Morgunblaðið - 18.01.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.01.1946, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐ[0 Föstudagur 18. jan. 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Rgykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson Auglýá&gar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstraeti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Aumur málstaður ÞAÐ ER einhver saknaðarhreimur í ræðum og skrif- um kommúnista, er þeir minnast þess, að hjer var ákaf- lega tilfinnanlegt atvinnuleysi á kreppuárunum fyrir stríð. Rjett eins og kommúnistar sakni þess, að þessir ömurlegu tímar tilheyra fortíðinni, en ekki nútíðinni. Það skyldi ekki vera svo, að forsprakkar kommúnista sakni atvinnuleysisins nú í kosningabaráttunni? Ótrúlegt er það reyndar, þar sem flokkur kommúnista hefir talið aðalfylgi sitt meðal veikamanna, því atvinnuleysi bitnar fyrst og fremst á verkamönnum. En hinu er þá heldur ekki að leyna, að atvinnuleysisbölið er handhægt áróð- ursefni fyrir öfgaflokka, sem byggja tilveru sína aðal- lega á æsingum og undirróðri, en hirða minna um að finna farsæla lausn vapdamálanna. Ekki er ósennilegt, að það sje einmitt þetta vopn, sem forsprakkar komm- únista sakna í kosningabaráttunni nú. ★ Ungur hagfræðingur, Jónas Haralz, hefir við og við verið að stinga niður penna í Þjóðviljanum, þar sem hann hefir verið að átelja ritstjórn Morgunblaðsins fyrir óheiðarlega blaðamensku. Þessi sami lögfræðingur birtir í Þjóðviljanum í gær ræðu, er hann flutti á æskulýðs- fundinum á þriðjudagskvöld. Þar minnist hann m. a. á aðgerðir stjórnmálaflokkanna til þess að koma í veg fyrir að atvinnuleysið endurtaki sig. Um aðgerðir Sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn Reykjavíkur, segir hagfræðingurinn: „Á minnisvarðann yfir þennan bæjarstjórnarmeiri- hluta er ekki hægt að hugsa sjer neina áletrun, er betur ætti við, en þessi orð: Það er best að gera engar ráðstaf- anir“. , Athugum nú lítillega hvernig þetta fær staðist raun- veruleikann. ★ Fyrst er þá að minna á, að haustið 1944 tókst að mynda þingræðisstjórn í landinu- undir forystu Sjálfstæðisflokks ins. Þessi ríkisstjórn, sem studd er af þrem flokkum, hafði náð samkomulagi um víðtækan málefnagrundvöll. Þar segir m. a.: „Það er meginstefna stjórnarinnar að tryggja það, að allir landsmenn geti haft atvinnu við sem arðbærastan atvinnurekstur“. Til þess að ná þessu takmarki, var stefnt að stórvirkri nýsköpun í atvinnulífi þjóðarinnar, sem nú er verið að framkvæma. Leggja skyldi til hliðar 300 milj. kr. af inneign bankanna erlendis og verja þessu fje til kaupa á nýjum atvinnutækjum; skipum, vjelum og hverskonar tækjum, sem gætu lyft undir atvinnulífið. Hinn ungi hagfræðingur veit vafalaust, að þegar er búið að festa megin hluta þessarar fjárhæðar í kaup á atvinnutækjum. Samið hefir verið um smíði á annað hundrað vjelbáta, 30’nýtísku togara, margra flutninga- skipa, bæði til vöru- og farþegaflutninga. Stórar síldar- verksmiðjur eru í byggingu. Þúsundir búvjela, til ýmissa starfa, eru í pöntun, o. s. frv. ★ Þá er næst að athuga, hvað bæjarstjórn Reykjavíkttr hefir gert í þessum málum. Það er skemst frá að segja, að engin stofnun á landinu hefir verið eins stórtæk í nýsköpuninni og bæjarstjórn Reykjavíkur, updir forystu Sjálfstæðismanna. Bæjarstjórnin festi þegar kaup á 10 vjelbátum frá Sví- þjóð, sem eru miklu fullkomnari en bátar þeir, er fyrv. stjórn gerði samninga um. Þegar ríkisstjórnin hafði feng- ið leyfi fyrir smíði 30 nýtísku togara í Bretlandi, bað bæjarstjórn Reykjavíkur um að 20 þessara skipa yrði ráðstafað til bæjarins og ábyrgðist kaup þeirra. Allar þessar staðreyndir þekkir Jónas Haralz. En hann hefir kosið að leyna þeim og bera í þess stað fram vís- vitandi ósannindi. Aumari framkomu er ekki unt að hugsa sjer. Hún hæfir vafalaust málstað flokksins, sem unnið er fyrir. En ekki er aðferðin