Morgunblaðið - 20.06.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.1945, Blaðsíða 6
6 jttgrgttttþlrtfrfo : Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritsljórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. p.t. Jens Benediktsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 1000 utanlands. t lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. MOBGUNBLAÐIÖ Miðvikudagur 20. júní 1945. Þjóðhátíðin ÍSLENDINGAR hafa í fyrsta skifti um land alt haldið þjóðhátíðardag. Það gerðu þeir s. 1. sunnudag, 17. júní. Hvaðanæfa berast fregnir um að þessi hátíðahöld hafi farið fram með mestu prýði og við almenna þátttöku. Hjer í Reykjavík mun þessi hátíðisdagur verða eftir- minnilegur, ekki eingöngu og máske ekki fyrst og fremst fyrir það, hversu prýðilega hátíðarnefndin hafði vandað til dagskrárinnar, heldur einnig og einkum fyrir þátttöku almennings í hátíðarhöldunum. Sjaldan hefir jafnmikill mannf jöldi sjest á götum úti og á skemtistöðum og þenna dag. Og fullyrða má, að aldrei hafa jafn fjölmenn hátíða- höld farið fram hjer með annari eins prýði. Ber þetta þjóðinni lofsamlegan vott um það, að hún kann rjettilega að meta hið fengna frelsi. • Öll blöð, er út hafa komið í Reykjavík, hafa lagstf á eina sveif um að lýsa og lofa þessa hátíð og þessa fram- komu fólksins, — öll, að undanskildu einu, tístandi, hjá- róma rödd. Það er Tíminn. Hann, þetta blað „Tíma- klíkunnar", kom út í gær og hafði ekki rúm nema fyrir fáeinar smáleturs línur um þjóðhátíðina. Manni finst sjálfum, að þetta skifti ekki miklu máli. Og það er líka rjett. En þó er þetta eftirtektarvert og táknrænt. Þetta sýnir hina svörtu samvisku valdabrask- ara Framsóknarflokksins. Þetta sýnir, að þeim finst engin ástæða til að fagna frelsinu. Þetta sýnir, að þegar þeir eru ekki í stjótn, þá eru þeir í „fýlu". Þetta sannar líka það sem einn þessara manna sagði fyrir nokkru, að þegar- Framsóknarmenn eru ekki í stjórn, kemur þeim ekkert við hvernig fer. * . En þótt Tíminn hafi engan tíma til að minnast á þjóð- hátíðina, hefir hann bæði rúm og tíma til að minnast á íormann Sjálfstæðisflokksins. í mörgum auvirðilegum smágreinum, sem aðallega eru níð um formann Sjálf- stæðisflokksins, er Tíminn að reyna að ljúga sig út úr klípu. Er þar ei hikað og víða neitað staðreyndum, sem liggja fyrir í skriflegum gögnum málsins. Stendur þar óhaggað, að Framsóknarmenn vildu ekki starfa með Sjálfstæðismönnum, nema undir forystu Björns Þórðar- sonar, sem og hitt, að meðan Framsóknarmenn ætluðu sjer að fara í stjórn — ef þeim ekki tækist að sporna við þeirri stjórn alveg — marg buðu þeir að aðhyllast kaup- hækkanir, og staðhæfðu sjálfir æ ofan í æ, að þess væri fremur nauðsyn, vegna þess að verkamenn víða úti um land bæru alt of lítið frá borði, hvort heldur væri miðað við bændur eða þá verkamenn, sem mest höfðu borið úr býtum. • Ástæðulaust er með öllu að karpa um þessi marg sönn- uðu mál. En það mega menn marka af þessu Tíma-blaði, ef þeir vita það ekki fyrr, að Framsóknarmenn skjálfa nú af ó"tta við Sjálfstæðisflokkinn og óttast nú engan meir en formann