Morgunblaðið - 03.08.1945, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.08.1945, Blaðsíða 8
íkMSSM MORGUNBLAÐIÐ Föstudagtir 3. ágúst ,1945, Jón Pálsson fyrv. bankagjaldkeri, 80 ára VINIK JÓNS PÁLSSONAR, þeir sem í dag senda honum þlýjar kveðjur, 'munu margir finna, að fljótt líður tíminn. |Nú þegar 80 ára. í samfylgd fgóðra vina líða dagarnir fljótt. ;Það skiftir ef til vill minstu |máli. Hitt skiftir máli, hvernig jæfidögunum er varið, og hverj- _ar minningar eru eftir, þegar Iþeir eru liðnir að kvöldi. .■ Starfsdagur Jóns Pálssonar « - £er langur og merkilegur. Is- lendingar hafa margir orðið að ryðja sjer braut í lífinu úr fá- tækt á eigin spýtur. Einn þeirra manna er Jón Pálsson. Hann er fæddur 3. ágúst 1865 í Syðra- Seli í Stokkseyrarhreppi. Urðu þeir Syðra-Selsbræður hinir merkustu menn. Einn þeirra er Isólfur, sem kunnur er orðinn fyrir tónlistarstörf sín og söng- lög. Jón er fyrir löngu þjóð- kunnur maður. Má það undrum sæta, hve fjölbreytt er orðið æfistarfið og margháttað. Eru þar rík lærdómsefni ungum mönnum, sem eru að fara út í lífið og hafa hug á því að verða mætir og góðir menn. Væri því ærin ástæða til þess að rita æfisögu hans ítarlega. En hjer verður aðeins í stórum dráttum drepið lauslega á nokk ur atriði. Það sást fljótt, að mentun og menning bæði sjálfs hans og þeirra, sem umhverfis hann voru, var honum áhugaefni og hjartans mál.. Hann hóf ungur þarnakenslu á Stokkseyri og i n « -r síðar á Eyrarbakka og átti hann tíðum þátt í að stuðla að því, að ungir menn öðluðust nokkfa mentun, sem ella hefðu farið hennar á mis. Hann heillaðist fljótt af hljómlistinni. Tók hann brátt að gegna organistastörfum bæði á Eyrarbakka og Stokks- eyri og kendi þá jafnframt mörgum að leika á hljóðfæri. Hefir hann ávalt iðkað hljóm- listina og sjálfur samið allmörg lög. Sjerstaklega hefir hann haft yndi af kirkjuhljómlist. — Varð hann síðar organisti og söngstjóri við Fríkirkjuna í Reykjavík. Hann styddi ungan frænda sinn og vin Páí ísólfs- son til hljómlistarnáms erlend- is og hefir lagt margt gott til söngmála íslands. Um hríð var Jón hreppsnefndaroddviti á Eyrarbakka. Hann stofnar sjó- mannaskóla í Árnessýslu og kendi þar. Hann stundar sjó- mensku í Þorlákshöfn, á Eyr- arbakka og frá Seltjarnarnesi. Hefir á hendi sölu hljóðfæra. Hann var í stjórn holdsveikra- spítalans í Reykjavík um skeið um og formaður Barnaverndar- nefndar Reykjavíkur frá 1932. Aðalfjehirðir Landsbanka Is- lands í Reykjavík, var hann frá 1910—1928. Áður hafði hann verið meðstjórnandi Sparisjóðs Árnessýslu. Mjög ljet Jón sjer ávalt ant um mannúðarmálin og var hann ætíð reiðubúinn að rjetta þeim styrka hönd. Hann stofn- ar Barnasumardvalarfjelag Jón Pálsson. Oddfellowa 1918 og hefir síðan verið formaður þess. Rekur þetta fjelag sumardvalarheim- ili fyrir börn að Silungapolli. Hann stofnar einnig Sjúkrasam lag Reykjavíkur 1909 og var formaður þess til 1935. Hann starfaði mikið að bindindismál og var um tveggja ára skeið stórtemplar Stórstúku ís- lan'ds. Fyrir fáum árum stofn- aði hann og kona hans sjóð vegna fuglanna, sem vorú kald- ir og svangir úti í vetrarhríð- inni. Ollum Reykjavíkurbúum er kunnugt um umhyggju hans í sambandi við fuglalífið á ^Tjörninni hjer í bænum. Hann ! stofnaði Fuglavinafjelagið Fön ix 1934. Snemma hafði Jón Pálsson gaman af ritstörfum og fræði- mensku. í Árnessýslu hjelt hann úti skrifuðum sveitablöð- um. Komu þessi blöð út viku- lega um alllangt skeið (Kveld- úlfur, Bergmálið og Gangleri). í tómstundum síðar í lífinu safn aði hann allskonar smásögum, skrítlum og öðrum fróðleik um menn og málefni, íslenskum sögnum, mannlýsingum og æfi- atriðum ýmissa merkismanna, ennfremur gömlum og sígildum orðum og munu nú þessi atriði, sem hann hefir safnað og skrá- sett, skifta mörgum þúsundum. Enn er þetta allflest í handrit- um, en mun nú smátt og smátt verða birt, er fram líða stundir. Kom fyrsta bókin út