Morgunblaðið - 27.10.1945, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.10.1945, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardag'ur 27. október 1945 — Ulvarpserindi Framh. af bls. 4. ist í skóla og læri þar eitthvað nytsamt, heldur en að þau kom- ist inn í íþróttafjelag og sjeu þar þjálfuð til þess eins að verða sýningargripir og fá nafn ið sitt í útvarpið og mynd af sjer í blöðin“. Jeg endurtek það, sem jeg sagði áður, að jeg get á engan hátt fengið skilið, að þessi leiðu ummæli, og mjer óskiljanlegu, um íþróttastarfsemina, íþrótta- mennina og forystumenn í- þróttamálanna, geti á nokkurn hátt orðið til þess að flýta fyrir umbótum á hinu auma ástandi skólahúsa okkar. Mjer finst enn fremur, að framangreind um- mæli, komi úr hörðustu átt, þeg ar þau eru sögð af manni, sem frá æsku hefir sjálfur iðkað í- þróttir og veit því nákvæmlega um gildi þeirra. Einnig ber þess vel að gæta, að hjer er um að ræða mætan mann úr kennarastjett okkar, sem ætti að vera sjer þess með- vitandi, að til hans og annara menntamanna okkar, hljóti að vera gerðar þær kröfur, að ó- hætt sje að hleypa þeim að hljóðnemanum í fullri vissu þess, að þeir haldi því einu fram sem rjett er og sanngjarnt, í hverju máli, sem þeir velja til flutnings í útvarpi frammi fyrir alþjóð. Þrátt fyrir alt það, sem fram kom í umræddu erindi E. M., þá vil jeg að lokum láta þá skoð- un mína í ljós, að minsta kosti þar til annað kemur fram, að jeg lít svo á, að það hafi ekki verið meiningin hjá E. M. með flutningi erindisins að gera í- þróttastarfseminni í landinu ó- gagn, heldur tel jeg, að honum hafi í meðferð málsins, tekist einkennilega óhönduglega til. Til þess nú að bæta úr leið- indum, sem hjer hafa átt sjer stað, þá vil jeg hjer með skora á E. M. að flytja sem fyrst ann- að útvarpserindi, sem fjalli um nytsemi íþróttastarfs, því að til þess álít jeg hann hafa gott vit og næga reynslu. KauphÖllin er miðstöS verðbrjefa- viðskLftanna. Sími 1710. Símon í Norðurhlíð FRÚ ELÍNBORG LÁRUS- DÓTTIR er afkastamikill rit- höfundur. Á 10 árum hefir hún sent frá sjer»ll bækur, og sum ar þeirra allmikil verk og merkileg á ýmsa vegu, svo sem t. d. hinn mikla sagnabálk Förumenn I—III. Hafa margar bækur hennar hlotið vinsældir # og alþýðuhylli, og þá eigi síst ýmsir kaflar í Förumönnum. Verða þar sumar kvenlýsingar hennar lesendur minnisstæðar, t. d. konur Efra-Ás-ættarinnar. Virðist þar liggja hin trausta taug í skáldsagnagerð frú El- inborgar. Er víða sá þróttur og máttug hrynjandi í frásögn hennar, að lesanda verður ó- sjálfrátt hugsað með nokkurri vorkunnsemi til sumra „karl- mannanna", sem berja fóta- stokkinn og skeiðríða fram á hofmannaflöt íslenskra bók- menta á síðari árum. Mun það almannarómur, að í þeim hóp sjeu eigi allir „kvensterkir“, og verður mörgum það ósjálf- rátt að fara þar í nokkurn mannjöfnuð, og virðist þá skjóta ærið skökku við um „mat verðlagsnefndar“. — Er það skemtileg tilhugsun, að á síðari árum ber konur allhátt á þeim vettvangi, þótt karl- mennin virðist eigi sjá þær gegnum sólmyrkvuð horn- spangagleraugu eigin ágætis. — En sá mu.n koma dagurinn, að þeir verði að líta svo hátt! Bókaútgáfan Norðri gefur út þessa nýju sögu frú Elinborg- ar, og er frágangur allur hinn vandaðasti eins og venja er til um Norðra-bækur. X. Er enn í námu skerf af eymd“. LONDON: Elsti maður Bret- lands, sem vinnur niðri í kola námu, átti nýlega 83 ára af- mæli. Hann vinnur í námu í Wales og kveðst ekki ætla að hætta í bráðina. gWBBMB—MMBBMBBBfflBBBjfc 1Stofa I = til leigu í miðbænum. — s 3 Tilboð leggist inn á afgr. 1 §§ blaðsins, merkt „Miðbær 3 — 362“. Þorsteinn n 60 ára Þorsteinn Árnason, trjesmíðar a meistari í Keflavík er 60 ára á * morgun, og það er maður, sem' hefir haldið vel á árunum, sem' liðin eru, og hann getur litiðj með ánægju yfir farinn veg.. Að vísu eru ýmsar raunastund-5 ir að baki, en það er heldur. ekki hægt að ætlast til þess, að, löng og afkastarík æfi sje ein-J r r í tomt solskin og bhða. Jeg hygg., að Þorsteinn verði mjer sam- f mala um það, að gleðin yfirj góðu gengi verður ríkari viðj reynslu þess