Morgunblaðið - 20.06.1945, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.06.1945, Blaðsíða 5
Miövikudagur 20. júní 1945. 5 MORGUNBLAÐIÐ Frá uppsögn Menta- skólans í Reykjavík ínntökupróf var haldið dag- ana 7.—14. maí. Undir það gengu 139 nem. Af þeim stóð- ust 121, en 18 fjellu. Hæsta einkunn hlaut Guðrún Björg- vinsdóttir, 9.39, næst hæsta Jón Helgason, 9.23, þriðju hæstu Axel Einarsson, 9.05. Árspróf var haldið 7.—28. maí. Undir það gengu 213 nem- endur, 8 fjellu, 16 luku því; ekki, en 187 stóðust. Hæstu einkunnir: Örn Ingvarsson III. bekk A, 9.15„ Þorvarður Örn- ólfsson, IV. bekk B, 9.02, og Guðrún Jónsdóttir V. bekk A, 8.98. Gagnfræðapróf var haldið 28. maí—13. júní. Undir það gengu 73 utanskólanem. og 31 skóla- nem. Skólanemendur luku allir prófinu og stóðust, en af utan- skólamönnum luku 12 ekki pr., 12 fjellu, en 49 stóðust. Út- skrifuðust því 80 gagnfræðing- ar, 1 með ágætiseinkunn, 13 með I. einkunn, 38 með II. einkunn og 8 með III. einkunn. Hæstu einkunnir: Steingrímur Baldursson, 9.01, Guðmundur Pálmason, 8.66, Erla Jónsdótt- ir, 8.56, öll innanskóla, og Mar- grjet Guðnadóttir, 8.53, utan- skóla. Stúdentspróf var haldið 24. maí—12. júní. Undir það gengu 68 nem., 39 í máladeild, en 29 í stærðfræðideild. Úr máladeild útskrifuðust 34 nem., 18 með I. einkunn, 12 með II. einkunn og 4 með III. einkunn. Hæstu einkunnir: Álfheiður Kjartans- dóttir, 8.64, Þorbjörg Kristins- dóttir, 8.22, Jónbjöi'g Gísladótt- ir, 8.18 og Ida Björnsson, 8.15. Úr stærðfræðideild útskrifuðust 27 nem., 1 með ágætiseinkunn, 12 með I. einkunn og 14 með II. einkunn. Hæstu einkunnir: Magnús Magnússon, 9.43, Páll Hannesson, 8.75, Loftur Þor- steinsson, 8.57', Magnús Berg- þórsson, 8.49. Alls útskrifuðust því 61 stúdent. Rektor gat þess, að einkunn Magnúsar Magnússonar væri hin hæsta, sem gefin hefði ver- ið við skólann hin síðari ár á stúdentsprófi og varla sambæri leg við aðrar einkunnir en Jóns heitins Þorlákssonar. Sagði hann, að Magnús hefði verið hæstur á öllum prófum í sín- um bekk og ætíð nema í eitt skifti hæstur yfir allan skól- ann. enda hefði hann altaf hlot- ið ágætiseinkunn. Þegar rektor hafði úthlutað prófskírteinum, afhenti hann þessi verðlaun: Legat dr. Jóns Þorkelssonar, rektors, Magnúsi Magnússyni. Verðlaunum úr verðlaunasj. ÍP. O. Christensens lyfsala og konu hans, Páli Hannessjni. En síðan verðlaunabækur fyrir iðni, siðprýði og framfar- ir, 13 nemendum, sem hæstar einkunnir höfðu hlotið við prófin. Þá aíhenti rektor og umsjón- armönnum bækur og þakkaði þeim störfin í þágu skólans. — Umsjónarmaður skólans (in- spector scholae) síðasta ár var F/.fnar Pálsson, en klukkuvörð- úr Bergsteinn ónsson, og fór I'ektor viðurkenningarorðum úm stm'f.þeirrá heggjg. Að lokum ávarpaði rektor hina ungu stúdenta með stuttri ræðu og lagði út af orðunum: „Börn mín, varið yður við skurðgoðum“. Mikill fjöldi manna var við skólauppsögn og urðu margir frá að hverfa. Allmargt var þar eldri stúdenta, og þá fyrst og frenfst 25 ára stúdentar. Þegar rektor hafði lokið máli sínu, kvaddi Tómas Jónsson borgar- ritari sjer hljóðs og flutti ræðu af hálfu þeirra fjelaga til skól- ans. Sagði hann, meðal annars, að nú væru þeir jafn þakklátir skólanum eins og þeir hefðu verið honum vanþakklátir, er þeir útskrifuðust þaðan árið 1920. Færði hann rektor 10.000 kr. að gjöf til skólans, er verja á til þess að skreyta „eina kenslustofu eða svo“ í hinu nýja skólahúsi, sem væntanlega rís í nánustu framtíð. Rektor þakk- aði ræðumanni og þeim fjelög- um hans hina rausnarlegu gjöf og sagði skólanum slitið. Aðalfundur LI.U. EINS OG auglýst hafði ver- ið hófst aðalfundur Landssam- bandsins í Kaupþingssalnum í fyrradag, þann 18. júní, kl. 13.30. Fulltrúar voru mættir víðs- vegar að af