Morgunblaðið - 29.11.1945, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.11.1945, Blaðsíða 9
Fimtudagur 29. nóv. 1945 MORGUNBLAÐIÐ 9 — EYÐIMÖRK HÁDEGISMYRKURSINS I. SKAMT frá „Grotte“ Henriks Wergelands í Oslo, er skrif- stofa, sem gestkvæmt hefir ver ið á í sumar og haust. Það er hjálparstofnun og leiðbeininga, og fer því vel á því að hún standi við Wergelandsveien, sem ber nafn skáldsins, sem ekkert mátti aumt sjá. Þessi stofnun heitir Finnmarkskont- oret. Þegar Rússar sóttu að Þjóð- verjum vestur í Finnmörk fyrir ; rúmu ári og hröktu þá suður, i ætluðust Þjóðverjarnir til að Rússar fengi sömu útreiðina og Napoleon fjekk hjá þeim í Moskvaferðinni fyrir 135 ár-1 um. Hvergi skyldu þeir finna húsaskjól, hvergi eldsneyti nje ætan bita. Hungrið og kuldinn áttu að gera út af við Rússana, og heimafólkið að deyja drotni sínum ef það kæmist ekki á burt. Og flestir komust á burt, sumir alla leið suður til Oslo og enda sunnar, um 1790 kíló- metra leið að heiman frá sjer í beina línu. En leiðin varð lengri í reyndinni, því að flótta maður fer krókastigu. Sumir komust gangandi til Svíþjóðar, öðrum var kakkað saman í fiskiskip eins og kvikfjenaði, og flutt suður á bóginn. Fjöldinn af þessu fólki fjekk verustað í nágrenni Oslo, sumt fjekk eitthvað að starfa, en flest ekkert. Það lifði á hjálp góðra manna, húsaskjólið var af skornum skamti og matur- inn líka. Fólkið átti ekkert nema það sem það stóð í — það var ekki beisið. Það var þetta fólk, sem átti svo oft erindi inn á Finnmarks- kontoret á Wergerlandsveien. Og af öllu flóttafólki í Oslo varð mjer starsýnast á þessa flóttamenn í sínu eigin landi. Erindið á Finnmarkskontor- et? Jú, það var altaf það sama: að spyrja um horfurnar á því að komast heim. Þetta var um hábjargræðistímann og fólkið kvaldist af óyndi og óþreyju eftir að bjarga grasinu af tún- blettinum sínum. En það var hængur á að komast heim. Fólkið hafði að engu að hverfa, engu húsi nje heimili eða búslóð, engar voru skepnurnar og enginn matur- inn. Þeir settu ekki einu sinni kartöflur í vor í Finnmörk. Og svo va^annað verra. Allar hafn ir og skipaleiðir þarna norður- frá voru fullar af tundurdufl- um, hafnarvirkin eyðilögð. Og allar brýr voru eyðilagðar, líka yfir stórfljótin Alta og Tana, sem eru Ölfusá og Þjórsá Finn- merkur. Og jarðsprengjur í öllum vegum og enda utan veg anna líka, eins og krækiber í skyri! Svo að Finnmörkin var ekki árennileg. Og allan efni- við vantaði enn til að koma sjer fyrir. Það þótti ábyrgðarhluti að hleypa fólki inn í þetta hættulega eyðiland að svo stöddu. Og einu sinni kom það fyrir, að um 300 manns, sem komnir voru til Tromsö sunn- an úr Noregi á leið heim til sín, voru kyrsettir og snúið aft ur. En svo mikill var heim- hugurinn, að sumt af þessu fólki strauk samt norður •— stalst heim til sín. Eftir Skúla Skúlason I síðustu styrjöld notuðu Þjóðverjar sama herbragðið sem Rússar beittu gegn Napóleon — „að svíða landið“. Þeir notuðu það í Ukrainu og Kákasus og í Noregi. Enginn hluti Noregs var jafn sárt leikinn og sá fátækasti — Finnmörk og Troms. Fyrri grein Finnmerkingarnir í Oslo voru myndarlegir menn, þjettir á velli og greindarlegir. Þeir voru skrafhreyfnir og fúsir að segja frá æfintýruih sínum og herleiðingunni, en um það hafa íslensk blöð flutt svo margar sögur, að það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara að bæta við þær. Og sagan var lík hjá flestum: Þjóðverjarnir brendu bæinn, skutu eða rot- uðu búfjenaðinn og skipuðu fólkinu að flýja suður. Og þetta var kringum 70. breiddarstig í