Morgunblaðið - 29.11.1945, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.11.1945, Blaðsíða 16
VEÐURUTLITIÐ. Faxaflói: Norðvestan- og vestan-átt. — 7 pálítil snjójel._________ á\ \ X------------ Pwpttiiyi Fimtudagur 29. nóvember 1945. FRA FINNMORKU eftir Skúla Skúlason. Sjá bls. 9. Bæ j arst j órnarkcsningarnar. Frá Sjálfstæðisfiokknum í Heykjavíl I. Prófkosningin: Sjalfstæðismenn, — konur og karlar! Veitið athygii, að kjörnefnd flokksins hefir efnt til prófkosningar meðal allra Sjálfstæðismanna í Reykjavík um val manna á framboðslista flokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar. Kjörseðlar ásamt reglum um kosninguna eru afhentir á skrifsjofu flokksins í Thorvaldsensstræti 2 ailan dag- inn. Kosningin stendur aðcins þessa viku og skal vera lokið laugardaginn 1. desember. II. Kjörskrá: Hafið þið athugað, hvort þið eruð á kjörskrá? — Allar upplýsingar veittar á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. III. Kosningaskrifstofan: Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er í húsi flokksins í Thoivaldsensstræti 2. Sími 2339. Kommúnidar skeSfast próf- kosningu Sjálfstæðismanna Fjórum sinnum fleiri skila atkvæðum í gær en fyrsta daginn. Óttast samanburðinn við klíkuákvarðanir sellufundanna. KOMMÚNISTAR hafa orðið varir við það undanfarna daga, að almenningi í bænum geðjast mjög vel að hinni lýðræðislegu og frjálslegu aðferð, sem kjör- nefnd SjálfstæðisHokksins hef- ir tekið, með því að efna til al- mennrar prófkosningar um val manna á framboðslista flokks- ins við bæjarstjórnarkosning- arnar. Þjóðviljinn hefir þó ekki far- ið á stúfana út af þessu fyrr en í gær, að blaðran sprakk. Það er soðinn saman hjákátleg- asti söguburður um kosning- una, og fer því íjarri, að orð- um sje eyðandi að þeim fávís- lega uppspuna. En hversvegna er honrjnnn- J3jnjnp atkVSðS ístum svona ílla við profkosn- ingu meðal almennings? Hvers vegna eru þeir svona hræddir við þessa lýðræðislegu aðferð ekki hentugur tími að birta sellu-funda-listann meðan á slíkum framboðsundirbúningi annara flokka stóð. Hann var lagður til hliðar — í bili. Síð- an krefjast ýmsir óbreyttir meðlimir Sósíalistaflokksins prókosningu eins og hjá Sjálf- stæðismönnum. Moskva-klíkan er í óþægilegu sálarástandi. — Við þetta situr um sinn. Á meðan ganga Sjálfstæðis- menn einarðir og frjálshuga að prófkosningu sinni um fram boðslista Sjálfstæðisflokksins. Prestskosningin: Sjálfstæðismanna við val fram- boðslistans? Það eru slíkar spurningar, sem kommúnistar vekja í hug- um manna með hræðslublöndn um uppspuna í blaði sínu um prófkosningar Sjálfstæðis-1 manna. Hvort þeir sjálfir haf'a til þessa ætlast, skiftir ekki máli. Slík er- úppskeran' Það hefir þá líka heyrst úr herbúðum kommúnista, að insta ráð Moskvadeildarinnar hafi verið búið að ákveða fram- boðslista kommúnista á sellu- fundum. Það hafi verið búið að gera myndamótin af háttvirt- um frambjóðendum og átt að fara að birta þau í Þjóðviljan- um með ,,pomp og prakt“. Þá komu þessar bannsettu lýðræðislegu prófkosningar Sjálfstæðismanna! Það þótti hefst kl. 9 f. h. TALNING atkvæða í prests- kosningunni í Dómkirkjusöfnuð- inum hefst kl. 9 f. h. í dag. í