Morgunblaðið - 20.06.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.06.1945, Blaðsíða 10
10 'l^ MORGUNBLAÐIS Miðvikudagur 20. júní 1945. A SAMA SÖLA RHRING Eftir Louis Bromfield 72. dagur Hann hrökk upp úr þessum hugleiðingum sínum við að barið var að dyrum og inn kom þjónn með brjef á silfurbakka. Um leið og Melbourn kom auga á brjefið, vissi hann, frá hverj- um það var. Hann kannaðist ofurvel við þessa rithönd, og var alt í einu gripinn taum- l'ausri reiði. „Hvað getur hún viljað? Jeg hjelt, að jeg hefði gert henni það fullljóst í gær- kvöldi, að öllu væri lokið okk- ar á milli". Hann tók brjefið og lagði við hliðina á disknum. Hann tók eftir því, að lafði Elsmore gaut augunum til brjefsins, las ut- anáskriftina og orðið „áríð- andi", sem skrifað hafði verið í eitt hornið. Það hafði ekki verið ætlun hans að opna brjefið f-yrr en hann væri orðinn einn, en þeg- ar hann sá þetta orð, „áríð- andi", datt honum í hug, að ef til vill varðaði efni brjefsins Jim, en ekki einkamál hans og Fanneyjar. Hann spurði Els- more-hjónin, hvort þeim væri nokkuð á móti skapi, að hann opnaði brjefið. Þau kváðu nei við. Þegar hann hafði lesið það, sem' í því stóð, sá hann, að grunur hans hafði verið rjettur. Nú kæmist hann ekki hjá því að tala við hana. En hann skildi, að konan, sem hafði skrifað þetta brjef, var ekki sú Fanney, sem hann hafði þekt. Það var önnur kona, sem var fús til þess að fórna stærilæti sínu fyrir eiginmann sinn. Það var aðeins á einum stað, sem hún var sjálfri sjer lík — þeg- ar hún skrifaði: „Ef þú bregst, veit jeg ekki, hvað jeg á að gera. Jeg verð þá að grípa til einhvers örþrifaráðs". Það var gamla sagan, að ógna honum með því að vekja hneyksli, ef hann ljeti ekki að vilja hennar. Hann stakk brjefinu í vasa sinn og sagði: „Má jeg fá lán- aðan síma andartak?" Hann roðnaði, um leið og hann bætti við: „Símann í svefnherberg- inu. Það er einkasamtal". Hann sá forvitnisglampa bregða fyrir í augum lafði Els- more, um leið og hann reis á fætur og gekk inn í svefnher- bergið. — Fanney svaraði sjálf. Hann I vissi, að hún myndi hafa setið við símann og beðið þess, að hann hringdi. Þegar hann heyrði rödd hennar, fann hann alt í einu hjá sjer löngun til þess að auð- mýkja hana. Hann sagði rólega: „Þetta er Davíð". „Fjekstu brjefið frá mjer?" „Já". „Hvenær get jeg hitt þig?" „Það fer eftir því, hvað það er, sem þú hefir að segja mjer. Er það eitthvað áríðandi?" „Jeg hjelt, að það hefði ver- ið tekið nógu skýrt fram í brjef- inu". Rödd hennar var gremjuleg, og Melbourn brosti lítið eitt. „Mjer þykir það leitt, Fann- ey, en það hefir komið fyrir áð- ur, að jeg hefi fengið svipuð brjef frá þjer". „Já, en þetta kemur okkur tveim ekkert við". „Er það áreiSanlegt?" Hann hugsaði með sjer: Hún hefir gott af því að auðmýkja sig einu sinni. „ Já. Þú getur ekki verið méð öllum mjalla, ef þú heldur, að jeg hafi aðeins skrifað þjer til þess að reyna að ná í þig aft- ur". Rödd hennar var skræk af óþolinmæði. „Hvað viltu mjer þá?" „Jeg get ekki sagt það í sím- ann". „Mjer þykir það leitt, Fann- ey, en jeg get ekki komið, nema jeg viti það. Jeg er mjög tíma- bundinn". Hún þagði andartak, eins og hún væri að hugsa málið, og spurði svo: „Hefir þú lesið síð- degisblöðin?" „Já, auðvitað". „Lastu um morðið á Rósu Dugan?" „Já". Hún þagði aftur stundar- korn, en sagði svo, hvíslandi röddu: „Jim er „hr. Wilson". Hann hafði neytt hana til þess að segja það, og alt í einu brosti hann. Hann