Morgunblaðið - 05.07.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.07.1945, Blaðsíða 6
6 M 0-R GÚNBLA-ÐIÐ FimtudagTir 5. júlí 1845. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. p.t. Jens Benediktsson. Auglýsingar: Arni Óla- Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurslræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. b l r? % » Þjóðhátíðardagui Bandaríkjanna í GÆR vöknuðu höfuðstaðarbúar við það, að fánar voru dregnir að hún um allan bæinn. Þó svo hafi verið undanfarin styrjaldarár á þessum degi, hafa sumir ekki fest það í minni, sem skyldi, að hinn 4. júlí er þjóðhátíðar- dagur þeirrar þjóðar, sem síðustu fjögur ár hefir haft hin vinsamlegustu skifti við íslendinga, jafnframt því sem hún hefir haft hervernd íslands með höndum. Af kynnum íslendinga við Bandaríkjaþjóðina er það að segja í stuttu máli, að þeim mun nánar sem við höf- um kynst þessari öndvegisþjóð frelsis og mannrjettinda, þeim mun innilegri virðing og vináttu berum við til hennar. í augum allra frelsisunnandi þjóða eru Bandaríkja- menn í dag hinn voldugi verndari og málsvari frelsisins. Ekki aðeins í orði, heldur og á borði, þjóðin, sem einskis lætur ófreistað og telur enga fórn of mikla til þess að tryggja það að blys hins frjálsa mannsanda, styrkur hins frjálsa framtaks glatist ekki mannkyni. Öll saga Bandaríkjanna ber þess vott, að þjóðin hverfur aldrei frá stefnu lýðfrelsis, en þó aldrei betur en afreka- saga hennar síðustu árin. Eftir 4 ára hervernd Bandaríkjanna hjer getur íslenska þjóðin af eigin raun borið vitni um það, að frelsishug- sjónir Bandaríkjamanna eru annað og meira en orð og fyrirætlanir. Þar liggur hin dýpsta alvara á bak við. Þeim er það heilagt mál, að þeir, sem eru lítils megnugir, fái að njóta sín innan þjóðfjelagsins og í samstarfi þjóðanna. Það sást best í athöfnum hins nýlátna forseta þeirra. Eftirmaður hans, núverandi forseti, fetar fullkomlega í fótspor hans. Kosningar í Bretlandi í DAG fara fram kosningar í Bretlandi. Síðasta þing sat að störfum um tíu ára skeið og verður vafalaust talið eitt glæsilegasta þing í sögu Bretaveldis. Á þessu tímabili hefir breska þjóðin gengið í gegnum hörmungar, sem engiian getur gert sjer í hugarlund, nema sá, er reynt hefir og engin orð fá lýst. í heilt ár stóð hún ein gegn sameinuðum herstyrk ofstækisfullra árásarríkja. Gegnum þá eldskírn komst hún klakklaust og bjargaði þar með lýðræðinu í heiminum. Aldrei hafa orð þjóðskáldsins Einars Benediktssonar um Breta sannast betur en á þessum síðustu erfiðu árum: „Þegar býður þjóðarsómi, þá á Bretland eina sál“. Á venjulegum tímum eru Bretar vafalaust engir eftir- bátar annara þjóða hvað snertir pólitískar erjur. Flokk- arnir eru margir og skoðanir skiftar. En þegar alvara tímanna krafðist þess, voru allir sammála um að slíðra sverðin — fresta deilum um smávægileg aukaatriði. Fróðlegt er að athuga ummæli, er Churchill, hinn mikli þjóðarleiðtogi Breta og jafnframt einn öflug'asti forvígismaður lýðræðisins í heiminum, viðhafði nýlega í kosningaræðu. Hann komst m. a. að orði á þessa leið: „Mjer þykir leitt, að jeg skulf ekki hafa borið gæfu til að starfa lengur með mínum mörgu góðu vinum, er hafa setið með mjer í stjúrn um fimm ára skeið. En það er ógerningur að komast hjá kosningum. Gjarna hefði jeg viljað að við hefðum getað haldið áfram samstarfi þar til sigurinn í austri var unninn. En eftir öll þessi ár þarf þjóðin að fá að segja álit sitt“. Á öðrum stað í ræðunni lýsir Churchill skoðunum sín- um þannig: „Jeg trúi á og jeg berst fyrir fullkomnu frelsi einstaklingsins innan takmarka þeirra reglna, sem settar eru af þingi, kosnum frjálsum kosningum, þingi, sem getur án nokkurrar utanaðkomandi þvingunar seít þær reglur, er það telur heppilegastar". Þunriig lýsir þessi mikli forustumaður lýðrapði.sins.