Morgunblaðið - 03.01.1946, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.1946, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 3.. jan. 1946 Ý Y Y Y Y ! Y t X t Ý Ý Verkamenn, trje- smiði og múrara vantar okkur, nú þegar. Upplýsingar milli kl. 5— skrifstofunni. * BÝGGUNGARFJELAGIÐ BRTJ H.F. Ilverfisgötu 117. 6 á 2 Tilkynnlncf X Af sjerstakri ástæðu eru nokkrir International Diesel- ❖ Y mótorar, 80—-100»hestafla, fáanlegir með afgreiðslu nú Y X í janúarmánuði, sje gengið frá kaupum strax. Y Ý Ý Ý Ý Ý Ý f \Jjel$míc)lan ^Jd}ec)inn Reykjavík. Ý s Óskila hross *:* Nokkur óskilahross eru í vörslu í Mosfellshreppi. — t Verða seld, ef eigi verða hirt, fimtudaginn 10. þ m., klukkan 2 eftir hádegi, að Grafarholti. Hreppstjórinn. Y Ý Ý í * *fXMXMXMXMXMXMXM’XMXMXHXMXMXMXMXMX*4XMXHXMXMXMXHX**X | Góð bújörð Ý Ý ♦% ♦:• Ý í nágrenni Reykjavíkur. óskast til leigu í mestu far- ;•; X ;♦; döguin. — Tilboð, merkt: „Bújörð“, sendist blaðinu •!• Y ♦I* fyrir laugardagskvöld. •*X**^*X**X**>*XMtMH**H**HMt**t**H**XMXMt**í**XMX**H**XMH**X**X**X**X**t»*H' J f V ❖ | Húsgagnasmiðir x Ý Y Ý Ý Ý *tM>.t**XMXMX**XM>’XM>*X**XMXMXMXMXMt**XMtMX*<**tMX»*X**X**tMXMXMtMJ ♦t**t**:*.:Mt**x**:**t**:**x**:**t**:**:**X'*:**x*,:**:**:**t**x**XMX**:**x**:**x**:*‘t‘*x**t**:**t**:**:**t**> •5 *:• A •> Okkur vantar húsgagnasmiði, nú þegar. ^ JjJhú íaóon o<j ^JJlJlercj. L.j. % I Sendisveinn I * Ý óskast nú þegar, hátt kaup. Vinnutími: 9—12 og 1—5. Ý Upplýsingar í síma 2323. X i •:• X •♦XMtMt**tMtMXMXMXMXMXMXMtMXMXMXMXMtMXMXMXMtMt**X**tMXMXMt**tMtMX* I í: i Afgreiðslustúlkur 4 geta fengið fasta atvinnu hjá oss. Upplýsingar á skrif- Ý X X stofu vorri. $ 4 Ý x Wjd, mróamóalan L AUGLYSING ER GULLS IGILDI Bjarni Brynjólfsson óhipaómJur o<j lóndi í £ ncjeij BJARNI var fæddur 23. dag sólmánaðar 1874, hann varð því 71 árs og nokkra mán- aða. Hann dó á sólbjörtum jóladegi, að hallandi hádegi á Landakotssjúkrahúsi. Þar naut hann góðrar læknishjálpar og hjúkrunar síðustu vikur lífs síns. Foreldrar Bjarna voru þau Brynjólfur og Þórunn í Eng- ey, sem bjuggu þar yfir hálfa öld. Þórunn var Engeyingur. — Húp var dóttir Halldóru Pjet- ursdóttur úr Engey, en Hall- dóra var dóttir Ólafar Snoríá- dóttur í Engey. En til Snorra Sigurðssonar ríka í Engey og konu hans Guðrúnar Oddsdótt- ur frá Neðra-Hálsi í Kjós, sem bjuggu þar fyrir og eftir alda- mótin 1800. má rekja ættir mjög duglegra og merkra manna og kvenna. Þórunn ólst upp hjá móðursystur sinni, Guðrúnu Pjetursdóttur í Eng- ey. og giftist úr fósturforeldra- húsum Brynjólfi Bjarnasyni skipasmið. Þórunn lifði æfi sína alla í Engey og þaðan var hún jörðuð. Brynjólfur var af hinum al- kunnu og merku Akurnesinga- ættum, en kom í Engey fyrir innan tvítugt að læra bátasmíði og var þar æ síðan. Brynjólfur og Þórunn eignuðust 11 börn; þrjú dóu í æsku. Bjarni var annað í röðinni af þeim, er til þroska og fullorðins aldurs komust. Á honum hvíldu brátt mikil