Morgunblaðið - 29.11.1945, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.11.1945, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 29. nóv. 1945 S k U G G I IM l\l Eftir Thelma Strabel 12. dagur Hún leit við. I dyrunum stóð gamall negri. Hún hafði aldrei sjeð neina mannveru svona hruma og hrukkótta. Óhreinar fatadruslurnar, sem hjengu ut- an á honum, litu út eins og hann hefði verið í þeim síðan hann fæddist. „Hann er hættulegur — er það ekki?“ spurði Pála, og benti á hestinn. „Hann er af djöflakyni. — Og enginn nema sjálfur djöfullinn getur riðið honum“. Hann haltr aði nær henni. Það glampaði á lítil svört augu hans í formlausu hrukkóttu andlitinu. „Jeg hefi horft á hann lúberja þennan hest“, sagði hann. „Jeg hefi horft á skepnuna reyna að hrista hann af sjer. Hann Ijet svipuhöggin dynja og andlit hans var eins svart og.makki hestsins. Hann sór að hann skyldi annaðhvort ríða honum ellegar drepa hann. Hann sagði: Það er ekki til sá hestur, sem jeg get ekki ráðið við“. Hún mundi, hvað frú Foster hafði sagt: „en Mikael bróðir þinn var miklu betri hestamað- ur“. Þetta hlaut því að vera hest ur Mikaels. Þessi svarta grimma 1 skepna. | í fyrsta skifti á æfinni fann hún til líkamlegs ótta. — Hún mundi hvað Alan hafði sagt: . . | „þá grípur mig stundum sú und , arlega tilfinning, að jeg sje ein- ^ hversstaðar aleinn í myrkri".' Það var einmitt samskonar til- | finning, ' sem nú hafði gripið 1 hana. Það var eitthvað óhugnan legt í rökkri hesthússins — eitt hvað óheillavænlegt, sem lá í loftinu, og hún hlaut að óttast. Surtur gamli tók aftur til máls. Rödd hans var ísmeygileg og hvíslandi: „Jeg er að bíða eft ir því, að hann komi aftur heim. Hann kemur. Jeg veit það. Ein- hverja nóttina, þegar tunglskin er. Hann stígur á bak hestinum,! með stóra, þunga svipuna í ann arri höndinni, og svo . . “. Hann gaf frá sjer langt flaut. „Hest- urinn og maðurinn — þeir verða ekki lengi hjer. Þeir þeysa beina til helvítis.“ Á meðan hann talaði, hafði hann fært sig nær henni, og nú nam hann staðar rjett hjá | henni, hló vitfirringslega. Hún sá, að hann myndi vera vitskert I ur. ísköld skelfing læsti sig um hana alla. Hún ætlaði að taka j til fótanna, en gat hvorki hrært legg nje lið. „Þú skalt fara hjeðan. Það fer illa fyrir þjer, ef þú ert hjer, | þegar djöfullinn kemur“. Hann j hló aftur, dimmum, holum • hlátri. I þessu kom Georg í dyrnar „Ben — hvern fjandann ert þú að flækjast hjer, skepnan þín? Er jeg ekki búinn að margbanna þjer það? Hypjaðu þig hjeðan út undir.eins“. Georg var fok- reiðum. hrædda“, svaraði hún. Hún var dálítið óstyrk á fótunum, þegar hún gekk út úr hesthúsinu og heim að húsinu. Hún heyrði aft ur og aftur hlátur gamla vit- firringsins. Annar hluti. Pála stóð fyrir framan arninn í dagstofunni og yljaði sjer á höndunum. Hún var orðin dá- lítið óþolinmóð af að bíða eftir Alan. Stofan var rúmgóð, hátt til lofts, gluggarnir stórir. Húsgögn in voru falleg, en fremur þung- lamaleg. Píanóið, sem stóð í einu horninu, vakti sjerstaklega athygli hennar. Það var úr rósa viði, fagurlega útskorið. Hún gekk að því til þess að skoða það betur og tók þá eftir því, að Ge- org stóð í dyragættinni. Hún brosti vingjarnlega til hans. „Þetta er fallegt hljóð- færi“, sagði hún. „Jeg geri ráð fyrir, að þjer hafið oft heyrt frú Garroway leika á það. Alan sagði mjer,a ð þjer væruð bú- inn að vera svo lengi hjer. Hún dó mög sviplega, var það ekki? Mjer þykir svo leiðinlegt, að jeg skyldi ekkUfá tækifæri til þéss að kynnast henni“. „Já, frú“, svaraði hann. „En hún ljek aldrei á hljóðfæri. Hún sagði oft við mig, að það væri aðeins tvennt í þessu heimi, sem hún gæti: að ala upp drengi og hugsa um hesta“. Þetta var undarlegt! Af hverju hafði Alan skrökvað að henni? „Jeg kveikti upp í herbergj- unum uppi .