sagði: „Jeg kem eftir tuttugu mínútur eða svo". Hann heyrði, að hún lagði heyrnartólið á. Hann blygðað- ist sín alt í einu fyrir hegðun sína •—¦ ekki vegna þess, að hann kendi í brjósti um Fann- eyju, heldur vegna þess, að það hafði verið barnalegt að láta undan þessum dutlungum. í raun rjettri var það lítt sam- boðið virðingu hans að eyða tímanum í að aga konu eins og Fanneyju. — Hann gekk aftur inn í dagstofuna. Dökk augu lafði Elsmore glömpuðu ennþá for- vitnislega. Hann kvaðst þurfa að bregða sjer frá stundarkorn, en sagðist mundu koma og sækja Sir John eftir klukku- stund. XXII. KAPÍTULI. 1. Melbourh beið Fanneyjar í bókaherberginu. Þar var hátt til lofts og gluggatjöldin dreg- in fyrir, svo að hálfrokkið var í herberginu. Þegar Fanney kom inn, gat hann ekki varist brosi. Hún var svartklædd og hafði ekki farðað andlit sitt, svo að hún var föl yfirlitum og þreytuleg. Hún hafði augsýni- lega í hyggju að njóta þessarar dramatísku aðstöðu til hins ítrasta. Hann reis á fætur og gekk á móti henni. En þegar hann kom nær, sá hann, að þótt hún hefði ætlað að vera með einhvern leikaraskap og látalæti, hafði hún gleymt því nú. Hún var feimin og bersýnilega í stök- ustu vandræðum með, hvernig hún ætti að heilsa honum. Hann reyndi að hjálpa henni, með því að rjetta henni hönd- ina. Hún tók í hana og sagði: „Sæll vertu", eins kæruleysis- lega og henni var-'unt. Síðan varð vandræðaleg þögn. Svo sagði Melbourn: „Má jeg ekki kveikja mjer í vindli? Jeg hafði ekki tíma til þess að reykja neitt eftir matinn". Hún muldraði eitthvað í barm sjer, sem hann ekki heyrði, og tylti sjer á hornið á'legubekkn- um. — Melbourn kveikti í vindlinum, og sagði: „Jeg býst við, að jeg viti, hvað þjer ligg- ur á hjarta". En hann sagði henni ekki, að hann hefði sjeð Jim og Rósu Dugan þessa nótt. Einhver innri rödd hvíslaði því að honum, að hann skyldi eng- um segja það, nema brýn nauð- syn krefði. Hún tók að gráta hljóðlega — svo hljóðlega, að hann sá, að það myndu vera ósvikin tár, en ekki hræsnistár, sem hún var annars fær um að framleiða hvenær sem var. „Jeg veit ekki, hvað jeg á til bragðs að taka", snökti hún. „Jeg hefði ekki verið að ónáða þig, ef jeg hefði getað ráðið fram úr þessu ein". „Hvar er Jim?" spurði hann. Þetta var í fyrsta sinn, sem hann hafði kallað mann henn- ar Jim -— og hann gerði það nú, vegna þess, að hann kendi alt í einu í brjósti um hana og langaði til þess að gera henni Ijettara um vik að leysa frá skjóðunni. „Hann sefur. Hann var dauðadrukkinh í gærkvöldi. Hann hefði ekki getað — hann hefði ekki getað gert það. Á heimleiðinni datt hann og hand leggsbrotnaði. Hann er fremur til trafala en hjálpar". Tárin runnu nú örar en áður og hún sagði: „Hvað eigum við að gera? Segðu mjer, í guðs bæn- um, hvað við eigum að gera". Melbourn horfði á hana. Þetta var í fyrsta sinn, sem hegðun hennar var einlæg í ná- vist hans — án tepruskapar og tilgerðar — og tárin gerðu hana blíða og kvenlega. <lllllllí!llll!lll!l!l!J|||||!!imuiUHll!I!!!lllllf!i||illlllHIW Pui*nittire ' i & | - í heildsölu: s s s | Magnús Th. S. Blöndahl h.f. I Sími 2358. = = § (iHiuniiiiiíSiiiiiuinninBíaBHraBHUiuiuiiuiiiiuiui Kauphöllin er miðstöð verðbrjefa- viSskiftanna. Sími 1710. Viðlegan á Felli C^ftir ^r4allqrím /jónióon 14. „Jeg held hún Rúna gamla hafi hugsað um ílátin þín, ekki síður en hinna, drengur minn". „Það var henni líkt, eínlægt er Rúna gamla best". VI. Elli fræðir Kalla. Þegar drengirnir höfðu matast, fotu