landinu, en þó eru nokkrir fulltrúar enn ekki komnir til bæjarins. Formaður sambandsins setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna til fundarhaldsins. Síðan mintist hann druknaðra sjómanna og risu fundarmenn úr sætum sínum í virðingar- skyni við hina horfnu sjómenn. Ólafur B. Björnsson, útgerð- armaður á Akranesi, var kosinn fundarstjóri með dynjandi lófa- taki, en hann hefir jafnan áð- ur stýrt aðalfundum sambands- ins. Fundarritari var kosinn erindreki sambandsins, Bald- vin Kristjánsson. Þvínæst tók til máls formað- ur sambandsins, Sverrir Júlíus son, útgerðarmaður, og flutti mjög ítarlega og fróðlega skýrslu um Störf og fram- kvæmdir sambandsins frá síð asta aðalfundi. Tóku fundar- menn máli hans með ágætum og því starfi, sem sambandið hafði int af hendi síðustu 7 mán uðina. Að máli hans loknu skilaði kjörbrjefanefnd störfum, eftir að hafa rannsakað umboð full- trúanna. Þá lagði stjórnin fram eftir- farandi tillögur: 1. Aðalfundur L.-í. Ú. lýsir samþykki sínu á þeirri ákvörð un stjórnarinnar að Landssam- bandið tæki að sjer dreifingu fisktökuskipa á hinar ýmsu hafnir á síðastliðinni vertíð og telur fundurinn rjett og sjálf sagt að L. í. Ú. fari eitt með þessi mál, á meðan að úíflutn- ingurinn á ísvörðum fiski er jafn stórum stíl og verið hefir undanfarin ár. 2. Á síðasta aðalfundi var frestað að taka afstöðu til þess, hvort sambandið skyldi vera deild í Vinnuveitendafjelagi íslands og samþykt að bíða með ákvörðun í þessu efni til aðal- fundar þess, er nú situr. | Fundurinn samþykkir því að kjósa 5 manna nefnd til þess að athuga og gera tillögur um þetta mál og leggja þær fyrir fundinn. ! 3. Aðalfundur L. í. Ú. sam- þykkir að kjósa 5 manna nefnd til þess að gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag á sam- eiginlegum innkaupum á útgerð arvörum til meðlima og deilda L. í. Ú. I 4. Aðalfundur L. í. Ú. sam- þykkir að kjósa 5 manna nefnd til þess að gera tillögur um inn- ’ tökugjöld og ársgjöld til sam- | bandsins. i Eftir að gengið hafði verið 5 frá nefndarkosningum þessum = var fundi frestað þar til kl. 10 ɧ árdegis í gær, en þá hófust fund j§ ir að nýju með erindum Dr. §j Jakobs Sigurðssonar um hagnýt 1 ingu fiskafurða og erindi Jóns 1 Gunnarssonar forstj. um nýj- 1 ungar í þurkun fiskjar og fleiri s nýjungar. g;| Að þessum erindum loknum = var svo venjulegum aðalfund- iÍipiilimiiiiiiiiiiiiiiiWWMWiwtiriiinmininimiff haidið. áfi;am. H M I ' i tuLJTn ! I : -1 ' í-1 .! U ! i 1 Kvlkmynd af þjóð- báfíðinnl Óskar Gíslason ljósmyndari hefir tekið frjettakvikmynd, sem hann mun bráðlega sýna i Gamla Bíó. Aðalhluti mynd- arinnar er af þjóðhátíðinni á þjóðhátíðardaginn 17. júní s. I., en auk þesS eru þarna myndir frá hátíð þeirri, sem haldin var á ártíð Jónasar Hallgrímssonar, frá firmakepninni í Golfi, frá hátíðahöldum á Sjómannadag- inn og ennfremur frá Hafnar- firði. Frá Barnakórnum Sólskins- deiklinni barst blaðinu í gær svo- hljóðandi skeyti: „Sungum í gær að Skútustöðum í Mývatnssveit við góðar viðtökur. Móttökur voru með ágætum. Skoðum Detti foss og Ásbyrgi í dag. Veðrið altaf yndislegt". wiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiminmiimmiiiiiiiiiiitimiimiiin | Fyrirliggjandi: | Álún | I Sótii calc. 1 | Formalin | | Pimpsteinn | ISalmiakspiritu^ I Saltsýra ) För þingeysku bændanna Fimtudagskvöldið um 7 leyt- ið komu Þingeyingarnir að Laugarvatni, drukku þar kvöld kaffið og hjeldu síðan niður að húsmæðrakennaraskólanum sem er þar í sumar og fengu aar ábæti. Það var heldur kalt í veðri um kvöldið en þó var gengið um umhverfi skólans áður en gengið var til hvílu. í leiðangr- inum voru um 190 manns og vakti það almenna hrifningu, að allir fengu rúm að sofa f; svo að enginn þurfti að grípa til svefnpokans. Fengu