Morgunblaðið - 03.01.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.01.1946, Blaðsíða 12
12 MORGUNBIyAÐIÐ Fimtudagur 3. jan. 1946 Áramótoávarp Ólafs Thors, forsætisráðherra Framh af bls. 9 vikið. Öll sjergæska skapar ó- farnað. Jeg er meðal þeirra sem í ræðu og riti hefi gert ráð fyrir að að þessu geti dregið. En jeg hefi verið andvígur baráttu um kjararýrnun meðan atvinnu- rekstur bar sig og enn voru óreynd önnur úrræði. Jeg er enn sama sinnis. Jeg tel því rjett að bíða úrslita viðskifta- og verslunarsamninga þeirra, er nú standa fyrir dyrum við ýmsar þjóðir, svo fullreynt verði, hvers vænta megi af hin- um nýju mörkuðum. Jeg álít þetta leyfilegt, vegna þess, að ekki sje óskynsamlegt að vænta þess, að ve^na mikillar mat- vöruþurðar kunni þeim að auðn ast að ná sæmilegu verði, sem góða vöru býður og getur veitt einhvern greiðslufrest, ef óskað er. Og jeg álít það æskilegt vegna þess, að ef gripa þarf til þess óyndisúrræðis að lækka kaupgjaldið og gera aðrar til- svarandi ráðstafanir, veltur á öllu að það lánist á friðsam- legan hátt og án blóðtöku á atvinnu manna og fjármunum. En það verður ekki nema að þjóðin sjái og skilji, að öll önn- ur úrræði hafi áður verið reynd. ★ JEG VIÐURKENNI að af þessu leiðir, að orðið getur óhjá kvæmilegt að grípa til sjer- stakra úrræða, bátaútvegnum til öryggis. Dettur að sönnu engum í hug, að til lengdar verði svo stór þáttur atvinnu- lífs landsmanna rekinn með rikisstyrk eða tryggingum. En hjer er um þá einstöku að- stöðu að ræða, að heita má að fullkomin straurrihvörf sjeu hvað afurðasölu áhrærir, er við nú um skeið höfum selt alla framleiðsluvöruna ákveðnu verði, fyrirfram, en eigum hana nú alla óselda, og þess von, að þurfa að verulegu leyti að leita á nýja markaði. Var þetta að vísu svo fyrir ófriðinn, en er nú því óvissara en þá, sem lengra er umliðið frá því um nokkurn frjálsan markað hefir verið að ræða, eða samkepnis- verð á vöru okkar. Munu og allir á eitt sáttir um það, að ef illt á að ske, svo að útvegur- inn ætti verulegan taprekstur í vændum, væri farsælla að deila tapinu á alla þjóðina, held ur en hefja hina nýju sókn með bátaútveginum mergsognum og máttvana. ★ Á STYRJALDARÁRUNUM hefir íslendnigum græðst mik- ið fje á okkar mælikvarða. Jafnframt höfum við búið við allsnægtir og ekki neitað okk- ur um neitt. Hátt afurðaverð, ( samfara mikilli eftirspurn , vinnuorkunnar, hlaut að leiða jtil stórhækkaðs kaupgjalds og þar af leiðandi tilsvarandi hækkunar á dýrtíðinni. Fram ^ að þessu hefir þessi þróun ver- jið einhliða ávinningur, þjóð- hagslega skoðað. En að því get- ur nú dregið óðar en varir, að 1 úr verði skorið. hvort sá ávinn- ingur snýst til ófarnaðar. Velt- ( ur það, eins og oft og af mörg- um hefir verið bent á, á því, hvort við berum gæfu til • að ( gera rjettar ráðstafanir í tæka tíð, þ. e. a. s. hvort þjóðin lætur sjer skiljast, að framleiðsla landsins verður eigi til lang- frama rekin með tapi og reynist fús til að taka afleiðingunum af þeirri staðreynd. Rjett er að viðurkenna að mikið skortir á, að íslendingar geri sjer enn fulla grein fyrir þessu. Keppast enn hver við annan um að draga fram sinn hlut, raunverulegan eða ímynd aðan. Er það kanske ekki óeðli- legt, en þó versta hættan, sem yfir þjóðinni vofir. Mættu ís- lendingar vel renna huganum til annara þjóða, sem margar sveltá nú heilu hungri, og jafn- framt minnast þess, að ef við kunnum okkur ekki hóf, snýst velgengni og velsæld í vesæld og vansæmd. Af þeim