Morgunblaðið - 27.10.1945, Page 4

Morgunblaðið - 27.10.1945, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 27. október 1945 MiifflimiuMWfflraBBamnmniiiiiiiiniin; Bílskúr | vi5 íþróttavöllinn til sölu § | eða leigu. Upplýsingar í 1 Sími 5579. fl rjuuuiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimimiiuumiuuumuiii [Fordvörubifreið] 1 model ’30, til sölu, í góðu 5 i standi. Uppl. á Hátúni 3, i kl. 3—5. imiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiri! piiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi 3 íiefilbekkuri 5 H ss tií sölu í Netagerðinni, — g Höfðavík kl. 12—6. aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiii (mininiiiiimiimuiiimiiiiiiiiniiniiiiiiiiiiiiiiiiimiii'" S B íbúð til sölu | | Sex herbergi og eldhús til = | sölu nú þegar rjett við = Miðbæinn. ^ Uppl. í síma 6070. = rmmnnnimwi»Mig!BCT^amimmn;;iniiiiiVf filllllllllllllllilllllHUUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIinillllllllllin Ung hjón ( | óska eftir herbergi. Getur = komið til greina að líta eft s | ir börnum 1—2 kvöld í fjj a viku. Tilboð merkt ,,Reglu § | samur — 389“', sendist = | Mbl. fyrir mánudagskvöld. = 9 I uuiuiumuiiuuuiuiuiimimmuimimmitiiimuiimi mimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiuiiiii a Ameriskur Skinnjakki ( J§ með loðkraga, til sölu. — s §1 Uppl. í síma 3910 eftir kl. § 12 í dag. e = ■unnnnminnummnumfflmuifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim Bifreið til £Ölu. Uppl. á Karlagötu = B E= 11, eftir kl. 2 í dag. «llllllllllllillllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll! «iiuiiiimiiii!iiiiiiiimmmimiiimimiiiiiiiiimiiiiiiim! IVerkamenn] = Nokkra duglega verka- = | menn vantar til vinnu við § | flugvöllinn í Reykjavík. = Uppl. eftir kl. 5 hjá Guð- =j | mundi Kristmundssyni, 1 Flókagötu 4. 4 I cnuuimiiuuumniumiiiiumnnmiffliuuimmiuimi Nokkur orð um síðasta útvarps- erindi Einars Magnússonar mentaskólakemiara Eítir Sigurjón Pjetursson (K.R.) Minningarorð um Guðmund Gíslason JEG hefi undanfarna daga verið að bíða eftir að einhver af forvígismönnum íþróttahreyf ingarinnar, sendi frá sjer mót- mæli út af þeim ummælum, sem fram komu í útvarpserindi, er minn fyrrverandi ágæti kenn- ari, Einar Magnússon, flutti mánudaginn 15. þ. m. Allverulegur hluti þessa er- indis fjallaði um frjettaflutning útvarps og blaða, um íþróttamál okkar. Jens Benediktsson og Víkverji hafa báðir skrifað hóg værlegar mótmælagreinar út af nefndu útvarpserifldi, og þakka jeg þeim báðum fyrir það. Þar sem hjer er um blaða- menn að ræða, tel jeg nauðsyn- legt að mótmæli komi einnig frá íþróttamönnunum sjálfum eða einhverjum þeim sem starf að hefir að íþróttamálum og tel ur sig hafa næga þekkingu á íþróttastarfseminni hjer til þess að geta ritað um þau mál. Þar eð jeg undirritaður hefi í samfel'lt 26 ár starfað að í- þróttamálum hjer í bænum að allverulegu leyti, þá þykist jeg vera þess sæmilega umkorpinn að geta þetta. Jeg verð hreinskilnislega að viðurkenna, að jeg hefi sjaldan orðið eins undrandi, og jeg varð umrætt kvöld, yfir því, sem E. M. sagði um íþróttamennskuna hjer á landi, þegar þess er gætt, að hjer er á ferðinni prýðilegur maður, gæddur ágætum gáfum, og sem sjálfur hefir tekið þátt í íþróttastarfi um 25 ára skeið. Jeg skildi E. M. svo, að hans raunverulegi tilgangur með flutning erindis þessa, ætti að vera sá, að vekja athygli al- þjóðar á hinu aumlega ástandi skólahúsa okkar hjer í Reykja- vík. Fyrir mína hönd og að jeg held fyrir hönd íþróttamanna yfirleitt, þá fanst mjer áhugi Einars fyrir að koma sem mest um umbótum á þessi mál bæði virðingarverður og slpljanleg- ur. Um þetta hljóta allir hugs- andi menn að vera sammála — líka íþróttamenn. En hitt skilja íþróttamenn ekki, að nokkur meiri vop sje