sigurvænleg. t/íli/erji óhripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Óorðheldni. ÞAÐ ER EKII svo ýkja langt síðan að íslendingum þótti það hin rnesta skömm að standa ekki við orð sín. Það og að greiða ekki skuldir sínar þótti lítilmannlegt og engum manni var treyst, sem hafði þá bresti að vera óorðheldinn og skuld- seigur. Nú virðist öldin önnur í þess um efnum, sem svo mörgum öðrum. Loíorð er nú ekki leng- ur hægt að taka hátíðlega í dag- lega lífinu, einkum ef um eitt- hvað smávegis er að ræða. Menn segja hiklaust: Jeg skal gera það í dag, en svíkja kinn- roðalaust' gefin loforð. Af þessu spinst svo óorðheldni og svik anpara, sem hafa treyst orðum hins óorðheldna. Það versta er, að menn eru farnir að láta þetta viðgangast. Maðurinn, sem svíkur gefin loforð, er ekki neitt minni maður eftir en áð- ur. Það hljóta allir að hafa rek- ið sig á þenna löst, sem er að breiðast út meðal þjóðarinnar og verður áður en varir þjóð- arlöstur. Jeg hefi verið að velta því fyrir mjer, hvort óorðheldnin sje afleiðing af styrjöldinni, eins og svo margt annað slæmt. Á styrjaldartímum gátu menn komist upp með margskonar svik og keftt stríðinu um, og síðan hefir þetta orðið vani. En af hverju sem þetta staf- ar, þá er óorðheldni, hvort held ur er í stóru eða smáu, ljótur löstur, sem kemur mönnum (og þjóðum) í koll fyr eða síðar. Ávítur til karla fyrir ókurteisi. STÚLKA skrifar mjer og á- vítar karlmennina fyrir skort á almennri kurteisi. Hún segir m. a. á þessa leið: „Kæri Víkverji: — Um leið og jeg þakka þjer fyrir þína ágætu pistla um daglegt líf, langar mig til að biðja þig fyr- ir nokkrar línur til karlmann- anna, sem ganga um götur bæj arins og þá ekki síst til hinna ungu. ** ,n *- k í tr , Okkur kvenfólkið langar til, að þeir sýni ofurlítið meiri kurteisi í umgengni. Við biðj- um ekki um neina sjerstaka riddaralega háttprýði; það væri til of mikils mælst frá því stigi, sem þeir eru nú á. Það er al- veg ótrúlega lágt ástand á al- mennu velsæmi, sem bæði kon- um og körlum finst samboðið virðingu sinni. En sleppum því. Fyrir mitt leyti væri jeg á- nægð ef mjer væri ekki stjak- að út í göturennurnar, eða út í umferðina á götunni, þegar jeg er á gangi á gangstjettun- um ....“. Síðan ber brjefritari saman framkomu hefmanna á götun- um, segist að vísu aldrei hafa kvnst þeim persónulega, en sjeð, að þeir sjeu ólíkt prúð- ari í allri framkomu á götun- um. Þetta eru nokkuð þungar á- vítur á okkur karlmennina, en ætli það taki sig ekki einhver til og svari? —* En nú skulum við halda áfram" með brjefið. Sinnulaust af- greiðslufólk. ÞEGAR brjefritari hefir lok- ið við að hæla erlendum her- mönnum fyrir betri framkomu en íslenskir karlmenn iðka — og sem jeg prenta ekki hjer, því mjer finst ávíturnar í garð okk ar karlmannanna nógu þungar, þó ekki sje farið að sækja sam- anburð til annara þjóða karla — snýr hún sjer með nokkrum orðum að afgreiðslufólki í versl unum og_ þá er það aðallega kvenþjóðin, sem fær til tevatns ins hjá brjefritaranum. í brjef- inu segir: „Munu ekki margir kannast við, að þegar þeir spyrja eftir vöru í verslun, er þeim svarað út í hött, eða sagt rangt til um, hvenær tiltekinnar vöruteg- undar sje von — sem getur komið sjer illa fyrir kaupand- ann. Eða þegar viðskiftavinur- inn hefir, með nokkurri tregðu stundum, fengið að sjá vörur, gengur afgreiðslustúlkan út að glugga og horfir hugfangin á eitthvað, sem öðrum er ósýni- legt og virðist hafa tapað máli og heyrn. Slík tilfelli eru ekki algeng, hamingjunni sje lof, en yfirleitt mætti afgreiðslufólk í búðUm sýna meiri lipurð og á- huga á starfi sínu, það væri vin sælla fyrir kaupmanninn og þægilegra fyrir viðskiftavin- ina“. Þannig var nú þessi reiðilest ur og því miður er hann ekki ástæðulaus með öllu. iglPúiBmirnBiniaHae* **■'■»■«•■■■ •■■■■■■■■y»i*(r»n»frgg ■»?