sigrum, sem íslend- ingar nú verða að vinna, er sá ekki minstur, nema mestur sje, að okkur takist að deila bróðurlega því sem við drögum í búið og krefjast eigi meira en aflast. Með því einu móti varðveitum við frelsi okkar og sjálfstæði. * ★ VIÐ ÍSLENDINGAR erum minsta sjálfstæða þjóð heims- ins. Það er áreiðanlegt, að flest um verður á að brosa þegar þeir heyra um þessar 130 þús- und sálir, sem telja sig bærar um að halda uppi menningar- ríki og leggja fram mannvit til úrlausnar allra þeirra við- fangsefna, sem sjerhver sjálf- stæð þjóð verður við að glíma. Margir gleyma strax þessu litla en undarlega fyrirbrigði. En aðrir kynna sjer það betur, sumpart af því að þeir þurfa þess, sumpart af forvitni. Er þetta raunverulega mögu- legt? Geta svona fáir menn leyst jafn mörg verkefni svo viðunandi sje? Því minni sem þjóðin er, því meira á hún undir að haga svo búskap sínum, en einkum þó viðskiftunum út á við, að hún með því ávinni sjer virð- ingu annara þjóða. Skal að þessu sinni eigi rætt, hvaða skilyrðum íslendingar verða að fullnægja svo vel sje í þeim efnum, heldur á það eitt berit, að minsta þjóð heimsins getur vel teflt velferð sinni og sjálf- stæði í voða, ef hún temur sjer j siðleysi einmitt í þeim efnum, sem beinast blasa við sjónum annara þjóða, og jafnvel snerta beinlínis hagsmuni þeirra, þ. e. a. s. meðferð utanríkismála sinna. Þetta verðum við íslending- ar að gera okkur ljóst og hætta því að ræða utanríkismálin með óvarfærni, og þeim ofsa og óbilgirni, sem tíðast ríkir í innanlandsmálum. Við íslendingar þurfum einn ig að láta okkur skiljast, að við megum ekki fremur en aðrar þjóðir ætla, að við getum til lengdar vænst mikils góðs af nokkurri þjóð, umfram það, sem er í rjettu hlutfalli við þá þýðingu, sem við höfum fyr ir hagsmuni hennar sjálfrar. Þetta er lögmál lifsins. Eftir því skulum við hegða okkur, m. a. vegna jSfess, að það er frumskilyrðið til að eignast þá vináttu og virðingu annara þjóða, sem getur, þegar mest ríður á, verið verðmætari en nokkrir fjársjóðir. íslendingar þurfa að isýna í verki, að þeir ætla sjer að freista þess að lifa sínu lífi þrátt fyrir smæðina, en ekki af smæðinni. Við íslendingar erum orðnir þátttakendur í margvíslegri al- þjóðastarfsemi og gerumst ef til vill bráðum ein hinna sam- einuðu þjóða. Við ættum að temja okkur nýja og betri siði í umgengni okkar við aðrar þjóðir og meiri háttvísi og var færni í umræðum um utanrík- ismálin, áður en við færum okk ur ofar á bekkinn á alþjóða- samkundum.' ★ ÞEGAR íslendingar endur- reistu hið forna lýðveldi, gerðu ’þeir sjer ljóst hvílíkt-afrek er svo fámennri þjóð að halda hjer uppi menningarríki. Fögn- uður þeirra var fyrirheit um að neyta allra krafta til að sigrast á örðugleikunum. Það verður aldrei gert með spar- seminni einni, þótt hagsýni sje mikilsvirði. Aðalatriðið hlýtur að vera hitt, að stæla þrótt- inn og ganga með víkingslund að því að hagnýta þau gæði, sem landið á ónotuð. Sá auður er kanske torsóttur, en hann er ótæmandi. Ef við íslendingar förum rjett að, stýrum djarft, en gætum þess þó að k.ollsigla okkur ekki, getum við orðið rík þjóð. Hjer má aldrei verða atvinnuleysi og aldrei stritað án vits. Verk- efnin eru nóg. Vinnuaflið af skornum skamti. Fáar þjóðir eiga því fremur en við að sækja vjelaflið og láta það vinna fyr- ir okkur. Aðrar þjóðir, sem líkt er ástatt um, eru orðnar ríkar. Einmitt með þessum hætti geta þær nú boðið börnum sínum betri lífskjör en við enn þekkj- um: í þeirra