— ef þjer viljið skoða húsið“, sagði Georg. Hún gekk í gegnum anddyrið inn í borðstofuna. Þar var skugg sýnt, stór trje skyggðu á glugg ana. Síðan gekk hún upp á loft. Þar voru fjögur svefnherbergi. Frú Garroway hafði sennilega búið 1 einu þeirra, því að þar var stórt snyrtiborð. Henni fanst húsið kallt, líf- vana. Það hafði verið búið lengi í því. Það sást á slitnum hús- gögnunum. En samt fanst henni eins og hún væri að ganga í gegnum húsgagnadeild í stórri verslun. Það var eitthvað einkennilegt við þetta hús. Þegar hún gekk aftur niður, rann upp fyrir henni, hvað það var. Húsgögnin höfðu verið skil in eftir í húsinu en ekkert ann- að, er gæfi til kynna, að sama fjölskyldan hefði dvalið þar árum saman. Engar myndir, ekki neitt. í herbergi móðurinn ar hefðu átt að vera myndir af drengjunum hennar á ýmsum aldri. í drengjaherbergjunum hefðu átt að vera myndir af for eldrum þeirra, skólabræðrum og vinum. Heima hjá henni, í Ellenville, úði og grúði af fjöl- skyldumyndum. Þarna var ekk- ert, sem bar vitni. um persónu- leika þeirra, er í húsinu höfðu búið. j Hann sneri sjer að Pálu og Hún vissi ekki, hvernig á því sagði afsakandi: „Þjer verðið stóð, að henni varð svo ónota- að fyrirgefa, frú. Jeg vona, að lega innanbrjósts, þegar þetta hann hafi ekki gert yður | rann upp fyrir henni. hrædda. Hann er bandvitlaus | Hún heyrðí í bifreiðinni fyrir — en gerir engum mein, greyið utan, og hljóp út, til þess að að tarna“. j taka á móti Alan. Hann sagði, „Nei, þann gerði mig ekki; að Thayer hefði "ekki verið heima, og það væri best fyrir þau að fara og fá sjer að borða í kránni. Það logaði glaðlegur eldur í arninum í veitingastofunni. Þau sátu rjett við eldinn, en samt var eins og Pála gæti ekki losn- að við kuldahrollinn. „Getuin við ekki farið beina leið til Washington núna?“ spurði hún. Alan virtist skemmt. „Ertu þegar orðin leið á sveitasæl- unni? Jeg verð að reyna að ná tali af Thayer áður en við för- um, fyrst jeg er kominn hingað á annað borð“. „Jæja — þá það“. „Þú getur beðið eftir mjer heima“. „Get jeg ekki heldur komið með?“ „Frú Thayer er önnum kafin við að snúast í kringum krakk- ana sína. Þú myndir bara tefja fyrir henni“. Það var engin ástæða til þess að sækja það fast að fá að fara með honum. En samt sem áður hefði hún heldur viljað bíða hans í kránni. Alan ók henni heim að hlið- inu og sagði ekki mundu verða lengi í burtu. Hún hljóp við fót heim traðirnar. Þegar hún kom inn í dagstofuna sá hún, að eld- urinn í arninum var kulnaður. Hún klæddi sig úr kápunni og settist við slaghörpuna. Engin nótnahefti voru sjáanleg. Ekk- ert, — ekkert er kæfi til kynna, hverskonar hljómlist eigandi slaghörpunnar hefði iðkað. Hún hnipraði sig saman og starði á gulnaðar nóturnar á hljóðfær- inu. Hún heyrði í Georg frammi í anddyrinu, og alt í einu datt henni dálítið í hug. Hún var ekki alveg á því hreina með, hvernig preludian hófst — en hún byrjaði að leika. . „Guð minn góður!“ Hún sneri sjer eldsnöggt við. Hjarta hennar barðist ofsalega. „Georg!“ kallaði hún hvasst. Hann stóð í dyragættinni, og andlit hans sýndist öskugrátt í birtunni frá kertaljósunum, sem hann hjelt á í höndinni. „Hvað gengur að yður, Ge- org?“ „Jeg heyrði ekki, þegar þjer komuð inn, frú“, stamaði hann. „Og þegar jeg heyrði þetta lag — sem einhver var að spila í myrkrinu — þá — eh — jeg.. „Hver hjelduð þjer að ‘það Drummer | LITUR | | Fæst víða. -<ee mmnimimiinaitiKimiiiniimniaBEUSBBaB Stríðsherrann á Mars rengjaóacja Eftir Edgar Rice Burrougto. 