Morgunblaðið - 29.11.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.1945, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 29. nóv. 1945 Útvarpið rætt á MIKLAR umræður urðu í Sþ. í gær um þingsáltill. Jónasar Jónssonar um hlutleysi útvarpsins. Efni tillögunnar, að Alþingi álykti að skora á ríkisstjórnina að tryggja hlutleysi útvarpsins frá því sem nú er, m. a. með því að láta fara fram fullkomna ritskoðun á öllu útvarpsefni, undir yfirumsjón úivarpsráðs og á þes ábyrgð. Aróðurinn gegn Engil-Söxum sprettur af óvild til lýðræðisins Flm. sagði að tilefni þessa flutnings hefði verið hinn ein- ■ hæfi frjettaftyitningur Björns • Franzsonar. Alþingi ætti að ■ gera þá einu ráðstöfun sem nægði, að láta útvarpsráð rit- skoða efni það, sem þar væri > flutt. > Magnús Jónsson taldi erfitt . í framkvæmd að hafa ritskoð- > un. T. d. væri með þessari til- . lögu stefnt að útvarpsráði fyr- ! ir það, að það væri hliðholt , kommúnistum, einnig væru ! uppi raddir í gagnstæða átt. — [ Minti hann á, að mjög mikið | af efni útvarpsins væri lesið [ yfir, þótt það væri ekki bein- j línis ritskoðað. Hvernig ætti að haga ritskoð » uninni þannig, að útvarpsráð < tæki algerlega ábyrgð á þeim | ýmsu málum, sem þar væru flutt af ýmsum mönnum? — Hvernig væri hægt að tala um ■ hlutlaust og óhlutlaust, ef fara > ætti inn á þessa braut? Út- . varpsráðið væri skipað mönn- um úr öllum stjórnmálaflokk- ■ unum og þess vegna ólíklegt að þeir kæmust að samkomu- lagi. Ræðumaður mintist í þessu sambandi á tillátssemi Breta og Bandaríkjanna við út- varpið, þegar þeir börðust upp á líf og dauða. Þeir hefðu leyft hjer frjettir frá Berlín öll stríðs árin, sem iluttu áróður gegn þessum þjóðum. En ef hjer væru fluttar nokkrar setning- ar, sem einhver teldi hlut- drægni, þá stykkju landarnir upp til handa og fóta. Nei, út- varpið yrði að fá að starfa í friði og menn yrðu að treysta þeim mönnum, sem Alþingi skipaði. Það mætti ekki setja útvarpinu allt of þröngar skorð ur. En auðvitað yrði ekki Ieyfð- ur einhliða flutningur á ein- hvei-ri ákveðinni skoðun. Mentamálaráðherra, Brynj- ólfur Bjai-nason, talaði næst. Vonaði hann að till. næði sam- þykki með nauðsynlegum breyt ingum, en tók undir orð M. J. að vafasamt væri um fram- kvæmd hennar. Taldi hann till. hafa verið þarfari oft áður, þeg ar útvarpið hefði verið tekið í þjónustu ákveðinna stefna og flokka, og væri svo að sumu leyti ennþá. T, d. væri megnið af frjettunum frá London, og væru þær nokkuð litaðar. Kvað hann það ekki vera hlutlaust og ætlaði hann að færa það til betri vegar. Stefán Jóhann flutti því næst langa ræðu um ruglinginn á flokksheitum í frjettum út- varpsins, sem væru oft vill- andi og blekkjandi. Taldi hann vafasamt að flytja ætti fregnir frá Moskvu, því að þar væru ein sjónarmið og ein stefna ríkjandi. Bjarni Benediktsson talaði næst um hina rjettmætu gagn- rýni, sem komið hefði fram á útvarpsstjóra og um ásakanir gegn frjettastofunni, sem starf- ar undir honum. Taldi rjettast, að öll útvarpsstarfsemin