Morgunblaðið - 02.10.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.10.1945, Blaðsíða 6
fi M 0 R G U N B L A Ð I Ð Þriðjudagur 2. okt. 1945 m TJtg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Ámi Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanland*. kr. 10.00 utanlands. I lausasðlu S0 aura eintakið, 60 aura með Lesbðk. Margt hefur áunnist SÍÐUSTU RÁÐSTARANIR ríkisstjórnarinnar i dýr- tiðarmálunum hafa áður verið gerðar að umtalsefni hjer í blaðinu. Að sjálfsögðu eru þessi mál nú mikið rædd manna á meðal og koma fram ýms sjónarmið. Menn verða að gera sjer ljófet, að með engu móti var við því að búast að nokkrar þær ráðstafanir yrðu gerðar í dýrtíðarmálunum, sem í sjálfu sjer væru líklegar til þess að vera einum eða öðrum ánægjuefni. Hitt er stað- reynd að óumflýjanleg nauðsyn krefst úrræða hvort sem mönnum er ljúft eða leitt. Þó að það sje ljóst, að i síðustu aðgerðum stjórnarinnar í dýrtíðarmálunum felist á engan hátt endanleg eða var- anleg lausn þessara mála, hefir samt margt áunnist. Öllum hlaut að skiljast, að með öllu var útilokað, að hægt yrði að halda áfram að halda dýrtíðarvísitölunni niðri með greiðslum úr ríkisstjóði á sama hátt og áður. Hefir verið áætlað, að með því að halda sama ástandi og áður óbreyttu hefðu útgjöld ríkissjóðs til niðurgreiðsl- anna sennilega numið 30 miljónum króna. Til þess hefði ríkissjóður enga peningagetu haft, nema með því móti að lagðir hefðu verið á ennþá nýir og stó'rkostlegir skatt ar — og geta borgaranna til að borga þá hefði verið fyrir hendi. Eftir atvinnubrest þann, sem varð á síldvertíðinni í sumar, hefir mönnum verið ennþá augljósari nauðsyn þess að hægt væri að draga úr gjöldum ríkissjóðs, en ekki auka þau stórlega. Þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið, og felast í því að greiða niður verðlagið innan- lands, aðeins að vissu marki, mun spara ríkissjóði stór- kostlega fje frá því sem verið hefir, sennilega 12—13 miljónir. Annað atriði er það, sem áunnist hefir, að vísitölunni er haldið niðri, nær óbreyttri, án þess að sjálf dýrtíðin sje með sama hætti hulin sjónum almennings og áður, þar sem hið raunverulega verð á kjötinu, kr. 10.85 á kíló, verður markaðsverðið áfram, þótt aðeins sje reiknað með 6.50 á kíló við vísitölureikninginn, þar sem ríkissjóð ur greiðir neytendum eftir ársfjórðungslega, mismun- inn kr. 4.35 á kíló. Með þessu móti er dregið úr hinni skaðlegu sjálfsblekkingu, sem í því felsþ að greiða vísi- töluna niður bak við tjöldin þannig að hið raunverulega verðlag kemur ekki fyrir almenningsjónir. Gert er ráð fyrir að vísitalan hækki um liðug 3 stig, vegna þess að mjólkurverðið er ekki greitt niður úr ríkissjóði, að sama marki og áður. Ef hins vegar ekkert hefði verið að gjört hlaut vísitalan að hækka alt upp í 310 stig. Fer fjarri því að gjaldþol atvinnuveganna hefðu nú þolað þá kaup- hækkun, sem af þessu stökki vísitölunnar hefði leitt. Það er barnalegt, sem fram hefir komið, að verið sje að skipta þjóðinni í sauði og hafra, eða traðka á ,,jafn- rjetti þegnanna“ með því að atvinnurekendur eru undan skildir frá því að fá endurgreitt úr ríkissjóði mismun vísitöluverðs kjötsins og útsöluverðsins. Þeirra ávinning ur kemur beint fram í því að lægra verðið, kr. 6,50 í stað kr. 10.85, er aðeins reiknað við vísitöluútreikninginn og vísitalan af þeim völdum stórum lægri, sem orsakar minni kaupgreiðslu hjá atvinnrekandanum. Það, sem svo að lokum skiptir ef til vill mestu máli um þessar dýrtíðarráðstafanir nú, er að urn þær er sam- komulag þriggja stjórnmálaflokka, ábyrgðir á þeim og framkvæmd þeirra í höndum ríkisstjórnar, sem studd er jöfnum höndum af atvinnurekendum og verkafólki. Dýrtíðarmálin eru þess eðlis, að grundvallar skilyrði til nokkurrar úrlausnar á þeim, er það, að takast megi að útrýma hinni þröngsýnu hagsmunabaráttu milli stjett anna, þar sem hver togar í sinn skekil, en gagnkvæms skilning og yfirvegunar um það, hvað stjettunum í heild hentar best sameiginlega. Þetta grunvallarskilyrði skap