Morgunblaðið - 05.07.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.1945, Blaðsíða 2
B iíORGUNBTi'AÐTB Fimtudag'ur 5. júlí 19415* Mýbyggingarráð vinnur að Iramkvæmd stefnuskrár ríkisstjórnarinnar . LandbúnaSarmáL í landbúnaðarmálum hefir Nýbyggingarráð ekki ennþá getað aðhafst neitt, jafn stór- íelt sem það. er snertir sjávar- •útveginn, in. a. af þeirri ein- íöldu ástæðu, að ráðið hefir fengið flest öll erindi frá þeim, er annað hvort hafa sjávar- útveg með höndum eða áhuga hafa fyrir efnhverju nýju í þeim efnum eða þá iðnað. Hins vegar er ráðinu ljóst, að jafn- nauðsyjilegur sem sjávarútveg- \irinn er fyrir landsmenn, þá má ekki gleyma landbúnaðin- um, Vitað er að ísl. bændur yfirhöfuð skortir ekki dugnað, en þeir hafa of lengi unnið með úreltum aðferðum á sum- xim sviðum, og þessu þarf að breyta, þannig að þeir fái rjett- ar vinnuvjelar tií afnota, og geti þannig breytt til hins betra í búskapárháttum. Eitt hið fyrsta #erk, sem gert var í Nýbyggingarráðí, var að fá þann mann, sem f. h. S. I. S. etendur fyrir sölu á landbún- aðarverkfærum, hr. Áfna G. Eylands, til þess að fara til ’Ameríku, bæði til þéss að kynna sjer hið nýjasta á sviði land- búnaðarvei'kfæra og þá einnig tií þéss að vera sendiráði Is- lands í Washington til aðstoð- ar, til þess, ef verðá mætti, að fá aukinn þann „quota“ af landbúnaðar- og öðrum stórum vínnuvjelum, sem ákveðinn Jnafði verið fyrir Íslendínga áð- vr, áður en Nýbyggingarráð tók til starfa. Sá „quoti“ er sem eje alt of fáskrúðugur, hvað landbúnaðarverkfæri snertir og istórar vinnvjelár. A. Eylands <er fyrir löngu kominn til baka "úr ferð sinni og vannst honum töluvert á. Um líkt leyti og bann var fyrir vestan, án þess beinlínis að fullyrða að það hafi verið fyrir hans verknað, fjekk tsendiráðið aukinn „quota“ Jhinna stórvirku vinnuvjela að jnökkrum mun og nú síðast 'hef Sr íengist loforð fyrir 50 nýj- nm traktorurn, sem segja má að sje fyrir tilverkhað eða ár- -angur af ferð A. Eylands. Nýbyggingo rráð hefir að sjálf »jögðu falið þeim manni innan l>ess vjebanda sem kunnugur er landbúnaði. hr. Steingr. Stein J>órssyni búnaðarmálastjóra, að vndirbúa með ráði sinna bestu jnanna tillögur um stórfelda væktun og byggðahverfi í sveit- um, ásamt öðru er þar kemur •til greina. Er sá undirbúningur _|>egar vel á ”egi. Auk þess hefir ráðið falið Jieim manni, sem ríkisstjórnin |>egar í öndverðu rjeði sem aramkvæmdarstjóra fyrir Ný- Ijyggingarráð, hr. Sveini Val- Sells, en sem verður annara Siluta vegna að dveljast í lAmeríku sumarlangt að afla jn, a. haldkvæmra upplýsinga xira búnaðarhætti og búnaðar- p ekstur í stórum stíl vestur þar xneS það fyrir augum að not- rfæra sjer þá reynslu og þá Jjekkingu, sem hann kynni að ufla sjer í þessu efni hjer á landi að meiru eða minna, leyti, eftir því sem við á og Ræða Jóhanns Jósefssonar á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins á þing- völlum 16. júní staðhættir kunna að leyfa. Hef ir nýbyggingarráð sjerstaklega fyrir augum ^stofnun byggða- hverfa, þar sem unnið verður með samnotum fleiri búenda stórvirkra vinnuvjela, að auk inni ræktun og þar af leiðandi aukinni mjólkurframleiðslu, en þessi byggðahverfi álítur Ný- byggingarráð að þurfi að vera þannig í sveit sett, að þau hafi aðgang að þeim sjerstöku nátt úrugæðum, sem land vort hef ir yfir að ráða, þ. e. a. s. foss- aflinu og jarðhitanum. — Það er skoðun ráðsins að aðstreymi fólksins til Reykjavíkur sje þeg ar fyrir löngu orðið of mikið og að einasta haldkvæma ráð- ið til þess að breyta þeim straumi sje það að leitast við að skapa þau skilyrði í sveit- unum og annarsstaðar á landi hjer er býður fólkinu svipuð þægindi og nú eru í höfuð- staðnum. Þjóðin unir því nú verr en áður að búa í afskekktum stöð um fjarri þeim þægindum, sem í bæjunum eru, þótt það orð- tak sje ennþá í gildi „aðfáir lofi einbýlið sem vert er“, er þó hins að gæta að margbýlið hefir marga kosti fram yfir einbýlið — einkum á þessum tímum, þar sem afkoma land- búnaðaðins er