Morgunblaðið - 02.10.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.10.1945, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 2. okt. 1945 Vísitalan og afurðaverðið : ÖLLUM hugsandi mönnum hefir verið það ljóst, að und- anförnu, að hinar gífurlegu nið úrgreiðslur ríkisins á afurða- verði landbúnaðarins hlytu áð- ur en varði að skapa mikla örð Ugleika. Þegar svo er komið, að þriðjungur af sannvirði einnar þýðingarmestu framleiðslu- og neysluvöru þjóðarinnar, kjöt- inu er greiddur úr ríkissjóði, eins og var síðasta verðlagsár, þá getur ekki á annan veg far- ið en erfitt verði að sneiða hjá árekstrum við breytinguna sem hlýtur að koma. Þetta hefir öll- um greindari bændum verið ljóst, og því hafa þeir verið and vígir því, að svo langt skyldi farið á niðurgreiðslu-götunni sem raun hefir á orðið. Að setja kílógrammið af I. fl. kjöti á kr. 6.50 í útsölu, er auðvitað betra fyrir neytend- urna en flest eða öll önnur kaup éins og nú er komið málum. — Þetta hefir líka verið gert sem dýrtíðarráðstöfun til aðstoðar Öllum almenningi, en ekki sjer- stakléga bændunum til hags- bóta. Það lá líka ljóst fyrir á síðasta hausti þegar haldið var óbreyttu verði ársins 1943 þrátt fyrir dýrtíðarhækkun, að hættu íegt mundi að halda mikið lengra á niðurgreiðsluleiðina. Þá var þó heimsstyrjöldin í al- glcymingi, fjárhagur atvinnu- veganna við sjóinn í mestum blóma og sexmannanefndar sam komulagið í lagagildi. Nú er alt þetta breytt, og þeir örðugleik- ar sem blöstu við ráðandi mönn Um stærri og vandleystari en nokkru sinni fyrr. i Verðlagsnefnd landbúnaðar- afurða fór að sjálfsögðu þá leið ina í verðlagningu sinni sem hún áleit bændum. hagfeldasta. Má og telja víst, að hún hafi eftir ástæðum ratað á rjettan meðalveg. Hún hefir heldur eigi hlotið ámæli fyrir starf sitt frá öðrum, en ábyígðarlausustu göspurum stjrónarandstöðunn- ar. Þeim mönnum sem meta það meira, að skapa ósamlyndi, gera sprengingar og auka vandræði, heldur en að tryggja almenn- ings hag til sveita og við sjó. En málið var ekki leyst nema frá einni hlið með verðlagn- ingunni einni saman. — Bilið milli skráðrar og raunverulegr ar framfærslu vísitölu hafði vax ið, en þurfti áð minka. — Að brúa það djúp hlaut að verða aðalvandinn. Það var ríkis- stjórninni og stuðningsmönnum hennar altaf ljóst. Þeim var líka Ijóst, að þeir einir urðu að ákveða hvernig með skyldi fára. Frá stjórnarandstæðingum yar einskis að vænta annars en tórtryggni og aðfinrtinga, hvern ig sem með yrði farið. Þrjár leiðir gátu komið til greina: • 1. Sú, að sleppa öllu lausu og láta vísitöluna verða að fullu í samræmi við verðlagið og þá hlaut hún að hækka um 30—40 stig. 2. Að lækka afurðaverð og kaupgjald í jöfnum hlutföllum. 3. Að fara millileið%neð tak- markaðri niðurgreiðslu á verð- inu innanlands. ★ FYRSTA leiðin gat verið hent ug og geðfeld fyrir þá sem óska mundu að hleypa öllum atvinnu rekstri í strand eins og skipi, sem siglt er til brots undan of- viðri. Fyrir núverandi stjórnar flokka gat hún ekki komið til greina. Onnur leiðin var að vissu leyti skynsamlegust og á hana verður að stefna fyrr eða síðar, það vita allir landsmenn. En eins og stendur voru nú á því miklir annmarkar að fara i þá átt. Frá hálfu framleiðenda var augljóst, að vara eins og kjötið sem kemur i"' á markað, hefir verið framleitt við hinn háa tilkostnað. Hann var áður út lagður. Frá hálfu verkamanna var aftur um að ræða gildandi samn inga nokkuð fram í tímann. Að fara lækkunarleiðina hlaut því að kosta lengri undirbúning, en ríkisstjórnin átti nú kost á. Þriðja leiðin var því farin, og formið fyrir framkvæmdinni er ákveðið með þeim bráðabirgðar lögum sem landbúnaðarráðherr ann hefir nú fengið lögfest og sem birt hafa verið í blöðum og útvarpi. Með niðurgreiðslu mjólkurverðs er farið á sama veg og verið hefir með nokk- urri takmörkun þó. Með kjötverðið er farin önn- ur og ný leið. Það er reiknað inn í vísitöluna með sama verði og verið