Morgunblaðið - 27.10.1945, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.10.1945, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. október 1945 IOEGUNBLADIÐ 5 Sviptur ökuleyfi í 3 ár í GÆR var kveðinn upp dóm Ur í Hæstarjetti í málinu rjett- vísin og valdstjórnin gegn Guð- mundi Egilssyni, Akranesi. — Mál þetta ér risið út af bifreiðar slysi, er varð skamt frá bænum Gröf í Lundarreykjadal. — í slysi þessu beið Guðmundur Bjarnason, Akranesi bana. — Guðmundur Egilsson ók bifreið inni. Þar sem slysið varð, var steinsteypt ræsi á veginum. Hafði ræsið bilað, steypt plata, sem var yfir ræsinu hafði sigið nokk uð öðru megin og gat komið á plötuna undan hjólfari, svo orð ið hafði að gera við bilunina til bráðabirgða. — Bifreiðin lenti öðru megin niður í lægðinni, yfir plötunni. Misti bílstjórinn þá stjórn á bifreiðinni svo að hún valt um koll og stöðvaðist út á yegarbrún, 8 til 10 metra frá trjáendum sem lágu yfir ræs- inu, og stöðvaðist bifreiðin á hvolfi. — Guðmundur Bjarna- son rotaðist við fallið og dó svo að segja samstundis. Hæstirjettur staðfesti dóm undirrjettar, þó svo að Guð- mundur Egilsson er sviftur öku leyfi 3 ár alls og 600 krónur í málflutningslaun til skipaðs sækjanda og verjanda. I forsemdum segir m. a. svo: Umbúnaður sá, sem gerður var til bráðabirgða á ræsi því er í málinu greinir, var eink- um hættulegur fyrir þá sök, að breitt bil var milli trjáflekanna og alldjúp lægð þar á milli. Stallur nokkur var af veginum upp á flekana, enda var ekki sniðið af endum trjánna. Var því full nauðsyn til þess að setja þarna hættumerki, og því frekar sem vegur var greiður að ræsinu beggja megin. Ákærði ók á bíl sínum yfir ræsi þetta um hálfri klukku- Stund áður en slysið varð. Átti hann því að geta varist það, er hann ók til baka. Svo var það og vangæsla af hans hendi að draga ekki nægilega úr hraða bifreiðarinnar, þegar hann sá ræsið framundan sjer í nokk- urri fjarlægð^ er hann telur hafa verið 20—25 metra að minsta kosti, en það hefði hon- um verið unt, ef hraði bifreið- arinnar var ekki óhæfilega mik ill. Samkvæmt þessu þykir með skírskotun til lagagreina þeirra, er í hjeraðsdómi greinir, svo og 38. gr. laga nr. 23/1941 mega staðfesta hinn áfrýjaða dóm, þó svo, að ákærði verður sviptúr leyfi til að aka bifreið um 3 ár alls. Eftir þessum málsúrslitum ber ákærða að greiða allan á- frýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda í hæstarjetti, kr. 600,00 til hvors. Það er aðfinnsluvert, að hjer aðsdómarinn Þórhallur Sæ- mundsson hefir dregið óhæfi- lega lengi að hefja rannsókn málsins. Settur hjeraðsdómari, Ármann Snævarr, er rannsakaði málið að mestu leyti, hefir yf- irheyrt Ara Guðmundsson, verk stjóra, sem ljet gera umbúnað þann á ræsinu, sem áður grein- ir, einungis sem vitni og hrap- aði að eiðtÖku hans í fyrsta þinghaldi. Átti dómarinn að prófa málið á þeim grundvelli, að umbúnaður ræsisins kynni að vera með þeim hætti, að það varðaði þá, er að honum stóðu, refsingu að lögum. En af því leiddi að hvorki átti að eiðfesta Ara Guðmundsson nje heldur Arnberg Stefánsson, sem vann að umbúnaði