymslu hans og ef eitthvað ber út af með hana, þá hleypur áburðurinn í hellu og verður gersam- lega ónothæfur. Um kostnaðarhliðina er það að segja, að ráð virðist vera gert fyrir því, að svo framarlega sem ríkið leggur fram allan stofnkostnað óendurkræfan, muni unt að selja áburðinn líku verði og útlendan áburð, með því verði sem nú er á honum”. Þetta var lýsingin á áburðarverksmiðjunni sem Vilhj. Þór vildi reisa. Framsóknarmenn, sem öllu rjeðu á bún- aðarþingi s. 1. vetur, fundu hvöt hjá sjer til þess að víta það, að Alþingi skyldi ekki afgreiða þetta mál umyrða- laust. Þessum sama skrípaleik hafa Framsóknarmenn haldið áfram í ýmsum fjelögum bænda, víðsvegar um land, og því næst sent út ályktanir í nafni bænda. Þessar aðfarir Framsóknarklíkunnar setja blett á bændastjettina. Því yitanlega trúir því enginn, að þessar ályktanir sjeu grundvallaðar af þekkingu á sjálfu mál- efninu. Hver trúir því t. d., að sunnlenskir bændur krefj- ist þess í alvöru, að áburðarverksmiðjan verði reist norð- ur við Eyjafjörð, svo að hár aukaskattur (vegna flutnings- kostnaðar) komi á 80% alls' þess áburðar, sem notaður er í landinu? Nei, hjer er hið blinda flokksofstæki að verki, en ekki heill og velferð bændastjettarinnar. M0R6UNBLAÐIÐ Vá ar ólrtfar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Þjóðþrifamál. JEG MINNTIST á það hjer í dálkunum fyrir nokkru, hve ís- lenskar konur væru fundvísar á sönn þjóðþrifamál, og fylgnar sjer, þegar þær hafa tekist á hendur að hrinda einhverjum málum í framkvæmd. Nefndi jeg þá nokkur dæmi, sem öllum eru kunn, þessu til sönnunar, t.di forgöngu kvenna um byggingu Landspítalans. Og nú fer barna- spítali Hringsins senn að komast upp. Það ber ekki mikið á þess- um störfum meðan verið er að vinna þau, fremur en storfum húsfrevjunnar á heimilunum, en þau verðá ekki síður affárasæl fyrir það. Alt í einU, áður en al- menningur veit mjög mikið um það, stendur þarna tilbúin stófn un, sem er allri þjóðinni til gágns og sem ríkið hefði venjulega átt að láta reisa, en hefir annaðhvort ekki gert það, eða dregið það ó- hæfilega. • Hallveigarstaðir. NÚ ERU konur hjer í Reykja- vík búnar að taka upp aftur gamia hugmynd, hugmyndina um kvennaheimilið Hallveigar- staði, og vinna hljóðlega, en þar fyrir jafnrösklega að því að hrinda henni í framkvæmd. Og vissulega er þetta góð og nauðsyn leg hugmynd, hjer í höfuðstaðn- um er miðstöð als kvenfjelags- skapar á landinu, og verður hann auðvitað að eiga sínar aðalstöðv ar. Og eins og gistihúsmálum höf uðborgarinnar er nú háttað, er ekki síður vanþörf á slíku heim- ili. — Konurnar munu sjá svo um að Hallveigarstaðir verði ekki reistir, nema að þeir geti orðið eins myndarlegir og þær hafa upphaflega ætlað sjer. Þær slá ekki af, þegar þær hafa hugsað sjer eitthvað, blessaðar, heldur stefna beint að markinu. Það væri vel, ef allir, sem það gætu, vildu styrkja fl^enþjóðina okkar í þessum fyrirtæki hennar sem öðru. Hún er eins og hún hefir altaf verið, als hins besta makleg. • Maðurinn, sem gleymdist. HJER STENDUR nú listamanna- þing og hefir yfirleiit farið fram með mikilli prýði og