Morgunblaðið - 08.03.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 8. marz 1946 Strætisvagnadeilan á bæjarstjórnarfundi 'KAÚPDEILAN við bíl- stjóra stræisvagnanna, var rædd á bæjarstjórnarfundi í gær. Stóðu umræður um það mál í tvær klukkustundir og tóku sex bæjarfulltrúar til rnáls ásamt borgarstjóra. Borgarstjóri hjelt fleiri en eina ræðu um þetta mál. í upphafi skírskotaði hann til tilkynningar þeirrar frá bæjar- ráðsfundi í fyrradag, sem birt- is't í dagblöðunum í gær. Bíl- stjórarnir, sagði hann. hafa haldið kröfu sinni við kr. 636 í grunnkaup á mánuði og vilja ekki verða fastir starfsmenn bæjarins. Bæjarráðið hefir ekki viljað ganga að þessu, en mun að sjálfsögðu íhuga málið, á fundi sínum á morgun. Ýms ummæli hafa birst í blöðum um afstöðu mína til þessa máls, sagði borgarstjóri, sem eru villandi og rangfærð. Jeg tel því rjett að gera hjer íiókkra grein fyrir afstöðu rninni og afskiftum af málinu. Fastir starfsmenn eða ekki. I upphafi voru allir bæjar- íáðsmenn á þeirri skoðun, að gefa ætti bílstjórum strætis- vagnanna kost á að gerast fastir starfsmenn bæjarins.En snemma kom það fram, að bilstiórarnir óskuðu ekki eftir því, að minsta kosti á þessu stigi. Skal það skýrt tekið fram að það hefií aldrei verið sett sem skilyrði frá minni hendi, eða Læjarráðsmanna, að bílstjór- narnir yrðu fastir starfsmenn beejarins, og deilan gæti ekki layst á annan hátt. Þannig hef- ir, verið skýrt frá, að jeg hafi heimtað að bílstjórarnir semdu af sjer verkfallsrjettinn. — En það er tilhæfulaust. . Jeg hefi aldrei gert slíkt að skilyrði fyrir að samningar kæmust á. • Bílstjórunum hefir þvert á móti verið gefinn kostur á, að halda núverandi aðstöðu sinni, e?ia gerast fastir starfsmenn. — En samningar hafa á hvorugum gcundvellinum náðst. Katipið í samræmi við annað kaup. En bæjarrráð hefir ekki vilj- að fallast á kauphækkanir til bílstjóranna, er væru svo háar, að þær röskuðu launastiga starfsmanna bæjarins eða yrðu tif þess að ýta undir að koma stað almennri kauphækkun. Tel jeg að bæjarbúum myndi ekki finnast það æskileg lausn dpilunnar. Laun þessa starsmannahóps r .ega ekki vera i ósamræmi við hin almenna launastiga. — En bæjarráð er fúst til að greiða það hæsta kaup, sem fært þyk- h að greiða innan þess ramma, sem launareglugerð bæjarins setur launaflokkunum og hins almenna kaupgjalds í landinu. Þess vegna sagði jeg við samn ii gamenn bílstjóranna. Fáið um sögn stjórna Starfsmannafjel. ríkis og bæjar og Alþýðusam-- bándsins um það hvaða kaup þéssir aðilar telja að bílstjórar strætisvagnanna eeti fengi, sem sj'e í samræmi við kaup annara láunaflokkaa. Tel jeg að það vérði mikill styrkur fyrir mál- fítað bílstjóranna. Geti Alþýðu- sambandið og Starfsmannafje- Kaup bílstjóranna sje í samræmi við launastiga bæjarins lagið komið sjer isaman um það, hve hátt kaupið geti verið, án þes að það verði til ósam- ræmis við annað kaup eða laun, þá mun það verða til mikillar leiðbeiningar fyrir ákkvörðun bæjarráðs. Jeg vil ekki að kaup þessara manna trufli samræmið í launa reglum bæjarins, eða verði til þess að ýta á eftir að koma af stað almennri grunnkaups- hækkun í landinu. Unisögn starfsmannafjelagsins. Pálmi Hannesson spurði borg arstjóra hvort rjett myndi hermt að bílstjórarnir vildu ger ast fastir starfsmenn bæjarins, ef þeir yrðu í 10. launaflokki. Borgarstjóri skýrði frá, að ef sú ákvörðun yrði tekin, þá væri hún einmitt í ósamræmi við svar það, sem borist hefði frá Starfsmannafjelaginu. Brjefið er svohljóðandi: Rvík. A fundi sínum í dag