ræsisins og eið- festur var í þinghaldi 8. okt. 1945. Verður að átelja þessa meðferð málsins. Brautryðjandinn KONA, sem ekki vill láta nafns síns getið hefir stofnað Ekknasjóð íslands. Sjóðurinn er í góðum hönd- um. I stjórninni er biskupinn, dr. Sigurgeir Sigurðsson, trygg ingaryfirlæknirinn, Jóhann Sæ mundsson óg frk. Inga Lárus- dóttir. Spurningin er hvað fara marg ir í spor brautryðjandans, hinn ar ónefndu konu? Stofnun svona sjóðs þykir ef til vill ekki mikill viðburður. Hitt er víst, að í lífi hinnar fá- tæku ekkju, sem berst fyrir börnum sínum í örðugri ver- öld er styrkur úr svona sjóði mikill viðburður. Það er sólargeisli, sem gæg- ist inn á fátæka heimilið og verður að brosi á andlitum fá- tæku barnanna — markar ef til vill framtíð þeirra. Þeir, sem' gefa í sjóðinn eru að safna sólargeislum fyrir fá- tæku heimilin. Er hægt að safna nokkru sem betra er? Því ekki að þyrpast í spor brautryðjandans og gera sjóð inn stóran og eignast sjálfur lítinn geisla — ofur lítinn geisla — geisla kærleikans, en honum fylgir giftan. Sig. Eggerz. \ý þingmál HJER skal getið nokkurra þingskjala, sem fram eru kom- in á Alþingi. Gamla Olfusárbrúin. Eiríkur Einarsson flytur svo hljóðandi fyrirspurn í Ed.: Hef ir rannsókn farið fram á því, samkvæmt þingsályktun frá 6. febr. 1945, hvort hin gamla hengibrú á Ölfusá sje hæf til notkunar á fyrirhuguðu Hvítár brúarstæði hjá Iðu, og ef svo er, hver hefir þá orðið niður- staða þeirrar rannsóknar? Oselda ullin. Ingólfur Jónsson flytur svo hljóðandi fyrirspurn í Nd.: — Hvenær verða seldar þær miklu ullarbirgðir, sem eru í landinu? Segir í greinargerð að í land mu liggi nú óseld ullarfram- leiðsla þriggja ára. 9. þing F.F.S.Í: Samræming á kaupi og kjörum sam- bandsfjelaganna Jóhanna Gísladóttir 1 DAG er 85 ára Jóhanna Gísladóttir á Siglufirði. Hún er fædd í Goðdölum í Skaga- firði og Voru foreldrar henn- ar Gísli Þorláksson frá Ýtri- Brekkum í Skagafirði og María Ólafsdóttir, bróður dóttir Jóns prófasts Ilallsson- ar. Ilún ólst upp hjá sr. Jóni þar til hún um fermingu fór þá til Sesselju dóttur sr. Jóns Hallssonar, og manns hennar, sr. Isleifs í Hvammi. Síðar var hún þrjú ár ráðskona hjá Jóni bónda Jónssyni á Veðra móti og fór síðar 25 ára til Akureyrar til Skafta Jósefs ar og konú hans. Skömmu síð ar giftist hún Jóni Jónssyni, er var starfsmaður við ITöphnes verslun og síðar hjá Carli Schiöth. Þau eignuðust börn og er Gunnl. Tr. Jónsson bóksali á Akureyri elstur þeirra. Önnur eru: Ingibjörg kona Andfjesar Hafliðasonar á Siglufirði, Ilelga kona Skafta Stefánssonar sama stað og Alfreð kaupmaður Akureyri. Jóhanna fluttist til Siglm fjarðar 1921 og misti hún þar mann sinn 1938. Ilún er kona vel greind og var á yngri arum sínum annáluð fríðleikskóna sem enn sjer merkit Ilún er vinsæl og vol metin Siglfirðingur Bændaskólinn að Skálholti. Jónas Jónsson flytur svo- hljóðandi þingsályktunartillögu í Sþ.: „Alþingi ályktar að skora ríkisstjórnina að láta reisa hinn fyrirhugaða bændaskóla Suðurlands heima á Skálholti eða við túnið á hinu forna bisk upssetri“. — Segir í greinar- gerð, að nefnd sú, sem falin