Morgunblaðið - 03.01.1946, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.01.1946, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: Gengur í S.- eða SV-átt með jeljaveðri eða skúrum. Fimtudagur 3. janúar 1943 ÁRAMÓTAÁVÖRP Forseta Islands og forsaetisráðherra eru birt í blaðinu. (Sjá bls. 1 og 9). Heimsmei í fcrafi&gi ÞETTA ERU bresku flugmennirnir, sem settu nýlega heims met í flughraða. Flugu þeir rúmlega 600 mílur á klukkustund, eða næstum því 1000 kílómetra. Stjórnmálafundir œskulýðssamtaka stjórnmálaflokkanna Hðitfnir í Hafnarfirði, Keilavík og á Akranesi SAMBAND ungra Sjálfstæðismanna, Samband ungra Fram- sóknarmanna, Samband ungra jafnaðarmanna og Samband ungra Sósíalista hafa ákveðið að efna til þriggja sameiginlegra stjórnmálafunda í nágrenni Reykjavíkur til undirbúnings þátt- iöku unga* fólksins í bæjarstjórnar og hreppsnefndarkosningun- um á hlutaðeigandi stöðum. Er hjer um að ræða framhald á samvinnu þessara aðila um stjórnmálafundi, er hófst með æskulýðsfundinum í Listamannaskálanum. Áformað er nú að halda fundi í Hafnarfirði, Keflavík og Akra nesi. Fundirnir í Hafnarfirði og í Keflavík verða haldnir um næstu helgi, 6. jan., og hefjast þeir fundir báðir kl. 2 síðdegis. Fundurinn á Akranesi verður aðra helgi, 13. jan., og hefst sennjlega kl. 3,30 síðdegis. Hjer er um að ræða aukna hlutdeild æskumanna í stjórn- málabaráttunni, og munu að- eins ungir menn flytja ræður á fundum þessum. Er þess að vænta, að unga fólkið fjölmenní á fundina og sýrii þannig áhuga sinn á þjóðmálunum. Að sjálf- sögðu er eldra fólki einnig heim ill aðgangur að fundunum. Fundurinn í Hafnarfirði verð ur í Bæjarbíó, í Keflavík í Ál- þýðuhúsinu og p Akranesi í Bíóhöllinni. Ræðumenn hafa enn ekki verið ákveðnir, og munu fundirnir verða nánar auglýstir í útvarpi. Herformgjar heiðraðir. LONDON: Háskólinn í Edin- borg hefir gert Cunningham flotaforingja, Alexander mar- skáld og Tedder marskálk að heiðursdoktorum. 73 fyrir rjetti í einu . ALDREI munu jafnmargir menn hafa í einu verið fyrir rjetti og í rjettarhöldum, sem hafin eru á Timburin-eyju í Ar | tur-Indíum. 73 japanskir hermenn - eru ákærðir í einu fyrir misþyrmingar á föngum, flestum áströlskum. Ástralskur herrjettur fer með mál þeirra. I Lesbók ( I fylgir blaðinu í dag, þó i l hún sje dagsett 29. des. i í Þar birtast kaflar úr i I merkilegri bók um á- i Í standið í Rússlandi. i Allir, uem kynnast vilja \ í hvemig stjórnarfar það i \ er, sem kommúnistar að- i \ hyllast, kynna sjer þessa i | kafla í Lesbókinni, eftir i I Arthur Kvertle. íisti I Sjsllstæðismanna s Akureyri Akureyri, miðvikud. Frá frjettaritara vorum. Á FUNDI Sjálfstæðisfjelags Akureyrar þann 30. des. var | gengið frá framboðsiista flokks íns til bæjarstjórnarkosninga. | Atta efstu sæti eru skipuð eftir l tcldum mönnum: Indriði Helga 1 son, rafvirkjameistari, Svavar j Guðmundsson, bankastjóri, Jón | G. Solnes bankafulltrúi, Helgi | Pálsson erindreki, Guðmund- ur Guðmundsson skipstjóri, ■ Sverrir Ragnárs, kaupmaður, Gunnar H. Kristjánsson, kaup- maúur og Páll Sigurgeirsson kaupmaður. kmítm sJéiiSar lenda í bílslysi Á GÁMLÁRSKVÖLD varð amerískur sjóliði fyrir bifreið í Aðalstræti. Bifreiðin var R- i 2711. — Bílstjórinn ók í burtu, en kom skömmu síðar niður á lögreglustöð og gaf sig fram. — Mörg vitni voru að slysinu, sem höfðu þá gefið lögreglunni upp númer bílsins. Sjóliðinn var fyrst fluttur um borð í skip sitt, en síðar í her- spíta^a. ■— Það er rannsóknar- lögreglunni ókunnugt, hvað maðurinn meiddist mikið, en hann var enn meðvitundarlaug er hún frjetti síðast. Þá vildi það slys til að kvöldi þess 30. des., að amerískur sjó liði var fyrir bifreið, sem drukkinn maður ók. Sjóliðinn rifbeinsbrotnaði og skrámaðist töluvert. — Hann var fluttur í herspítala. Sjóliðinn var að ganga eftir Melavegi, í áttina niður í bæ. Með honum var fjelagi hans. — Bifreiðinni R-1290 var ekið á eftir Melavegi í sömu átt. Sjó- liði sá, er gekk innar á vegin- um varð fyrir bifreiðinni. Um leið og áreksturinn var, sveigði bílstjórinn bifreiðina yf ir á hægri vegarbrún, þar fór hún útaf, braut vinstra fram- hjól og sprengdi hjólbarða á vinstra afturhjóli. Við rannsókn