um skjóta úrlausn þessara vandamála, þó að fyrirlesarinn ráðist fyrst að íþróttastarfsem- inni hjer í landinu á mjög svo óviðeigandi hátt að mínum dómi, og þá um leið ófrávíkjan- lega að gera lítið úr íþrótta- mönnum okkar í heild, ásamt þeim mönnum, sem af ást og á- huga á íþróttastarfseminni, hafa a. m. k. sumir hverjir, um tugi ára lagt fram að segja má allan sinn frítíma og oft meira í þágu íþróttastarfseminnar. Það, sem mest virðist hafa farið í taugarnar á E. M., eru hinar tíðu tilkynningar útvarps og blaða um árangur íþrótta- fólks okkar í hinum ýmsu íþróttagreinum. Jeg skal vel ganga inn á, að sumar þær til- kynningar og skýrslur, sem að jafnaði birtast í útvarpinu um íþróttamál, mætti í tilfellum stytta eða jafnvel fella alveg niður. En hitt geng jeg hins- vegar ekki inn á, að ekki sje full ástæða til að geta merki- legra íþróttaafreka, því að það viðgengst með öllum menning- arþjóðum og þykir alveg sjálf- sagt. I erindi sínu komst E. M. svo að orði: ,.Það stekkur ekki svo strákur hálfan millimetir lengra en annar strákur austur i á Jökuldal á sunnudagsmorgni, að það komi ekki í útvarpinu um kvöldið" Hjer hlýtur E. M. að hafa mis talað sig, því að hann veit, að hálfur millimeter verður ekki mældur í sandgryfju. Fólki, sem ekki þekkir mikið til íþróttastarfsemi, þykir ef til vill ekki mikið til þess koma, þó að birt sje frjett um að met t. d. í hástökki, hafi verið aukið um 4 em. og að met í 100 m. hlaupi hafi verið bætt um 4/10 úr sekúndu. En E. M. og þessu fólki til fróðleiks skal þess get- ið, að það tók 5 ár að bæta heimsmetið í hástökki um 4 cm. og um 30 ár að bæta heimsmet- ið í 100 metra hlaupi um 4/10 úr sekúndu. E. M. varð töluvert tíðrætt um golfkeppnina, sem enn er mjög ung hjer á landi, og fanst mjer það ekki vera talað af mikl um skilningi. Ef hann hefði haft einhverja löngun til þess að segja landfólkinu eitthvað gott um þessa ungu íþróttagrein hjer á landi, þá hefði hann getað upplýst m. a. að s. 1. haust ósk- aði breski herinn hjer á landi að senda.til keppni 17 af sínum úrvals golfmönnum á móti 17 af okkar golfmönnum. — Leik- ar fóru svo, að okkar menn unnu 16 af 17 leikjunum, og er það þó vitað að Englendingar eru engir skussar í þessari í- þrótt frekar en öðrum íþrótt- um. Eins og hverjum manni mun vera full ljóst, þá liggur á bak við slík afrek, sem hjer hafa verið nefnd, þrotlaus æfing og ákveðni í því að gefast aldrei upp, þó að seint gangi. E. M. er það vel kunnugt, að eitthvert mesta gildi íþróttaoðkana er ein mitt það að setja markið hátt og vfnna markvisst að því, þar til fullum árangri er náð. Þann ig hugsa allir góðir og gegnir íþróttamenn. Þeir hafa ánægju af að æfa sig og keppa við góða og heilbrigða íþróttafjelaga, og þeir finna nauðsyn þess að eign ast heilbrigða sál í hraustum líkama. Á þennan hátt telja þeir heillavænlegt, í æsku, að búa sig undir hin margvíslegu störf, sem þeirra bíða, er út á hinn breiða leikvang lífsins sjálfs er komið. Það er þetta sem vakir fyrir hverjum íþróttamanni, en ekki það að verða sýningargripir á íþróttamótum, og að fá nafn sitt í útvarpið og mynd af sjer í blöðin. E. M. segir að skólarnir hafi orðið að banna nemendum sín- um að vera í íþróttaf jelögunum. Jeg vil nú í allri einlægni spyrja E. M., að því, hvort hætta geti stafað áf því fyrir skóla okkar að hafa slíka menn, sem að fram an greinir, innan vjebanda sinna, og heldur hann ekki líka, að þeir geti verið nokkuð lík- legir til að taka t. d. 9.2 í landa fræði eins og hann Jón litli Guðmundsson í 1. bekk H í Gagnfræðaskólanum gerði. Við íþróttamenn teljum, að góð íþró’ttaafrek og afrek Jóns litla, sjeu vel sambærileg. -— Á bak við þau liggur langt venju legast mjög mikið starf. Jeg tel þau í báðum tilfellum þess verð, að þeirra sje getið í