hefir kr. 6.50 pr. kg. Útsöluverðið sem ákveðið hefir verið helst óbreytt, en mis munurinn á að greiðast eftir á með framlagi úr ríkissjóði til launþeganna. Því ekki að borga til allra£ munu einhverjir spyrja. — Að svo er ekki gert er breytingin og með því er ætlast til að spara ríkissjóði ekki allfáar miljónir króna. Málið er tiltölulega einfalt og byggt á eðlilegri sanngirni eins og nú skal stuttlega að vikið. Að vísitalan er ekki hækkuð að fullu er að vísu ekki raun- verulegt tjón fyrir- neinn þegar litið er á alþjóðar hag. En mið- að við gildandi vísitölulöggjöf og núverandi samninga atvinnu rekenda og verkamanna, þá er þetta tjón fyrir þá sem taka laun eftir vísitölu. Aðrir koma ekki til greina. Varðandi okkur sveitamenn- ina, þá er breytingin engin í raun og veru. Við höfum yfir- leitt ekki borðað ódýrara kjöt vegna niðurgreiðslunnar undan farin ár. Milligreiðsla hefir ekki komið á annað kjöt en það, sem selt hefir verið út úr verslunum og þó ekki á allar tegundir þess. Það munu hafa verið hreinar undantekningar, að framleið- endur hafi lagt inn kjöt til að taka það aftur út til heima-notk unar, til að fá milligreiðslu rík- issjóðs. Hafi einhverjir ieikið það, þá eru þeir auragleggri en almennt gerist og eigi ástæða til að ívilna þeim með lögum. Frá bændanna hlið er því eng- in ástæða til óánægju af þess- um sökum. Um aðra atvinnurekendur er það að segja, að þeir hagnast á því að vísitölunni er haldið niðri og til þess er engin ástæða að láta ríkissjóðinn greiða nokk urn hluta sannvirði þeirrar vöru sem þeir kaupa til neyslu. Astæða til óánægju frá þeirra hálfu er því engin. Það er hinsvegar mikið álita- mál hvort ekki hefði átt að und- anskilja mikið fleiri og getur það komið til athugunar við meðferð þessara laga á Al- þingi. Þess er þó að vænta, að margir þeirra sem gætu sam- kvæmt lögunum fengið þessa greiðslu, hafi þann metnað að sneiða hjá því. Kemur þar til greina meðal annars sú deila sem staðið hefir um þessi mál að undanförnu. Það hefir verið um það deilt hvort milligreiðslan væri styrk ur til bænda eða neytenda. — Margir bæjarmenn hafa haldið því fram að þetta væri styrk- ur til bænda af því ríkissjóður hefir greitt upphæðirnar þang- að. Aðrir og einkum Tímamenn hafa haldið því fram að þetta væri neytcndastyrkur og ekk- ert annað. Nú er framkvæmdinni snúið við þeirra skýringum til stuðn- ings. Má því .ætla að nú verði þeir ánægðari en áður. En að hinu leytinu má gera ráð fyrir að hálaunaðir bæjabúar sem áð ur hafa talið þetta styrk til bænda kaupi kjötið umsvifa- laust án þess að sækja þann neytendastyrk sem ríkið ætlar að greiða. Geta ríkissjóði vafa- laust sparast miklar fjárhæðir á þann hátt. Sannleikurinn er og sá að engum manni ætti að vaxa í augum að kaupa svo á- gætar vörur sem kjöt og mjólk fyrir sannvirði freniur en alt annað. Allar nautnavörur, húsgögn, fatnaður og margt fleira er hlut fallslega miklu dýrara og er keypt ótæpt samt. Fyrir okkur bændur liggur áhættan öll í því, að hið hækk- aða útsöluverð dragi úr sölu og auki útflutningsþörf. Vonandi verður sú óhætta ekki mikil af því sanngjarnlega hefir verið farið í verðlagið eftir ástæðum. Þeir menn munu líka óttast þá áhættu allra manna síst, sem telja að verðlagið hefði átt að vera miklu hærra. Þegar als þessa er gætt, má með fullum rjetti segja, að ríkis stjórninni hafi vel tekist um samkomulagið varðandi lausn þessa vandamáls, eftir því sem í pottinn var búið. Hitt vita íýlir, að þessi lausn er aðeins til bráðabirgða, og vafalausj, verður full örðugt að fá fje til að fullnægja þeirri þörf sem lögin heimta, þó þessi takmörkun sje gerð frá því sem verið hefir. J. P. Verslunarskólinn settur í gær VERSLUNARSKÓLINN var settur í gær. Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri setti skól- ann. Viðstaddur var skólanefnd arformaður og kennarar. Skólastjóri gat þess m. a. í ræðu sinni, að skólinn hefði ekki getað veitt öllum þeim inntöku, sem þess óskuðu. Þa gat hann þess, að skól- inn hefði ráðið tvo nýja kenn- ara í þjónustu sína, þá Björn Bjarnason, sem annast mun stærðíræðikenslu og Geir Jón- asson. Hann mun kenna sögu. Skólinn mun taka til starfa næstu daga. „Giít eða ógifi" LEIKFJELAG REÝKJAVÍKUR hefr starfsemi sína a3 þessu sinni meS sýningu á hinu bráðskemtilega leikriti „Gíft eða ógift“ eftir J. B. Priestley. Leikrit þetta var sýnt 15 sinnum s.l. vor, altaf fýrir troðfullu húsi, varð að hætta sýni jngum þá sökum þess að komið var fram á sumar. LeikritiS Verður sýnt, að þessu sinni, að eins nokkrur skifti, eða þar til sýningar hef jast á hinu nýja íslenska leikriti, sem er í æf« ingu, og sem er hið eiginlega fyrsta viðfangsefni fjelagsins; á þessu leikári. Lýðveldiskvikmynd Loffs LÝÐVELDISHÁTÍÐARKVIK MYND Lofts Guðmundssonar ljósmyndara var sýnd í Tjarn- arbíó um helgina við mikla að- sókn. Mun kvikmyndin verða sýnd næstu daga í sama húsi. Myndin er frekar stutt. Öll í eðlilegum litum. Munu marg- ir hafa gaman af að sjá mynd- ina og rifja upp fyrir sjer há- tíðahöldin. Loftur hefir glögt auga fyrir „mótívum“, en fylg ir ekki að sama skapi eftir til þess, að rjett framhald komi fram, sem áhorfandinn gerir ráð fyrir og býst við. Margar Ijómandi fallegar landslags- rnyndis eru í kvikmynd þess- ari og ennfremur augnabliks- myndir frá sjálfri hátíðinni, bæði á Þingvöllum og í Reykja- vík. Loítur tók þessa kvikmynd fyrir eigin reikning, en ekki á vegum hátíðarnefndarinnar. Með hátíðarkvikmyndinni er sýnd fiskiveiðakvikmynd Lofts, sem sýnd var á heimssýning- unni í New York og vakti at- hygli þar. Verkfall hjá E!m- skip og Ríkisskip hófsl í gær VERKFALL það, er Sjó- mannafjelag Reykjavíkur hafði boðað á skipum Eimskipaf jelags ins og Skipaútgerðar ríkisins, hófst. í gær. Ekki kemur það þó til framkvæmda, fyr en skip þeirra koma til hafnar hjer í Reykjavík. — Nú sem stendur er ekkert skip Ríkis- skip eða Eimskipafjelagsins hjer. — Verkfallið nær til há- seta og kyndara. Sáttasemjara hefir verið fal- ið málið. DEHLI: — Bróður Indverj- ans Bose, sem gekk í lið með Japönum og dó í Japan, hefir nú verið slept úr haldi ásamt fjölskyldu sinni. Hann hafði verið í fangelsi í því nær fjög- ur ár. — Bækur: Beelhoven lilli Beethoven litli og gullnu bjöllurnar. Opal Wheeler » Jens Benediktsson; útg, Bókfellsútgáfan h.f. FÁTT er börnum hollari lest ur en frásögur úr lífi mikil- menna. Margur æskumaður hefir ósjálfrátt 'borið höfuð hærra og ljómi tendrast í aug- um hans við að kynnast bar- áttu þeirra og sigrum, serrí mannkynið á mest að þakka og fallið hafa en haldið velli —» ljómi nýs draums, sem e. t. v. hefir enst þeim til dáða langa ævi. 1 Mig furðaði ekki á því, aS loknum lestri þessara barns- lega fögru frásagna úr lífi meistarans Beethovens, er jeg heyrði sagt, að skólastjóri Tónlistarskólans, Páll Isólfsson, hefði, vakið athygli litlu nem- endanna sinna á þessari bók, og ráðið þeim til að lesa hana. Því að það má mikið vera, ef mörgum leikur ekki meiri for- vitni á því eftir lesturinn en áður, að kynnasj; einhverju a£ dásamlegu verkunum hans Beethovens — t. d. hljómkvið- .unni með söng hirðingjanna og hátíðahöldum bændanna, eða messunni, sem handritið var týnt að og meistarinn fann svo vafið utanum gömul stígvjel, eða sónötunni, sem hann ljek í tunglskininu fyrir blindu stúlkuna. — Á þetta meðal margs annars í lífi Beethov- ens — einkum úr æsku hans — er hjer drepið og farið um það þeim höndum, að hvergi ber á nema ljúfustu skugga þess sára böls, sem hann fór þó annars ekki varhluta af, og öll frásögnin er hlý af ást og að- dáun á hinum mikla meistara. En hún þarf ekki að vakna í mörgum barnshjörtum til þess, að höfundurinn og hinn smekkvísi þýðandi fái vel gold in verkalaun — því að hver sem kynnist Beethoven, kemst ekki hjá því að lifa betri mað- ur í bjartari veröld. Útgáfan er falleg og mynd- um prýdd. Þ. Vald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.