þeir upp að kvíum, til þess að taka við ánum, þegar búið væri að mjólka. Allir voru eitthvað að starfa fram á háttatíma á Felli, einatt var eitthvað eftir, eitthvað, sem endilega þurfti að klárast um kveldið. Drengirnir ráku ærnar fram á hjallana og sátu þar hjá þeim, þangað til tími' var kominn til að láta þær inn. Þá Ijetu þeir þær inn í nátthaga, sem var rjett við Húsatúnið. Þeir voru að tala um á leiðinni heim, hve gaman myndi verða í tjaldinu í dalnum. Þeir óskuðu, að nóttin væri liðin, svo að þeir gætu fárið að búa sig á stað. Mest um vert þótti þeim að mega hætta afi gæta ánna. „Nei, sjáðu hvernig reiðingunum hefir verið raðað", sagði Elli við Kalla, þegar þeir gengu hjá kofanum. „Held- urðu að þú gætir lagt einn á hestana og þekt alla reið- ingana?" „Já, það gæti jeg". „Nei, það gætirðu ekki. Segðu mjer hvar reiðingurinn hans Skerðings er". „Það veit jeg ekki. Á hver hestur sinn reiðing?" „Já, það er nú einmitt galdurinn. Og jeg þekki þá alla", sagði Elli. „Jeg hefi oft lagt á einn, en það er nú seinlegt, karl minn. Á jeg að sýna þjer, hvaða reiðing hver á?" „Já, en það er orðið framorðið", sagði Kalli. „Heldurðu við vóknum ekki á morgun? Jeg er viss um að jeg vakna eins snemma og hann pabbi. Jeg held jeg verði ekki lengi að sýna þjer reiðingana. Sjáðu, hjerna er reiðingurinn hans Skerðings. Hann er efstur, og klyfber- inn hans er efstur af klyfberunum. Skerðingur hefir það til að standa kyr, þegar minst varir og rykkja, þess vegna Maður nokkur, sem var ná- granni Abrahams Lincoln for- seta, þegar hann bjó í Spring- field, hefir sagt eftirfarandi sögu: Dag nokkurn, þegar jeg sat heima hjá mjer, heyrði jeg alt í einu ákafan barnsgrát utan af götunni. Jeg fór út á tröppur til þess að athuga, hvað um væri að vera, og sá þá Lincoln leiðandi tvo litla snáða sjer við hlið. — Hvað gengur eiginlega að þessum drengjum? spurði jeg. — Það sama, sem gengur að allri veröldinni, svaraði Lin- coln. — Jeg á þrjár hnetur og báðir vilja þeir fá tvær. * Farandsali dó skyndilega á ferðalagi í borg, fjarri heim- kynnum sínum. Ættingjar hans gerðu ráðstafanir til þess, að hann fengi heiðarlega greftrun, sendu jarðarfararstjóranum skeyti og báðu hann að útvega silkiborða á kistuna og láta letra á hann: „Hvíl í friði", og skyldi það sett báðu megin. — Einnig átti að standa: „Við hitt- umst á himnum", ef nóg pláss væri fyrir þá áletrun. Endir- inn varð sá, að það var búinn til prýðilegur borði með áletr- uninni: „Hvíl þú í friði á báð- um hliðum. Við hittumst á himnum, qf það verður pláss". Ungur Gyðingur var einstæð ingur í stórri borg og var held- ur illa á sig kominn. Hann skrif aði föður sínum eftirfarandi brjef: „Kæri pabbi, jeg er staddur hjer í borginni og er peninga- laus og á enga vini. Hvað á jeg að gera?" Og faðirinn skrifaði til baka: „Kæri sonur, útvegaðu þjer vini undir eins". • — Hvern eru þeir að grafa í dag? spurði forvitinn náungi, er líkfylgdin var að fara fram hjá. — O, það er vesalingurinn hann Jón gamli Jónsson. ¦— Já, akkúrat, er hann nú dauður, gamli maðurinn? — Þú heldur þó ekki, að þetta sje einhvers konar æfing, eða hvað? • Það fara miklar sögur af því, hvað Kalifornía sje dásamlegt land. Ein er svona: Kaliforníubúi kom að hliðum himnaríkis og bað um inn- göngu. ¦— Hvaðan ertu? spurði Sankti Pjetur. — Frá Los Angeles. — Þú getur náttúrlega komið inn fyrir, en jeg býst ekki við, að þú kunnir við þig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.