og margþætt störf og mikil ábyrg. Hann var góður vefari og óf á vetrum vaðmál og ljereft fyrir móður sína, með an veður voru vond og hann taldist ekki nógu harðnaður, til að standa úti, að skipasmíðum allan veturinn. En aðalstarf hans um mörg ár var smíði stærri og smærri róðrarbáta. — Frá því hann gat valdið öxi og hamri, smíðaði hann með föð- ur sínum bæði trje og járn. — Þeir feðgar smíðuðu allt, sem þurfti til skipanna. Bjarni lærði að vísu skipasmíðina af föður sínum. En skipasmíðalistin var honum í blóð borin. Móður- frændur hans voru allir skipa- smiðir, svo langt sem rakið verður. Um miðbik æfi sinnar stundaði Bjarni eingöngu skipa smíðar. Smíðaði hann þá mörg hundruð skipa. Fallegt skipa- lag, falleg smíði og vandvirkni einkendi skip hans og smíði. Að áeggjan mætra manna, sem þektu fallegu bátana hans, vandvirkni og fallegan frágang sendi hann bát á sýningu í Bergen 1908. Fekk hann þar fyrstu verðlaun og mjög lof- samleg ummæli fyrir bátinn sinn. Með Bjarna hverfur síð- asti skipasmiðurinn úr Engey. Bjarni var í æskú talinn meðalmaður á hæð, svaraði sjer vel og var vel limaður. — Hann var dókkur á hár, en blá eygður og grannleitur. Hann var vinfastur og vinavandur. Hann átti sinn mikla þátt í að æskan í eyjunni ólst upp við glaðværð og skemtanir, þrátt fyrir mikið starf og margþætt. Á síðari árum var Bjarni hættur að smíða báta, en stund- aði landbúnað með Brynjólfi bróður sínum. Að nafninu til var tvíbýli enn í Engey. Syst- kinin Helga og Bjarni áttu sitt heimili og Brynjólfur og kona hans, Halldóra, sitt. En öll vinna fór fram í fjelagi. Fyrir 58 ár- um í desembermánuði var kveð ið við lát frænda Bjarna: Snautt er í Engey úti og napurt æfi runnin sól. Skammdegið er dimt og dapurt, daufleg verða jól. Þá var einnig tvíbýli í Eng- ey, en um fjórir tugir manna á báðum heimilunum. Nú voru þau aðeins fjögur. Bjarni var aldrei heilt ár í burtu frá heim ilinu sínu í Engey. Þar lifði hann og starfaði meðan honum entist heilsa og aldur til. Fyrir þrem vikum hleypti bróðirinn, með Bjarna sjúkan, undan veðri inn í Vatnagarða. Það var erfitt ferðalag, en samboð- ið þeim Engeyingum. Nú eru þau systkinin tvö, Helga og Brynjólfur. Lifa þau lífinu sínu öllu í Engey eða hverfa þau þaðan? Með þeim hverfur ætt Snorra ríka úr Engey, :— fal- legu eyjunni skrúðgrænu, með fuglamergð í búningi vorsins, eyjunni með stóra víða sjón- deildarhringinn. — Þaðan sjest bæði til hafs og fjalla. Ragnhíldur Pjetursdóttir frá Engey. LONDON: Blaðið Times skýrir frá því, er það ræddi nm Persíumálin, og þá stað- reynd, að ekki hefði náðst samkomul. um þau í Moskva, að Bevin hafi komið fram með tillögu til lausnar þeim á fundinum í,Moskva, og hafi tillögu þessari verið mjög vel tekið, fyrst í stað, bæði afi Bandaríkjamönnum og Rúss- um, og hafi Stalin virst vera j henni hlyntur. — Þegar fund' urinn var að enda, og fara átti að ræða tillöguna, til- kyntu Rússar það