var undirbúningur byggingar- framkvæmda hafi valið skólan um stað „á eyðihæð svo sem bæjarleið í vesturátt frá Skál- holti“. Telur flm. þennan stað óheppilega valinn. Hlutleysi útvarpsins. Jónas Jónsson flytur svohlj. þingsályktunartillögu í Sþ.: •— „Alþingi ályktar að skora á rík isstjórnina að tryggja hlutleysi útvarpsins frá því, sem nú er, m. a. með því að láta fara fram fullkomna ritskoðun á öllu út- varpsefni undir yfirumsjón út- varpsráðs og á þess ábyrgð“. Segir í grg., að tillagan sje flutt í tilefni rjettmætrar gagn rýni á flutningi og meðferð út- varpsefnis að undanförnu. Afnám 17. grcinar jarð- ræktarlaganna. Meirihluti landbúnaðarnefnd ar Ed. (Þorst. Þ., Eir. Einars. og P. Herm.), hefir skilað áliti um frv. Þorst. Þorsteinssonar um afnám 17, gr. jarðræktar- laganna. Leggur meirihluti til, að frv. verði samþykt. Togarakaup ríkisins. Meirihluti fjárhagsnefndar Nd.' (Ásg. Ásg., Ing. J., H. Ben. og K. Thor.) mælir með samþykkt frv. stjórnarinnar um togara- kaup ríkisins. í nefndarálitinu segir, að nýbyggingarsjóðir 23 togaráfjelaga og 3 togaraútgerð armanna muni um næstu ára- mót nema 18,6 millj. kr. Ennfr. segir þar, að sótt hafi verið um kaup á 43 togurum, en óreynt enrt, hve margir umsækjendur hafa nægilegt. fje fram að leggja til kaupanna. Ríkisborgararjettur. Allsherjarnefnd Nd flytur frv. um að 7 mönnum verði veittur1 íslenskur ríkisborgara- rjettur. HJER verður skýrt frá nokkr- um málum, sem 9. þing FFSÍ hef ir afgreitt. Fjalla þau m. a. um samræmingu á kaupi og kjörum sambandsf jelaga FFSÍ, vitann í Sjómannaskólanum, aukna ment- un háseta, stjórn Sjómannaskól- ans og samvinnu Islendinga við hin Norðurlöndin um sjómanna- heimili erlendis. Þingsályktun 9. þings F. F. S. í. í beinu áframhaldi af sam- þyktum 8. þings F. F. S í. um nýsköpun og endurnýjun skipa stóls landsmanna, beinir 9. þing þeim tilmælum til stjórn- ar F. F. S. í., að hún kynni sjer afstöðu stjórnmálaflokkanna til frumvarps Nýbyggingarráðs einaregið, að b-lið 8. gr. lag- anna um atvinnu við siglingar nr. 68, hinn 12. apríl 1945 verði breytt. Liðurinn hljóði svo: b. Hefir verið, eftir 16 ára aldur, 36 mánuði háseti á skipi 30 rúmlesta eða stærra. 9. þing F. F. S. í. skorar á hið háa Alþingi, er nú situr, að breyta lögum um skrásetningu skipa á þann veg, að skip, sem bygð eru sem flutningaskip og stunda mestmegnis flutninga a milli landa, verði skráð se.m verslunarskip. I sambandi við frumvarp til laga um eftirlit með skipum á- lyktar 9. þing F. F. S. í. að skora á ríkisstjórnina að sömu nefnd, er samdi lagafrumvarp- um lánsskilyrði til nýsköpunar ið, verði falið að útbúa reglu- framkvæmdanna. Þingið lítur svo á, að þetta framvarp stuðli í ríkum mæli að því, að sú aukning skipa- stólsins, sem 8. þing. F. F. S. I. taldi þörf fyrir, nái fram að ganga. Samræming á kaupi og kjörum sambandsfjelaganna. 