Morgunblaðið - 20.06.1945, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.1945, Blaðsíða 1
 : mMfibifo tó. árgangur. 135. tbl. — Miðvikudagur 20. júní 1945. Isafoldarprentsmiðja h.f. Heillaóskir frá iruman forseta .R)ESETA ISLANDS hafa bovist svohljóðandi ámaðar- óskir í til'éfni af ársafmœli híns íslenska iýðveldis frá' íorseta Bandaríkjanna. ..Mjer er það mikið ánægju efni a"ð flytja yðitr og í.s]ensku þ;jóðinni 'óskir heilla og árn- aðar frá Bandaríkjaþjóðimn' á þessu fyrsta ársafmæli stofn imnar íslcnska lýðveldisins". Knnfremur hafa forseta boi-ist árnaðaróskir íslendinga fjelagsins í New Ýork og fje- htgs íslenskra námsmanna í Ninneapolis og ísleridingum í Edinborg. Þá hafa forsætisráðherra borist árnaðaróskir frá Nord-: manslaget í Reykjavík og ýms um emstaklingum og fjelög- mti hjer á landi. Meðal þeirra árna'ðaróska, sem hafa borist forsætisráð- lierra í tilefni af Þjóðhátíð Jslendinga 17, júní hafa verið kveðjur frá fyrverandi for- sætisráðherra Normanna Ivar Lykke, Stefáni Þorvarðssyni. sendiherra í London, og utan- ríkisráðherranum í Nigaragua. ? ? ? Kiilerich segir frá lýðveldishéfíSinni Göring ræðir um ísland. K.-höfn í gær: í hljei, sem gert var á dans- inum á íslendingamótinu hjer í Höfn 17. júní, sagði Ole Kiil- erich öllum á óvænt frá há- tíðahöldunum við lýðveldisstofn unina í fyrra. Hann ljet einnig svo um mælt, að þekking Dana á íslandi væri ákaflega tak- mórkuð. Ennfremur hjelt hann því fram, að íslendingar hefðu ekki sýnt Dönum minstu óvin- áttu með því að segja upp sam- bandslögunum, heldur hefði borið nauðsyn til þessa, eins og á stóð. Blöðin hjer segja frá hátíðahöldunum, í gær, og Morgenbladet, sem áður var „leyniblað, leggur áherslu á um mæli Guðmundar Arnlaugsson ar i ræðu um beiskju Dana yfir skilnaðinum. Segir blaðið að þaS sje misskilningur. Blöðin segja einum rómi, að afstaða íslendinga hafi aldrei birst al- menningi í Danmörku. Socialdemokraten ræðir um sýningu þá, sem Svavar Guðna son tekur þátt í hjer, og segir, að hann virðist bestur af þeim sem þar sýna, leggi mesta á- stundun á að ná sem fjölbreytt astri listasamsetningu. Skeyti frá New York segir, að Göring hafi látið svo um mælt, að Þjóðverjar hafi verið með ráðagerðir um að hertaka ísland. Pólverjar senda her til borgor- innar Teschen Æliar ekki að afsala sjer völdum Yfirlýsing Pólverja í Londoh varðandi rjettarhöldin í Moskva London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. ÚTVARP pólsku bráðabirgðastjórnarinnar í Lublin tilkynti í dag, að yfirhershöfðingi herja stjórnar þessarar væri kominn til borgarinnar Teschen með her manns. Pólverjar tóku þessa borg eftir Munchensáttmálann sumarið 1938, en áður hafði hún tilheyrt Tjekkoslovakíu. Fyrir hálfum mánuði gerðu Tjekkar kröfu til þess að fá borgina aftur, en nú hafa Pólverjar sent her þangað. Segir í útvarpi Lublinstjórnarinnar, að pólski her- inn sje á hverjum tíma fær um að „vernda rjettindi landsins og vérja landið". — Lublinmenn bera það á Tjekka, að þeir hafi barið pólskan kennara í Teschen og farið illa með hann. >— Pólska stjórnin í London hefir gefið út