samfeldri vetrarnótt. En margt af fólkinu neitaði að fara. Það vildi heldur hafast við í ein- hverjum úthúskofa sem eftir stóð, en að fara með Þjóðverj- um suður. Jonas Lie gerði sjer sjálfur ferð norður til þess að reka það burt, o§ ströng hegn- ing var lögð við því að þrjósk- ast. Nú vildi þetta fólk komast heim, — í heimilisleysið. II. Hvernig er þá umhorfs þarna í Finrmörk, þessu landi há- degismyrkursins, sem stundum er kallað land miðnætursólar- innar, hvort tveggja með jafn miklum rjetti. Það er margt hkt með Finnmörk og lifnað- arháttum þar, og íslandi, þó að Finnmörk sje miklu norðar. Landið er að vísu nokkuð frá- brugðið. Þar eru jölkar ekki teljandi, því að landið er lág- lendara en Suður-Noregur, hraun eru þar ekki nje sand- ar, en ófrjóir Ivngmóar og klappir skiftast á. Jarðvegur- inn er víðast hvar grunnur. Skógar eru engir á heiðunum, en meðfram Alta og í Pasvík- urdal er dálítill furuskógur, þó að tæplega verði hann notaður sem húsaskógur, og í dölunum dálítill birkiskógur og kjarr. Grasgróður er ekki teljandi nema í dölunum og fram við sjó. Um eiginleg býli er ekki að ræða nema með ströndum fram, en á Finnmerkuröræfun- um hafast Lappar við með hreindýr sín. Norðmenn kalla þá Sama. Þeir urðu skárst úti þegar innrásin var gerð í Finn- mörk, því að þeir áttu engin föst hemili. Að vísu drápu Þjóð verjar niður hreindýr þeirra, eftir því sem til náðist, en mörg um tókst þó að bjarga sínu. En sumir Samar hafa fest bú út við haf, að hætti Norð- manna, og lentu vitanlega í sömu fordæmingunni og þeir. Finnmerkingar hafa stund- um verið taldir olnbogabörn Noregs. Og því verður ekki neit að, að þar er flest hálfrar ald- ar tæki á eftir því, sem gerist í Suður-Noregi. Fólkið lifir jöfnum höndum á landi og sjó, og þó frekar hinum síðarnefnda og Finnmerkingar stunda sjó- inn bæði heima hjá sjer og í Lófót. Aðal Finnmerkurvertíð- in er sumar og vor, en þegar hún bregst, er hungursneyð í f'ylkinu. Ríkið hefir þráfaldlega | orðið að hlaupa undir bagga með Finnmerkingum og senda þeim mat. Þó var eins og ým- islegt væri að rjetta við síð- ustu árin fyrir stríð, menn voru byrjaðir að koma sjer upp sæmilegum húsum í stað torf- bæja, og löptu ekki eins mik- inn dauða úr skel og áður. Nú verður/ að byrja á nýjan leik — Finnmerkingarnir „koma að ónumdu landi“ að heita má, þegar þeir koma heim. Þó að flestum þyki drepleið- inlegt að lesa tölur nema þegar þeir eru að leggja saman gróð- an sinn, get jeg ekki stilt mig um að nefna hjer nokkrar, sem lýsa betur hag Finnmerkinga en langt mál. Finnmörk er stærsta fylkið í Noregi, tæpir 50 þús. ferkílómetrar, en íbú- arnir um 40 þúsund, svo að fylkið er mun strjálbýlla en ís- land, eða nær þriðjungi. Af þessu flæmi telst aðeins sextándi hlutinn arðbært land, en 3.500 með skógargróðri. Ræktað land er aðeins 16 fer- km.! Korn þrífst ekkert í Finn- mörk og erfitt er að rækta grænmeti þar, en kartöfluupp- skeran er um 1500 tunnur á ári. Heyfengurinn um 150 þús- und hestburðir. Og búpeningur inn: 900 hestar, 10 þúsund naut gripir, 28 þús. fjár, 4.500 geit- ur, 20 svín og 200 alifuglar. Þegar fimtíu þúsund íbúum er deilt í þetta, kemur svo lítið á mann, að óhugsandi er að Finnmerkingar fleyti lífinu í sjer fram á búskapnum, því að ekki nægir eftirtekjum af tæp um kýrspena og hálfri kind til að lifa á. Það. er sjórinn sem bjargar, hann gefur að meðal- tali rúmar 500 krónur í hlut hvers Finnmerkings — þegar hann bregst ekki. En þrátt fyr- ir sjóinn þá má öllum vera ijóst, að Finnmerkingar lifa ekki neinu kóngaiífi. Að vísu