því allir ágæta hvíld, sem ekki Var van- þörf á, því löng leið og erfið var fyrir hendi næsta morgun. Flestir vöknuðu eldsnemma föstudagsmorguninn og undruð ust, er þeir komu út, því þá tjaldaði Laugarvatn öllu því fagra sem það á til, svo að á betra varð ekki kosið. Gengu menn nú um staðinn á ný, skoðuðu „vígðu laug” og „Líka steina” og öll mannanna verk sem á staðnum eru. Fjallasýn var fádæma góð og sán nú margir Þingeyingarnir Heklu í fyrsta sinn á æfinni og Tinda- fjalla og Eyjafjallajökul. Svo kvöddu þeir staðinn með söng og ræðuhöldum. Þessi fagra morgunstund hreif marga meira en alt annað er þeir höfðu sjeð hjer syðra. Var svo ekið að Selfossi, þar sem Kaupfjelag Árnesinga bauð upp á morgunverð. Var borið á borð fyrir 250 manns af hinni mestu rausn. Páll Hallgrímsson sýslumaður og Guðmundur Þor bjarnarson á Stóra-Hofi ávörp- uðu gestina. Fleiri ræður voru haldnar og auk þess sungin nokkur lög. Var siðan gengið til Mjólkurbús Flóamanna og í leiðinni skoðuðu sumir bænd- urnir viðgerðarverkstæði kaup fjelagsins fyrir landbúnaðar- vjelar. Frá mjólkurbúinu var svo haldið að Þjórsárbrú. Þar kvöddu Árnesingar vestan ár- innar en austan hennar biðu Rangæingar og fagnaði Guðjón hreppstjóri í Ási Þingeyingum. Var því næst ekið að Sámsstöð- f uuTjndoq Tpn>[s jbc| So um Gengu bændurnir að skoða tún in, korn og grasfræs ræktunina undir leiðsögn Klemensar Kristj ánssonar og þótti mikið til koma. En búsfreyjur allar, sera eru i förinni, óku að Múlakoti, að sjá hina þjóðfrægu trjágarða og voru bæði hrifnar og undr- andi yfir þeim og fegurð Inn- hliðarinnar. Veitti Búnaðarfje- lag Islands öllum mjólk og öl í hinni stóru kornhlöðu. Frá Sámsstöðum var haldið að Seljalandsfossi og staðnæmst þar góða stuhd. Sólskin var og bliða. Hef jeg varla sjeð foss- inn fegurri, enda var hrifning norðanmanna sem mest mátti. vera. Gengu margir þeirra á bak við fossinn. Þeir einir þekkja fossinn, sem það gera. Var svo ekið meðfram Eyjafjöll um, sem voru svo blíð sem best verður á kosið og hrifning ferða fólksins varð því meiri sem á daginn leið. Við Jökulsá var áð stutta stund og gengið yfir brúna. Við Hafursá komu Skaftfellingar til móts við leiðangurinn og fylgdu honum til Vikur. Um endilangt Suðúrlandsur.d irlendið blöktu fánar á flestuni bæjum, sem eru nálægt veg- inum, og Víkin fánum prýda. Þar bauð Gísli Sveinsson al- þingisforseti Þingeyinga vel- komna fyrir hönd sýslunnar, en Magnús Finnbogason og Stefán Hannesson fyrir hönd búnað- arfjelags Hvammshrepps, sem báuð til kvöldverðar. Þakkaði Gísli Sveinsson þingeysku bændunum fyrir að þeir'færu með friði, því ekki kvað hann stærri flokka manna hafi farið þar um hjerað, síðan á Sturl- ungaöld. Var síðan gengið um í Vík. Gengu margir út undir urðina, því versta brim var við strönd- ina, en aðrir upp á Reynis- fjall, því þaðan er víðsýnt m jög. Voru ferðamennirnir glaðir yf ir að hafa fengið tækifæri til að lita Mýrdalinn augum, og allir virtust sammála um að þetta væri besti dagurinn ferða lagsins enn sem komið er. FERÐAÁÆTLUN til og frá Þingvöllum >Frá Reykjavík: Alla virka daga ki. 10, 10.30 og 19 >Frá Þingvöllum: Alla virka daga kl. 12, 17 og 20,30. >Frá Reýkjavík: Sunnudaga kl. 10, 13,30, 18,30 og 21,30. >Frá Þingvöllum: ----- kl. 12, 17, 20, og'23. Bifreiðastöð íslands. Sími 1540. |^<®<®<í><®<®3><®®<®<®<®*®*®<®<®®,®<®<®<®>®<®®,®<®<®'®4><®®®<®<®*®*®<®<®<®<®®®<®<®‘®<®®4 <^$<^®kÍk®<^<^><®*®<®*®<®<®<®^<®»®<®*®<®<®<®<®<®<®3><®<®,®<®<®<®*®<®x®“®<®<®<®<®h®<$><®*®ý Chrysler bifreið 5 manna model 36 til sölu og sýnis í dag á Vesturgötu J> 20. Sími 4134. " .HÍDMu-rövmSttnlíV ®W®®®<®<®®<$>‘®,®<$>,®K®'<$><®®<®<®<®®®®®®^>3>®<®®®<S>,$-<*'-'í>® ®-®<®<$*$><®3><$<®<?>4>«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.