fótspor eigum við að feta. Af þeim að læra. Að þetta er hægt, sjáum við best af okkar eigin sögu. Skamt er en umliðið frá því þjóðin lifði fábreyttu og fátæklegu lífi í fullkominni kyrstöðu, deyfð og þróttleysi. Eins og tvær síðustu kynslóðir hafa breytt árabát í eimskip, orfi og spaða í sláttu- vjel, skurðgröfu og dráttarvjel', hamri og steðja, rokk og snældu í vjelsmiðju og verksmiðju, hreysi í höll, þorpi í borg, ný- lendu í lýðveldi, þannig eigum við og að sækja fram til auk- innar velsældar og menningar. Þetta er kanske ekki auðvelt. En örðugri var þó hin fyrri bar- átta, sem þó hefir leitt til svo margra sigra á svo stuttum tíma. Feður okkar stýrðu eftir hugmyndaauðgi, með bjartsýni að leiðarljósi. Við höfum þeirra reynslu fyrir okkur. Þeir hafa sýnt okkur og sannað, að ráð- deild skiftir miklu, en atorka, bjartsýni og stórhugur þó miklu meiru. Þeir hafa sannað, að sá byggir á klöpp, sem trúfr á orku þjóðarinnar og auðæfi landsins. Þeir hafa látið okk- ur þreifa á því, að land, sjór, mannsorka og mannvit ávaxta ríkulega það fje, sem lagt er í íslenskt atvinnulíf. Við þurfum því varla ann- ars en feta í fótspor feðranna. Við ætlum að halda áfram því verki, sem þeir hafa hafið, og biðjum þess að okkur megi vel farnast. AÐ ENDINGU vil jeg svo þakka öllum þeim, sem á ár- inu hafa eflt hag fósturjarðar- innar. Jeg þakka einnig báð- um hinum voldugu vinaþjóð- um, er hjer hafa haft herlið að undanförnu. Við þökkum þeim fyrir viðskiftin á árinu, er þær hafa keypt vörur okkar, selt okkur nauðsynjar og sjeð okk- ur fyrir skipakosti og margt annað vel til okkar gert. En 'þó er það þakkarverðast, að Inú þegar herliðin eru að mestu 1 farin burt úr landinu, geta ís- lendingar áreiðanlega með sanni sagt, að aldrei mun nokk- ur hersetin þjóð hafa átt jafn I anægjulegar endurminmngar um setulið, sem íslendingar um herlið það, er hjer hefir dvalið. Er það eigi aðeins vottur um iðmenningu þessara þjóða, held ur og sönnun þess, að stjórnir þessara ríkja hafa sjerstaklega vandað val þeirra manna, er hjer hafa farið með umboð þeirra, sem og þeirra foringja, er herstjórn hafa haft á hendi. Eg slíkt mikils virði, og meira en margur hyggur. Við íslendingar óskum þess- um og öðrum vinaþjóðum okk- ar alls góðs á komandi ári. Við kveðjum svo árið með þakk- látum huga, byggjum traust okkar á forsjóninni og tökum ótrauðir til starfa á nýja árinu. Jeg óska öllum sem á mig hlýða gleðilegs árs. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiniMiiiiiiiiiiiiiiiiinin Vanur bifreiða- sljéri með meiraprófi, óskar eft ir atvinnu við að aka góð- um sendiferðar- eða vöru bíl, aðeins góðir bílar koma j til greina. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Mbl., fyrir föstudagskvöld merkt i X. 210 — 249“. X-9 & Effir Roberl Storm i A FEW MO/MENTð LATER Y SET THE CAMERA, vnilV JIAMUe...lU TRY TO G0LSM ELICE OUT A EECTION kioht, j OF TH15, INTACT, FOR A AiOULAGE ! Jim: — Hjerna er gúmmíslangan, Phil. — X-9: Það er að stytta upp. Við skulum þurka eitthvað af þessum pollum. — 2) X-9: Við skulum dæla vatninu úr pollunum, ef ske kynni að við fyndum hjólför. — Jim: Jeg skil hvað þú átt við. Hjólför, sem liggja undir vatni skemmast ekki af rejgni. — — j. iliii^CTTe ..— — ..... jl F ^°Pr- Fcatures Syndicatfr, fnc., World ríglits rcscrvcd. »j Nokkru seinna: Jim: Þú áttir kollgátuna. — X-9: Náðu í myndavjelina — svo ætla jeg að vita, hvort jeg næ ekki móti af förunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.