virðulegum blæ. Aðeins er leitt til þess að vita, að fleiri af skáldum vorum og rithöfundum skuli ekki láta til sín heyra, en raun er á. Og svo hefir að mínum dómi og margra, sem á þessi mál hafa minnst við mig, orðið alvarleg mistök að einu leyti: Einn af skáldum vor- uiii og listamönnum, hinn mjög fjölhæfi og hugmyndaauðgi Guð mundur Kamban er nýlega fall- inn fyrir morðingjahéndi úti í Kaupmannahöfn. Hans og örlaga hans hefir að engu verið minnst á listamannaþinginu, og var þó fátt sjálfsagðara. Nei, hann hef- ir legið algjörlega óbættur hjó garði þar, það er ekki svo mikið sem eitt orð hafi verið látið falla um það, að leitt hefði verið að missa hann úr hópi listamanna þjóðarinnar, það er ekki einu sinni viðhöfð hin sjálfsagða kurteisi, sem víðast er um hönd höfð hjá oss, að minnast þeirra sem látist hafa á milli þinga, og þó henni hefði ekki verið fylgt, þá bar fráfall Kamban þannig að, að það virtist gefa sjerstakt tilefni til að hans væri minnst. Það lítur ekki út fyrir annað, en að listamenn vorir sjeu orðnir svo vanir við að meðlimir úr fje lagsskap þeirra sjeu skotnir nið- ur, að ekki sje einu sinni vert að minnast þess. Þar var andinn annar. í KAUPMANNAHÖFN höfðu íslendingar hátíðahöld á ártíð Jónasar, skáldsins, sem þar hafði dáið fátækur og einmana. -— Og áður en aðalræðan var flutt, var minst Guðmundar Kamban, hins íslenska listamanns, sem fjell þar nýlega úti, skotinn án dóms og án laga, og án allrar sektar, eins og ræðumaður mintist á. Hann sagði: „Ekkert, sem komið hefir fram, kastar skugga á minningu hans. Ekkert gefur í skyn, að Kamban hafi á nokkurn hátt gerst brotlegur gegn dönsku þjóð inni“. Það voru eftirmælin, sem þetta skáld fjekk á ártið hins skáldsins, hjá hópnum sem „býr í útlegð“, eins og stundum hefir verið að orði komist um íslend- inga erlendis. En hjer heima urðu eftirmæli hans á skáldaþíng inu þögnin ein, — eins og nafn hans væri bannfært, eða hann hefði aldrei verið til, að engu hefði skipt um það, hvort hann lifði eða dó, hvort hann hefði ver ið skáld og listamaður eða ekki. Um útisamkomur. ÝMSIR hafa hringt til mín eða skrifað mjer um það, að allmikil mistök sjeu og hafi verið á ýms um útisamkomum, þannig að fá- ir einir aðeins geti fullkomlega fylgst með því sem fram fer. Hef. ir mjer í þessu sambandi verið bent á samkomurnar við sendi- herrabústaði frændþjóðanna á friðardaginn og nú síðast minn- ingarathöfnina við styttu Jónas- ar Hallgrímssonar í Hljómskála- garðinum. Á þessum stöðum voru samankomnar margar þús- undir manna, en mikill minni- hluti gat ekki fylgst með því, sem fram fór, vegna þess að gjall arhorn voru engin. Ættu þeir, sem gangast fyrir slíkum sam- komum að athuga það, að til þess að sæmilega fari á, verða allir sem viðstaddir eru að geta heyrt það sem sagt er. Og til þess er áreiðanlega ætlast, þegar svona nokkuð er auglýst, svo fólk streymir að. Enda er það svo yfirleitt að gjallarhorn þykja sjálfsögð við slík tækifæri. Á ALÞJÓÐA VETTVANGI EDWARD STETTINIUS, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í útvarpsávarpi til amer- ísku þjóðarinnar, að hann treysti því, að