eru járnnámur í Suður-Var- angri, sem gefa nokkrum þús- undum manna lífsuppeldi, en samt . . . A þessu landsvæði, sem er nærri því á við hálft ísland, er enginn járnbrautarstúfur. Samgöngurnar hafa frá alda- öðli verið með ströndum fram, og hreindýra-samarnir nota ekki járnbrautir. En á síðari árum hafa vegir verið lagðir í Finnmörk, einkum austan- verðri, og telst svo til að þær sjeu nú alls um 600 km. ak- færra þjóðvega. Fyrsta söngskemfun Guðmundu Ættingjar endurbyggja heimili Wagners Frjettaþjónusta AP. BAYREUTH: — Samkvæmt frásögn Caroll. J Reilly, eins af hernámsstjórum banda- manna í Þýskalandi, fer nú fram viðgerð á Haus Wahn- fried, húsi því, sem Richard Wagner bjó í og þúsundir ferða manna heimsóttu árlega. Við- gerðarkostnað allan, en húsið stórskemdist í ioftárásum, borg ar tengdadóttir hins heims- kunna tónjskálds, Winifred Wagner að nafni í sambandi við viðgerð þessa S tekur Reilly hernámsstjóri því ' fram, að flugufregnir, þess eðl- i is, að Bandaríkin stæðu straum af viðgerðarkostnaðinum, sjeu með öllu rangar. „Þjóðverjar", sagði Reiily, „hvar sem þeir j eru staddir, verða upp á eigin spýtur að vinna að viðreisn- arstarfinu“. ★ Frjettaritarinn Louis P. Loc- j hner, sem nýlega hefir heim- sótt Haus Wahnfried, segir svo frá: . í hinum stóru görðum, sem liggja að Haus Wahnfried, sá jeg múrara og smiði önnum kafna við að flytja burtu alls- konar rusl og höggva til steina. Að baki hússins fann jeg gröf Wagners óhreyfða. I GUÐMUNDA ELÍASDÓTTIR syngur í kvöld í Gamla Bíó. — Eins og áður hefir verið skýrt frá hefir (Guðmunda " stundað nám erlenids í 7 ár, nú síðustu fjögur árin hjá Dóru Sigurðs- son, sem gerir sjer miklar von- ir um hana. A efnisskránni í kvöld eru lög úr Messias eftir Hándel, þrjár aríur úr „Brúð- kaupi Figaros“ eftir Mozart og auk þess lög eftir innlenda höf- unda, en þau eru þessi: Vöggu- vísa eftir Pál Isólfsson, Gígjan, Sofnar Lóa og Augun blá eftir Sigfús Einarsson, Kirkjuhvoll og Nótt eftir Arna Thorsteinsson og Sofðu, sifðu góði og Við sundið eftir Kaldalóns. AÐ GEFNU TILEFNI skal athygli styrktarfjelaga Tónlista- fjelagsins vakin á því, að hljóm- leikar frú Guðmundu Elíasdótt- ur eru ekki meðal hinna föstu tónleika fjelagsins, fyrir styrkt- arfjelaga. iðð fel. 12 HAUS WAHNFRIED. — í þessu húsi bjó Wagner í Bayreuth. Húsið laskaðist í ioftárásum bandamanna. Ameríkanskar hernámssveit- ir nota nú hina stóru veitinga- skála, sem Hitler ljet byggja á landareign Wagnersfjölskyld- unnar handa SS-lífverði síri- um. ' Árið 1933, þegar Hitler komst til valda og gerðist verndari Wagnershátíðahaldanna, er sagt að hann hafi látið byggja íburð- armikið gestahús á Haus Wahn- fried landareigninni. í húsinu var íbúð Hitlers, setustofa, svefnherbergi og bað — en á neðstu hæð mikil þyrp ing af sölum, skemti: jtofum, spilaherbergjum og borðsíoi- um. Þess sátist merki, að .margir SS-liðanna voru ekki eins á- fjáðir í sorgarleik V/agners og foringi þeirra. Þeir vildu frek- ar ljettar skemtanir og skraut- sýningar. Nú ert alt það hús- næði, sem þessar sýningar fóru fram í, undir yfirráðum amer- ískra hernámssveita. áháifcai 1. des. LAUGARDAGINN 1. desember n.k. verða allar verslanir. svo og rakarastofur bæjarins lok- aðar kl. 12 á hádegi. Það eru tilmæli kaupmanna, að húsmæður geri pantanir sín- ar timanlega, með tilliti til þessa. LONDON: — Fyrrverandi Gauleiter (fylkisstjóri) Nasista í Ruhrhjeraðinu hefir verið handtekinn. Talið er, að hann verði ef til vill ákærður fyrir stríðsglæpi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.