gærkveldi, er blaðið hafði tal af skrifstofu biskups, hafði engin kæra borist út af kosn- ingunum. Veruleg rýmkun á innflutnings- og gjaldeyrishömlum Verður Hirohifo ákærður London í gærkveldi: JOSEPH KEENAN, sem legg- ur bráðlega af stað til Tokio, til þess að verða aðalákærandi Bandaríkjamanna gegn þeim Japönum, sem dregnir verða fyr ir rjett vegna stríðsglæpa, sagði í kvöld, er hann var spurður, hvort Hirohito, Japanskeisari, yrði líka ákærður: „Það ákveð jeg, þegar jeg er kominn til Tokio.“ FJARHAGSNEFND Ed. fiyt- ' uf að beiðtii--.yiðskiftamálaráð- j.herra frv. um innflutning og g j aldeyrismeðferð. Frv. þetta er að mestu sniðið eftir tillögum nefndar, sem við skiftamálaráðuneytið skipaði 9. okt. s.l. Þessir áttu sæti í nefnd inni: Jón Maríasson banka- stjóri, formaður, Svanbjörn j Frímannsson, tilnefndur af Viðskiftaráði, Jóhann Þ. Jós- ' efsson, tilnefnd.ur af Nýbygg- ingarráði, Eggert Kristjánsson, , tilnefndur af Verslunarráði Is- lands og Eyjólfur Leós, til- nefndur af S. í. S. j í þessu frv. er lagt til, að j ríkisstjórnin skipi 5 menn í Viðskiftaráð og jafnmarga til j vara. j Verkefni Viðskiftaráðs eru þessi: 1. Gerir tillögur til ráðherra um það, á hvaða vörutegundum innflutningur skuli vera háður leyfisveitingum og frá hvaða löndum, en ráðherra setur um þetta ákvæði, eftir að leitað hef ir verið álits Verslunarráðs Is- lands og Sambands íslenskra samvinnufjelaga. 2. Úthlutar til innflytjenda innflutningi á þeim vörum, sem háðar eru leyfisveitingum, og setur þau skilyrði um hann, sern nauðsynleg kunna að vera vegna viðskiftasamninga eða af öðrum ástæðum, samanber þó lög um Nýbyggingarráð frá 24. nóv. 1944. 3. Ráðstafar gjaldeyri til vörukaupa erlendis samkvæmt 1. tölulið þessarar greinar svo og til annara nauðsynja, sam- anber þó lög um Nýbyggingar- ráð frá 24. nóv. 1944. 4. Ráðstafar, ef því þykir nauðsyn bera til, farmrými á skipum, er annast eiga vöru- flutninga til landsins og eru eign íslenskra aðila eða á veg- um þeirra. 5. Fer með verðlagsákvarð- anir og verðlagseftirlit samkv. lögum nr. 3 1943 eða öðrum lögum, sem sett kunna að verða í þeirra stað, og vöruskömtun lögum samkvæmt. Það er einróma álit nefnd- arinnar, ,,að þar sem stríðinu sje nú lokið og ísland eigi veru legar gjaldeyrisinnstæður í er- lendum bönkum, sje eðlilegt og heppilegt að rýmka verulega á núgildandi innflutnings- og gjaldeyrishömlum, þ.e.a.s. rjett sje að gefa innflutninginn eins frjálsan og fært þykir, a .m. k. frá þeim löndum, sem taka á móti greiðslum í sterlingspund um“. Nýbyggingarráð og Viðskifta ráð skulu sameiginlega útbúa fyrir ár hvert heildaráætlun um útflutning og innflutning þess árs, magn og verðmæti, svo og um, til hvaða landa út- flutningurinn fari og frá hvaða löndum innflutningurinn komi. Mánaðarlega skuli ráðin hafa sameiginlegan fund til þess að Nýjar reglur koma til framkvæmda á næstunni endurskoða áætlunina og breyta, ef þörf krefst. I ákvæði til bráðabirgða seg- ir, að ráðherra setji til að byrja með ákvæði um, hvaða vöru- tegundir skuli háðar leyfisveit- ingum og gildi það, uns Við- skiftaráð hefir gert sinar til- lögur. Þessum nýju lögum mun ætlað að koma til framkvæmda 