svo mjög háð því að hentugar vinnuvjelar sjeu látnar afkasta því, sem mannshöndin hefir verið látin gera í þúsund ár í þessu landi. Lausnin: Byggðahverfi. Það virðist því vera líkleg- asta lausnin á þessu stóra vandaspursmáli þjóðarinnar, að samkomulag náist um það að mynduð sjeu með aðstoð ríkis- valdsins, sveitarfjelaga og ein staklinga, byggðarhverfi eða bæir á þeim stöðum sem lífvæn legust skilyrðin eru fyrir hendi í sveit eða við sjó. Höfuðskil- yrðin, sem þeir staðir þurfa að hafa, sem reisa skal byggða hverfi á í sveit, hljóta að vera þessi: 1) Góðar samgöngur við aðra landshluta, en þó einkum sjáv arsíðuna —; alla tíma ársins. 2) Skilyrði fyrir stórfelldri ræktun, þ. e. a. s. mikið og gott landrými, þar sem unnt er að ná fullum árangri fyrir stór- virkar vinnuvjelar. 3) Aðgangur að raforku eða fossafli til virkjunsr. 4) Ef þess er nokkur kostur, þá sjeu slík byggðahverfi að- eins reist þar sem unnt er að ná til jarðhita, bæði til upphit- unar mannabústaða og svo til gróðurhúsa. Við sjó koma ýms hin sömu skilyrðin til greina að f hluti viðbættu því að þeir bæir hafi hentug skilyrði til hverskon- ar veiðiskapar á sjó. Áburðarverksmiðjan o. fl. Alþingi vísaði eins og kunn- ugt er áburðarverksmiðjumál- inu svonefnda til Nýbyggingar- ráðs. Nýbyggingarráð hefir tek ið það mál upp í samráði við bestu menn og hefir ráðið dr. Björn Jóhannesson jarðefna- fræðing til þess að fara utan til Norðurlandanna og Englands og kynna sjer allt sem þar er hægt að fá að vita um slíkar verksmiðjur. Hann hefir fengið í hendur þær niðurstöður af þeim rannsóknum, sem þegar höfðu verið gerðar af hinum ameríska verkfræðing, og öll önnur skjöl, sem þetta mál varð ar áður en hann fer hjeðan af landi burt. Nýbyggingarráð lít ur svo á, að máli þessu beri að sýna hinn fyllsta áhuga og að það eigi tvímælalaust að byggja áburðarverksmiðju Svo framar- lega sem það komi í Ijós eftir ýtarlega rannsókn, að hún borgi sig fyrir bændur og þjóð ina í heild, en sú rannsókn álít ur ráðið að sje ófullnægjandi, meðan órannsökuð er afstaða Norðurlandanna í þessu efni, því að eins og vitað er, er ein hver mesta slík áburðarfram- leiðsla í Noregi, þar sem Rjukan fossarnir veita afli til margvís- legra framkvæmda. En önnur hlið þess máls hlýt- ur um leið að vera sú, að at- hugun fari fram á þeim efnum er vjer nú ráðum yfir, beina- og fiskimjöii og þangmjöli, með sjerstöku tilliti til þess hversu nota megi þau til að fullnægja að meira eða minna leyti eftir spurn landsmanna eftir áburði. Hjer á að velja það að dómi Nbr., sem best hentar búskapn um bæði þeim sem rekinn er af einstaklingum og þjóðar- búskapnum í heild. Iðnaðarmál. Nbr. hefir haft með höndum ýms erindi er iðnaðinn snerta og sint eftir bestu getu. Eink- um þann er á innlendum hrá- efnum byggir tilveru sína. — í þeirri grein er margt sem á góma ber og tvísýnt um sum- an iðnað sem menn vilja fara útí hvort rjett sje að taka hann fram yfir önnur nytsemdar- störf þjóðfjelagsins. T. d. er það mikið vafamál hvort allur sá iðnaður .sem hjer hefir verið farið út í á stríðsárunum á sjer tilverurjett eftir stríðið, eða verður haldið lifandi nema þá með verndarhöftum. Höfuðáherslu verður á það að leggja að hagnýta sem best afurðir landSmanna og efla þann iðnað sem er í sambandi við afurðir bændanna eða sjáv arafurðirnar Nbr. tók við því verki sem Skipulagsnefnd í atvinnumálum hafði á hendi og er því nú hald ið áfram undir forystu Nbr. á grundvelli þeirra athugana, sem Skipulagsnefnd í atvinnu- málum hafði lagt. — Þótt hjer hafi verið dreþið á ýms verk- efni sem Nbr. hefir haft og hef ir með höndum, þá er enn langt frá því að alt sje tiltekið, enda yrði það oflangt mál Hliðin sem snýr að bönkunum o. fl. Þegar svo stórt átak skal gert, sem með lögunum um Ný byggingarráð er til ætlast til að efla og auka framleiðslugetu landsmanna, er óhjákvæmilegt að athugað sje um leið hversu það ástand er ríkir í bankamál- um landsins m. a. fellur inn í þann ramma sem með lögun- um er