og frjettastofan þar með, yrði lögð undir útvarpsráð. Brynjólfur talaði því næst aftur og kom með þá staðhæf- ingu, að þættir Björns Franz- sonar hefðu verið algerlega ó- hlutdrægir! Taldi hann og að ráðstafanir útvarpsráðs í þessu máli (þ. e. að láta Björn hætta að flytja erindi sín) vera al- gerlega órjettmætar. Aftur á móti taldi ráðherra erindi Ein- ars Ásmundssonar vera brot á hlutleysi útvarpsins og ófram- bærileg. Síðan vjek ráðh. að því, þeg- ar Framsóknarmenn á valda- tímum sínum ætluðu að gera útvarpið að áróðurstæki sínu m. a. með því að fyrirskipa útvarps stjóra að velja aðeins Fram- sóknarmenn að útvarpinu. Las hann upp brjef frá Jónasi Þor- bergssyni útvarpsstjóra um það þegar Hermann Jónasson ætl- aði að hreinsa til í útvarpinu 1939 og rakti þá sögu og kom margt spaugilegt fram þar. M. a. að útvarpsstjóri hafi staðið svo upp í hárinu á Herrrtanni og Jónasi frá Hriflu, að hreins- unin átti að stranda á andstöðu hans (útvarpsstjóra). Fyrir það átti að reka Jónas Þorb. og var honum hótað brottrekstri. Umr. var frestað. Útvarpið ÚTVARPIÐ í DAG: 8.30 Morgunútvarp. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukensla, 2. flokkur. 19.00 Enskukensla, 1. flokkur. 19.25 Þingfrjettir. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Frjettir. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stjórnar). 20.45 Lestur fornrita: Þættir úr Sturlungu (Helgi Hjörvar). 21.15 Dagskrá kvenna (Kvenrjett indafjelag fslands): Frá full- trúafundl norrænna hjúkrunar kvenna (frú Sigríður Eiríks- dóttir). 21.40 Frá útlöndum (Axel Thor- steinsson). 22.00 Frjettir. Ljett lög (plötur). 22.30 Dagskrárlok. Umsóknum um tog- arana... NÝBYGGINGARÁÐ hefir til- kynnt, að umsóknarfrestur sá, er settur var til þess að gera tilboð í togara þá er ríkisstjórn- in keypti í Englandi, hafi verið framlengdur til 15. lesember n.k. Upphaflega var fresturinn settur til 1. les. Margar nýjar úfgáf- ur af bókum Krist- manns Guðmunds- sonar BÆKUR Kristmanns Guð- mundssonar voru, sem kunnugt er, gefnar út víða um heim á árunum fyrir styrjöldina. En meðan styrjöldin stóð yfir, voru litlar fregnir af bókaút- gáfu á meginlandinu. Síðan póstgöngur hófust að nýju hafa komið fregnir úr ýmsum áttum um nýjar útgáfur af bók um Kristmanns. Bókaforlag Aschehougs í Osló hefir annast útgáfu á bók- um Kristmanns frá upphafi þar í landi. Hefir forlag þetta á styrjaldarárunum sent frá sjer nýjar útgáfur af mörgum bóka hans, en aðrar eru í undirbún- ingi.- í Svíþjóð hefir Helgafell eft- ir Kristmann komið út, og eins Gyðjan og uxinn. Hafa bækur þessar fengið hina ágætustu dóma í stærstu blöðum Svía. „Nátttröllið glottir“ kemur út hjá bókaforlagi Hasselbachs í Höfn. Þá bók er verið að þýða á norsku. Á forlagi Galimards í París eru nýlega komnar út tvær bækur Kristmanns, Brúðar- kjóllinn og Helgafell. Er nú ver ið að þýða þrjár aðrar bækur hans á frönsku. Sögurnar Brúð arkjóllinn og Sigmar eru ný- komnar út í flæmskri þýðingu í Belgíu. Tvær af bókum hans hafa komið út á