Morgunblaðið - 22.06.1945, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.06.1945, Qupperneq 1
Matmljón Banda- ríkjamanna 1 milj. 23 þús. London í gærkvöldi. MANNTJÓN Bandaríkja- mánna, frá því er st-HðiS braust út, nenmr 1,023,453 inþnmtm, a8 því er sagir í ophilverH tilkynningu, sem upplýsingamála.skrifst. Banda ríkjanna liefír gefið út. 234,711 iiafa þeðið bana. 020,032 særst, 50,864 er sakn- að, en 117,846 liafa verið tekn, ir til fanga. — Reuter Mihailovitch og Bastiani taldir meðal stríðsglæpamanna Þörl ísl. á vísinda- og isknilega menluðum mönn- um rannsökuð Fyrsta skírteinið um framsal stríðsglæpa- manna í hlutlausu landi Heillaóskir í tilefni þ jóðhátíða rdagsins 17. JÚNÍ 1 iarst mentamála- ráðuneytinu þetta skeyti: „011 norslc kennarafjelög kveðja og hylla skólafólk á Is- laiidi í tiléfni af þjóðhátíðar- deginum og þakkar íslenskri æsku. Olav Kvalheim". M ent amálará ð h e rra sen <1 i ]>etta þakkarskeyti: ,,Mentainálaráðuneyt ið þakk, ar norskum kennurum árnað- aróskir ]>eirra í tilefni ]).jóðhá- tíð’árdagsiris. íslendingar -dást að hetjulegri baráttu norsku keí i na r as t je tt ár innar f y r i r frelsi Noregs og A-onai'. að ná- ið 'menningarsamstarf verði milli landanna í framtíðfiini. Brynjólfur B.jarnason, , mentamálaráðh. íslands“. ★ SENDIHBRRA Norðmanna hefir borið ríkisstjórninni árn aðaróskir. norska sétuliðsins á Jnn Mayon í tilefni þjóðhá- 1 íðarinnar. Forseta íslands hafa borist kveðjur í skeytum frá" sendi- ráði Islands og íslendingum í Danmöi'ku, frá Islendingum 1 Nevv York og frá Nordmann- slaget í Reykjavík. Forsetalrúin farin utan Georgia Björnsson forsetafrú er nýlega farin utan og komin til Danmerkur. Mun hún dvelja þar um nokkurn tíma. —Þetta er ekki opinber heimsókn, held ur fer frúin í eigin erindagjörð- um. meðal annars til þess að heimsækja fræridur sína . og vini í Danmörku. Fleiri dauðadómar. LONDON: All-margir menn úr. frönsku leynilögreglunni hafa verið dæmdir til dauða áf rjetti í Amiens. Joseph Bart- elroy, fyrrum dómsmálaráð- herra í Vichy, andaðist áður en átti að draga hann fyrir dóm. Frá ríkisstjórninni. ; HINN 20. júni s. 1. skipaði ; mentamóláráðherra nefnd til í þess að gera áætlun um. hyeri þöff muni vera víshida- og tæknilega méntaðra mann-i til starfa i helstu atvinnugreinum íslénsku þjóðafinnar nu og í nánustu framtíð. • j í nefndinni eiga sæti: Finnbógi R. Valdimarsson, ; verkfræðingur, formaður, Arni j G. Eyiands, framkvæmdastjóri, Gísli Halldórsson, verkfræðing ur, dr. Jakob Sigurðsson og dr. Sigurður Þórarinsson. London í gærkveldi- Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. FULLTRÚAR Júgósla\ a í stríðsglæpamálanefnd banda marma hafa birt skrá yfir j úgóslavneska stríðsglæpamenn. Eru þar taldir Dragomir Mihailovitch hershöfðingi, Gui- seppe Bastiani landstjóri ítala í Dalmatíu og Mario Roatta, vfirmaður annars hersins ítalska. írar vilja sanivinnu. LONDON' De Valera, fo'sæt isrpðherra íra. sagði á hersýn- ingu á dögunum, að Írar væru reiðubúnir til að taka þátt í sam starfi þjóðanna. Skiiling i>ýskaiands í hernámssvæði Á 6 KLST. og 45 mínútur komust þeir að niðurstöðu um skifting Þýskalands í hernámssvæði, frá því að þeir Eisenhower, Montgomery og Delattre höfðu lent í Tera- pelhof flug'vélli, og þangað til þeir höfðro updirskrifað samninginn með Zhukow. Áður hafði það heyrst að skiftingin ætti að vera nokkuð önnur. En Bandaríkjamenn urðu að víkjá alllangt til baka, vestur á bóginn í Sachsen. Rússar heimtuðu að hafa um- ráð yfir helming af flatarmáli Þýskalands, eins og það var 1937. En nokkru miður en helmingur þjóðarinnar er* á þcssum eystri hluta landsins. Talið er að Rússar kunni að hafa haft augastað á því að. hafa Suður-Jótland og þá einkum Kielarskurð innan síns umráðasvæðis. En það eru Bretar sero þar ráða og á nokkru svæði af strandlengju