Morgunblaðið - 02.10.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.10.1945, Blaðsíða 10
10 'T-'T l 'tl MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagnr 2. okt. 1045 JÓNATAN SCRIVENER Cftir (Jíaude ^Jlou^Lton > Plíi^íJÍMÍblsiiÖáitiMS Stríðsherrann á Mars 2 renffjaáatya Eftir Edgar Rice Burroughs. 34. IV. kafli Turninn leyndardómsfulli JEG get ekki fengið að mjer að vera að rekja alla sög- una af ferðalagi okkar Woola þá leiðinlegu daga, sem við vorum að komast gegnum glervölundarhúsið og hina dimmu ganga hinummegin við það, sem lágu undir Dor- dalinn og Gullnu björgin, svo að við komum loks út í hlíðum Otz-fjallanna, rjett fyrir ofan Dal hinna glötuðu sálna, — þenna aumkunarverða stað, þar sem veslingar þeir höfðust við, sem þorðu ekki að halda áfram píla- grímsferð sinni til Dor og ekki heldur þorðu þeir að snúa sftur til heimalanda sinna. Hjer lá slóð fjandmanna minna meðfram fjallinu yfir brött gil og djúpar gjár, meðfram þverhníptum klettum, cg stundum niður í dalinn, þar sem við urðum oft að berjast við menn þá, er bygðu þenna stað vonleysisins. En við komumst gegnum alla þessa erfiðleika, og fór- um upp úr dalnum, eftir mjóu gili, sem varð brattara með hverju skrefi, uns alt í einu gnæfði við okkur vold- ugt virki, í skjóli undir klettum, sem slúttu fram yfir það. Hjer var hinn leyhdi felustaður Mathai Shang. Hjer drotnaði hann yfir þeim fáu þjóðflokkum, §á sami, sem miljónir höfðu áður hlýtt. Og með honum í virki hans var aðeins lítill flokkur Þerna eftir. Rökkrið var að síga yfir, þegar við komum auga á þessa fjallveggi, sem virtust algerlega ókleyfir, og til þess að við sæumst ekki fór jeg með Woola bak við klettastall nokkurn, inn í þjetta, dökkrauða runna, sem vaxa uppi í fjöllunum á Mars. Þar lágum við grafkyrrir, uns aldimt var orðið. Þá læddist jeg út til þess að athuga virkisvegginn, hvort nokkursstaðar myndi vera hægt að komast innfyrir hann. Og annaðhvort af kæruleysi, eða vegna hins, að virk- isbúar voru ekki smeykir um að nokkur maður leitaði þangað, stóð hið mikla steinhlið opið upp á gátt. Inni í garðinum voru nokkrir varðmenn, þeir hlógu og skemtu sjer yfir einu af hinum óskiljanlegu marsnesku spilum. Jeg sá, að enginn af vörðum þeim, sem þarna voru, 39. dagur „Mjer þykir vænt um, að þjer skylduð koma hingað í kvöld, herra Middleton“, sagði Pálína. „Jeg hefi hug á því að kynnast öllum, sem þekkja jónatan. Þjer þekkið hann, og frú Bellamy þekkir hann, að því er mjer er sagt. En meðal annara orða“, sagði hún og sneri sjer að mjer, „hafa nokkrir fleiri komið hingað?“ „Já — ungur maður, að nafni Antony Rivers. Hann hefir aðeins komið einu sinni. Hann sagði mjer, að hann hefði þekt Scrivener í tvö ár“. „Heldurðu að hann komi hingað aftur?“ spurði Pálína áköf. „Já, jeg geri fastlega ráð fyrir því. Jeg skal kynna hann fyrír ykkur báðum. Veistu, að Middleton hitti frú Bellamy hjerna eitt kvöld?“ „Já — jeg gerði það“, muldr- aði Middleton og roðnaði við. — Þau urðu samferða út eftir rúma klukkustund. Jeg komst að því síðar, að Middle- ton fylgdi Pálínu heim. VII. Kafli. I. Það eru til blóm, sem breiða ekki úr krónu sinni fyrr en á kvöldin, og það eru til mann- verur, sem maður ætti ekki að sjá nema á kvöldin. Ein þeirra var Francesca. Á kvöldin var hún í essinu sínu. Ástríða hennar magnaðist, persónu- leiki hennar varð blæbrigða- ríkari, leyndardómur hennar enn dularfyllri, þegar húmaði að. Skrautgripasalar vita hvað þeir syngja, þegar þeir sýna demantana í hálsbandi á svörtu flaueli. Klukkan sló ellefu þegar jeg gekk inn í anddyrið á heimili hennar við Bruton-götu. Þótt hvergi væri neitt tildur nje prjál, fann jeg þegar, að þetta myndi auðugt heimili. Og jeg hefði vitað að þetta væri heim- ili Francescu þótt jeg hefði ver ið leiddur þangað