Morgunblaðið - 22.06.1945, Page 10

Morgunblaðið - 22.06.1945, Page 10
10 MORGUNBLAÐIB1 Föstudag'ur 22. júní 1945. Á SAIVIA SÓLA HHRiNG Eftir Louis Bromfield 74. dagur * Hún var árrisul og fór seint að hátta. Hún hræddist ekk- ert í þessum heimi, nema fang- elsið. — Hún hafði farið venju fremur snemma á fætur þenn- an morgunn, og var að ræsta veitingastofuna, þegar ítalski Tony skaust inn úr dyrunum. Hann tók ekki eftir henni. Hún sá, að hann gaut augun- um flóttalega í kringum sig, áður en hann hljóp upp stig- ann. Hún sá svipinn í blóð- hlaupnum augum hans — og vissr samstundis, að ítalski Tony hafði komist í klandur og myndi ef til vill koma henni í einhver vandræði líka. Hún sá einnig, að hann myndi,nær örvita af kokain- þorsta. Hann hlaut að hafa gert eitthvað af sjer, sem hafði skotið honum skelk í bringu. Annars hefði hann ekki kom- ið hingað. En hún reyndi ekk- ert til þess að komast eftir, hvað það myndi vera. Hún átti langa lífsreynslu að baki sjer, og hafði komist að því, að happadrýgst var að sletta sjer aldrei fram í það, sem mann varðaði ekki um. Og þess vegna vakti það ekki forvitni hennar, þótt hún sæi Tony hlaupa upp stigann svo illa til reika. Það var ekki fyrr en hún tók að moka snjóinn frá dyrunum, kl. 7, að hjá henni vaknaði grunur. Hún tók eftir því, að hinum megin við götuna stóð skuggalegur maður, og gaf nánar gætur að húsinu. Þegar hún var komin aftur inn í veit- ingastofuna, virti hún mann þennan fyrir sjer gegnum gluggann, og sá þá, að það var ,,Sköllótti Dave“, alræmdur bófaforingi. Svo heyrði hún, að einhver kom niður stigann, og 'sneri sjer snögt frá glugganum. Það var Tony. Hann var enn þá í frakkanum. Svart, hrokk- ið hárið lafði niður í augu. Hún sá nú, að hann var blóðrisa í andlitinu, eins og köttur hefðl klórað hann. Hann hafði þá sennilega átt í brösum við kvenmann. Hann bað hana um heitt vatn. Hún fór fram í eldhúsið, til þess að sækja vatnið, og þegar hún kom inn aftur, stóð hann við gluggann og horfði út. Hún varð að kalla tvisvar á hann, áður en hann heyrði til hennar. Og þegar hann loks sneri sjer við, var hann náföl- ur í andliti. Hann tók við vatn- inu, leit á hana og spurði: „Áttu kokain?“ „Nei — þú veist, að jeg hefi aldrei svoleiðis óþverra í mín- um húsum“. Tony sneri sjer við og gekk þegjandi upp stigann. — Frú Dacklehorst gekk aft- ur út að glugganum. Húu nú, að lítill, snaggaralegur iia- ungi var kominn á vettvang, og stóð og ræddi við „Sköllótta Dave“ af mikilli ákefð. — Hún gekk aftur að veitingaborðinu. Henni var að verða ljóst, hvað á seyði myndi vera. Tony hafði sennilega drepið einhvern í .gærkvöldi, og „Sköllótti Dave“ og litli, feiti maðurinn ætluðu að hafa hend- ur í hári hans. Þeir myndu bíða hans við dyrnar, skjóta hann, þegar hann kæmi út, og forða sjer síðan. Tony hlaut að hafa sjeð þá. — Ef hann yrði skot- inn hjerna fyrir utan hús henn- ar, myndi hún komast í tæri við lögregluna, sem henni hafði til þessa tekist að halda í hæfi- legri fjarlægð frá sjer og sínu heimili. — Blaðadrengurinn kom nú með blöðin og lagði á borðið hjá henni. Hún rak þegar aug- un í myndina af Rósu Dugan, og tók að lesa frásögnina af morðinu. Þegar hún var komin að því, er frá því var skýrt, að hin myrta koria hefði bersýni- lega barist við morðingjann, datt henni í hug blóðrisa and- lit Tony. En svo sá hán, að það náði engri átt. Vesall ræfill eins og Tony gat ekki haft neitt saiman að sælda við hefðarkonu eins og Rósu Dugan — nema hann hefði ætlað sjer að ræna hana, en sá, sem hafði myrt hana, hafði ekki stolið neinu frá henni. Þegar hún hafði lokið við að lesa frásögnina af morði Rósu Dugan, kom hún auga á frjett- ina um morðið á Sam Lips- chitz, og þá varð henni þegar ljóst, hvernig í öllu lá. Tony hafði drepið Sam, en hann hafði verið í bófaflokki „Sk.