erviða. Þorsteinn er fæddur í Leyr-J, um, en fluttist þaðan á unga aldrei að Gerðum í Garði, á-*^ samt foreldrum sínum, þeim Guðrúnu Ingjaldsdóttur og Árna Árnasyni. Leið hans sem annara þar um slóðir lá út á sjóinn og unglingaskóli hans var sjómenska, á opnum bát- um, með allri þeirri hörku sem þeirri atvinnu fylgir, að vísu er það haldgott veganesti, en þætti vart boðlegt nú á tímum. Árið 1908 kvæntist Þorsteinn Guðnýju Vigfúsdóttur, mikilli ágætis konu, sem var hans ó- trauði samstarfsmaður í blíðu sem stríðu, og auk þess frum- kvöðull í fjelagsmálum kvenna jafnframt sínum umfangsmiklu heimilisstörfum. sig eru leiðandi á sínu sviði, sýnir það vel skilning þeirra á mentun og framtíð barna sinna, svo og að stofninn er góður. Einn uppkominn son sinn mistu þau af slysförum, en umönnun- ar hinna 9 barna sinna nýtur Þorsteinn nú að kvöldi síns stranga dags. Það er meira en meðal verk að ala upp 10 börn og koma þeim til menta, án þess að hafa nokkurn tíma fengið hjálp til, ef til vill er eitthvert samband á milli afkomunnar á heimili Þorsteins og aðal hugarefnis hans, sem er Goðtemplararegl- an, en Þorsteinn hefir alla æfi verið bindindismaður og þau hjón forystu menn bindindis- starfsins bæði hjer í Keflavík og í Görðum og er Þorsteinn enn þann dag í dag sístarfandi fyrir bindindismálinu. í fjelags málum Sjálfstæðisflokksins hef ir hann einnig tekið mikinn þátt, enda er sú stjórnmála- stefna skapgerð hans skildust, því að mikið mundi af þeim dugnaðar og drengskaparmanni dregið ef hann fylti flökk þeirra sem alls krefjast af öðrum. — Þeir munu margir, sem finna það í dag, að þeir eiga Þorsteini margt gott upp að unna, og margir sem óska að treysta vin áttuböndin við hann og minn- ast gamalla góðra daga. Þor- steinn er manna glaðastur í góðum hóp, og hefir aldrei þurft vín eða önnur gleðskaparmeð- öl til kátínuauka. — Söngfjelagar hans og reglu- fjelagar þekkja þá hlið hans vel og kunna að meta. Þeir, sem til þekkja, vita að þar sem Þorsteinn Árnason. er, — þar er ágætur atorku- og drengskapar maður — sem mikið og gott verk er búinn að inna af höndum og á ennþá eftir að afreka mikið -—- því að engin skildi trúa að sá væri sxtugur í dag. H. Þau hjónin bjuggu fyrst að Gerðum, og þaðan stundaði Þor steinn sjómensku og útgerð, hann var með þeim fyrstu sem var formaður á vjelbát, og jafn framt vjelamaður, sem í þá daga var vandaverk mikið. Um nokkurn tíma gerði hann út sinn eigin bát, frá Sandgerði og lánaðist vel. Jafnframt sjó- mensku stundaði Þorsteinn smíðar, því að það var jafnan hans hugðarefni, sem síðar varð hans aðal æfistarf. Árið 1930 fluttist Þorsteinn til Keflavík- ur og gaf sig þá eingöngu að smíðum, og í því nýja umhverfi vann hann sjer strax velvild og traust, og nú rekur hann ásamt syni sínum og tengdasyni stærsta trjesmíðaverkstæði Keflavíkur. Þorsteinn misti konu sína ár ið 1943 og urðu það mikil og örðug umskifti í lífi hans, enda þótt hann stæði ekki einn eftir, því að þau hjónin höfðu eignast 10 börn og komið þeim öllum það vel á veg að þau, hvert um ? ý ? ? j 9 ? •• Ý •• •• Rafsuðuvjelar Quasi-Arc snúningsvjelar, rafdrifnar og bensínmótor-drifnar, væntanlegar. y ? 9 ? $ V ? v V ? I ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? • * .*. E. Ormsson h.f. Vestuhgötu 3. — Símar 1467. M. M. V. R. Dansleikur verður haldinn að Hótel Borg í kvöld kl. 10 e. hád. Aðgöngumiðar seldir í Suður- anddyrinu kl. 5 e. hád. ■ rmnnnr««mnriin V Eftlí Roberf Sform I •rx: I PWONEP MEAPQUARTERS, X-9. WE'LL HAVE A RAIPINS PARTY HERE IN TEN M1NUTE5 TO &UST UP THI5 (SAMEUNö JOINT. ANy SI6N OF TWAT Villi: — Jeg hringdi, og það koma menn bráð- um. Hefir þú nokkuð sjeð til þessa morðingja enn, hans Gullskalla? í þessu bili vogar Gullskalli sjer að koma aft- ur í húsið ásamt einum bófa, til þess að vita, hvort hann geti ekki klófest eitthvað af veðmála- gróðanum. Copi».í?1í5. KÍPP Fati’jrcs ay.wlioP-. Inr.., \Voflc> n.gliw fcservtd. Villi: — Þarna kemur hann út ur lyftunni. X-9: Þú skalt eiga við hinn þrjótinn, jeg tek Gullskallá. Notaðu ekki byssuna þína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.