blindandi. — Það var markað persónuleika eigandans á sama hátt og bóka- safn Scrivener. Jeg var að hugsa um þetta og ýmislegt annað, meðan við snæddum kvöldverðinn. — Hún var kát og spjallandi um alla heima og geima, svo að jeg þurfti lítið að segja. Hún gaf í skyn að hin raunverulega á- stæða til þess að hún bauð mjer til kvöldverðar myndi koma í Ijós að snæðingi loknum. Hún var æst og geðshræring hennar hafði áhrif á mig. Það var eitt- hvað í látbragði hennar sem sannfærði mig um, að hún myndi nú hafa komist að ein- hverri varanlegri niðurstöðu. Jeg hlustaði á hana, og dáð- ist með sjálfum mjer að fagur- sköpuðum öxlum hennar, sem mintu á fínan marmara, löng- um, dökkum augunum og rauð um, girnilegum vörunum, og alt í einu o„.it mjer Bellamy í hug. Jeg leit í fíringum mig í herberg inu. Það var Bellamy, sem hafði greitt fyrir allan þennan mun- að. Hvað skyldi Hann hafa hugs að um, nóttina sælu í París — hinstu nótt hans í þessu lífi? — Jeg leit á Francescu. Hún hló Það var enginn dráttur — eng inn skuggFá andliti hennar. ■— Svipur hennar sindraði af ólmri, óstýrilátri lífsgleði, — í aug- um hennar var engin ógæfa til nema dauðinn. „Af hverju horfirðu svona á mig? Þú hlustaðir ekki á það, sem jeg var að segja. Þú horfir á mig til þess að fá staðfestingu þinna eigin hugsana". „Þú ert svei mjer skarp- skygn“, svaraði jeg. „Þú hefir alveg rjett fyrir þjer. Jeg var að athuga þig sálfræðilega“. „Þú verður að segja mjer að hvaða niðurstöðu þú hefir kom ist. Og það ætla jeg að segja þjer, að þú þarft á allri þinni sálfræðilegu þekkingu að halda, ef þú ætlar að hafa í full trje við Jónatan. Við skulum færa okkur inn íyrir, og svo geturðu leyst frá skjóðunni“. Jeg gekk á eftir henni inn í iítið, vistlegt herbergi. — Þar ,'oguðu kertaljós og það snark- aði fjörlega í arineldinum. „Þú átt að sitja þarna“, sagði hún. „Jeg vil sjá framan í þig. Jeg ætla að segja þjer dálítið í kvöld, sem er hættuspil. En fyrst verðurðu að segja mjer frá þínum sálfræðilegu athugunum á mjer“. Til allrar hamingju hafði jeg hugsað mikið um hana, og var því vel undir það búinn, að tak ast þetta á hendur. Jeg kveikti í vindlingnum, sem hún rjetti mjer. „Jeg vona, að þú búist ekki við miklu. Þetta er aðeins fyrsta tilraun mín. — Þú ert að öllu leyti barn þinna tíma, og þú ert þjer fyllilega meðvitandi um hvers þú ert megnug. Þú átt í fórum þínum ástríðu og hæfileika til þess að elska, en þú gerir þjer ekki ljóst, hver áhrif duttlungar þínir geta haft á líf annarra. Þú ert hættuleg vegna þess hvernig þú ert gerð — en ekki vegna þess að þú sjert illgjörn. Þú ert að eðlis- fari öfgafull, munaðargjörn og eigingjörn. Þú skeytir ekki um samvisku, iðrun nje brýtur heil apn um önnur slík vandamál mannlífsins. Ef þú hefðir lifað fyrr á öldum, er ekki ósenni- legt að þú hefðir verið miðdep- ill örlagaþrunginna atburða, en þótt svo hefði verið, myndir þú aðeins hafa skeytt um persónu leika manna þeirra, sem í kringum þig voru, en ekki vandamál þau, sem þá voru á döfinni. Skilningur þinn og hugsanir snúast einvörðungu um menn, en ekki málefni. Þú veist þegar í stað, hverjir eru óvinir þínir og hverjir eru þræl ar þínir. Þegar þú þiggur hrós af mönnum, gerir þú það eins og þú værir að sýna þeim sjer- stakan heiður. Að þekkja þig, það getur verið göfgandi — að elska þig — það myndi vera hreinasta víti“. Jeg var í þann veginn að Ijúka máli mínu með einhverj- um glensyrðum, þegar jeg tók eftir því, að hún starði á mig með aðdáunarsvip. „Já — en — en þetta er ekki hægt!“ stamaði hún. „Ha? Nei — þetta er senni- lega alt saman vitleysa —“. „Það er sannleikur! Hvert eitt einasta orð! Hvernig stendur á því, að þú veist þetta?