skyndilega, að þeir gætu ekki fallist á hana. Varð því ekkert af sam- komulagi, sem kunnugt er. — Dó í ræðustólnum LONDON Verkamannafor- ingi einn breskur, Donald Tombs, hneig niður dauður í ræðustól, er hann hafði lokið ræðu til verkamanna í London nýlega. Hann hafði fengið hjartaslag. Orðuveifingar HINN 27. desember s.l. sæmdi forseti íslands eftir- greinda menn heiðursmerkjum hinnar íslensku fálkaorðu, sem hjer segir: Sigurð Sigurðsson berklayfir lækni, sem hefir unnið sjerstak lega verðmætt og merkilegt starf í þágu heilbrigðismála landsins og Kjartan Thors framkvæmdastjóra, sem um tugi ára hefir unnið mjög að aukningu og eflingu atvinnu- vega landsins, stórriddara- krossi. Þá voru eftirtaldir menn sæ*idir riddarakrossum: Jakob Einarsson prófastur að Hofi, Vopnafirði og Guðbrand- ur Björnsson prófastur, Hofs- ós. Þeir hafa báðir um langan aldur unnið mjög að hagsmuna málum sveita sinna og safnaða. Bogi Ólafsson yfirkennari, sem hefir að baki sjer gagn- merkan starfsferil sem kennari við Mentaskólann í Reykjavík. Jón Sigurðsson skipstjóri, sem stundað hefir sjómensku og síðar útgerð í 60 ár af áhuga og dugnaði. Magnús Guðnason steinsmið- ur, sem lagt hefir gjörva hönd á steinsmíði í rúm 60 ár, og er meðal hinna fáu núlifandi manna, sem unnu að smíði Al- þingishússins. r Þá sæmdi forseti Islands eft- f irgreinda menn heiðursmerkj - um hinnar íslensku fálkaorðu I. janúar 1945: Georgíu Björnsson forseta- frú, sem staðið hefir við hlið manns síns um langan aldur, í mikilverðustu embættum og gegnir nú mestu virðingarstöðu íslenskra kven'na. Jón Sigurðsson skrifstofu- stjóra Alþingis, sem þann dag hafði gegnt því starfi í 25 ár, stórriddarakrossi. Þá voru eftirgreindir menn sæmdir riddarakrossum: Agnar Kl. Jónsson skrif- stofustjóri utanríkisráðuneytis- ins, sem um nokkurt skeið hef- ir starfað í utanríkisþjónústu landsins. Ingvar Gunnarsson kennara, Hafnarfirði, sem verið hefir um sjónarmaður Hellisgerðis frá upphafi og sjeð um ræktun þess. Emanúel Cortez, sem í ára- tugi hefir verið yfirprentari í ríkisprentsmiðjunni Gutenberg og unnið merkt starf í þágu prentlistarinnar á íslandi. Guðmund Þorbjarnarson bónda að Stóra-Hofi, formann Búnaðarsambands Suðurlands, sem unnið hefir sleitulaust af hinni mestu ósjerhlífni að vel- ferðarmálum bændastjettarinn- ar og sýslufjelags síns. Um leið og hr. orðuritari Gunnlaugur Þórðarson skýrði frá orðuveitingum þeim, sem áður getur, gat hann þess, að 31. desember s.l. hafi forseti ís- lands gefið út forsetabrjef um starfsháttu orðunefndar og ann að um breyting á forsetabrjefi II. júlí 1944. Orðuritari skýrði frá því að í forsetabrjefi því, er forseti gaf út 11. júlí 1944, er gert ráð fyr- ir að orðunefnd setji sjer starfs reglur og nú hefir það verið gert. Starfsreglur þessar eru að sumu leyti staðfesting á því, sem tíðkast hefir um orðuveit- Framhald á síðu 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.