Morgunblaðið - 20.06.1945, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.06.1945, Qupperneq 2
MOEGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. júm 1945% 13 Leikfjelag Hafnarfjarðar: ' v'~ ■ ■ r Hreppstjórinn á Hraunhamri Gamanleihur í þrem þáttum eftir Loft Guðmumkson Leikstjóri: Sveinn V. Stefánsson LEIKFJELAG HAFNAR- líARÐAR er ungt að árum, en Jhefir undir forystu hins ötula íormanns sins Sveins V. Stef- ánssonar dafnað vel og haldið vippi 'merkilegu starfi nokkur Vindanfarin ár. Haustið 1943 Jióf það sýningar á gamanleikn- v:m Ráðskona Bakkabræðra við e.yo mikla aðsókn, að algert eins dæmi mun vera á landi hjer, og enn voru sýningar á því lexkriti í fullum gangi, er fje- Jagið tók að æfa Kinnai’hvols- í'.ystur haustið 1944 og er sýn- 5ugum á því var hætt, hafði það verið leikið um áttatíu sinnum i lotu, sem vafalaust mun vera Tuet, hjerlendis. Ráðskona Bakkabræðra gaf íjelaginu það giidan sjóð, að Jxað gat ráðist í að fá til sín J.eikkennara utan af landi, að ynörgu leyti mikiiíiæfan leik- -a>: a, og tók það nú til meðferð- ar Kinnarhvolssystur eftir C. ‘Hauch. Hafði ungfrú Hulda IRunólfsdóttir verið ráðin til að tfara með aðalhlutverkið, en veiktist alvarlega meðan á æf- ingum stóð og fór svo, að fá varð aðra leikkonu til að leika Klutverkið. Var það Leikfjelagi Hafnarfjarðar mikill hnekkir. Hkki svo að skilja, að frú Ingi- ■björg Steinsdóttir hafi ekki gert Mutverkinu góð skil, heldur olli þetta miklum töfum við að JHerbert Holt (Helgi Vilhjálms- son) og Stella Strömviken (Elinborg Magnúsdóttir). 'Jr.oma leikritinu upp og auk þess Jiafði ungfrú Hulda leikið við íjvo góðan orðstír í Ráðskon- vmni, að menn höfðu með full- m rjetti vænst mikils af henni ,5 hlutverki Úlrikku í Kinnar- 4li vclssystrum. Vegna þessarar /tafar gat Leikfjelag Hafnar- _b’jarðar ekki hafið sýningar á _Tiýju leikriti fyr en nú, að það, _*;íðastliðinn föstudag. hafði 5’rumsýningu á ofangreindum j=;amanleik, Hreppstjóranum á Hraunhamri eftir Loft Guð- mundsson. Var leikrit þetta aíýnt í Vestmannaeyjum í haust _ og þótti að því hin besta skemt- yun Loftur Guðmundsson er _rfyrir löngu orðinn að góðu flíunnur fyrir ritstörf sín. Hafa jliirst eftir hann kvæði og sög- í blöðum og tímaritum og •auk þess verið fluttir eftir hann Jeikþættir í útvarp. En minnis- íítæðastur mun hann Reykvjk- "ingurn fyrir leikrit hans, Brim- hljóð, sem Leikfjelag Reykja- víkur sýndi hjer fyrir nokkrum árum og hann hafði hinn mesta sóma af. Hreppstjórinn á Hraunhamri er gamanlelkur, er lýsir fýrir- b.rigðum þeim í íslensku þjóð- lífi,®em ófriðurinn óg þá eink- um hjervist setuliðsins hefir skapað. Ekki getur leikritið tal ist mikill skáldskapur, enda mun höfundurinn ekki sjálfur líta svo á. f>að er í eðli sínu farsi, til skemtunar fyrst og fremst, þó að als ekki sje laust við, að þar kenni heilbrigðrar ádeilu á það, sem miður fer með hinni ungu kynslóð, uppskafn- ingshátt hennar og lausung. Galli þykir mjer það á fram- setningu höfundar, hversu mik ill órói er jafnan á sviðinu, — þar er altaf einhver að koma eða fara, tilgangslítið að því er virðist. Ber það alt of oft við, að persónurnar komi inn á svið- ið til þess að skila af sjer einni setningu og rjúka svo út. En hvað sem því líður er þó margt gott um leikritið og hygg jeg að margur hafi gaman af að sjá það. Efni þess verður ekki rak- ið hjer, en þar kennir margra „grasa“, því meðal annars er hreppstjórinn, auk þess að vera riddari af Dannebrog og fálka- orðunni, hinn „lærðasti“ grasa- læknir og hundahreinsunar- maður og unga fólkið veit ekki upp nje niður í ástum sínum og brellum, þó að alt falli í ljúfa löð að lokum eins og vera