öllótta Dave“, og nú höfðu þeir komist á snoðir um, hvar Tony var niðurkominn, og ætl- uðu ekki að láta hann ganga sjer úr greipum. Svo kæmu ef til vill glæpafjelagar Tony honum til hjálpar, og þá kæm- ist alt í uppnám. Hún varð að losna við Tony með einhverjum ráðum, en hún varð að gera það kænlega, því að hvorugan bófaflokkinn mátti styggja. Ella gat hún átt á hættu að verða skotin. Hún heyrði, að einhver kom niður stigann. Það var Tony. Hann gekk til hennar, og hún sá,- að brjálkendur glampi var í augum hans. Hann nam stað- ar fyrir framan hana og sagði: „Þú verður að hjálpa mjer“. Hún óttaðist engan mann — en þessi vera, sem stóð fyrir framan hana, það var ekki mannleg vera. — Hún sagði: „Hvaða vitleysa! Jeg hjálpa aldrei neinum“. Hún sá, að það var ekki ein- asta vegna þess, að hann þyrsti í kokain, sem hann var þann- ig á sig kominn. Hann hafði komið auga á mennina tvo út um gluggann. Hann var hrædd ur. Hann var náfölur í andliti. Hann riðaði á beinunum. Hún hafði áður sjeð menn skelfingu lostna. En hún hafði aldrei sjeð neinn mann eins. óhugnanlega skelfdan. Henni leið illa. Hún sagði: „Hvað er það, sem þú vilt að jeg geri fyrir þig?“ Hann hneig niður í stól. Þar eð hún vissi, að hann myndi ekki eiga langt eftir ólifað, kendi hún í brjósti um hann, og gaf honum bfennivín. Hann tæmdi glasið í einum teyg, og vínið virtist losa um tungutak hans. Hann kvaðst ^ætla að biðja hana um að koma orðum til fjelaga sinna. Hann þyrfti á hjálp þeirra að halda. Nokkr- ir óvaldir þorparar sætu fyrir sjer hjerna fyrir utan og ætl- uðu að drepa sig. „Já“, ansaði hún stuttara- lega. „Jeg veit það. En hvað verður um mig, þegar þeir komast að því, að jeg hefi hjálp að þjer?“ Hann lýsti því yfir með mörgum fögrum orðum, að hann og fjelagar hans skyldu vernda hana meðan hún lifði. Meðan hann ljet dæluna ganga datt henni alt í einu snjallræði í hug. Hana langaði til þess að hlægja hátt. En hún stilti sig. Það kynni að vekja grun hans, ef hún tæki alt í einu að hlægja eins og bjáni. Hún gat komið því svo fyrir, að hún losnaði ur klípunni og fjelagar Tony, bófaflokkur „Sköllótta Dave“ og jafnvel lögreglan myndu ætla, að hún væri sjer fylgj- andi. Það myndi aðeins koma niður á Tony, en hann átti sjer hvort eð var ekki undankomu auðið. Hún sagði:1 „Jæja, hvað á jeg að gera?“ Hann bað .hana að lána sjer blýant og blað. Þegar hann hafði fengið það, krotaði hann nokkrar línur á blaðið, braut það saman og skrifaði utan á: „Herra Alassio, Joralomon Street, Brooklyn". Því næst mælti hann: „Þú verðúr að senda einhvern með þetta brjef — á stundinni“. „Nú — og hvað fæ jeg svo fyrir?“ Hann lofaði henni gulli og grænum skógum, en hún tók fram í fyrir honum og sagði: „Það er ágætt. Hypjaðu þig nú upp á^herbergi þitt og hafðu vit á að halda kyrru fyrir þar“. Hann leit á fiana, kvíðinn á svip. „Þú ætlar að koma fyr- ir mig brjefinu undir eins?“ Hún glotti við, leit á hann pg sagði: „Já — undir eins“. Þegar hann var farým, gekk hún út að glugganum. Nú var aðeins einn maður, sem beið hinum megin við götuna. Hún stakk brjefinu í pilsvas- ann, fór síðan fram í eldhús- ið og sagði matreiðslukonunni og þjóninum, að hún þyrfti að bregða sjer frá andartak, og þau yrðu að sjá um, að allir fengju mat, sem bæðu um hann. Síðan klæddi hún sig 1 kápu og skaust út um bakdyrn- ar, svo að maðurinn, sem gætti hússins, kæmi ekki auga á hana. uiiHiiiiiimiiiiitiiiiiiiiiiniiiiiiimiiniiiiiiiiiimiiiiuuu = . = s Ofnkranar =§ 1 17 1 II 111 U II tl 1 Stopphanar ~ i Ventilhanar I = Vatnskranar j§ Rennilokur = Kontraventilar = 1 fyrirliggjandi. J. Þorláksson & Norðmann 2 Bankastr. 