Morgunblaðið - 22.06.1945, Page 8

Morgunblaðið - 22.06.1945, Page 8
 8 M 0 R G U N B L A Ð I Ð Föstudagur 22. júní 1945. Ástríður Eggerís- dóltir 60 ára VARLA líður svo dagur, að ekki eigi merk húsfreyja í Reykjavík afmæli. Það er þess vegna varla atburður. Þó eru þær húsfreyjur í þessum bæ, sem enginn ágreinmgur er um, hvort beri höfuð yfir hópinn. Ein þeirra er konan,- sem á sextug afmæli í dag. Frú Astríður Eggertsdóttir er Breiðfirðingur, dóttir Eggerts Gíslasonar sveitarhöfðingja í Langey. Hún ólst upp í föður- húsum, en fór tvítug til Reykja víkur, og giftist Jóni Bergsveins syni, senf þá var ungur og ó- þekktur, en nú er þjóðkunnur ágætismaður. Jón og Ástríður stofnuðu heimili sitt hjer í Reykjavík, en fóru skömmu síðar til Akureyr ar, og áttu þar heimili í 15 ár. Þá fluttu þau aftur til Reykja- víkur, og hafa nú búið hjer í 20 ár. Ætla mætti að kona, sem stað ið hefir fyrir tekjulitlu heimili í 40 ár, og með manni sínum koméð til manns 9 börnum, hefði ekki haft mikinn tíma af- gangs. En þrátt fyrir þetta hef- ir frú Ástríður haft tíma til þess að kynna sjer landsmál og skapa sjer skoðanir á þeim. — Má án efa segja, að fáar kon- ur í Reykjavík hafi aflað Sjálf stæðisflokknum traustara fylgis en frú Ástríður. Veldur þar mestu, að vel innrætt fólk finn ur að hún er vinur þeirra smáu, án þess að vera óvinur þeirra stóru, og vinnur aldrei með ósk um frama nje. hagsmuni sjer sjálfri til handa. Godlfredsen má vera hjer í 3 mánuði Frá dómsmálaráðuneyt- inu hefir blaðinu borist: VEGNÁ blaðaummæla um náðun A. J. Godtfredsen, sem dæmdur var fyrir landráða- skrif, vill dómsmálaráðuneytið láta þess getið, að fangelsis- refsing Godtfredsens var af Hæstarjetti ákveðin 7 mánuðir. Er dómur fjell hafði hann tek- ið út 4 mánuði af refsingunni í gæsluvarðhaldi. Godtfredsen var náðaður af eftii'stöðvunum til 5 ára, skilorðsbundið, og að auki með því skilyrði að hann færi alfarinn af landi burt, eigi síðar en þrem mánuðum eftir að samgöngur hefjast á ný við Danmörku. í tilefni af endurreisn lýð- veldisins höfðu allir aðrir, er dæmdir voru fyrir refsivert at- hæfi, framið fyrir 17. júní 1944, verið náðaðir, sumir að vísu skilorðsbundið, en æi auka skilyrða, slíkra, sem sett vwu fyrir náðun Godtfredsen. Ferlugur: Guðmundur Sveinbjörnsson í DAG er Guðmundur A. Sveinbjörnsson, verslunarmað- ur hjá O. Ellingsen h.f., fjörutíu ára. ’ Guðmundur er einn hinna vösku drengja, sem af eigin rammleik hefir rutt sjer braut í hinni -erfiðu lífsbaráttu. Sem ungur drengur rjeði hann sig til Ellingsen sem snúningspilt- ur. Kom brátt í Ijós, að þarna var um ungling að ræða, sem með samviskusemi og lipurð vann sitt verk, enda þóttu hús- bændur hans hafa verið feng- sælir að hafa fengið hann í sína þjónustu. Kom þar brátt að, að eftir nokkur ár gerðist Guðm. afgreiðslumaður í versluninni, og hefir gengt þeim starfa fram á þennan dag af mikilli kost- gæfni og samviskusemi. Guðm. hefir áunnið sjer traust og virð- ingu samverkamanna sinna, enda er hann hæglátur og prúð ur í allri umgengni. Vinir og kunningjar senda af- mælisbarninu hugheilar ham- ingjuóskir á þessum merkisdegi. Vinur. Heímskuleg illgimi ÁSGEIR Bjarnþórsson ritar grein í „Vísir“ 21. inaí síðast- liðinn um Njáluútgáfu Ragnars Jónssonar. Hefir útgáfa sú sætt allmikilli gagnrýni og er flest af því á eina bókina lært, en þetta greinarkorn tekur þó öllu fram, er jeg hefi sjeð af slíku, í heimskulegri illgirni, fleipri, fúlmensku og þekkingarleysi. Er ilt til þess að vita, að nokk- urt blaða vorra skuli vera á svo lágu menningarstigi að birta þvílíkan þvætting. Ásgeir þessi fullyrðir, að þre- menningarnir, sem að mynd- unum standa, kunni alls ekki að teikna! Að vísu skortir mig þekkingu til að dæma „faglega“ um verk þeirra, en það