ber. Sveinn V. Stefánsson hefir sett leikinn á svið og annast leikstjórnina. Hefir honum far- ist það vel úr hendi, þó að hann hafi ekki getað ráðið við þá annmarka á leiknum, sem minst hefir verið á. Auk þess fer Sveinn með aðalhlutverkið, Ambrosius Ambrosiusarson, hreppstjóra m. m. og hefir hon- um tekist mjög vel í því efni. Má með rjettu segja, að hann og Arsæll Pálsson í hlutverki, Bjarnþórs fóstursonar hrepp- stjórans beri sýninguna uppi, enda eruþeir orðnir vanir leik- arar og hinir liðtækustu hve- nær sem þeir koma fram á leik- sviði. Frú Jensína Egilsdóttir leik- ur Þorbjörgu Elliðadóttur, ráðs konu hreppstjórans. Jeg hefi ekki fyr sjeð frúna á leiksviði og þekki ekki leikferil hennar, en alt bendir til þess að hún sje ekki ný á nálinni þar, svo áferðargóður og eðlilegur var leikur hennar. Valg. ÓIi Gíslason fer með hlutverk Cesars fjósamanns, algerðs fábjána, og tekst prýð- isvel á köflum. Ejrúnu dóttur Ambrosiusar hreppstjóra, leikur Þorbjörg Magnúsdóttir, Herbert Holt unnusta hennar leikur Helgi VilhjálmSson. Elinborg Magn- úsdóttir fer með hlufverk Stellu Strömviken.' unnustu Bjarn- þórs og Berg kaupamann leikur Sigurður Kristinsson. Nokkur viðvaningsbragur fanst mjer á leik þessara leikenda, þó að Bjarnþór (Ársæll Pálsson) og Ambrosius hreppstjóri (Sveinn V. Stefánsson). ekki væri það til verulegra lýta og stundum brá fyrir hjá þeim fjörlegum og góðum leik, eink- um kvenfólkinu. Húsið var þjettskipað áhorf- endum, er hyltu leikendurna ákaft að leikslokum. Sigurður Grímsson. Söngskemhin c • Onnu Þórfiallsdéffur FYRIR NOKKRU síðan söng ungfrú Anna Þórhallsdóttir í Gamla Bíó með aðstoð frú Guð- ríðar Guðmundsdóttur. Söng- skemtunin var endurtekin, en þá á óheppilegum tíma, um miðnætti. Hafa margir mátt gjalda þess að fá ekki húsnæði til hljómleika á heppilegum tíma. Ungfrúin hefir sungið nokkr- um sinnum í útvarp og er því nokkuð kunn fyrir söng sinn og ágæta rödd, sem hún nú ætlar að þjálfa betur undir hand- leiðslu góðra kennara vestan hafs. Söngskráin var smekklega valin og meðferð verkefnanna góð, enda fjekk ungfrúin ágæt- ar undirtektir áheyrenda. Því miður voru þeir altof fáir í bæði skiftin, en bæði mun mega taka tillit til óheppilegs tíma, og svo þess, að nokkurra dutlunga virðist kenna í því, hvað vel er sótt af áheyrendum og áhorf- endum, það sem á boðstólum er. Vikar. Þórarinn Steíansson bóksali, sem rekið hefir bókaverslun á Húsavík í yfir 30 ár, opnaði 18. júní nýja bókabúð. Búðin er smekklega og haganlega innrjett uð og er í sömu byggingu og gamla búðin var, en það er á einhverjum besta stað í bænum. (Frá frjettar. Mbl. á Húsavík). Enn er róstusamt á Siglufirði Siglufirði, þriðjudag. Frá frjettaritara vorum. HARÐVÍTUGAR deilur standa nú yfir innan Kaupfjelags Sigl- firðinga. Kommúnistar náðu völdum í stjórn fjelagsins í fyrravor, og. eru aðalmennirnir í stjórninni Þóroddur alþm. og Jörgensen, sá síðarnefndi for- maðuf. Siglufjarðarolöðin hafa vítt Stjórn þeirra á kaupfjelaginu, þar á meðal vörurýrnun, sem nam um 100 þúsund kr. árið j 1944, og ýmsar fjármálaráð- stafanir þeirra, svo sem kaup ! Ingvarsstöðvarinnar, vörukaup ( af venslafólki Þórodds og inn- ; kaup hans handa fjelaginu á gömlum og úreltum fatnaði o. fl. Otto Jörgensen stjórnaði sem | formaður framhaldsaðalfundi, I er haldinn var fyrra sunnudag. Deildarfulltrúar höfðu verið kjörnir fyrir aðalfund og lög- lega, en kommúnistar beðið ó- sigur við fulltrúakjörið. Á að- alfundi taldi meiri hluti full- trúanna, að Jörgensen beitti sig ólögum í fundarstjórninni og kaus annan fundarstjóra. Ábyrgðarmann blaðsins Neista hafði stjórnin rekið úr fjelaginu, vegna þess að blað- ið hafði