hefir stjórn B.S.R.B. samþykt eftir- farandi: „Vegna deilu bifreiðastjóra strætisvagna við. Reykjavíkur- bæ hefir sáttasemjari ríkisins í vinnudeilum ásamt borgar- stjóra og samninganefnd bif- reiða óskað umsagnar stjórnar B.S.R.B. um það, hver laun megi ætla strætisvagnstjórum, án þess að það hafi truflandi áhrif á launastiga Reykjavík- urbæjar og launalaga ríkisins. Stjórn B.S.R.B. lítur svo á, að deila þessi sje Bandalaginu óviðkomandi, vegna þess, að um er að ræða frjálsa samn- inga í samræmi við lög um stjettarfjelög og vinnudeilur, en vill þó ekki skorast undan að gefa umsögn í þetta sinn, Eftir að hafa leitað álits stjórnar Starfsmannafjelags Reykjavíkurbæjar og ennfrem ur — að gefnu tilefni af hálfu annars deiluaðila, — álits stjórnar Lögreglufjel. Reykja- víkur, vill stjórnin lýsa yfir því, að eftir þeim upplýsing- um, sem fyrir liggja um launa- kjör tjeðra vagnstjóra, telur hún ekki óeðlilegt, að miðað sje við XI. launaflokk, ef þeir yrðú skipaðir fastir starfsmenn Reykjavíkurbæjar“. Þetta leyfum vjer oss hjer með að tilkynna yður, hr. sáttasemjari. Virðingarfylst f. h. stjórnar B. S. R. B. Lárus Sigurbjörnsson (sign.) formaður. * G. B. Baldvinsson (sign.) ritari. Alþýðusambandið. En svarið, sem barst frá Al- þýðusambandi íslands, gefur ekki ástæðu til að fara hærra í boðum en bæjarráð hefir gert. Það er svohljóðandi: „Alþýðusamband íslands vill að gefnu tilefni taka fram, að það telur ekki óeðlilegt, að vagnstjórar á strætisvögnum hafi hærra kaup en bifreiða- stjórar alment, og vill í því sambandi benda á: 1. Að starf þeirra er mjög erfitt. 2. Að vinnutími þeirra fellur að mjög miklu leyti á næt- ur- og helgidagavinnutíma annara stjetta. 3. Að þeir hafa með höndum umsvifamiklar fjárreiður. 4. Að stjettarbræður .þeirra, bifreiðastjórar á langferða bifreiðum, hafa nú um eins árs skeið haft kr. 90.00 hærra grunnkaup á mán- uði, en fastráðnir bifreiða- stjórar hafa nú. Skytdur fylgja rjettindum fastra starfsmanna. Steinþór Guðmundsson gat þess, að hann hjeldi, að ekki væri deilt um annað en það, hvort bílstjórarnir yrðu fastir starfsmenn eða ekki. Borgarstjóri benti honum á, að hjer væri um misskilning að ræða hjá Steinþóri. Bílstjór arnir færu fram á að fá sömu rjettindi sem fastir starfsmenn í 11. launaflokki. En þeir neit- uðu að taka að sjer skyldurn- ar, sem því fylgdi. Ekki væri hægt fyrir aðra en fasta starfs menn að fá rjett til eftirlauna. En bílstjórarnir vilji hafa sama eftirlaunarjett sem starfsmenn bæjarins í 11. flokki fá, án þess að vera fastráðnir. A hinn bóginn, sagði borgar- stjóri, væri eðlilegt að bílstjór ar strætisvagnanna væru fastir starfsmenn bæjarins og eðli- legra um þessa menn en ýmsa aðra starfsmennina. Því stræt- isvagnabílstjórar eru ekki ann arsstaðar en hjer í Reykjavík. Hvergi sambærilegur starfs- mannaflokkur. En t. d. skrif- stofufólk, sem vinnuf hjá bæn um o. fl. fastráðið fólk gæti eins vel eða frekar hugsað sjer að vera í stjettarfjelögum sam- bærilegum við störf þess. Jóhann Hafstein og Sigfús Sigurhjartarson. Sigfús Sigurhjartarson tók snemma til máls í umræðum þessum, en kvaðst líta svo á, að best færi á því, að málið yrði ekki mikið rætt. Síðar í umræðunum tók Jd- hann Hafstein til máls. Hann benti Sigfúsi Sigurhjartarsyni á þá skinhelgi í framkomu Sigfúsar, að þykjast ekki vilja ræða málið á bæjarstjórnar- fundi. En eftir hvern fund, sem haldinn hefir verið um mál þetta, hafa birst greinar í Þj,óð viljanmu, með ýmiskönar rang færslum og hálfyrðum. Kvaðst Jóhann víta svona