1. des. n.k., en þau eiga að falla úr gildi „í síðasta lagi“ 1. des. 1946. ★ Frv. þetta var tekið til 1. umr. á síðdegisfundi í Ed. í gær og vísað til fjárhagsnefnd- ar. Verður málið tekið aftur fyrir á árdegisfundi í dag. Tunnusmíði. Fram er komið stjórnarfrum varp, um tunnusmíði. „Ríkis- stjórninni er heimilt að láta reisa og starfrækja tvær tunnu verksmiðjur, aðra á Akureyri, hina á Siglufirði, þegar rann- sókn hefir leitt í ljós, að tunnu smíði hjer á landi er samkepn- isfær við erlenda tunnufram- leiðslu bæði hvað verð og gæði snertir11, segir í 1. gr. — Og í 2. gr. segir, að ríkisstjórninni sje heimilt að kaupa eða taka á leigu tunnuverksmiðjur á Akureyri og Siglufirði og starf rækja þær. Er stjórninni heim- ilað að taka alt að 3 milj. kr. lán til framkvæmda þessara. Uppeldismál. Jónas Jónsson flytur svohlj. þál.till. í Sþ.: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að skipa eftir til- nefningu þingflokkanna fjóra menn í milliþinganefnd til að rannsaka og gera tillögur um uppeldismál þjóðarinnar. Nefnd in skal hafa lokið störfum fyrir árslok 1948. Kostnaður við nefndarstörfin greiðist úr rík- issjóði". Fylgir tillögunni mjög löng greinargerð og þar gagnrýnd- ar ýmsar tillögur milliþinga- nefndarinnar í skólamálum. ••111111111111111111111111111111111111111111111111111111111iiiiiiiii ( Kaffikvöld full- I I trúaráðs Sjálf- j I anna í kvöld \ Fulltrúaráð Sjálfstæðis- \ fjelaganna í Reykjavík efn í ir í dag til kaffikvölds í i Sýningarskálanum . og i hefst það kl. 9 e.h. i A kaffikvöldinu verður I vettvangur til frjálsra um- 1 ræðna um undirbúnings- | störf vegna bæjarstjórnar- | kosninganna og önnur mál 1 efni í sambandi við kosn- | ingarnar. I Ollum meðlimum full- | trúaráðsins er boðin þátt- I taka. Ef þeir hafa ekki | fengið boðskort send. fá í þeir þau afhent við inn- i ganginn. i Mikill áhugi ríkir nú i meðal Sjálfstæðismanna i að vinna sem best að bæj- i arstjórnarkosningunum. I Það mun vera áríðandi, i að fulltrúar geti mætt sem I best á kaffikvöldinu. LONDON: — Yfirvöldin hjer í borginni hafa ákveðið að banna Jitterbug-dans á dans- stöðum borgarinnar. Axel Andrjessyni haldið samsæli AXEL Andrjessyni, sendi- kennara ÍSÍ var haldið veglegt samsæti að Hvanneyri á fim- tugsafmasli hans, þann 22. þ. m. Voru þar saman komnir kenn- arar og nemendur skólans og ennfremur skólastjórahjónin í Reykholti og allir kennarar þess skóla og frúr þeirra. Kennarar og nemendur Hvanneyrarskóla færðu Axel vandað armbands- úr að gjöf. í hófinu fluttu þeir ræður, skólastjórar Hvanneyrar og Reykholts, en skólapiltar tveir fluttu frumsamin kvæði. — Þá voru lesin heillaóskaskeyti, sem afmælisbarnið fjekk, en af þeim barst hinn mesti fjöldi. Ný skáldsaga eftir Guðm, G. Hagalín BÓKFELLSÚTGÁFAN send- ir frá sjer um þessar mundir nýja skáldsögu eftir Guðm. Gíslason Hagalín. Hún nefnist Konungurinn á Kálfsskinni og er mikið verk, yfir 500 blað- síður í allstóru broti. Bókin er prentuð á góðarj pappír með áferðarfallegu letri, og prýdd allmörgum teikning- um. Hún er prentuð í Alþýðu- prentsmiðjunni h.f. — Þetta er; tuttugasta verk Hagalíns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.