Evstrasalts austan Jót- iandsskaga. Með samkomulagi við Bandaríkjamenn og Breta er sneið af Austur-Prússlandi látin Pólverjum í tje. Eru landamæri ekki fyllilega ákveðin þar. Er rauði herinn enn á mörgum stöðum á hinu nýja pólska svæði. En hvernig, sem skifting hernámsins er og verður, þá er eitt víst, að 3. ríkið er úr sögunni. Framsal stríðsglæpa- manna. ■ Fyrsta skírteinið, sem stríðs- glæpamálanefnd bandamanna gefur út, viðvíkjandi framsali stríðsglæpamanna, sem leitað hafa athvarfs í hlutlausu landi, hefir verið afhent júgóslavn- esku stjórninni. Er það stílað til svissnesku stiórnarinnar og fjallar um framsal Bastianis, en hann dvelst nú í Sviss. Júgóslavneska stjórnin hefir nú afhent svissnesku stjórninni skírteinið og mælst til þess, að Bastiani verði framseldur, að því er dr. Radimir Zivkovic, fulltrúi Júgóslava í stríðsglæpa málanefndinni sagði í viðtali við blaðamenn í London í dag Mihailovitch. Aðalástæðan fyi'ir því, að Mihailovitch er talinn stríðs- glæpamaður, er sú, að hann veitti Tito marskálki mót- spyrnu. Dr. Zivkovic skýrði frá því, að júgóslavneska stjórnin hefði beint þeim tilmælum til stjórna Bretlands og Bandaríkj anna, að Mihailovitch yrði fram seldur Júgóslövum, ef h^nn skyldi koma á vfirráðasvæði þessara landa. Bastiani. Bastiani var áður sendiherra Itala í London. en varð síðar landsstióri í Dalmatíu. Er hann sakaður um að hafa unnið alls konar illvirki í því embætti. Hafi- hann látið skjóta gisla og stöðvað birgðaflutninga til landssvæða, þar sem íbúarnir liðu hungursneyð. i Roatta. Roatta, yfirmaður annars hersins ítalska. er sakaður um ýms hryðjuverk, meðai annars að hafa látið skjóta júgóslavn- eska stríðsfanga. Ein miljón quislinga. I Júgóslavíu héfir því nær §! ein miljón manna verið ákærð- Skipulegri vöm lokið á Okinawa London í gærkveldi. NIEMITZ flotaforingi hefir tilkynnt, að skipulegri vörn Japana á Okinawa sje nú lok- ið, þótt nokkrir flokkar þeirra berjist enn. Eru þá liðnir 82 dagar frá því, er hersveitir Bandaríkjamanna gengu á land á eynni: I bardögunum ha£a um 90.000 Japanar fallir, en 2.500 verið teknir höndum. Japanskir liðsforingjar skutu hermenn, sem vildu gefast upp. Stillwell hershöfðingi hefir verið skipaður yfirmaður herj- anna á eynni í stað. Buchers hers höfðingja, sem fjell í bardögum þar fyrir nokkrum dögum. Á Okinawa eru 10 flugvellir. Vegna þessa og margs annars er eyjan mjög.mikilvæg. Aðstoð arhermálaráðherra Bandaríkj- anna hefir látið svo um mælt, að þegar tiflit sje tekið til mik- ilvægis eyjarinnar, þá verði ekki sagt, að tjón Bandaríkja- manna í bardögunum þar sje mikið. — Reuter. Frakkar burt úr Ílalíu London í gærkveldi. FRÖNSKU hersveitirnar í Aostadalnum á Italíu eru nú farnar burt úr landinu. Alex- ander hershöfðingi segir, að nú sje alt með kyrrum kjörum i Italíu. Alexander látið svo um mælt, að bráðlega verði teknar ákvarð anir um skiptingu Ítalíu í her- námssvæði. Hafi viðræður far- ið fram í London um þetta mál undanfarið. — Reuter. ir fyrir stríðsglæpi eða iandráð. P'ramh. á 6. síðu. Stjórnarmyndun í Noregi Kommúnisiar fá tvo ráðherra Frá norska blaðafulltrú- anum. SAMKVÆMT þeim upplýs- ingum, sem fyrir hendi voru í gærkvöldi (miðvikudag), virð- ast umleitanir Einars Gerhard- sens um stjórnarmyndun ganga að óskum. Ekki hefir enn verið skýrt frá því, hvernig stjórnin- verði skipuð, en stjórnmálamenn í Oslo telja víst. að í henni verði 15 ráðherrar: 6 frá Verkamanna flokknum, 2 frá kommúnistum og 7 frá hægri, vinstri og Bændaflokknum. Áður var gert ráð fyrir því, að kommúnistar myndu aðeins fá einn fulltrúa í stjórnina. I frjett frá London í dag seg- ir, að búist sje við því, að Ger- hardsen leggi í dag (fimtudag) fyrir konung skýrslu um það, hvaða mönnum hann leggi til, að stjórnin verði skipuð. \

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.