Morgunblaðið - 03.08.1945, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.08.1945, Blaðsíða 5
föstudagur 3. ágríst 1945. MORGUNBLAÐIÐ r rv Síða sambands ungra Sjálfstæðismanna. Ritstjórn: Sambandsstjórnin. Athugasemd til Þjóðviljans ÞÝÐINGAR ÞÆR á greinum eftir nokkra erlenda fræðimenn, sem undanfarið hafa verið birtar hjer í síðu Sambands ungra Sjálfstæðismanna virðast hafa farið mjög í taugarnar á hinu ágæta blaði Þjóðviljanum, sbr. leiðara blaðsins 26. júlí. Ekki. hafa þó kmoðifram rök gegn þeim skoðunum, sem haldið hefir verið fram í þess- um greinum, heldur er aðeins helt fúkyrðum yfir höf-. unda og þýðendur þessara greina, og óbeint skorað á ritstjórn Morgunblaðsins að koma í veg fyrir birtingu þeirra framvegis. í von um að þessi málaleitun geti borið árangur, er það fundið upp, að greinar þessar sjeu í raun inni árás á nýbyggingarráð og stefnuskrá núverandi rík- isstjórnar. Hjer kemur fram hinn furðulegasti misskiln- ingur, sem rjett er að leiðrjetta strax, þótt framhald greinanna geri það raunar síðar. Það sem Hayek á við með áætlunarbúskap eða sósíal- isma, eru algjör yfirráð ríkisvaldsins yfir rekstri fram- leiðslutækjanna, eða þar sem þeir, er að nafninu til eiga þau ennþá — eins og t. d. í Þýskalandi nazismans — verða í öllum mikilvægari atriðum að hlíta forsjá ríkisvaldsins um notkun þeirra. Þetta tvennt á vitanlega ekkert skylt við það, þótt skipuð sje opinber nefnd, eins og t. d. ný- byggingaráð, til þess að úthluta gjaldeyri til kaupa á framleiðslutækjum og greiða eftir megni fyrir því, að þau fáist. Að vísu má segja, að vald ráðsins yfir því hvaða tæki skuli leyft að kaupa, sje skerðing athafnafrelsisins, en hún er ekki meiri en verið hefir í gildi s.l. rúm 10 ár, eða síðan gjaldeyrishömlurnar byrjuðu. Yfirráð einstak- linga yfirframleiðslutækjunum og þar með athafnafrelsi þeirra, er vitanlega að öðru.leyti óskert eftir. sem áðun, og það er aðalatriðið. Fúkyrðum og öðru slíku er vitanlega ekki ástæða til að svara, en jeg vil aðeins taka það fram, að það myndi aðeins vera mjer gieðiefni ef Þjóðviljinn gæti komið fram með einhver rök þar sem kenningar Hayeks og annara frjálslyndra hagfræðinga í þessu efni, eru hraktar. Mjer hrýs 'eins og öðrum, hugur við þeirri kenningu, að sú stefna í fjárhagsmálum, sem stöðugt hefir aukið fylgi sitt undanfarið meðal almennings, hljóti óhjákvæmilega að leiða til nýrra miðalda á hinu andlega sviði, þar sem skoðanir fárra valdhafa eru þær einu, sem leyfðar eru. I þessu sambandi mætti e. t. v. benda Þjóðviljanum á að kynna sjer, hvað Bertrand Russell, einn hinn ágætasti fræðimaður úr hópi bresku sósialdemókratanna, — sem allir keppast nú við að hylla — segir um prentfrelsið í þjóðfjelagi, þar sem ríkið starfrækir allar prentsmiðjur. En málafærsla af því tagi, sem Þjóðviljinn ber fram, fúkyrði og tilmæli um ritbann eða ritskoðun, hlýtur í aug- um allra viti borinna manna, að verða aðeins til stuðnings þeim málstað, er afflytja á. Rúsínan í fyrneindum leiðara Þjóðviljans, er þó hin föðurlega ábending til ritstjórnar Morgunblaðsins um að hún skilji ekki stefnu núverandi ríkisstjórnar á sviði at- vinnumála, en þessi stefna á að vei’a n.umin undan rifj- um enska fjáriuálafræðingsins Keynes(!). Svo