settur. Lögin mæla svo fyrir að af innieignum Landsbanka íslands érlendis skuli jafngildi a. m. k. 300 milljónum ísl. króna lagt á sjerstakan reikning, og að þess ari upphæð skuli eingöngu var ið til kaupa á framleiðslutækj um og til annarar nýsköpunar í atvinnulífi þjóðarinnar, sam- kvæmt nánari ákvörðun Ný- byggingarráðs. Með þessum fyrirmælum er að því stefnt að innstæður þær er myndast hafa erlendis á stríðsárunum, verði notaðar til aukningar og endurbóta á fram leiðslutækjum og ekki til stund arneyslu. I stefnuskrá ríkisstjórnarinn ar eins og henni var lýst af for- sætisráðherra í sam- Alþingi 21. okt. 1944, segir svo m. a.: „Um öflun þessara tækja • er öllum gert jafnhátt undir höfði, og er ætlað, að í þess um efnum ríki fult frelsi. •— Fari hinsvegar svo, að við- skiptareglur annara þjóða verði með þeim hætti, að ís- lendingum sje farsælast eða jafnvel að eigi verði hjá komist, að einn aðili fjalli um málið af íslendinga hálfu mun ríkisstjórnin að sjálfsögðu hníga að því ráði. Þarf mönnum ekki að bregða við slíkt hjer á landi. Hjer hefir í nær áratug innflutn- ingur flestrar vöru verið bannaður, án sjerstaks leyfis hins opinbera, og nú um skeið nær öll útflutnings- vara verið seld af umboðs- mönnum ríkisvaldsins. „Komi til verulegra út- gjalda ríkisins af þessum efnum, er ætlað að gera það með lántökum. Kemur þá til mála að skylda menn að taka þátt í þeim lánum, eða jafnvel til þátttöku í þeirr. fyrirtækjum, er ríkið stofn- ar til. Er fullkomlega rjett- mætt, að ríkisvaldið beíti sjer fyrir, að skjótfenginn. auður sje þannig látinrt. þjóna því hlutverki, að auka fvelsæld almennings í landinu“. Ekki er því að neiía, að ýms- um muni hafá þótt allfast : að orði kveðið þar sem sagt er að til mála geti komið að skylda menn til að taka þátt í þeim lánum, eða jafnvel að taka þátt í þeim fyrirtækjum, sem ríkið stofnar til þess að framfvlgja markmiði því sem stefnuskrá in stefnir að, og Nbr. á að hjálpa til að ná. En þetta kemur vitanleg'a ekki til greina fyrri enn sýnt er að einstaklingsframtakið fá ist ekki til að sinna þeim verk efnum er um ræðir. Því er nauðsynlegt að alt sje gert sem unt er til að örva eirs staklingsframtakið. Til þess liggja að vísu fleiri en ein leið, en afstaða bankanna til fram- kvæmdamannanna, næst skyn- samlegri skattalöggjöf — að ógleymdum vinnufriðinum, hlýt ur ávalt að hafa mjög afger- andi áhrif á vilja manna til þess að leggja í ný fyrirtæki, eða efla hin eldri sem fyrir eru. Margir gerðu sjer vonir um það að með stjórnarsamvinn- unni væri vinnufriðnum nokk urnveginn borgið. Enn e,r ekki fullreynt hvort svo muni reyn- ast en þó ber að vænta þess, ef reynslan sýnir ekki hið'gagn stæða. Skattalöggjöfin er á flestum sviðum ósanngjörn en ef til vill er sú ósanngirni skaðlegust landi og lýð, sem snýr að sjálfri framleiðslunni.. Með núgildandi skattalög- gjöf er eíginlega unni’ð beint gegn nýsköpun á sviði sjávarút- vegsins, og er gott til þess að vita að núverandi ríkisstjórn hefir í hyggju að gera tillögur til breytínga og umbóta t. d, hvað það snertir að menn megl afskrifa miklu hraðar en nú er leyft, skip og önnur fram- leiðslutæki keypt með sti'íðs- verði. — Hvað skal þá segja um sjálfa bankapólitíkina, örv ar hún framtaksmanninn? • Er það hugsanlegt, að við sama sje látið setja og nú er, um vexti og stofnlán til at- vinnurekstrar og þó sje hægt að koma nú þegar einhverju verulegu fram af því sem í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar felst? • Við í Nýbr. erum ekki þeirr- ar skoðunar. Forvextir eru hvergi nærlendis jafnháir og hjer á Islandi. •' Þetta var skiljanlegt meðarn bankarnir unnu með dýru láns fje er þeir sjálfir urðu að' fá að. láni í útlöndum eins og lengst af var fyrir stríðið. Nú er þetta svo breytt að ,bankarnir eiga stórfje í útlönd- um á litlum eða sem engum vöxum, og géyma fyrir lands- menn stórfje sem innstæður •hjer, sem litlir, og í sumum til Frh. á 4. síðu. |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.