yfirlýsingu í tilefni af rjettarhöldum þeim, sem nú eru haldin' yfir Pólverjunum 16 i Moskva. Salzburg í gærkveldi: Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. Aðstoðarmaður Leopolds Belgíukonungs, Gatier du Parc, greifi, ljet það í ljós við blaða- menn í dag, að ekki kæmi til mála, að konungurinn afsalaði sjer völdum. Hann sagði, að heilsa konungsins væri nú mjög að batna, en eftir að konurigur- inn var leystur úr haldi Þjóð- verja, hefir hann verið gestur 7. hersins ameríska. „Konung- urinn hefir", sagði du Parc, — „ákveðið að snúa heim til Belg- íu aftur. Stjórnin þar hefir sagt af sjer, og frá því augnabliki erd raunverulega öll völd í hönd um konungsins samkvæmt stjórnarskránni". Du Parc sagði að ekki væri hægt að segja meira að sinni, en önnur yfir- lýsing væri væntanleg. Heima í Belgíu hafa for- sprakkar jafnaðarmanna verið á fundi og látið í ljós að hætta væri á uppþotum, ef konungur afsalaði sjer ekki völdum. — Hægri flokkarnir aftur á móti, styðja konung í hvívetna. Síðustu frjettir. Leopold Belgíukonungur hef- ir ákveðið að i-eyna að mynda stjórn í Belgíu, áður en hann snýr heim frá Salzburg. Þetta tilkynnti van Acker, fyrrver- andi forsætisráðherra Belgíu í ,kvöld. — Van Acker sagði að Leopold hefði beðið Charles prins að halda áfram að gegna störfum landsstjóra fyrir sig. — Sagði Van Acker, að prýðileg- asta samkomulag hefði verið milli sín og konungsins í öllum viðræðum. (Van Acker er úr jafnaðarmannaflokkhum, sem heimtar að konungur afsali sjer völdum). — Reuter. Voru leiðtogar heima"- hersins. í yfhiýsingu pólsku stjórn- arinnar er það tekið fram, að allir hinir 16 menn, sem nú eru fyrir rjetti í Moskva, hafi ver- ið forsprakkar í pólska and- stöðuhernum, sem barðist gegn Þjóðverjum eftir að þeir tóku Pólland 1939. Ennfremur er tekið fram, að andstöðuher þessum hafi verið skipað af pólsku stjórninni í London, að aðstoða rússneska herinn með öllum ráðum, er hann kæmi inn í Pólland, og hafi skipunum þessum verið hlýtt í hvívetna, og Pólverjarnir veitt rauða hernum mikilvæga aðstoð. Seg- ir stjórnin að það sje auðsjeð hvað gera eigi, þegar rjettar- höldin fari fram samtímis samn ingaumleitununum í Moskva, og Rússar vilji gera Pólland að 17. sovjetlýðveldinu. Rjettarhöldin í Moskva' hafa haldið áfram í dag, og símar fregnritari vor, að Okul- icki hershöfðingi hafi skýrt svo frá», að hann hafi verið látinn svífa niður í fallhlíf 1 Póllandi, eftir að hafa ráðið fyrir pólsk- um hersveitum á ítalíu. Ætl- aði hann að aðstoða Bor hers- höfðingja, sem stjórnaði upp- reisninni í Varsjá. Áður fór hann þó til London, til þess að ræða þar við Sosnokowsky hershöfðingja. Eftir að Bor var handtekinn, var Okulicki yfir- maður pólska heimahersins. Okulicki sagði; að Sosnokow- sky hefði sagt, að framsókn Rússa gæti haft það í för með sjer, að Pólverjar misstu lönd þeim í hendur og ógnuðu Rúss- ar því sjálfstæði Póllands. Sem 'ráð við þessu var ákveðið að pólski heimaherinn skyldi halda sig í leynum, sem fyrr, til þess að „vernda sjálfstæði þjóðarinnar fyrir hverjum sem væri''. Forsefi Sþ. sendir Slórþinginu kveðju FORSETI