Morgunblaðið - 27.10.1945, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.10.1945, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laug’ardagur 27. október 1945 ae9 er JÓNATAN SCRIVENER Cftir (Jiaude ^Jdou^Ltoa Stríðsherrann á Mars JJr e n ^ j a ó a Eftir Edgar Rice Burrough*. 61. dagur ,.Þið eruð öll lygarar!“ muldr aði hann. Svo sneri hann sjer ofsalega að henni aftur. ,,Þú ert frilla Scrivener og þið eruð í einhverju leynimakki saman. Guð má vita, hvað það er, en ykkur hefir tekist það í fjelagi að steypa mjer í glötun. Komstu hingað til þess að spjalla við Wrexham um leynd ardóminn um Scrivener? Leynd ardóminn! Hann er hræsnari og lygari og það get jeg sann- að! Ef helmingurinn af því, sem hann sagði mjer, hefði ver ið sannleikur, hefði hann aldrei þekt konu eins og þig. Þú ert íinynd alls þess, sem hann sagð íst fyi'irlíta. — Nú er jeg far- inn, og þess vildi jeg óska, að jeg hefði aldrei sjeð neitt ykk- ar. En jeg get huggað mig við eitt: jeg get nú farið til hel- vítis án þess að sjá nokkurt ykk ar frarnar". Hann reikaði út úr herbecg- inu, og andartaki síðar heyrð- um við, að útidyrunum var skelt aftur. , Francesca settist og hló lágt. MJeg held, að það sje þessu herþergi að kenna“, sagði hún loks. „Já, jeg er viss um það. Það hefir undarleg áhrif á fólk. JWHdWon er til dæmí= alt öðru vísi, þegar hann ér hjer. Hon- tun tókst að vekja athygli mína í fyrsta sinn í kvöld. Af hverju ertu svona alvarlegur?“ „Jeg er ekki eins rólyndur og þú, Francesca. Jeg veit, að Middleton er trúandi til alls, í þ.essu skapi. Mjer þykir vænt um hann. Jeg kenni í brjósti um hann. Ef hann fremdi sjálfs morð, sem ekki er ósennilegt, fjelli mjer það mjög þungt“. Hún horfði hugsandi á mig andartak, áður en hún svaraði. „Jeg geri ráð fyrir, að jeg yrði að viðkvæmri tilfinningamann eskju, ef jeg dveldi nógu lengi í Englandi“, sagði hún loks. „Viðkvæmni og gigtveiki eru bluti af arfleifð þjóðarinnar“. En jeg gafst ekki upp. „Myndi þjer standa nákvæm lega á sama, þótt Middleton fyrirfæri sjer í kvöld?“ „Já — það myndi ekki hafa -nein áhrif á mig. Mjer þykir Teitt að valda þjer vonbrigð- um“. Hún kveikti sjer í vindl- ingi. „Middleton gerir eitthvað fáránlegt og hlægilegt, og hann myndi hafa gert það, þótt jeg ítéfði aldrei fæðst í þennan héhn. Mjer leiðist alt þetta tal um þjáningu. Menn verða að Iága sig eftir aðstæðunum. — Middleton bygði mikla loft- ítastala í sambandi við ein- ííverja stúlku. Þeir hrundu til grunna. I stað þess að viður- kéhna fyrir sjálfum sjer, að hann hefði hegðað sjer eins og fífí, hvað gerir hann þá?“ „Rekst á Scrivener, til allrar óhamingju, að því er virðist", svaraði jeg. „Og á einhvern dularfullan hátt tekst Scriven- 'íí að fullkomna eyðilegginguna á verðmætum Middleton". „Já — alveg rjett!“ hrópaði hún. „Jónatan var ljóst, eins og mjer, að Middleton var fast ráðinn í því að þjást, og hann sýndi honum fram á, að þján- ingar hans gætu orðið enn meiri en hann hafði nokkurn tíma grunað. Þetta er í raun rjettri afar einfalt. Middleton getur ekki lengur trúað á við- kvæmnina, svo að annað hvort drekkur hann sig í hel eða kvænist einhverri vændiskonu og reynir að gera hana að betri manneskju. Hann væri athygl- isverður, ef hann fremdi sjálfs- morð“. Jeg starði á hana. Jeg hik- aði — en hún hefir sennilega sjeð, hvað jeg hafði í huga, því að hún sagði: „Já — það er rjett hjá þjer. Mjer fanst maðurinn minn aldrei eins athyglisverður og þegar jeg frjetti, að hann hefði skotið sig. Vertu rólegur! — Jeg hefi aldrei reynt að gera nein- um þetta skiljanlegt og það er dálítið erfitt“. Hún hallaði sjer áfram og virtist í þungum þönkum. Eft- ir stundarþögn hjelt hún á- fram: „Jeg lifi fyrir ástríðuna eina. Þú verður að gera þjer það ljóst. Það er hún, sem gerir mennina athyglisverða, af því að hún sýnir þá í rjettu Ijósi. Ef þú kemst að því, hverju mað urinn vill fórna fyrir það, sem hann þráir, kemstu um leið á snoðir um, hvern mann hefir að geyma“. Hún þagnaði. „Leið ist þjer ekki að hlusta á mig?