9. þing F. F. S. í. ályktar að fela stjórn sambandsins að gera alla kaup- og kjarasamninga fyrir hönd fjelaganna, að fengn um tillögum þeirra, enda óski fjelögin þess og hafi áður gert sjer fulla grein fyrir, hvert hlut fall skuli vera í launagreiðsl- um til meðlima sinna innbyrð- Fjelögin skulu, í samráði við stjórn sambandsins, ákveða, hve marga fulltrúa þau hafa henni til aðstoðar við samninga um kaup og kjör. Þó megi þeir ekki vera fleiri en 3 og ekki færri en 1 frá hverjú fjelagi. Ennfremur samþykkir þing- ið að fela stjórninni að vinna að því, að uppsagnarfrestur ‘> kaups og kjarasamninga allra á sama degi. 9. þing F. F. S. I. sambandsfjelaga sje útrunninn samþykkir að fela stjórninni að semja tillögur um hlutföll í kjörum og launagreiðslum milli hinna einstöku starfsgreina inn an sambandsins og leggja þær fyrir 10. þing F. F. S. í. Við samningu þeirra tillagna skal hafa til hliðsjónar þá samninga, sem gerðir hafa verið milli 9. og 10. þings. Þær venjur, sem tíðkast hafa hjerlendis og það, sem til þekkist erlendis. Vitinn í Sjómannaskólanum. 9. þing F. F. S. í. skorar á hafnarstjórn og hafnarstjóra Reykjavíkur: Að setja sem allra fyrst fullkominn raf-1 magnsljósvita í turn Sjómanna skólans, þar eð telja verður að viti sá, sem nú er í turninum, sje svo ómerkilegur, að eigi verði við unað, enda ekki í neinu samræmi við þær fram- farir, sem átt hafa sjer stað á sviði vitamálanna á síðari tímum, hjá þeim þjóðum, er teljast til menningarþjóða. 9. þing F. F. S. í. óskar þess gerðir þær, sem nauðsýnlegar eru taldar til þess að fram- fylgja lögunum. • Námskeið fyrir háseta. 9. þing F. F. S. í. telur nauð- synlegt að komið verði á 14 daga námskeiði með prófi, fyrir þá háseta á flutninga og far- þegaskipum, sem ætla sjer að fá inngöngu á Stýrimannaskól- ann. Námskeiðið sje haldið við skólann til þess að ganga úr skugga um, að þeir hafi þá þekkingu til að bera, sem krefj ast verður af fullgildum háseta. Til að öðlast skírteini sem full gildir hásetar eiga þeir að geta sýnt leikni í að þekkja á átta- vita og vegmæli, að fara með björgunai’tæki, setja björgun- arbát á flot og stjórna honum. Splæsa saman víra og kaðla, starfrækja vindur o. s- frv. 9. þing F. F. S. í. leyfir sjer að beina þeim tilmælum til hins háa Alþingis um það, að end- urskoðuð verði nú þegar lög um fjarskifti frá 23. apríl 1941 og numið verði burt úr þeirn alt það, er varðar hömlur á sölu og notkun firðtækja og annara þeirra tækja, er teljast geta nauðsynleg til öryggis og al- mennra viðskifta, en setji í staðinn lagaákvæði um þær lágmarkskröfur, er gera ber til starfrækslu, útbúnaðar og traustleika slikra tækja. Einn- ig að hverjum þeim, er selur firðtæki, sjerstaklega talstöðv- ar, verði gert að skyldu að hafa kunnáttumenn til að gera við slík tæki í öllum helstu verstöðvum eða nægilega mörg varatæki til að láta í stað þeirra tækja, er kunna að bila. Tillaga um stjórn Sjó- mannaskólans. Skólanum sje stjórnað af skólaráði, er saman stendyr af öllum skólastjórum skólans. Þeir velji sjer formann úr sín- um hópi og sje hann valinn til eins árs í senn. Starf formanns og skólaráðs verði að sjá um allan rekstur skólans með svip uðum hætti og er við Háskóla íslands. Síðan ræður skólaráð menn, er sjer um alt reiknings- hald skólans og útborganir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.