ráðstefnu hinna samein- uðu þjóða myndi takast að semja stefnuskrá á lýðræðisgrundvelli, sem bygðist á tillögum þeim, sem gerðar voru á Dumbarton- Oaks ráðstefnunni. ★ Stettinius, sem var að skýra frá árangri þeim, sem náðst hefði á þeim mánuði, sem ráðstefnan hefði staðið, spáði því, að vænt- anleg alheimsstofnun myndi verða öflugur þáttur í þeirri við- leitni að fyrirbyggja yfirgang og skapa efnalegt og fjelagslegt á- stand, sem dragi úr þeirri hættu, að stríð brjótist út á ný. ★ Stettinius sagði, að það myndi verða aðalmarkmiðið í utanríkis- málastefnu Bandaríkjanna að treysta þá samvinnu á friðartím- um, sem gerði það kleift að sigra Þjóðverja. „Bandamenn hafa ekki ætíð verið sammála, en hin árangursríka samvinna vor hefir sýnt, áð málefnaágreininginn má jafna“, sagði Stettinius. ★ Stettinius harmaði það, að Pólverjar skyldu ekki eiga full- trúa á ráðstefnunni, og Ijet svo um mælt, að málaumleitanir við- víkjándi' endurskipulagningu Varsjárstjórnarinnar hefðu ekki borið .tilætlaðan árangur. „Banda- ríkin“, sagði Stettinius, „munu beita öllum áhrifum sinum í samvinnu við stjórnir Rússlands og Bretlands til þess, að fram- fylgt verði þeim samþyktum Við vikjandi málefnum Póllands, sem gerðar voru á Yaltaráðstefn- unni“. Stettinius svaraði gagnrýni þeirri, sem fram hefir komið við víkjandi væntanlegri stofnun öryggisráðsins. Hann sagði, að stórveldin fimm hefðu sent hing- að fulltrúa sína til þess að skapa frið í heiminum, en. ekki til þess að leggja drög að nýju stríði. Stettinius nefndi þau fimm at- riði, sem Bandaríkin myndu leggja ríkasta áhej’slu á í stefnu sinni í utanríkismálum: „í fyrsta lagi verðum við að ná lokasigri í þeirri styrjöld, sem enn er ekki til lykta leidd, og búa svo um hnútana, að Þjóðverjar og Jap- anar geti aldrei komið af stað annari styrjöld. í öðru lagi verð- um við að hafa nána samvinnu við þær þjóðir, sem við höfum barist með í styrjöldinni. í þriðja lagi verðum við að skapa rjettvísi og leggja drögin að heiðarlegum samskiftum þjóða, stórra og smárra. í fjórða lagi verðum við að hlynna að þeim efnalegum og fjelagslegum atriðurh, sem skapa jarðveginn fyrir frið. í fimta lági verðum við að gera okkur það Ijóst, að við lifum í heimi, þar sem engri þjóð, hversu voldugri sem hún kann að vera, eru við- urkend alger yfirráð“. Norskir sjéliðar lofa ísland Frá norska blaðafulltrúanum: SKIPIÐ „Honningsvaag", er hefir lengst af stríðinu haft að- setur í Reykjavík, en þaðan hef ir það farið könnunarferðir og fylgt skipum, er nú komið til Bodö. „Honningsvaag“ var alveg nýr þýskur togari og lá i Honnings- vaag í Finnmörk, þegar Þjóð- ! verjar rjeðust inn í Noreg. — j Norðmenn tóku skipið tií sinna nota. Allir yfirmennirnir á skipinu voru á einu máli um það, að dvölin á íslandi hefði verið ) mjog anægjuleg. Sambúðin við I íslendinga hefði verið hin I besta. Samúð íslendinga með | Norðmönnum á hinum erfiðu ! tímum, hefði verið mikil og | innileg. Mörgum skipverjum hefði þótt sárt að skilja við ís- ^ land, einkum þeim, sem þar , hafa stofnað heimili. ' 'íatf”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.