í íáro orðum grurjdvallaratriðum l\>ðræðisins. .. ■ " ■ .. i ... "i ——— i ■ — i ■ ÚR DAGLEGA LÍFINU Bústaður forsetans. BORGNESINGUR hefir sent blaðinu hugleiðingar um bústað forsetans, og tekur þar upp það mál í sama anda og gert er í síð- asta tölublaði Fálkans. Greinar- höfundum báðum, bæði Fálkans og Borgnesingi, finst það illa við eigandi að forsetinn hafi ekki bústað í höfuðborg landsins. Bessastaðir eigi að vera sumar- bústaður hans, og ekki annað. Borgnesingur vill að sjálf- sögðu, að hinum tilvonandi for- setabústað í Reykjavík verði valin góð lóð og stór, og bærinn leggi hana til. En að útgjöldin, sem af þessu leiði, verði ekki tiltilfinnanleg, rökstyður grein- arhöfundur með því m. a., að úr því l íkissjóður geti bygt veglegt hús fyrir einn af listamönnum þjóðarinnar, þá hljóti að vera hægt að koma upp forsetahöll. • Bessastaðir. HUGLEIÐINGAR Borgnesings um sómasamlegan og virðuleg- an bústað fyrir forsetann í höf- uðstaðnum erú af göðum hug sprottnar. Og eitt er víst, að þeir, sém ákveða skipulag bæj- arins, ættu vissulega að hafa í huga, hvar hentugur staður er fyrir forsetahöll í framtíðinni. En jeg er ekkert viss um, að t.d. núverandi forseta íslands væri nokkúr greiði gerður með því, ef rokið væri til á næstu árum, til þess áð byggja stórhýsi yfir hann hjer í bænum. Hann kann ákaflega vel við sig á Bessastöð- um, og fanst sá staður tilvalinn frá upphafi. Og líklegt er, að mörgum þyki nauðsjmlegt að hraða öðrum stórbyggingum á næstu árum. Heyrst hefir, að komið hafi til orða, að ætla forsetabústað rúmgóða lóð á suðvestanverðu Sunnuhvolstúninu. Rusllð og íkveikj- urnar. í GÆR átti jeg snöggvast tal við Svein Sæmundsson yfirlög- regluþjón og mintist á íkveikj- urnar um helgina. Hann vildi, sem eðlilegt er, ekkert segja um eftirgrenslan- irnar eftir því, hvaða menn hefðu verið þar að verki. En hann mintist á það, að íkveikju- menn gætu altof víða náð í elds- neyti í húsagörðum. Því þó mik ið átak væri gert í fyrrasumar við að þrífa bæinn, og mörgum hrönnum af rusli, stóru og smáu, væri þá komið fyrir kattarnef, þá vildi það við brenna æði víða, að bak við hús og á afviknum stöðum safnaðist alskonar brak og rusl. Ættu húseigendur og þeir, sem ráða umgengni í húsa- görðum, að Hta á ruslhaugana frá þeirri hlið. • 19. júní. „FO“ SKRIFAR um fánann og afmælisdág hans þ. 19. júní, og í ár var hann þrítugur, ef reiknað er frá 1915. Því þá gekk í gildi hin fyrsta tilskipun um fánann, þó hann væri fyrst í stað ekki nema „til heima- brúks“, en Dannebrog á íslensk- um skipum á höfum úti. • „FO“ vill -að 19. júní sje ávalt minst sem afmælisdags fánans, bg þá verði fánar á hverri stöng. Um skeið var 19. júní hátíðleg- ur haldinn, bæði vegna kven- frelsisins og fánans. En þessi dagur er svo nálægt 17. júní, að honum varð ekki haldið við sem hátíðisdegi. — En kvenfólkið gleymdi honum hálft í hvoru, þegar állir voru orðnir innilega sammála um, að jafnrjetti kvenna væri eins sjálfsagt eins og nokkuð getur verið. En „Fo“ segir, að ekki megi gleyma afmælisdegi fánans 19. júní, 'og því verði að flagga þann dag, hvað sem öllu öðru líður. Og hann segir frá því, þegar fregnin barst um það til Aust- fjarða, áð viðurkendur væri is- lenskur fáni. Þegar mamma saum- aði fánann. HANN SEGIR: „Ýmsir menn muna þann dag, er fregnin um að við hefðum fengið fánann viðurkendan kom óg þá hrifn- ing, sem greip rrienn þá, og þá stúnd, er hánn var dreginn :að hún í fyrsta sinn. Jeg man það glögt, að þegar er fregnin kom, heim síðari hluta dags, var snar- ast til að ná í nothæft eíni, .og svo settist móðir mín við sauma og vann um nóttina. Það hafa að öllum Iíkum margar aðrar kon- ur á Austurlandi gert. Fáninn var, ef til vill, ekki alveg rjett- ur að hlutföllum og litum. Það voru styrjaldartímar þá, og því varð að tjalda, sem til var, en jeg hefi oft dregið fána að hún þessi 30 ár, og ætíð bneð lotn- ingu, en — þó hefir lotningin aldrei verið eins rílc í huga mín- um og morgunn þann fyrir um 30 árúm, er jeg í fyrsta sinn dró að hún fánann, sem mamma hafði vakað við að sauma nótt- ina áður. Oft hefi jeg sjeð mörg skip með fánann okkar við hún og jafnan hefir sú sýn hrifið mig, en — aldrei hefir mjer sýhst hann eins fagur og