“ „Nei — síður en svo“, ans- aði jeg. „Jeg hlýt að vísu að segja þjer alt um sjálfa mig um leið, en það skiftir engu máli. Middle ton var athyglisverður í kvöld vegna þess, að hann var algjör- lega á valdi tilfinninga sinna og ástríðna. Hann varð hlægi- legur fyrir vikið, en það sýndi hans innra mann. Hver einasti maður er sjerstæður að ein- hverju leyti — öðruvísi en all- ir aðrir — en allir eru hrædd- ir við að láta það í ljós“. Hún hikaði, og jeg velti því fyrir mjer, hvort hún ætti erf- itt með að koma orðum að hugs unum sínum eða hvort hún vildi reyna að komast hj^ því að gefa þá skýringu, sem óhjá- kvæmileg var. Jeg sagði ekk- ert, en vonaði samt, að hún hjeldi áfram. Klukkan í St. James kirkj- unni sló eitt. „Þegar jeg frjetti, að mað- urinn minn hefði skotið sig, reyndi jeg að gera mjer í hug- arlund, hvernig það væri, ef manni þætti svo vænt um ein- hverja manneskju, að maður gæti ekki lifað án hennar. Jeg gat það ekki. Jeg gat ekki trú- að því, að hann hefði árepið sig aðeins vegna þess, að hann hefði komist á snoðir um, að jég ætti elskhuga. Mjer hafði aldrei dottið í hug, að hann ætti í fróum sínum slika ástríðu. Jeg hjelt, að störf hans væru honum meira virði en jeg. En dauði hans færði mjer heim sanninn um, að hann hafði verið meiri maður en jeg hugði. Þú trúir mjer sjálfsagt ekki, þegar jeg segi þjer, að jeg þjáðist, þegar jeg frjetti um sjálfsmorð hans — eins og jeg get *þjást“. „Hvers vegna skyldi jeg ekki trúa þjer?“ „Vegna þess, að það var ekk- ert svipað á við það, sem sið- venjurnar kröfðust af mjer. Samkvæmt öllum almennum siðareglum hefði jeg átt að vera yfirbuguð af sorg og iðr- un og samviskubiti. En jeg fann ekki fyrir því. Hvernig gat jeg áfelst sjálfa mig fyrir að vera ekki einhver önnur kona? Jeg þekti Stanley aldrei og hann ekki mig. Og þannig er það um þúsundir eigin- kvenna og manna í Englandi. Mjer datt aldrei í hug, að hann ætlaðist til þess, að jeg yrði honum trú — eða hann yrði mjer trúr. Honum datt aldrei í hug að efast um, að jeg væri sú, sem hann hugði mig vera. Sjálfsmorð hans sannfærði mig um, að við hefðum altaf verið ókunnug hvort öðru. Átti jeg að þjást af samviskubiti vegna þess, að hann var eins og hann var — og jeg eins og jeg var? Það er ólíklegt!“ Hún hló og reis á fætur. Þeg- ar jeg hafði hjálpað henni í kápuna, sagði hún glaðlega: „Þú skalt ekki hafa áhyggjur af Middleton vini þínum. Það eru aðeins fjárglæframenn, sem fremja sjálfsmorð“. „Það eru allir, sem fremja sjálfsmorð, Francesca“, svaraði jeg. „Hvað í ósköpunum áttu við?“ spurði hún undrandi. „Nærri því hvert einasta and lit, sem við sjáum á götum borgarinnar, sannar orð mín. Flest okkar fremja sjálfsmorð. En það er ekki alment viður- kent, nema við drepum okkur. En hörmulegustu sjálfsmorðin eru ekki ætíð þau, sem svifta okkur lífinu“. Hún horfði á mig og augna- ráð hennar var ruglað og vandræðalegt. „Þú ert undarlegur maður“, sagði hún loks. „En þú hefir einn kost“. „Og hver er hann?