er klykkt út með því að hella sjer yfir stjórnai’farið í Argentínu! Jeg skal ekki fortaka, að höfundur leiðarans sje sæmilega gefinn maður, en guð hjálpi því fólki, sem er ætlað að meðtaka svona skrif með andagt. Ó. B. Svar við greininni „Mannalæti Heimdell- inga“, sem birtist á Æskulýðssíðu Þjóð- viljans, kemur á næstu Sambandssíðu. tJtdrátíur úr bók próf. Fr. v. Hayek, The Road to Serfdom. Þýtt hefir Ólafur Björnsson dósent. Kynslóð vor hefir gleymt því að einkaeignarrjetturinn er mik ilvægasta trygging frelsisins. Það er eingöngu vegna þess að yfirráðunum yfir framleiðslu- tækjunum er dreift á hendur margra, sem taka ákvarðanir sínar óháðir hvorir öðrum, að við getum sem einstaklingar ráðið athöfnum okkar. Þegar yfirráð allra fr^mleiðslutækja eru komin á eina hendi, hvort heldur „þjóðfjelagsins" að nafn inu til eða einhvers einræðis- herra, hefir sá aðili öll ráð okk- ar í hendi sjer. Hagvaldið get- ur orðið þvingunartæki í hönd- um einstaklingsins, en getur aldrei skapað fullkomið vald yfir lífi annarra. — En þeg- ar hagvaldið er sameináð hjá einum aðila sem pólitískt vald, verða einstaklingar svo háðir þeim aðila, er það hefir með höndum, að hagur þeirra er lít- ið frábrugðinn hag þrælsins. Það er vel að orði komist er sagt hefir verið, að í því þjóð- fjelagi, þar sem ríkið er eini atvinnurekandinn, hefir stjórn- arandstaða í för með sjer hæg- an hungurdauða. Baksvið hættunnar. GAGNSTÆTT SÓSÍALISM- ANUM og öðrum alræðisstefn- um, grundvallast einstaklings- hj'ggjan á virðingu þeirri fyrir einstaklingnum, sem kristindóm urinn boðaði á sínum tíma, og þeirri skoðun, að það sje æski- legt, að einsfaklingurinn ákveði sjálfur, hvernig hæfileikar hans megi best notast. Þessi lífsskoð- un, sem fyrst náði þroska á dög um endurfæðingartímabilsins, varð foreldri hinnar vestrænu siðmenningar. Hin þjóðfjelags- lega þróun beindist í þá átt, að losa einstaklinginn úr fjötrum þeim, er Ijenskipulágið batt honum. Einhver merkilegasti árang- urinn, sem náðst hefir með því að losa framtak einstaklings- ins úr viðjum, eru hinar stór- kostlegu framfarir vísindanna. Það er eingöngu frá því er at- hafnafrelsi einstaklingsins ruddi braut frjálsri notkun hinn ar nýju þekkingar, eingöngu síðan íeyft var að gora tilraun með alt — ef einh ; \' di taka á sig þá áhættu se. J | rlgdi að vísindin hafa teidð þau risaski’ef' fram á við, ‘seití á síðustu 150 árum hafa breytt útliti veraldarinnar. Arangur þessarar þróunar hefir farið fram úr öllum vonum. Hvar sem hindrunum var rutt úr vegi fyrir því að mönnum yrði frjálst að hagnýta hugvit sitt, uxu möguleikar manna til þess að öðlast óskir sínar hröðum skrefum. I byrjun 20. aldarinn- ar höfðu vei'kamenn í Vestur- löndum öðlast efnaleg gæði, öryggi og persónufrelsi, sem fyrir 100 árum hefðu varla virst möguleg. Árangur þessi hafði þau áhrif, að skapa hjá mönnum nýja skoðun á því, hvei't vald þeir hefðu yfir ör- lögum sínum, nefnilega þá trú, að möguleikarnir fyrir því að kjör þeirra bötnuðu, voru ótak- markaðir. Það, sem náðst hafði, var álitið örugt og ævarandi, nokkuð sem menn höfðu öðlast í eitt skifti fyrir öll, og hraði framfaranna virtist of hægur. Ennfx'emur virtust nú þau grundvallarsjónarmið, er gert