tignarlegur við hún neins fleys eins og dag þann, er gamli Goðafoss, fyrst- ur skipa, sigldi með hann við hún inn fjörðinn minn kæra sumarið 1915“. A ALÞJOÐA VETTVANGI | ÞEGAR James Garfield, forseti lá hersærður í Hvíta húsinu eftir að hafa orðið fyrir skoti morð- ingja, lá varaforsetinn Chester Allen Arthur -einnig fárveikur. Þetta gerðist árið 1881. — Hefði varaíorsetinn dáið líka, hefði eng inn maður verið til, sem þegar í stað gat tekið við störfum for- setans. Næsti maður var forseti ölduhgadeildarinnar, en þingið sat ekki á þessu tímabili og hafði ekki kosið sjer neinn forseta. Vegna þessara vandræða og annara svipaðra, ákvað þingið ár ið 1886 að setja ný lög um þessi efni. Og þá var ákveðið, að utan ríkisráðherrann skyldi ganga næstur varaforsetanum til for- setastarfa. í síðustu viku lagði Harry S. Truman nýtt frumvarp til iaga um forsetaröðina fyrir þingið, rjett áður en hann lagði af stað til vesturstrandarinnar í fyrstu ferð sína sem forseti. — Frum- varpið gekk út á það, að gera forseta fulltrúadeildarinnar að fyrsta eftirmanni varaforsetans, en að honum frágengnum forseta öldungadeildarinnar og því næst utanríkisráðherrann og aðra ráð herra eítir þeirri röð, sem ákveð in er i lögunum frá 1886. Forsetinn sagði í þessu sam- bandi: Það þarf að breyta lög- unum, því eins og nú er komið málum, þá velur forseti raun- verulega eftirmann sinn með því að skipa utanríkisráðherrann. — Hanri táldi várasamt að gefa for-’ setanum slíkt vald. Forsetar diildanna stæðu embættinu nær, sagði hann, þar eð þeir væri kjörnir af þjóðinni sem þing- menn. Hann kvaðst ekki þurfa að minni þingmenn á, að núver- andi utanríkisráðherra væri hinn ungi Edward Stettinius (-sem nú hefir látið af störfum), sem að vísu væri mjög virðulegur og dug andi maður, en hvorki hefði hann þá reynslu, er til þyrfti, ef hann ætti að setjast í forsetastól, nje heldur væri hann þjóðkjörinn embættismaður. Er forsetinn hafði komið með þessa tillögu, beindist athygli manna þegar í stað að forseta fulltrúadeildarinnar, Sam Ray- burn, sem er 63 ára gamall og síðan að forseta öldungardeildar innar, Kenneth MacKellar, en hann er nú 76 ára gamall. Flestir munu hafa litið svo á, að ekkert væri því til fyrirstöðu að hugsa sjer Sam Rayburn, sem hefir set ið 31 ár á þingi, sem væntanlegt forsetaefni. En færri munu hafa getað sætt sig við Kenneth Mac Kellar, sem virðist ekki hafa neina hæfileika í embættið, nema ef vera skyldi röndóttu buxurnar, sem hann ævinlega gengur í. í fyrstu var þessum tillögum Trumans tekið mjög vel. En eftir fáa daga fóru að heyrast mót- bárur gegn þeim. Það gat hent sig, að forseta deildanna skorti hin lögskipuðu kjörgengisskil- yrði (35 ára aldur og fæðing í Bandaríkjunúm). Enn sterkari rök voru það, að sa, sem við ætti aða tafta kýnrii að vera pólitiskur andstaéðingur þeirrar stjómar, er hann átti nú að fara að veita forystu. Og dæmi voru nefnd til að sanna þetta: Republikaninn H. Gilett, sem sat í forsetastóli fulltrúadeildarinnar, þegar Wil- son var forseti, demokratinn John Nance Garner, sem var for- seti fulltrúardeildarinnar á stjórn artímabili Hoovers. í vikulokin leit út fyrir, að þingið mundi af- greiða einhver lög í anda trllagna Trumans. En það var engin vissa fyrir því, að þar með væri bætt úr öllum vandkvæðum. Síðustu 169 árin hafa í Bandaríkjunum verið miklu fleiri hæfir utanríkis ráðherrar en deildarforsetar. Time, 2. júlí. 17. júní í Sfokk- hólmi f SÆNSKUM lilöðum er skýrt frá því, að þanu 17. júní sl., hafi Vilhjálmur Fírisen, sendifulltrúi Islands í Stokk- hólmi, haft boð inni. Sátu þar um 70 manns, þar á meðal 15 íslendingar, sem komið höfðu loftleiðis hjeðan að heiman; ðaginn áður. í hófinu flutti. Finsen ræðu, ræddi um vanda- mál þau sem Islendingar ættu við að stríðá, og lauk máll sínu, með ]>ví að óska, að vel tækist að leysaþau., Sænsk, og • íglensk flögg’ Idöktu um allan þæinn, og flest hlöðin inintust ’íslands í r i tsj órnar gr einum sí jjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.