spænsku og von á þrem í viðbót á sama máli. í Portúgal koma út í vet- ur Morgun lífsins og Sigmar. í vetur er von á að Helga- fell komi út í Suður-Afríku, og Gyðjan og uxinn kemur út í Hollandi á næsta ári. Á stríðsárunum kom Gyðjan og uxinn á ítölsku, en Börn jarðar og Bjartar nætur á búlg- örsku og Brúðarkjóllinn og Gyðjan og uxinn í Tjekkósló- vakíu, allar í stórum upplög- um. I Ungverjalandi kom út Morgun lífsins. Nokkrar af bókum Krist- manns komu út á þýsku á fyrstu árum styrjaldarinnar. En síð- ustu árin voru þær því nær allar bannaðar. Bláa ströndin kom út í Sviss á þýsku rjett fyrir stríð. Var hún gefin út með myndum. Sama bók hefir nú verið gefin þar út á frönsku. Nýlega hefir Kristmann sarri ið um nýjar útgáfur á 5 bóka sinna í Sviss. Gyðjan og uxinn kom út í Bandaríkjunum 1940 og í Can- ada 1941, og fjekk ágæta dóma í báðurn löndunum. Umræður um stjérn- armyndun FORMENN allra sex ítölsku stjórnmálaflokkanna, sem tóku þátt í fráfarandi ríkisstjórn, hafa setið á fundum í dag, til þess að reyna að mynda nýja stjórn. Ekki er vitað hvernig þetta hefir tekist, en Orlando, sá, er var fulltrúi ítala, er frið- urinn í Versölum var saminn, hefir gefist upp við stjórnar- myndun. Eitt hið mesta óþurftar- verk, er kommúnistar hafa unnið íslensku þjóðinni, er hinn hatursfulli áróður þeirra gegn Bandaríkjun- um. Það þarf ekki að eyða orðum að því, að íslendingar eru stað ráðnir í að gæta sjálfstæðis síns eftir fremstu getu, jafnt gegn Bandaríkjunum sem öðrum. Is- lendingar hafa og fram að þessu ekki neinum frekar að þakka fyrir sjálfstæði sitt heldur en Bandaríkjunum. Engin þjóð varð fyrri til en Bandaríkin að viðurkenna lýðveldi á Islandi, og full ástæða er til að ætla,*að viðurkenning ýmsra annarra mundi hafa dregist meir en raun varð á, ef viðurkenning Bandaríkjanna hefði ekki ■ til komið. íslendingar eiga Bandaríkj- unum ekki aðeins að þakka þessa viðurkenningu og þann stuðning, sem Bandaríkin sýndu þeim í stofnun lýðveldsins, held ur og margan vinskap annan. Óvildin til Bandaríkjanna. Fátt hefir þessvegna orðið al- menningi meira hneykslunar- efni heldur en þegar kommúnist ar á Alþingi neituðu skömmu eftir stofnun lýðveldisins að standa upp þingi Bandaríkjanna til heiðurs, samkvæmt ósk for- seta sameinaðs Alþingis: Kom- múnistar sýndu þarna þann skort á velsæmi, sem mjög var fjarri hug íslensku þjóðarinnar og vilja. Margir höfðu vonast eftir, að kommúnistar mundu sjá að sjer í þessu eftir að núverandi ríkisstjórn var mynduð. — Að þeir mundu finna til ábyrgðar sinnar og koma a. m. k. skap- lega fram gagnvart þessari vold ugu vinaþjóð okkar. Því fer fjarri að svo sje. Talsmenn þeirra í ríkisstjórn og á Alþingi hafa að vísu ekki látið sig henda á ný slíkt hneyksli, sem þeim varð á í sam bandi við lýðveldisstofnunina. En hitt verður að segja, að blað þeirra hefir reynt að nota öll tækifæri til þess að fjandskap- ast við Bandaríkin, og reyna að e%na til úlfúðar á milli hinnar litlu íslensku þjóðar og Banda- ríkjanna. Og þyrfti þó ekki að