“ Hún reis á fætur og starði á mig. „Þú sagðir mjer talsvert um sjálfa þig, þegar við hittumst í fyrsta sinn“, sagði jeg. „Og af ' útliti þínu hlýtui’ hver maður að geta ráðið býsna mikið“, En hún var ekki ánægð. „Þú þekkir Jónatan! Jeg er viss um það. Þú hefðir aldrei verið fær um að geta upp á öllu þessu“. „Þú veist mætavel, að jeg þekki hann ekki. Þú hefir sjálf fengið sannanir fyrir því, að jeg sagði sannleikann. Það get- ur hver og einn sagt um þig það sem jeg sagði áðan. Þú hefir sagt mjer það alt saman sjálf, þótt þú hafir ef til vill notað önnur orð“. Hún settist aftur, og um rauð ar varirnar ljek ögrandi bros. „Jæja — við skulum þá ekki tala meira um það.“ Hún þagn- aði andartak, og sagði svo glað- lega: „Middleton vinur þinn kom hingað fyrir nokkrum dög um. Vissirðu það?“ „Middleton!“ Jeg var undrandi og hún sá það. ,,Já!“ hrópaði hún sigri hrós- andi. „Þarna skeikaði sálfræð- ingnum! Já, Middleton kom reyndar í heimsókn til mín“. „Til hvers?“ spurði jeg — og trúði ekki nema svona hálft í hvoru því sem hún var að segja. „Til þess að biðja mig fyrir- gefningar. Þú manst, hve ókurt eis hann var, þarna heima hjá þjer“. Jeg svaraði ekki. Jeg horfði aðeins á hana. Jeg gat ekki í- myndað mjer öllu ólíkari mann verur en Francescu og Middle- ton. Mjer fanst fráleitt að ætla, að þau gætu nokkru sinni orðið vinir. — Francesca virtist hafa gaman að vandræðum mínum. „Hann er athyglisverður mað ur ■— finst þjer það ekki? Hann segir margt óvænt, þegar hann hefir bragðað dálítið. Jeg skil vel, hversvegna Jónatan gaf sig á tal við hann. — Og hann sagði mjer meira um Pálínu Mandeville en þú. Jeg sagði honum, að hann skyldi kynn- ast henni betur. Af hverju ertu svona þungur á brúnina?“ Jeg svaraði ekki og hún hall aði sjer aftur á bak í sætinu og hló lágt. Hún virtist skemta sjer konunglega. Jeg skildi nú, hversvegna Middleton hafði verið svona glaður, þegar hann sá að jeg var ekki einn heima, síðast þegar hann kom í heim- sókn. Hann vildi, að jeg kæm- ist af eigin rammleik á snoðir um heimsókn hans til Franc- escu — svo að hann þyrfti ekki að gefa neina skýringu. Einu sinni var setudómari skipaður til að rannsaka um- fangsmikið mál úti á landi. — Honum var haldinn dýrðleg veisla, áður en hann fór heim- leiðis að loknum störfum og þá sagði aðalræðumaðurinn meðal annars: — Herrar mínir. Það er til gamalt fagurt ævintýri, sem segir, að þegar barn fæðist í heiminn, þá kyssi verndareng illinn það. Ef hann kyssir það á augabrúnirnar, verður það gáfað, ef hann kyssir það á aug un, verður það fagurt, ef hann kyssjr það á fingurna, verður það listfengt. Nú, herrar mínir, hefi jeg ekki aðstöðu til að segja ykkur, hvar engillinn kyssti heiðursgest okkar, en svo mikið er víst, að hann er fyrirmyndar setudómari. ★ Þeir voru báðir á vitfirringa hæli og voru að tala saman. — Ef jeg beini þessum geisla upp í loftið, sagði annar, um leið og hann kveikti á vasaljósinu sínu — skal jeg veðja við þig milj- ón krónum, að þú getur ekki klifrað upp eftir honum. — Þú platar mig nú ekki, sagði hinn — jeg veit hvernig þú ætlar að hafa það. Þegar jeg er kominn hálfa leið upp, þá ætlar þú að slökkva á vasaljós inu. ★ ‘ Litill snáði fjekk að fara í boð í spánýjum fötum. Þegar hann kom heim var búið að klippa göt hingað og þangað á nýju fötin svo að þau voru orð in gjörónýt. Hvað er að sjá þig, sagði móðir hans, hvað hefir þú gert við fötin þín? — Við vorum í búðarleik. — Jeg var látinn leika gráðöstinn. ★ Feit kona steig ofan á geð- stirðan mann, sem var að r.eyna að lesa blaðið sitt í strætisvagn- inum. — Frú, sagði maðurinn, •— jeg verð að biðja yður að gcra svo vel að færa yður ofan af fætinum á mjer. — Setjið þjer þá fótinn á yð- ur þar sem hann á að vera, ans aði konan stygglega. — Freistið mín ekki, frú, freistið mín ekki, muldraði mað urinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.