aðist við myndun núverandi ríkisstjórnar og það verður áfram forsendu fyrir frekari og varanlegri úrlausnarefn um þessara vandamála. ðtitiUiiUp \Jíl?uerji ábripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Næturklúbbarnir. NÚ ER verið að opna nætur- klúbbana h.jer í bænum á rý. — Ballið er að byrja eftir að nafa legið niður að mestu sumartím- ann. Eftir byrjuninni að dæma virðist eiga að hafa sama fyrir- komulag á dansleikjum og verið hefir undanfarin ár. Eáta þá byrja ki. 10—12 á kvöldin og standa fram undir morgun. Það er næturklúbbafyrirkomulagið. Það ætti þó að vera tækifæri til að breyta um og færa fram dansleikina um nokkra kiukku- tíma nú, þegar allir vilja gerast adventistar, eða minsta kosti háif-adventistar og hætta að mestu að vinna á laugardögum. Það verður löng hvíld hjá dans leikjafólkinu, sem hættir að vinna um hádegi, að bíða í 10—12 tírna þar til farið er að dansa á laugardagskvöldi, en sunnudagur inn verður þá sennilega nótt hjá mörgum, sem þurfa að hvíla sig áður en vinna hefst að mánudags morgni. Þannig eru tímarnir. Og það ræður víst enginn við tískuna, nje má við margnum. / • Verkefni fyrir íþróttafjelögin. EN EF hugsandi menn skyldu nú fallast á, að blánóttinni væri betur varið til svefns, svona upp á gamla mátann, heldur en í rall og vökur, þá virðist vera ágætt tækifæri fyrir íþróttafjelögin og önnur fjelög', sem bera heilbrigði og velsæmi almennings fyrir brjósti, að breyta til og færa skemtanir fram á kvöldið hjer í þessum bæ. Það vill einmitt svo vel til, að mörg slík tjeiög standa nú fyrir næturklúbbaaðferðinni og það ætti því að vera á þeirra valdi að breyta til, ef viljinn er fyrir hendi. Það er óneitanlega all-öfug- mælakent, að fjelög, sem eyða tíma og fje í að bæta heilsu manna og gera æskuna hraustari, skuli standa fyrir því, fyrir pen- inga, að brjóta niður heilsufar æskunnar og stuðla að aukinni óreglu. En það er einmitt þetta, sem mörg ágæt fjelög gera, beint eða óbeint, vísvitandi, eða óafvit- andi. • Ætti ekki að draga lir aðsókn. ÞAÐ ætti ekki að draga neitt úr aðsókn að skemtunum, þó þær byrjuðu fyrr á kvöldin, en nú tiðkast almennt. Nægir í því sam bandi að minna á skemtikvöld Ferðafjelagsins og Anglía, sem hafa verið það vel sóttar undan- farna vetur, að miklu færri hafa komist að en vildu. Það ætti því ekki að verða fjár hagslegt tjón fyrir fjelög, sem st.anda fyrir dansleikjum, þó þeir byrjuðu fyrr kvöldin, em-það mun vera svo, að mörg fjelög reikna með hagnaði af dansleikj um til að standast kostnað við fjelagsstarfsemina. Vitanlega er það ekki sem heilbrigðastur fjár iiagsgrundvöllur, en kanske ekk- crt við því að gera. Hvernig væri að ræða þetta mál á fjelagsfundum til þegs að reyna að komast að vilja fjelags manna? Gera um ]>að samþykkt ir, með eða móti og haga sjer síð an eftir því? • Unglingamir og böllin. MÖRGU foreldri er það áhyggju efni, hve unglingar eru áfjáðir í að sækja dansleiki og kaffihús, áður en þeir hafa náð þeim aldri og þroska, að það geti talist for- svaranlegt, að leyfa þeim að sækja slíkar skemtanir. Það er alkunna, að foreldrar og ráða- menn unglinga hafa nú minna að segja yfir æskunni, en áður var. Unglingarnir fara orðið sinna ferða og hafa meira frjáls- ræði en áður tíðkaðist. En yfirvöldin hafa sjeð að það er ekki holt fyrir börn að sækja næturskemtanir fullorðna og þess vegna hafa verið settar reglugerð ir og fyrirmæli um, að unglingar þurfi að hafa náð vissu aldurs- takmarki, áður en þeim sje heim ilt að sækja kaffihús og dans- leiki, nema í fylgd með full- orðnum. • Ljelegt eftirlit. EN það virðist vera mjög lje- legt eftirlit með þessum reglum, eða þá, að þjóðinni er að fara aft ur og menn ná seinna fullum þroska, en eðlilegt var talið fyrir nokkrum árum. Á kaffihúsunum, þar sem dans- að er milli bórða, og á dansleikj- ;im, má sjá ungar stúlkur, sem eft ir útliti og þroska að dæma hafa varla náð nema fermingaraldri. Drengir, sem ennþá hafa ekki van 'st við að ganga í síðbuxum, eru stundum aðalkavalerarnir á slík- um