hygg jeg þó sönnu næst, að þe.gar frá eru talin hin snildarlegu lista- verk Jóns Engilberts, sem sýnd eru í Helgafelli þessa dagana, þá sjeu einmitt Njálumyndirn- ar meðal þess ánægjulegasta, .sem fram heíir komið í heimi íslenskra lista nú upp á síð- kastið. Vera má, að almenning- ur verði seinni til að sjá og meta gildi þeirra en teikninga af eldri gerð og það vel skilj- anlegt; en hitt er stórfurðulegt, að maður, sem telur sig list- málara, skuli voga að telja þær einskisvirði! Þá er hin lúalega árás Ás- geirs á útgefandann, Ragnar Jónsson. Hún hljóðar svo: „Tæplega verður forleggjaran- um fundið neitt til málsbóta. Honum virðist á sama standa, hverskyns gerfivöru hann brask ar með og virðingarleysi hans er jafnt fyrir smjörlíki og helg um dómum þjóðernisins. Slíkt ætti að vera refsivert“. Nú eru menn hjer á landi að vísu engir viðvaningar í rógi, illmælgi og ósannindum, en samt hefi jeg nú ekki áður sjeð jafn heimskulegt kjaftæði í ís- lensku blaði. Og þetta er sagt um mann, sem hefir lagt stærri og notadrýgri skerf til menning armála en flestir jafnaldrar hans, mann, sem hefir eytt mikl um tíma og gífurlegum fjárfúlg um í það að styðja og styrkja listir landsins og listamennina á hinn drengilegasta hátt! — Að hann einnig hefir rutt sjálfum sjer braut með fádæma dugn- aði á fjármálasviðinu, mun ekki lagt honum til lasts af öðr um en ræflum og öfundsjúkum aumingj um. Ef segja ætti um Ragnar Jónsson alt gott, sem hann á skilið, þá yrði þessi grein löng! En þess er ekki þörf, því dugn- aður hans og mannkostir eru ekkert leyndarmál. Hitt er svo annað mál, að ef ómerkir fleipr arar ausa hann níði, munu þeirra „mannkostir“ ekki verða látnir liggja í leyndum. Kristmann Guðmundsson. iiiiiiiiimiiuiiiiiniiiiiimiiiiimiininiiiiimimiiiimmD ]Höfuðkliítar) || dálítið gallaðir, seljast ó- — dýrt. | Olympia j 5 Vesturgötu 11. Sími 5186. = fimiHiimimiimiiiiimiiiiimiimimimiiiimiiHitiiiMt Fyrirliggjandi Umbúðarpappír, hvítur í örkum 54x75 cm. Umbúðarpappír, hvítur, 20, 40, 57 cm. rúllur. Kraftpappír, brúnri, 90 cm. rúllur. Pappírspokar, Allar stærðir. Chellophane-pokar, l/2 lbs. og 14 lbs. Eggert Kristjánsson & Co., h.f. AÐVÖRUN lljer rheð er ællum stranglega bannað alt malarnám á lóðum vorum á. Seleyri við Borgarfjörð nema að hafa áður fengið til þess leyfi frá oss. \Jer.s ({-uiarj^jc’ ía cj (Uorcja rj^ja Jar h.j^. Borgamesi. I <V> Vefnaðarvörulager til sölu. Uppl. gefur Sigurður Steindórsson, Bifreiðastöð Steindórs. Töskur — Veski Samkvæmistöskur nýkomið. Mikið og gott úrval. Uenslun lnýbjorfrJohnson | X - 9 v v Eflir Roberl Sform mmmmawwmmmu ■ncnaivcia mmmmmmm amnummnammmmmmmmmmm-LímkntirnrmtíKnlf ............................................ A& THE CAR TURNÍj INTO EUM 6TREET, ANOTHERCAR FAluí- IN, BEHIND- KfOON... ANO öRADE 5CN00L N0.3 RECE66E& FOR LUNCH,.. ( \ ----- WELL, HOW DID MV LITUE 6IRL DO IN 6CH00L THlS MORNINQ^y^ HAVE NO QUALM5, MR. 60NUP... LOVE OF LIFE AND KIN 16 A C0MPELLIN6 THIN6 ! THI6 16 GOING TO BE A ROUGHER DEAL THAN THE FIR6T. ^ KRAIT.,. 6UPP06E MAR6H WON’T -m PLAV ? hey OADDyf m, JANIE Copi lv-15, King f-Vjturo Syndicatc, fnt . World fij»lit> rcserycd. 1) Eyrnalangur: — Þetta verður öllu harkalegra Gonufi Lífslöngunin og föðurástin :ru vóldug öfl. anum í morgun? Janie: — Ágætlega, pabbi minn!; > en síðasti leiðangurinn, herra Krait. Setjum nú svo, 2) Hádegishljeið er komið i Járium. Litla 3) Þegar bifreiðin beygir inn á Álmviðargötuna,! * að Marsli ver$i «135111'.' Gríníumaður: -r- Þjer skul- stijlkán; — Sæll, .pabbi! Marsh: — Safi, Janie! — kemur annar bíll á eftir lienniv : -•> ■ >-*. uð ekki láta yður verða flökurt út af því, herra Jæja, hverníg gekk litlu' stúlkunni minni í skól- ? , ; u: ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.