“ spurði jeg- „Við getum verið vinir vegna þess, að þú ert ekki hrifinn af mjer“. imiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim i Dúkoefni ] 1 til áteikningar í ýmsum | litum. Versl. Egill Jakobsen i 1 Laugaveg 23. — Sími 1116 I 1 . og 1117. =3 5 mmmmmmmmmmmnummuv 54. John Carters um það, að hann hafi ekki neitt illt í huga gegn þjóð eða þjóðhöfðingja Kaol“. - „Jeg heiti því, Torkar Bar“, svaraði jeg. „Nú fer jeg til Kaolborgar“, hjelt hann áfram. „Jeg hefi ekki sjeð nokkurn lifandi mann, síst af öllum John Carter. Þú hefir heldur ekki sjeð Torkar Bar, — aldrei heyrt hann nefndan. Þú skilur þetta?‘. „Fullkomlega“, svaraði jeg. Hann lagði hönd sína á öxl mjer. „Þessi vegur liggur beint til Kaolborgar", sagði hann. „Jeg óska þjer góðs gengis“. Og hann steig á bak reið- skjóta sínum og reið brott, án þess að líta aftur. Það var orðið dimmt, þegar við Woola sáum móta fyr- ir hinum rammgerðu múrum Kaolborgar milli trjánna. Við höfðum farið alla leiðina, án þess að nokkurt sjerstakt kæmi fyrir. Fólk sem við mættum hafði að vísu horft forvitnislega á Woola, en enginn hafði grun- að mig, enda hafði jeg smurt mig allan með rauðum smyrslum. En það var tvent ólíkt að fara um utan borgarinnar eða að komast inn í hana. Enginn maður kemst inn í marsneska borg, án þess að gefa mjög nákvæmar og- fullkomnar skýringar á ferðalagi sínu og erindi, og mjer datt ekki einu sinni í hug, að jeg gæti gefið hliðverðinum neina slíka skýringu. Eina vonin mín virtist sú, að geta komist inn í borg- ina á næturþeli, án þess að eftir mjer væri tekið og treysta svo á skynsemina, fela mig í einhverjum afskekt- um borgarhluta, þar sem minni hætta væri á því, að upp um mig kæmist. Með þetta í huga gekk jeg meðfram hinum mikla múr. hjelt mig inni á milli trjánna, sem er höggvinn svo að rjóður myndast meðfram múrunum, þannig að enginn geti komist niður úr trjánum og upp á múrinn. Nokkrum sinnum reyndi jeg að klifra upp þennan múr, en það var algjör ógjörningur. Múrinn hallaðist út á við upp í 30 feta hæð, síðan var hann lóðrjettur, og hallaðist svo loks innávið aftur. ' Tveir bændur, báðir úr B- hreppi, hittust og tóku tal sam an. Annar þeirra var mælinga maður, en hinn hundahreins- unarmaður. Hundahreinsarinn sagði: „Þeir V-dælingar eru íarnir að öfunda okkur B-hrepp inga heldur betur. Kaupfjelags stjórnin er úr B-hreppi, formað- ur Kaupfjelagsins er úr B- hreppi, hundahreinsunarmað- urinn er úr B-hreppi og mæl- ingamaðurinn er 'úr B-hreppi. Hvernig er það, tala V-dæling- ar ekki um mig við þig, þegar þú ert þar á férð?“ „Jú, það gera þeir stundum". „Hvað segir þú þá?“ „Jeg hæli þjer á hvert reipi“. „Jeg geri svipað. Jeg hæli þjer eins og hægt er“. ★ — Varstu heppinn, þegar þú varst á veiðum í frumskógun- um? — Já, þrælheppinn, jeg rakst aldrei á ljón nje tígrisdýr. ★ Tveir bændur voru að ræða um að fara í heimsókn til kunn ingja síns í næstu sveit. Ann- ar vildi fara í bíl, en hinn af- tók það með öllu. Skýringin, sem hann gaf á því, var þann- ig: — Jeg er bílveikur, konan mín er bílveik, krakkarnir eru bílveikir og hundurinn er bíl- veikur. Þetta er ættgengur andskoti. ★ „Hvað þetta er ekta demant, sem er í hringnum þínum. Jeg hjelf, að þú værir ekki svo rík- ur, að þú hefðir efni á að kaupa þjer slíkt“. „Það er jeg heldur ekki. Einn góður vinur minn dó. Rjett áð- ur en hann gaf upp öndina, ljet hann mig fá 500 pund til þess að kaupa stein til minn- ingar um hann fyrir. Þetta er steinninn“. ★ M: — Skelfing var leiðin- legt að grammófónninn skyldi ekki vera kominn til sögunnar, þegar Liszt var uppi. J: — Nei, það var einmitt á- gætt, því annars hefði karlinn setið og spilað á grammófón allan daginn og aldrei samið nein lög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.