11. Sími 1280. 1 Viðlegan á Felli Jc ouóóon 16. „Við erum nú ekki vön, Sigríður mín, að hafa söðla í svona ferðalög, en ef þú vilt heldur fylgja'St með mjer, þá geturðu fengið *að sitja á reiðingi“. „Jeg held þjer sje ekki sjálfrátt, maður, að bjóða stúlku, sem er uppalin í Reykjavík, að ríða á reiðingi. Það er þó munur fyrir hana að þiggja mitt boð“, sagði Sigurður brosandi. „Það var mikið að þú sást það, garmurinn", mæli Sig- ríður. „Hann ætti að bjóða frökenum í Reykjavík upp a svona kompliment. Ætli þeim þætti ekki gaman að ríða um Miðbæinn, Laugaveg eða Hverfisgötu á reiðingi? Þær þökkuðu líklega fyrir gott boð. Jeg held jeg vilji þá held- ur ganga, ef enginn söðull er til“. „Það eru nógir söðlar til, en jeg brúka þá ekki í svona slark“. „Fari þið að drífá ykkur á stað, en þú bíður eftir mjer, Sigríður“, sagði Jósef og byrsti sig. Fólkið bjó sig í snatri og fekk bita að eta um leið og það fór af stað. Karlmennirnir reiddu orfin sín, ljáina sína og hrífur stúlknanna. Stúlkurnar tvímentu á Sokka. Fólkið reið alt við bandbeisli og gerði tvíteyminga úr einteymingunum. Þegar það var að fara gtf staði, vöknuðu þeir drengirnir, Elliði og Karl. Þeir voru fljótir að fara í fötin þann morgun og hlupu þegar út á hlað. Var þá búið að teyma heim hestana. —■ Bjarni og Jó'sef voru búnir að beisla þá og ætluðu að fara að leggja á. „Jæja, þið eru þá komnir á fætur, það er gott“, sagði Jósef, „fari þið inn til stúlknanna og segið þeim að koma út með það, sem frameftir á að fara, matarkyns“. Drengirnir hlupu inn. Kalli kom út að vörmu spori með þorskhausakippu. Elli kom á eftir með harðfisk bundinn í dálítinn bagga. Gunna Einars kom með stóra skyrfötu í annari hendinni Jón og Páll voru að deila um það, hver ætti að vera hæstráð- andi á heimilinu, maðurinn eða konan. — Jeg er húsbóndi á mínu heimili, sagði Jón. Og því skyldi jeg ekki vera það? Það er þó jeg, sem vinn fyrir matn- um. — Þegar við giftum okkur, jeg og konan mín, sagði Páll, þá ákváðum við, að hún skyldi skera úr öllum smærri málum, en jeg þeim stærri. — Og hvernig hefir það geng ið? Lögfræðingurinn ætlaði að fara að halda fyrirlestur og var kyntur á Þessa leið: — Herrar mínir og frúr, mjer er mikil ánægja að kynna yð- ur herra B, sem ætlar að taka til meðferðar „Rjettarhöldin yf ir Kristi frá sjónarmiði lögfræð ings“. Það er aðeins eitt efni, sem mjer virðist að áheyrend- ur gætu haft meiri áhuga fyr- ir, en það er: Rjettarhöldin yf- ir lögfræðing frá sjónarmiði Krists. , ★ — Ennþá hafa það bara ver- ið smærri mál, sem þurft hefir að skera úr. Málfærslumaðurinn var bú- inn að vinna mál fyrir skjól- stæðinginn, sem kom nú til að gera upp reikningana. — Hvað skulda jeg þjer nú mikið? — Ja, við vorum nú vinir hann pabbi þinn og jeg, — ætli við segjum ekki 500 krónur. — Guði sje lof, að þú þektir ekki hann afa minn líka. ★ Prestur var að halda líkræð,u og komst m. a. svo að orði: — Líkið hefir verið meðlimur þessa kirkjufjelags um 15 ára skeið. — Hvenær fór þjófnaðurinn fram? spurði málfærslumaður- inn vitnið. •— Jeg hugsa —, sagði vitnið. — Það kemur ekki málinu við, hvað þú hugsar, við vilj- um fá að vita, hvað þú veist. — Þá er eins gott fyrir mig að fara hjeðan. Jeg tala ekki án þess að hugsa, jeg er enginn málfærslumaður. ★ Væskilslegur maður stóð á götuhorni, þegar lögregluþjónn gekk framhjá. — Fyrirgefið þjer, lögreglu- þjórtn, yilduð þjer ekki gjöra svo vel að skipa mjer að fara í brirtu? Jeg er búinn að bíða hjerna eftir konunni minni j hálftíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.