kom í Ijós að bifreiðarstjórinn var undir á- hrifum áfengis. Löndunarskilyrðin óbreyll ÚT AF orðrómi sem gengur um að heimild íslenskra flutn- ingaskipa til að landa ísvörð- um fiski í Bretlandi falli nið- ur frá áramótum, vill ríkisstjórn in taka fram, að orðrómur þessi er á misskilningi byggður. Löndunarskilyrði fyrir ís- lenskan fisk í Bretlandi verða fyrst um sinn alveg óbreytt frá því sem verið hefir á árinu 1945 með því, að samningur milli Is- lands og Bretlands varðandi þetta hefir verið framléngdur óbreyttur með mánaðar upp- sagnarfresti. (Frá ríkisstjórn- inni). Maður bíður bana í ryskingum Garðar Sfefánsson, Fjölnisvegi 1 Frá frjettaritara vorum í Borgarnesi, gamlársdag. SÁ HRYLLILEGI atburður gerðist hjer að morgni þess 30. des, að tuttugu og fimm ára gamall maður úr Reykjavík, Garðar Stefánsson, til heimilis Fjölnisveg 1, beið hana í ryskingum við mann hjeðan úr þorpiriu, Kristján Bjarnason, bifreiðarstjóra. Garðar Stefánsson kom hing að til Borgarness frá Akranesi aðfaranótt sunnudags kl. 12. — Með honum voru þá 5 Akur- nesingar og málari sá, er hann vann hjá í Reykjavík. Hjer var dansleikur í sám- komuhúsinu. Garðar fór þang- að og var þar til kl. 2 um nótt- ina. Var hann þá orðinn all- drukkinn. Er hann kom af dansleiknum, hitti hann mann nokkurn, Jó- hann Guðlaugsson frá Kára- stöðum. Þeir Garðar og Jóhann fóru saman heim til Jóhann- esar Jóhannessonar og háttuðu þar, án leyfis, og sofnuíu. Klukkan sex um morguninn kom Jóhannes Jóhannesson heim til sín og var í fylgd með honum Kristján Bjarnason, bif reiðarstjóri, Borgarnesi. Þeir fjelagar vöktu þá Jóhann og Garðar. Garðar brást illur við þessu. Sparkaði til Jónhannesar og stökk svo fram á gólfið og sló til Kristjáns. Honum tókst að bera af sjer höggið og sló Garð- ar tvö högg. Annað þeirra kom á munn, en hitt á kinnbein. Við högg þessi hnje Garðar nið ur við Tilið legubekks þess, er hann svaf á. Mennirnir tóku Garðar þegar upp og lögðu hann fyrir í bekknum. Þeir telja að þá hafi mátt merkja æðaslög, sem þó bráðlega hættu. Þeir fluttu líkið þegar til læknis og tilkyntu sýslumanni látið. Lík Garðars var skömmu síð- ar flutt loftleiðis til Reykjavík- ur, en þar fer fram á því rjett- arkrufning. Frumrannsókn málsins er að mestu lokið, og hefir Sveinn Sæmundsson aðstoðað sýslu- mann við rannsókn þess. Sveinn kom hingað loftleiðis. Garðar Stefánsson var fædd- ur í Vestmannaeyjum 5. febr. 1917. Þess skal að lokum getið, að frásögn þessi er samkvæmt út'- drætti úr rjettarrannsókn hjá sýslumanninum í Borgarnesi. 3000 í lögreglu LONDON: Vegna þess hve margir af lögreglunni í Lond- on hafa verið þar kyrrir á stríðsárunum, þótt þeir væru komnir yfir aldurstakmarkið, en hafa nú látið af störfum, verða 3000 nýir lögreglumenn ráðnir bráðlega. Hefir hermönn um verið boðið að ganga í lög- regluliðið, sem verður aukið að mun. Garðar Stefánsson. Maður ekur bifreið á þrjú hús NÚ UM áramótin var bifreið inni R-£716 stolið. — Henni ók þjófurinn á þrjú hús og olli nokkrum skemmdum á einu þeirra. Bifreiðin stóð fyrir utan hús ið nr. 20 við Óðinsgötu er henni var stolið. — Þjófurinn ók henni eftir Nönnugötu og inn á Njarðargötu. — Þar ók hann henni fyrst á húsið Njarðargötu 27 og braut þar 2 glugga í kjall ara. — Þjófurinn ætlaði nú að aka bifreiðinni aftur á bak, en þá rakst hún á húsið Freyju- götu 27. Þessu næst ók hann á grindverk við húsið að Þþrsgötu 28.— Þar braut bifreiðin niður grindverk á baklóð hússins og stöðvaðist við húsið. Þarna var þjófurinn handtek inn. Lisli Sjálfslæðis- manna á ísafirði SAMKVÆMT viðtali, sem blaðið átti við ísafjörð í gær- kveldi, var listi Sjálfstæðis- manna þar við væntanlegar bæjarstjórnarkosningar, sam- þykktur einróma þá um kvöld- ið á sameiginlegum fundi Sjálf stæðisfjelaganna. Níu efstu menn listans eru sem hjer segir: Sigurður Bjarnason, alþrn., Baldur Johnsen, hjeraðslæknir, Sigurður Halldórsson, ritstjóri, Marselíus Bernharðsson, skipa smíðameistari, Guðbjörg Bárð- ardóttir, húsfrú, Kjartan Ólafs- son, kaupmaður, Böðvar Svein bjai'narson, verksmiðjustjóri, Matthías Bjarnason, forstjóri og Ragnar Jóhannsson, skipstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.