hans. Framsóknarflokkurinn á sjer nú ekkert skjól neins- staðar í neinu, nema því, að fimm ágætir menn úr Sjálf- stæðisflokknum — sem að vísu hafa margtekið fram, að þeir sjeu ekki í stjórnarandstöðu — hafa ekki heitið stjórninni stuðningi .En þá er líka best að þjóðin geri sjer grein fyrir því, að ástæðan til þess að fimm-menn- ingarnir vildu ekki í öndverðu heita stjórninni stuðningi, var sú — og eingöngu sú — að þeir treystu sjer ekki að taka upp samstarf við kommúnista, fyrr en reynsla væri fengin fyrir því. En um Framsóknarforkólfana var vitað, að þeir voru búnir að vera á biðilsbuxunum til kommúnista. Þetta sanna best ummæli þess manns, sem gleggst þekkir þessa menn, Jónasar jónssonar. Hann sagði: „Og þegar þeim þótti ekki qpin leið í ráðherrastálana í fjelagi við Sjálf- stæðismenn, sneru þeir sjer með miklum áhuga að 'þyí, að komast aftur í ríkisstjórn með atfylgi kommúnis'ta"., Vínar ánt nfar: ÚR DAGLEGA LIFINU Enginn fáni á Þing- völlum. JEG HEFI minst á það áður hjer í dálkunum, að vanvirða er að því, að fánastöngin mikla, sem fáni lýðveldisins var dreg- inn að hún á við stofnun þess 17. júní í fyrra, skuli ekki standa enn. Og það sem verra er, hún var, að því er merkur maður, sem var á Þingvöllum nú 17. júní hefir tjáð mjer, ekki sett upp fyr ir ársafmæli lýðveldisins, svo þar sem lýðveldisfáninn fyrst var dreginn að hún, blakti nú eng- inn fáni, aðeins einu ári eftir. Það skiftir í þessu sambandi engu máli, hvort hátíðahöld fóru fram á Þingvöllum, fáninn átti að blakta þar á þeim stað, sem hann var fyrst dreginn upp, og helst sami fáninn. Það getur ekki verið mikil fyrirhöfn að því að halda þarna við einni fánastöng, en það verður að gera, annað er oss til minkunar, og ef hún verð- ur reist, þá er það til enn meiri hneysu, að hún standi auð 17. júní. Þingvallagesturinn tjáði mjer einnig, að ekki hefði verið flaggað á ráðherrabústaðnum á Þingvöllum þenna dag, og er það mjög kynlegt fyrirbrigði. En sumarbústaðaeigendur allir kept ust um að sýna þjóðfánann sem best. • Misnotuð orðatiltæki. ÞAÐ VILL ákaflega oft verða svo, að ef einhver greindur og gegn maður segir eða mótar ein- hverja gagnorða og fallega setn- ingu, að aðrir fari að nota hana í tíma og ótíma, svo setningin verði að lokum svo útþvæld, að manni hrjósi hugur við að heyra hana. Þótt svo kunni að fara, á höfundurinn ekki hina minstu sök á því, heldur apaskapur þeirra, sem eftir honum herma, sem verða altaf helst að tala í setningum, sem aðrir hafa búið til, en kunna lítt að móta sitt eigið mál hvorki í ræðu nje riti. Þetta datt mjer meðal annars í hug vegna þess, að j'eg fjekk brjef í dag um ræðumensku, ein- hverskonar svar við brjefi.frá skrítnum karli, sem birtist hjer í dálkunum á dögunum. Brjef- ritari kvartar yfir því, hve lítils frumleika gæti venjulega í tæki- færisræðum manna, þær sjeu að mestu leyti allar eins og altaf hafi einhver annar fundið upp flest orðasamböndin, sem ræðu- mennirnir noti. Þá er þessi brjef ritari ákaflega mikið á móti því, að menn taki upp ljóðastef í ræð um sínum, en það telur hann vera þó nokkuð