samkomum. Hjer vantar sýnilega eftirlit með því, að ákvæðum barna- verndarlöggafarinnar sje hlýtt. Það má ekki láta peningagræðgi einstaidinga, eða fjelaga taka fram fyrir hendurnar á lögum og almennu velsæmi.nje vera þránd ur í götu þess, að hjer geti alist upp heilbrigð og hraust æska. o Eins og í síldartunnu. SENNILEGA er það samkomu húsaskorturinn, sem veldur því, að dansleikir og kaffihús eru hjer svo yfirfull almennt, að gestirnir geta ekki hreyft sig og á dans- gólíum eða danspöllum er fólkið eins og síld í tunnu. — Það virð ist vera ótakmarkað, hve mönn- um er leyft að troðast inn í sam komuhús. Læknar geta borið um, að þetta er hættulegt frá heilbrigðis sjónarmiði og þeir, sem kunnug- ir eru eldshættu, sjá, að hjer get ur verið beinn voði á ferðum. í amerískum veitingahúsum og samkomusölum er fyrirskipað að auglýsa greinilega, hve margt fólk megi vera þar innl í einu og liggja við stór sektir, ef út af er brugðið. Lögreglan hefir eftirlit' með því, að ekki sjeu fleiri menn samankomnir á einum stað en trvggt er talið. Hjer þyrfti sannarlega að gera emhverjar slíkar ráðstafanir og það áður en slys hafa hlotist af ástandinu eins og það er nú. ! A INNLENDUM VETTVANGI I ■ • » • Vestrænf 09 auslræn! Eýðræði EIN málpipa kommúnista hjer á iandi hefir nýlega brotið vel- sæmisregiur og trúnað honum sýndan í Ríkisútvarpinu með því að, gera tilraun til að fegra á- kveðna pólitíska stefnu fyrir ís- lenskum almenningi og reifa við kvæmt deilumál frá einni hlið. En þessi málpípa erlends stjórn inálafiokks vann ekki alveg ó- þarft verk með áróðri sínum, því hann vitnaði um mikilsvert at- riði ofstækistrúarmanna. — Hann gerði greinarmun á vestrænu og aiwhænu lýðræði og við þá skýr ingu ættu að opnast augu margra, sem blindir hafa verið og' ialið, að lýðræði væri lýðræði hvaðan, sem það væri ættað, eða upprurmið. En eins og útvarpsmálpípan benti rjettilega á, þá er það sitt hvað, vestrænt og austrænt lýð- ræði. Um þessar tvær ólíku stefn ur standa nú miklar cleilur í heim iaum og á utanríkisráðherrafundi stórveldanna, sem staðið hefir yf ir undanfarnar vikur í London, i’.eíir sá mismunur, sem er á vest r;enu og austrænu lýðræði tafið sa nkomulag alt í alþjóðamálum t g svo alvarlegur er munurinn, a þessum tveimur stefnum, að tal ið ei að ekkert samkomulag geti oróið á meðan hver heldur fast við siot : þessum efnum. ★ Samkvæmt hinu austræna lýð- ræði er aðeins til einn flokkur, ein stefna. Samkvæmt kenning- um hins austræna lýðræðis er ekki til nein andstaða, engin gagn rýni leyfð, engar opinberar um- ræður um landsmál. Hið aust- ræna lýðræði gæti að þessu leyti samþykt kjörorð Hitlers: „Ein þjóð, eitt riki, einn foringi“. Hið austræna lýðræði hefir ver ið innleitt í ir*örgum þeim lönd- um, sem Rússar hafa lagt undir sig í þessari styrjöld. Það átti að innleiða það í Balkanlöndum. í Súlgaríu átti að kjósa samkvæmt reglum hins austræna lýðræðis, þar til vesturveldin tóku í taum ana og heimtuðu, að samþykkti! Yaltaráðstefnunnar og Potsdam- fundarins yrðu látnar gilda um kosningar þar í landi. Þær sam- þyktir hljóðuðu á þá leið, að frjálsar og leynilegar kosningar skildu fara fram í þeim löndum, sem frelsuð voru í styrjöldinni undan oki nasismans og fe.sjs- mans. ★ Hið vestræna lýðræði er eins og þeir vita, sem við það hafa búið, alt annars eðlis en hið aust ræna. Vestræna lýðræðið bygg- ist á rjetti kjósenda til að velja og hafna. Þar ræður meiri hlut- inn úrslitum í kosningum. — Þar kýs þjóðin ]>á fulltrúa, sem hún vill að fari með umboð sitt, en ekki fulltrúa, sem henni er sagt að hún eigi að kjósa. Þar sem hið vestræna lýðræði rikir er prentfrelsi, skoðanafrelsi og athafnaffelsi, þar sem vest- ræna lýðræðið ríkir hafa menn leyfi til að gagnrýna gerðir stjórn arvaldanna. Þeir, sem við slíkt lýðræði búa, leyfa ekki pólitískar fangabúðir eða aftökur fyrir póli tískar skoðanir. * Það er því ekki nema gott eitt ’im það að segja, að kommúnistar Framhald á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.