höfðu þessar framfarir mögu- legar, vera ox'ðin til hindrunar hraðari framförum, sem menn voru orðnir óþolinmóðir eftir að hrinda áleiðis. Það er hægt að segja að hinn ágæti árangur hinnar frjálslyndu viðskifta- stefnu hafi oi'ðið henni að falli. Enginn skynsamur maður skyldi efast um það, að við- skiftastefna 19. aldarinnar var aðeins byrjun — að miklir fram faramöguleikar voru á þeirri braut sem mörkuð var. En sam kvæmt þeim skoðunum, sem nú eru ríkjandi, er ekki lengur spurt um það, hvernig eigi að hagnýta hin sjálfvirku öfl í frjálsu þjóðfjelagi. Við höfum í rauninni tekist á hendur að eyðileggja þessi öfl, en láta sam eiginlega og „markvissa“ stjórn koma í staðinn. Það er eftir- tektarvert, að þetta fráhvarf frá hinni frjálslyndu stefnu, hvort sem það hefir komið fram í mynd hins róttækari sósíalisma eða aðeins sem „skipulagning" eða „áætlunarbúskapur", átti sjer fyrst stað í Þýskalandi. Á síðasta fjórðungi 19. aldar og fyrsta fjórðungi 20. aldar voru Þjóðverjar langt á undan öðr- um í því að móta kennisetn- ingar sósíalismans og notfæra þær. þannig að þahn dag í dag ræða Rússar þessj mál fyrst og ffemsi á þeim grundvélli, sem Þjóðverjarnir lögðu, og halda áfram þar sem þeir hættu. Þjóð verjar höfðu, löngu fyrir daga nasistanna, ráðist á frjálslyndi og lýðræði, kapitalisma og ein- staklingshyggju. Löngu fyrir daga nasista höfðu þýskir og ítalskir sósíal- istar tekið að nota aðferðir, sem nasistar og fasistar síðar beittu með svo miklum árangri. Hug- myndin um stjórnmálaflokk, sem tekur í þjónustu sína alla starfsemi einstaklingsins frá vöggu til grafar, og sem krefst þess að ráða skoðúnum hans á öllum hlutum, var fyrst fram kvæmd af sósíalistum. Það voru ekki fasistarnir, heldur sósíalistarnir, sem tóku að safna ungum börnum í flokksdeildir sínar til þess að móta hugsun- arhátt þeirra. Það voru ekki fasistarnir, heldur sósíalistarn- ir, sem byrjuðu á því að skipu- leggja íþi'óttir og le’iki, fótbolta- fjelög o. fl., í flokksklúbbum, til þess að varna því, að með- limirnir kyntust öðrum skoð- unum en þeirra eigin. Það voru sósíalistarnir, sem fyrstir kröfð- ust þess, að flokksmenn skyldu aðgreina sig frá öðrum með sjerstakri kveðju og ávarpi. Það voru þeir, sem með „sellu“ starfsemi sinni og öðrum ráð- um til þess að hafa stöðugt eft- irlit með einkalífi meðlima sinna, sköpuðu aíræðisflokkun- um fyrirmynd. Um það leyti sem Hitler komst til valda var hinni frjálslyndu stefnu þegar útrýmt í Þýskalandi. Og sú út- rýming var verk sósíalismans. Mörgum þeim, sem fylgst hafa nákvæmlega með þróun- inni frá sósíalisma yfir í fas- isma, hefir í vaxandi mæli orð- ið ljós líkingin milli þessara stefna, en í lýðræðisríkjunum trúir meiri hluti fólksins því ennþá, að sósíalismi og lýðræði geti samrýmst. Það skilur ekki, að lýðræðissósíalismi, hin mikla staðleysa (utopia) fárra síðustu kynslóða, er ekki aðeins ófram- kvæmanlegur, en baráttan fyr- ir honum leiðir til hins algjör- lega gagnstæða — eyðilegging- ar sjálfs frelsisins. Eins og rjetti lega béfir verið sagt: „Það sem altaf hefir gert ríkisvaldið að helvíti á jörðu, eru tilraunir manna til að gera þáð að Para- dís sjnni“, Framhald á 8. síðu*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.