81. „Á meðan þið eruð að þessu“, sagði jeg, „getur verið að mjer auðnist að komast á einhvern hátt til landsins, þar sem gulu mennirnir búa, en ef mjer mistekst, þá er aðeins einum manni fórnað til einskis. Ef við förumst báðir, þá er enginn til þess að vísa öðrum leið til Dejah Thoris og dóttur þinnar“. „Jeg fer ekki og skil þig einan eftir hjer, John Carter“, sagði Thuvan Dihn. „Hvort sem þú bíður sigur eða dauða, verður Jeddakinn af Ptarrth með þjer. Jeg hefi talað“. Jeg vissi af hljómnum í rödd hans, að þýðingarlaust var að reyna frekar að fá ,hann til þess að snúa aftur, svo jeg tók það ráð að senda Woola af stað með brjef- miða, sem jeg ritaöi í flýti, og festi í htlu málmhylki um hálsinn á honum. Jeg skipaði þessari tryggu skepnu að ieita að Chathoris af Helium, og þátt hálfur heimurinn og óteljandi hættur væru í leið hans, þá vissi jeg, að ef hægt var að gera þetta, myndi enginn færari til þess en Woola. Hann var frá náttúrunnar hendi ákaflega fljótur og þolinn, — og svo grimmur, að hann myndi ráða við hvert eitt af þeim óargadýrum, sem á vegi hans yrðu. Þá var hann svo vitur og eðlishvöt hans svo nákvæm, að hann atti að hafa alt til að bera, sem þurfti til slíkrar æfin- týraferðar. Það var auðsætt að Woola vildi helst ekki yfirgefa okkur, og áður en hann fór, gat jeg ekki að mjer gert, að leggja handleggma um ljóta hálsinn hans Hann neri sjer upp við mig, og andartaki síðar var hann kominn á harðasprett eftir hrævahellunum, — á leið til umheims- ins. í brjefi rriínu til Charthoris hafði jeg lýst nákvæmlega, hvernig finna skyidi hrævahellana, og skýrt fyrir hon- um, að nauðsynlegt væri að fara gegnum þá inn í hið dularfulla land hinummegin fjallahringsins, og reyna ekki undir nokkrum kringumstæðum að fara yfir fjallgarðinn með loftflota. Jeg sagði honum, að jeg gæti ekki einu sinni giskað á, hvað tæki við er áttunda hellinum slepti, en sagði aðeins, að jeg væri þess fullviss, að móðir hans U/TU l i Mirabeau lávarður, bróðir hins heimsþekkta fyrirlesara, kallaði dag nokkurn á þjón sinn: „Þú ert tryggur“, sagði hann, „þú ert duglegur, í stuttu máli sagt — jeg er hinn ánægð- asti með störf þín, en samt verð jeg að segja þjer upp“. „Hversvegna?“ spurði þjónn- inn undrandi. „Þrátt fyrir það, sem við höfð um komið okkur saman um, ferðu á fyllerí sömu daga og jeg geri það“, sagði Mirabeau. „Það er ekki mjer að kenna“, svaraði þjónninn. „Þjer eruð drukkinn á degi hverjum“. ★ Lítill hnokki var að skoða bók með biblíumyndum og kom að mynd, er sýna átti himnaför eins spámannanna í eldvagni. Drengurinn tók þeg- ar eftir geislabaugnum um höf- uð hans. „Sjáðu, mamma“, hrópaði hann, „hann er með varadekk". ★ Frú nokkur, sem hjelt að hún hefði mjög fagra rödd, hafði boð og skemti gestum sínum með því að syngja amerískt þjóðlag. Hún varð bæði hrærð og stolt, er hún tók eftir gömlum manni, sem sat einn úti í horni, og grjet hljótt, en innilega. Strax og hún hafði lokið söng sínum, gekk hún til hans og settist hjá honum. „Afsakið“, sagði hún, „en er- uð þjer Bandaríkjamaður?“ „Nei“, svaraði gamli maður- inn, um leKS og hann þerraði tárin úr augunum, „jeg er söng kennari". ★ Lögregluþjónn, sem var' á verði í neðri málstofunni bresku var eitt sinn spurður að því, hvort þingpresturinn bæði fyr- ir þingmönnum. „Nei“, var svarið. „Hann gengur inn í fundarsal, lítur yf- ir þingheim, og biður svo fyrir landsmönnum“. ★ Ljelegir rithöfundar geta líka verið skemtilegir. Hjer er klausa úr bók eins þeirra: „Hún hrærði í kaffibolla sínum með þolinmæði og fór út í garð til að skýla undrun sinni, um leið og hún Ijet hugann reika út í eldhús“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.