út- varpi og blöðum. Við íþróttamenn munum framvegis, eins og hingað til, sjá svo um, að lofsverðra afreka í- þróttamanna okkar verði getið í útvarpi og blöðum. Væri það ekki nokkuð gott ráð, að for- ráðamenn skólanna færu að dæmi okkar og sæju um, að meira birtist í framtíðinni en hingað til um þau afrek, sem unnin eru í skólunum. Þegar hjer er komið, gæti jeg vel ímyndað mjer, að E., M. myndi hugsa sem svo: „Hvaða dæmalaus vitleysa er þetta. alt saman. Er jeg ekki búinn að segja það í útvarpið og svo stendur það líka svart á hvítu í Alþýðublaðinu, að jeg álít, að íþróttir sjeu í sjálfu sjer góðar, þegar þeim er beitt í hófi og drenglyndi. Þarna erum við E. M. alveg sammála. En strax skiljast leiðir okkar aftur, því að strax á eftir kemur eftir- farandi orðrjett: ,,Af þessu gæti maður freist- ast til að álykta, að áhugi fólks, alls almennings, beindist svo miklu meir að líkamsmennt en andans mennt, og væri þá sann arlega illa farið, þó að íþróttir sjeu í sjálfu sjer góðar, þegar þeim er beitt í hófi og dreng- lyndi. En svo mun þó ekki vera, að áhugi almennings beinist svo mjög að íþróttaafrekum, heldur er þessi auglýsingastarfsemi á íþróttakeppninni fyrst og fremst verk forystumanna í- þróttafjelaganna, sem sitja eins og skrattinn um sál um hvern ungling, sem eitthvað getur í þeim efnum, og því hafa skól- arnir bannað nemendum sínum að vera í íþróttafjelögum. En um samkomulagið eða öllu heldur ríginn milli íþrótta- fjelaganna ætla jeg ekki að tala. Um hana vita allir, og hversu hollur hann er fyrir drenglyndi íþróttamannanna. Hitt er sönnu nær, að flestum foreldrum sje það miklu meira áhugamál, að börnin þeirra kom Frarnh. á bls. 12 HANN Ijest á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði 22. þ. m., 83 ára að aldri. Guðrnundur var Árnesingur að ætt og uppruna, fæddur í Unnarholtskoti í Ytri-Hrepp, sonur Gísla Þórðarsonar og Guðrúnar Ketilsdóttur, er þar bjuggu, og var hann hjá þeina, þar til hann reisti bú í Króki í Biskupstungum 1891, og kvæntist þá Guðfinnu Eyvinds dóttur, mesta valkvendi. Lengst af bjuggu þau hjón á Tjörn í sömu sveit. 1918 fluttu þau til Hafnar- fjarðar, þar þektu þau, frá fornu fari, hjónin Sigurgeir Gíslason verkstjóra 'og Marínu Jónsdóttur frá Unnarholti, sem æ síðan reyndist þeim hið besta. Fyrir fjórum árum misti Guðmundur konu sína, eftir margra ára farsæla sambúð. Börn þeirra hjóna, er nú lifa, eru tvær dætur, búsettar í Reykjavík: Kristín, gift Sig- urði alþingismanni Guðnasyni, Guðrún. gift Gunnari gullsmið Sigurðssyni og Gísli bílstjóri í Hafnarfirði, sem var giftur Pálínu Þórðardóttur, en misti hana fyrir nokkrum árum og býr hann nú með unnustu sinni og vár Guðmundur lengst af hjá þeim eftir að hann misti konu sína. Guðmundur Gíslason var gjörfilegur maður ásýndum, hraustur lengi vel og drengur góður, og hið sama mátti segja um bræður hans, Ketil, er lengi bjó í Unnarholtskoti og Krist- ján á Vatnsleysu, er dó ung- ur og var öllum harmdauði, er til hans þektu. Guðmundur var mjög söng- hneigður og enda gæddur mik- illi söngrödd og blæfagurri, einkum á yngri árum. Þegar ný sálmabók var gef- in út, 1886, sendi síra Valdi- mar Briem á Stóra-Núpi sex unga menn úr sóknum sínum til Bjarna organista Pálssonar á Stokkseyri, til þess að læra lögin við hina nýju sálma, og var Guðmundur einn af þeim. Þetta varð til þess, að hann söng jafnan í kirkju þar eystra eftir það og var oft forsöngv- ari í ýmsum kirkjum, einkum eftir að hann kom í Biskups- tungur, en þar var þá prest- ur síra Magnús Helgason, er mat að verðleikum áhuga hans og starf í þágu kirkjusöngsins. Nú er hann horfinn sjónum vorum, þessi gamli söngsvanur og syngur nú guði lof og dýrð á hærri sviðum tilverunnar. Söngvinur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.