mikið gert. Hann segir sem svo, að það sje aðal- lega vegna þessara fyrirbrigða, sem menn vilja hafa ræður stutt- ar, vegna þess að þær sjeu lítið frumlegar og venjulega upptugga á allskonar orðatiltækjum, Jtrydd uð með hendingum úr ijóðum góðskáldanna. Hann heldur því fram, að til þess að ræður geti verið góðar, þurfi þær fyrst og fremst að vera frumlegar og nefnir sem dæmi upp á slíka ræðuhöfunda tvo af okkar þekt- ustu tækifærisræðumönnum, sem flesta ætti að geta grunað, hverjir væru. • En þaS kemur fleira til • greina. EN í ÞESSU tilliti kemur fleira til greina. Þótt menn sjeu frum- legir í hugsun, geta ræður þeirra verið ákaflega leiðinlegar, ef þeir eru mjög málstirðir, en slíkt hef- ir einnig þótt vilja brenna við hjer. Þegar langar stundir líða milli hverra tveggja setninga, og þagnirnar eru kryddaðar með og — og — og eða þá að— að — að, þá fer fólkinu að leiðast. — Og hámark vesaldómsins eru auð- vitað þeir, sem hvorki hafa neitt að segja nje geta komið nokkru út úr sjer. Brjefritarinn segir að lokum, að sig furði það ekki, þótt menn óski eftir stuttum ræðum á skemtunum, fyrst mjög margar þeirra sjeu með öllum þeim ó- kostum, sem ein ræða getur haft, og telur það vera orsökina, að svo margar drepleiðinlegar ræð- ur hafi verið fluttar, að fólk hafi heldur viljað koma á hófið að af- loknu borðhaldi, en sitja undir borðum. Einnig í þessu er mikið satt. Undír borðum vilja menn gjarria vera sem langorðastir. Og það er einmitt einkenni góðra tætkifærisræðumanna, að þéir eru bæði stuttorðir og gagnorðir, enda man fólk ræðurnar þeirra og skemtir sjer yfir þeim löngu eftir að hófið er afstaðið. Vel hirtur reitur. JEG HEFI nokkrum sinnum síðustu daga átt leið framhjá „Bæjarfógetagarðinum" svo- nefnda, gamla kirkjugarðinum við Aðalstrætið, og sjeð mjer til mikillar gleði, að það hefir verið hirt ákaflega vel um hann í sum ar, — svo vel að hann er nú hrein asta bæjarprýði, þar sem harin er þarna mótri suðri við Kirkjii- strætið. Um svo vel hirta garða á auðvitað ekki að hafa nein grindverk. Fólkið á að fá að njóta fegurðar þeirra, en þess að þurfa að gægjast yfir. Ber þeim vissu- lega þakkir, sem hafa láttið laga til í garðinum í vor, eins og auð vitað öllum, sem að honum hafa hlúð, svo enginn móðgist nú áf þessum skrifum mínum urn þenna forna helgireit Reykvík- inga. — Annars held jeg að fólk hjer sje altaf betur og betur að læra að umgangast svona staði, t. d. kemur það ekki fyrir lengur að Austurvöllur verði fyrir hnjaski, þótt mannsöfnuður sj.e umhverfis hann, og jafnvel úti á gangstigum hans. Þetta er merki um gleðilegar framfarir' í um- gengni, og þau ættu að sjást víð- ar, en þar sem annarsvegar eru fagrir reitir, þau ættu líka að sjást á götunum sjálfum, ruslinu ekki að vera fleygt þar lengur út um gluggana eða á víðavangi. Þá færi alt að skána og það mikið. Hvað skal gera við þá? ÞAÐ KANNAST allur bærinn við hóp manna, sem ógæfan hefir klófest, og sem ganga sníkjandi dag eftir dag, einkum á vissum götum bæjarins. Þessa ólánsmenn hittir maður sjerstaklega í Hafn arstrætinu, að maður nú ekki tali um