á siðast- liðnum vetri, meðal annars um veðurathuganir austan fjalls og nefndi hann hana Austantórur. Af því, sem hjer er sagt, má leyfa og spjallar við vini ’ sína. Og enn gengur hann endrum og eins niður að Tjörninni og talar við hina litlu, vængjuðu vini sína þar. Þótt dagur líði, horfir hann fram. Hann á þá lífsskoðun, sem alltaf bendir til nýrra daga. Sigurgeir Sigurðssou. til drykkjumannahælis og gáfu sjá, hve óvenju fjölhæfur mað- til sjóðsstofnunarinnar tuttugu * Ur Jón Pálsson er. Hann hefir þúsundir króna. Starf hans í Barnaverndarnefnd er orðið mikið og hefir hann ekki legið þar á liði sínu. Allir, sem til þekkja, vita að Jón er mikill dýravinur. Hann hefir átt marga áhyggjustund AUGLYSINGAR Vegna þess að vinna í prentsmiðjum hættir um hádegi á laugardögum í sumar, verða auglýsing- ar, sem koma eiga í sunnudagsblöðum Mörgun- LJaðsins að koma á föstudögum. /.uglýsingum í næsta sunnudagsblað sje skilað í dag. Framh. af bls. 7. fyrir Þjóðræknisfjelagið í þann rúma aldarfjórðung, sem það hefir starfað. Forseti fjelagsins er nú Richard Beck prófessor, sem var fulltrúi Vestur-íslend,- inga á lýðveldishátíðinni í fyrra sumar. Því miður fjekk jeg ekki tæljifæri að hitta hann, þar sem hann gat ekki komið til Winni- peg sökum anna. En hinsvegar kyntist jeg sjera Valdimar J. Eylands, varaforseta, Árna G. Eggertssyni hinum yngri, lög- manni, sem hefir erft áhuga föður síns fyrir þjóðræknismál- unum. Ásmundur Jóhannsson hefir lagt drjúgan skerf til þess ara mála og mætti svo lengi telja. Hjer á íslandi er starfandi þjóðræknisfjelag. Sá fjelags- skapur gæti vissulega gert mik ið gagn með nánu samstarfi við Þjóðræknisfjelagið vestra. Yfir leitt þyrftum við íslendingar hjerna megin hafsins að gefa málefnum Vestur-íslendinga meiri gaum en vði höfum gert. íslenska þjóðin tapar miklu, ef svo skyldi fara að þjóðarbrotið vestra hyrfi og við megum ekki láta neitt tækifæri ónotað til þess að auka kynni og samstarf við landa okkar,vestra. verið ágætur borgari þjóðfje- lagsins og átt sívakandi áhuga um allt, sem varðaði hag og heill þjóðar sinnar. Einn af vinum hans hafði orð á því við mig fyrir skemstu að Jón hefði alltaf verið hinn sanni maður, alþýðlegur og höfðinglegur í senn. Jón var umfram allt drengskaparmaður. — Á jeg fagra minningu um hve sannur vinur hann reyndist foreldrum mínum og síðar sjálfum mjer. Svipaða sögu hafa margir að segja. Traustastur var hann og bestur þegar mest reyndi á. Jón er kvæntur Önnu Sig- ríði Adolfsdóttur frá Stokks- eyri. Er"hún göfug og góð kona og honum hinn styrkasti og besti vinur. Nú situr hann á friðsömu og fallegu heimili sínu og horfir yfir langan og far- sælan starfsdag. Hann horfir slagorðið, sem af mörgum höf- oft í anda austur í Árnessýslu j undum var notað til þess að til minninganna og vinanna undirbúa jarðveginn fyrir nas- mörgu, sem hann átti þar. — ismann. Það er „hægfara sós- Hann vinnur að hugðarefnum íalismi“, sem er hin ríkjandi sínum eftir því, sem kraftar stefna meðal okkar. - Síða S. U. S. Framh. af bls. 5. Það vekur óhug að sjá þessi sömu öfl að verki í Bretlandi og Bandaríkjunum, og næstum sömu fyrirlitningu á öllu því sem er frjálslynt í eldri skiln- ingi. „Hægfara sósíalismi" var X-9 5W ÍW 5W RobertSlorm ! 1) X-9: — Hamingjan góða. Það skyldi þó aldrei vera? Skeet: — Ha? Þú ætlar þó ekki að segja mjer, að þú sjert strax búinn að komast til botns í Marsh-málinu. 2) X-9 —- Heyi-ðu, Skeet. Jeg hef verið að lesa nýju bókina hennar Wildu Dorré. Þar er sagt frá barnsráni, þar sem nákvæmlega var eiriSr ð farið óg í þessu tilfelli. Skeet: — Hvað er • r t síðan þessi bók var gefin út? 3) X-9: — Hún hefir ekki verið gefin út ennþá. Þetta er sýnishorn. Skeet: — Skyldi útgefandínn. vera sökudólgurinn? Eða einhver skuggalegur próf- arkarlestari? Heyrðu, heldurðu að Wilda Dorré hefði getað verið hjer að verki?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.