*■■■■Hn»aai««B»iia«g«aw»ir»wa~pirpyjnr,nii I MYNDIR ÚR BÆJARLÍFINU ■ ■ “ ■■■■■■■ ■■■■■•■nieaa■»■■■■«■« Kvöidkaffi og kosningar NOKKRAR kunningjakonur komu saman hjer um kvöldið til þess að rabba saman sjer til dægrastyttingar, eins og geng- ur. Og þá báru kosningarnar vitanlega á góma. — Það er þó gott, segir frú Valgerður, að búið er að fletta svo ofanaf blekkingum komm- únistanna, að þeir geta ekfu vilt á sjer heimildir lengur. Enda eru þeir farnir að finna til þess að þeir eiga ekki upp á pallborðið hjá Reykvíkingum. Að hugsa sjer, að þeir skuli ekki áræða að mæta Sjálfstæð- ismönnhm á æskulýðsfundi án þess að auglýsa eftir „klapp- liði“, og borga því kaup fyrir að berja saman lófunum á til- settum tíma. — Eftir að búið er að skjóta 'undir þetta ,,hjálparlið“ flutn- ingabílum frá Kron, skaut frú Jónína fram í. Var nokkur ykk ar annars á fundinum á þriðju daginn? — Ekki var jeg þar, segir ■Jóhanna, en jeg hefi haft greini legar fregnir af þeim fundi og veit, hve kommúnistar fóru halloka. Mjer hefir líka verið sagt frá kvennafundi kommún- ista í Listamannaskálanum. — Hæg heimaíökin fyrir þig, væníi jeg, segir frú Valgerður. Hún Lauga þín hefir trúi jeg verið þar. — Mjer er nú rjett sama hvað þú segir um hana Laugu mína, segir þá Jónína. Þó hún hafi einu sinni hallast að þessum kommúnisma, þá er hún ekkert verri fyrir það. Hún hefir sagt mjer alveg eins og er. Þetta var eins og hver annar barna- skapur hjá henni. Rjett þegar hún fór að byrja að fylgjast með, og lesa blöð, og svona, þá var altaf verið að tala um þessa sigra í Rússlandi yfir Nazism- anum, og þetta væri þjóð, sem væri að bjarga heiminum und- an harðstjórn og þessháttar. Og þá bara hjelt blessað barn- ið, að þetta væri framtíðin og kommúnisminn ætti að bæta heiminn. Syo sjer hún í sum- ar, að þetta er alt eintóm vit- leysa og þessir menn, sem hafa komið kommúnismanum á hjá sjer, þeir eru ekki ósvipaðir hinum harðstjórunum. En vitið hvað hún svo segir mjer, þegar hún kemur heim af fundinum, því hún var á fund- inum, eins gott að jeg segi ykk ur það hreint út. Hún segir: Veistu hvað? Mjer finst að þess ar konur, sem tala með komm- únistunum, og vilja, að komm- únistar ráði hjer öllu, að þær sjeu blátt áfram eins og börn, eða eins og jeg var á meðan jeg skildi ekki neitt. Fyrst og fremst þá tala þær alveg eins og. kommúnisminn eigi að gefa öllum frelsi og alls nægtir, þó allir viti nú, og jafn vel kommúnistar sjálfir hafi ekki komist hjá því að viður- kenna ,að kommúnisminn svifti menn öllu frelsi, allir verði að lifa á náðarbrauði einvalds- harranna. En svo þegar þær fara að tala um bæjarmálin, að eitt og annað vanti og bæta þurfi hjer í bænum, að byggja þurfi skóía, dagheimili, leikvelli í einum hvelli, og húsmæðurnar þurfi að fá matinn tilbúinn upp 1 hendurnar, bærinn þurfi að þvo þvottinn og skila öllu fínu og strauuðu, þá tala þær eins og að bærinn sje einhver auðsupp- spretta, sem hægt sje að heimta af alla skapaða hluti, það sje ekki önnur kúnst í lífinu en panta alt, sem manni dettur í hug — og láta bæinn borga. Þær gleyma því, þessar hug- sjónaríku konur, því allar eru þær, eftir því sem þær sjálfar segja afskaplega hugsjónarík- ar, að það eru bæjarbúar sjálf- ir, sem þurfa, að borga þetta alt saman með afrakstrinum af at- vinnu sinni. En ef' atvinnan verður ekki önnur en sú, sem þeirra kæru flokksbræður, kommúnistarnir, geta haldið uppi, þá verður hún engin, og þá getur bærinn ekki borgað neitt eða komið upp neinu af því, sem þessar blessaðar kon- ur panta af lífsins gæðum hjá bænum fyrir sig og aðrar. — Þetta sagði Lauga mín, þegar hún kom af fundinum. Og hún bætti því við, að það væri engu líkara en sumar konurnar, sem töluðu fyrir kommúnista, hjeldu altaf áfram að vera börn. Hitar í New York LONDON: Mikil hitabylgja hefir undanfarna viku gengið yfir New York. Þann 7. þ. m. voru þar 62 gráður á Fahren- heit, og er það mesti hiti, sem í áratugi hefir verið mældur þar í janúarmánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.