Skúlagötuna, þar sem Áfeng isverslunin hefir útsölu sína. Þeir eru að sníkja sjer fyrir áfengi, stöðva vegfarendur, sem þeir heilsa með óralöngum handa- böndum, fara svo að þylja upp- lognar ættartölur og lofgjörða- rollur um þá og endar svo vana- lega á því, hvort elsku vinurinn geti ekki hjálpað sjer um svo og svo mikla upphæð, alt eftir þvi, hvernig þeim lítst á „vininn". — Þetta er orðin hreinasta plága, sem vert e'r að gera að umtals- efni. En hvað á að gera við þessa menn? Þetta eru eins og hverjir aðrir sjúklingar. Á ekki hið opin bera að sjá um að þeir hafi eitt- hvað þarfara fyrir stafni, en að sníkja aura fyrir brennivíni. Það eru misskilin brjóstgæði að gefa svona mönnum, hver eyrir fer aðeins til þess að draga þá dýpra í svaðið. Þeir eiga heima á hæl- um, en ekki á götum bæjarins. Á INNLENDUM VETTVANGI í Morgunblaðinu fyrir 25 árum 17. JÚNÍ er nú viðkendur þjóð að gott veður sje 17. júní, þá hef! einingar Suður-Jótlands og Dan hátíðardagur íslenska lýðveldis- ins. En löngu áður en lýðveldið var stofnað, var hann, sem fæð- ingardagur Jóns Sigurðssonar, orðinn hátíðisdagur 'þjóðarinnar. Sjerstaklega hafa íþróttamenn borið merkið hátt þann dag. — Um 17. júní 1920, segir m. a. í Mbl. daginn eftir, en þá var einn ig hátíðlega minnst hjer endur- sameiningar Danmerkur og Suð- ur-Jótlands: „Það var þoka fyrst í gærmorg ir það aldrei verið betra. íþróttafjelag Reykjavíkur hefir gert 17. júní að hátíðardegi og merkur. Var samfögnuður manna hjer einlægur og þó yfirlætis- laus. Munu allir hafa óskað Dan hafa vinnuveitendur fiestir hjálp mörku til hamingju og samfagnað að því til þess af sjálfshvöt, með Suður-Jótum út af því, að þeir því að gefa vinnufólki sínu frí frá , höfðu nú sjeð frelsisdrauma sína hádegi. Menn eru því orðnir því. rætast. Hefir mönnum sjálfsagt vanir hjer að telja 17. júní helgi- verið þetta þeim mun ljúfara, dag, enda er þá oftast hátíðar- ; sem skammt er þess að minnast, bragur á Réykjavík og menn í hátíðarskapi, alt frá morgni. Og að þessu hafi verið þann veg far ið í gær, má meðal annars sjá á un. En henni svipti af meðan flest því, að sá sem skrifaði veðurskeyt ir bæjarbúar voru enn í fasta svefni, og því urðu fáir varir við hana, Hitt vissu allir, að það var óvenjuíega bjart yfir höfuðborg- inní í gær. Sól skein í heiði og ' in, dagsetti þau „sunnudaginn" 17 júní. Auðvitað alveg óviljandi, en vegna þess, að hann fann ó- sjálfrátt að þetta var helgidagur. Daguririn í gæí var og þeim að vjer fengum rjettindi vor eftir langa baráttu, .... sú spá mun rætast, að betri verði sambúð ís- lands og Danmrekur eftií ríkja- skiptinguna en áður. Snemma morguns voru öll skip á höfninni fánum skreytt i tilefni af deginum. Snemma í gærmorgun fór danski sendiherrann suður í 'vai'lo bærðist hár á höfði. — Hef mun hátíðlégri heldur' én 17. júní kirkjugarð og lagði þar blómsveig ir'sVíkt veður ekki komið hjer hefii" verið áður, þar sem jafn-já leiði Jóns Sigurðssonar, í um- lengí, og þótt það bregðist aldrei, i framt var nú minnst endursam í'ramJh. a 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.