sameinaðs Alþing- is, Gísli Sveinsson, sendi stór- þingi Noregs, þegar það kom saman 14. þ. m., svo látandi kveðjuskeyti: Jeg óska hinu frjálsa norska stórþingi heilla og blessunar. íslendingar fagna því, að samvinna geti hafist milli frændþjóðanna beggja, sem nú njóta fulls frelsis. Þessu skeyti svöruðu forsetar stórþingsins, Hambro og Mon- sen, hinn 17. júní, á þessa leið: Stórþing Noregs sendir Al- þingi kveðju á frelsisdegi ís- lands, með þökk fyri/r ó- gleymanlega hjálpsemi og örlæti og fagnar hinni bróð- urlegu samvinnu, sem fram- undan er, í fullu trausti þess, að aldrei týnist vegur milli vina. Frá skrifstofu Alþingis. VerSur Sam Rayburn varaforsets! Washington í gærkveldi: TRUMAN Bandarikjaforseti, sendi þinginu boðskap í dag, þar sem hann leggur tíl, að breytingar verði gerðar á lög- gjöfinni um varaforseta, þann- ig að ef hann dæi, eða yrði ekki fær um að gegna stjórnarstörf- um, þá tæki forseti fulltrúadeild ar þingsins við forsetastörfum. Forseti fulltrúadeildarinnar er nú Sam Rayburn. Tillaga forsetans er sú, að þetta fyrirkomulag gildi, þegar ekki er kjörinn varaforseti, eins og nú er. íSamkvæmt núgild- andi lögum, tekur utanríkisráð herrann við, ef forseti fellur frá, en Stettinius gegnir nú því embætti. Alt síðan Roosevelt fjell frá, hefir verið um það rætt í Bandaríkjunum, að Stett inius væri ekki nægilega reynd ur maður til þess að takast þann vanda á hendur, sem fylgir for- setatigninni. Ennfremur er tal ið, að Stettinius megi ekki yfir- gefa það embætti, sem hann hef ir nú. — Reuter. De Gaulle ásakar Aflasölur togaranna Kópanes 163 smál. fyrir 9.626 stpd. Drangey 166 smál. fyrir 9.571 stpd. Geir 154 smál. fyrir 9.048 stpd. Haukanes 185 smál. fyrir 10.709 stpd. Belgaum 187 smál. fyrir 10.496 stpd. Óli Garða 182 smál. fyrir 11.131 stpd. Kári 185 smál. fyrir 10.504 stpd. Rán 124 smál. fyrir 7.268 stpd. Þórólfur 212 smál. fyrir 12.164 stpd. Venus 233 smál. fyrir 13.318 stpd. London i gærkveldi: Miklar umræður urðu um Sýr landsmálin í franska þinginu í dag. Ásökuðu sumir þingmenn frönsku stjórnina, en De Gaulle ásakaði Breta fyrir ósæmilegt framferði í garð Frakka í lönd- unum við austanvert Miðjarðar haf. Kvað hann brýna nauðsyn bera til þess að sættst yrði í mál in því samvinna Breta og Frakka yrði að vera sem allra best. Meðal annars, sem De Gaulle ásakaði Breta fyrir, var það, að fulRrúar þeirra hefðu haft um hönd undirróður í Sýrlandi og Libanon, þeir hefðu látið oka frönskum skólum og frönsk um fyrirtækjum, og látið við- gangast að illa væri farið með franska þegna. De Gaulle sagði, að hann hefði ætlað að fara með her Frakka burt úr Sýrlandi og Libanon, þegar er hernaðar- nauðsyn hefði leyft það. Reykjahesði fær bifreiðum Húsavík, þriðjudag. Frá frjettaritara vorum. Fyrsta bifreiðin fór í gær yfir Reykjaheiði til Austurlands, og má heiðin nú teljast sæmilega fær bifreiðum. Nokkrir skaflar á heiðinni voru mokaðir í s. 1. viku, og var þá heiðin lokuð bif reiðaumferð, en var opnuð í gær. Er því komið á bifreiðasam band milli Norður- og Austur- landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.