úrslitum að spyrja, ef þessi illa iðja bæri þann árangur* sem upphafsmenn hennar sýnast óska eftir. Ilin illu áform. í Þjóðviljanum var fyrir skömmu skýrt frá því, að eftir tektarvert hafi verið á flokks- þingi þeirra kommúnista, sem nýlega er lokið, hversu mikið bar á tveimur mönnum og hví- líka aðdáun þeir hlutu á þing- inu. Annar þessara er Jóhannes úr Kötlum. Það er því ástæða til að í- huga nokkru nánar hvað það er, sem þessi maður nýlega hef- ir lagt til íslenskra stjórnmála. Um sumt af því hefir verið get- ið áður, svo sem hundslegt flað- ur hans utan í „lausnarann“ í Moskva, sem hann svo smekk- lega kallar, og fórdæming hans á „gerspillandi“ áhrifum lýðræð isflokkanna. Þetta hefir þegar nokkuð verið rætt og á sjálf- sagt eftir að verða töluvert rætt á næstu mánuðum. Skal því ekki fjölyrt um það að sinni. En það er fleira, sem skáldið gerir að umtalsefni í þeim greinum, er hann skömmu fyr- ir flokksþing kommúnistanna birti í Þjóðviljanum. Hinn 1. nóvember síðastl. seg ir hann, m. a.: „Það er ekki til neins að loka augunum fyrir því, að í stað þess að skammast sín og nefna ekki kjarnorku í sambandi við hernaðarsprengjur, veifar nú engil-saxneska lýðræðið þessu djöfullega morðtæki eins og rauðri dulu framan í heimsfrið inn. Og mun það ætlun. hins ameríska Trumans að varðveita leyndarmál þess vandlega fyr- ir öðrum þjóðum“. Enn segir skáldið: „Það er ekki til neins að loka augunum fyrir því, að þrátt fyr ir öll sín hátíðlegu loforð um lausn frá skorti og ótta, er bandaríska lýðræðið í óða önrt að búa til alt að tíu miljónum atvinnuleysingja og vonast eftir að hafa lokið því starfi fyrir næstu áramót“. Hatrið á lýðræðinu. Það er ekki um að villast, Skáldið, sem hlaut svo mikla aðdáun á flokksþingi kommún- ista, ber það blákalt fram, að stjórnin í Bandaríkjunum, —■ bandaríska lýðræðið — sje í óða önn að búa til allt að tíu miljónum atvinnuleysingja, og og vonist eftir að hafa lokið því starfi um jólaleytið. Slíkt djöfullegt innræti hafa fáir gert ráð fyrir, að nokkrir, andstæðingar þeirra hefðu. —• Hvað þá að menn fullyrtu, að stjórn vinsamlegrar stórþjóðar hefði slík áform. En Jóhannes úr Kötlum, Þjóðviljinn og kom múnistaflokkurinn, eru ófeim- nir við að bera þetta á borð fyr- ir íslenska lesendur. Hvað er hjer á ferðinni? Af hverju stafar þetta takmarka- lausa hatur skáldsins og kom- múnista til bandarísku stjórn- arinnar? Jú, það kemur í ljós af tilvitnununum. „Lýðræðið“, það bandaríska og engil-sax- neska, með ö. o. hið „vest- ræna“, er sá djöfull, sem ógnar heimsfriðnum og ,,vonar“ að færa miljónatug af þegnum sín um atvinnuleysi og skort í jóla- gjöf. Ovildin til Bandaríkjamanna og Breta er bundin við það, að þar er lýðræði, vestrænt lýð- ræði, sem ríkir. Það er lýð- ræðið, hið frjálsa stjórnarfar vestrænna þjóða, sem reynt er að egna íslensku þjóðina til hat urs gegn. Þetta mun seint takast. íslendingar hafa þáð helst sjer, til ágætis, að þeir hafi tekið upp Framhald á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.