deilt á stjórnina. Hann áfrýjaði til aðalfundarins, sem ómerkti brottreksturinn og lýsti vantrausti á stjórnina. Aðal- fundi þessum var svo frestað til 21. þ. m. Síðan hefir stjórnin rekið um 70 af andstæðingum sínum úr fjelaginu, flest fulltrúa. Virð- ast kommúnistar ætla að hreinsa þannig til í fjelaginu, að foringjar þeirra og flokks- bræður sitji þar einir eftir með gilda sjóði fjelagsins og aðrar eignir þess. ÞESSIR 10 togarar seldu afla sinn í Englandi í s. 1. viku. Sam anlagt magn aflans var 1.801 smál., er seld var fyrir rúml. 103 þús. sterlingspund. Togar- arnir eru þessir: í gær bai’st blaðinu eftirfar- andi skeyti frá Siglufirði til viðbótar því, sem áður var kom ið og birt er hjer á undan: — I frambaldi af fyrra skeyti mínu hefir þetta skeð í kaupfjelagsmálunum. Stjórn KFS er skipuð fimm mönnum, þremur kommúnistum, Jörgen- sen, Þóroddi og Óskari Garí- baldasvni, jafnaðarmanninum Kristjáni Sigurðssyni, sem átti að víkja úr stjórn á þessum að- alfundi og framsóknarmannin- um Guðbrandi Magnússyni, áð ur kaupfjelagsstjóra á Hólma- vík. Hann fylgir nú kommún- istum að málum. Stjórnarfor- maður Jörgensen er nú í Reykja vík. Stjórnin hefir haldið fundi nær daglega undanfarið. Komm ar ráku með atbeina Guðbrands 29 fjelagsmenn á laugardag og rúma 40 í gærdag. í gær fór stjórnin til Sigurð- ar Tómassonar kaupfjelags- stjóra og vildi fá hann til þess að segja af sjer. Neitaði hann því. Þá.buðu þeir eða mæltust til, að hann tæki frí í tvo mán- uði eðá svo. Sigurður neitaði því einnig. Laust eftir ellefu : gærkveldi komu þeir enn heim til Sigurðar og tilkyntu honum að stjórnin hefði vikið honum: frá starfinu og kröfðust lykl- anna, hvei'ja Sigurður afhent; þeim, en þeir aftur Guðbrandí, Magnússyni, . sem þeir höfð'u samþykt að skyldi vera kaup- fjelagsstjori. Sigurður fór snemma morguns áleiðis t'il Reykjavíkur á Sambandsfund- inn, sem hann hafði verið lög- lega kjörinn til að mæta á fyrir KFS. Mikil ólga er meðal samvinnu fjelagsmanna í bænum út af þessum brottrekstrum. Sagt er að alþingismaður bæjarins standi á bak við þá. Fyrsla skipið á vegum Nýbygg- ingarráðs EfGENDUR hins nýja sídps, m/s. Ilaukur buðu'nokki'iun. mönnum um borð í gær. íil þess að skoða skipið. Méðal gesta voru atvinnumálaiáðh. og samgöngumálaráðh., banka stjórar Útvegsbankans, Ný- byggingarráð, blaðamenn og fl. Olafur .Jónsson framkva'mdit st.jóri ávarpaði gestina, l.vsti skipinu og gat um tildrögiii að því, að skipið var keypt. Tlann þakkaði sjerstaklega Útvegsbankanum og Nýbygg- ingaráði fyrir góða aðstoð við kaup skipsins. Pjetur Bóason framkvæmda stjóri, en hann er einn aðal- eigandi skipsins og rjeðimestui um kaup þess, skýrði frá því hvernig kaupin gengu til. Hann kom heim með skipinu og flutti kveðju til íslendinga frá ýmsum.málsmetandi mönn um í Kanada, m, a, frá I lar- . old, Connally fylkisstjóra. ITaraldur Ólafsson, er var skipstjóri á skipinn heim, gai’ skipinu liið besta orð, taklí það vera ágætt sjóskip, spar- samt á eldsneyti, traust og ganggott. Er 'gestir höfðu setið uni stund við ágætar veitingar í hinni vistlegu íbúð skipst.jóra, vrar gengið um skipið og |>a 0 skoðað liútt og lágt. Yirðist; allur frágangur og smíðl veru traust og vandað. Eigendum er ljóst, að yms- ar breytingar þarf að gen* innan borðs og verður ]>aðí gert við fyrstu hentugleika. Ber að þakka frarntaic jleirra, sem hjer hafa.að verkí verið og rutt brautiua í ný-v sköpuninni. Megi gæfa og: gengi fylgja skipi þeirra ogi starfi. Hjónaefni. 17. júní opinberuðu trúlofun sína ungfrú Guðbjörg Halldórsdóttir, starfstúlka £ Landakoti og Karl Sigurðsson frú Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.