tvöfeldni í málaflutningi. Sigfús Sigurhjartarson sagði þá, að eitt væri bæjarstjórnar- fundur og annað ritstjórn Þjóð viljans. Hann kvaðst ekki hafa ávítur Jóhanns Hafstein að neinu og skrifa það í Þjóð- viljann, sem sjer sýndist. Jóhann Hafstein svaraði, að hvað sem Sigfús ritstjóri segði, þá væri framkoma hans jafn vítaverð í augum almennings. Að nota sjer aðstöðuna í bæj- arráði til þess að hlaupa með sleísögur í blað sitt. Sigfús greip fram í og spurði, hvort Jóhann hefði sannanir fyrir þessu. Nei, það er einmitt sem vant ay, að bæjarráðsmaðurinn skrifi í blað sitt undir nafni. En hvaðan skyldu upplýsing- arnar frá bæjarráðsfundum koma annarsstaðar að en frá Sigfúsi! Hallgrímur Benediktsson kvaðst líta svo á, að í þessari kaupdeilu sem öðrum gætu miklar opinberar umræður ver ið varhugaverðar. Hann kvað máli þessu best borgið í hönd- um bæjarráðs. Borgarstjóri yar á sama máli. Þessvegna sagðist hann ekki hafa hirt um að svara rang- færslum Þjóðviljans undan- farna daga. - Persíu-málin Framhald af 1. síða daga, og þykir ástandið nú ískyg'gilegt. Athæfið vekur grun. Stjórnmálamönnum er ó- skiljanlegt hvað Rússum muni hafa gengið til að banna pers nesku hersveitunum för til borganna þriggja, og í Persíu draga menn af athæfi Rússa þær ályktanir, að þeir muni hafaeinhverju að leyna í borg unum, ef til vill sjeu hersveit- ir þeirra þar ekki svo alger- lega á bak og burt sem rúss- nesk stjórnarvöld vilja vera láta Forsœtisráðherra Persa farinn frá Moskva. Sultaneh, forsætisráðherra Persa, lagði af stað frá Moskva í dag áleiðis til Teheran. •— Hann hafði áður látið svo.um mælt. að hann myndi gera alt sem í hans valdi stæði, til þess að greiða úr deilumálum Rússa og Persa, en aldrei myndi hann fallast á lausn, þar sem gengið væri á rjett Persa. -nBQ-'-; I tbf; Þakkar Molotov. Molotov utanríkisráðherra Rússa, fylgdi Sultaneh til flugvallarins. og að skilnaði þakkaði Sultaneh honum al- úð þá, sem hann hefði sýnt við samningaumleitanirnar. Komst hann m.a. svo að orði: „Nú. þegar jeg fer frá Moskva er jeg þess fullviss, að með tímanum muni eyðast allur misskilningur og misklíð með Rússum og Persum og' vin- átta þjóðanna styrkjast, því að það er markmið vort“. Dr. Matthías Jónasson flyt- ur 18. (og síðasta) fyrirlestur sinn um uppeldi í 1. kenslu- stofu háskólans í dag kl. 6 e.h. Viðfangsefnið er að þessu sinni: Þegar kynhvötin vaknar. Öllum er heimill aðgangur. Gistihúslð - Búnaðarráð ALLMIKLAR umræður urðu aftur í Nd. í gær um gistihús- bygginguna. Eíns og kunnugt er, snerist Eysteinn á móti frumvarpinu á dögunum, og nú tók Páll Zophóníasson í sama streng, með því að segja, að ekkert væri meint með frv. — það væri aðeins til að sýn- ast. Samgöngumálaráðherra svar aði þeim röksemdum Eysteins, að ríkissjóður ætti ekkert að skifta sjer af byggingu þess- ari og að aðrir út um land hlytu að koma og krefjast framlaga úr ríkissjóði. Ráðherrann hjelt því fram, að hjer væri um ger- ólíka aðstöðu að ræða. Þetta hotel hefði algjöra sjerstöðu, þar sem það yrði bygt með alt öðru sniði, bæði stærra og full- komnara, en nauðsyn bæri til um gistihús úti á landi. Ráð- herra lagði enn áherslu á, að ekki væri trygt, að hótelið yrði rekið á fullkominn hátt nema með aðstoð og íhlutun ríkisins. Mælti hann ákveðið með því, að eignarnámsheimildin yrði ekki feld burt, eins og allsherj arnefnd lagði til. Garðar Þorsteinsson, form. nefndarinnar, taldi heimildina of víðtæka, þar sem hún nær til hvaða lóðar og húsa í Rvík, sem væri. En til þess að ná samkomulagi við ráðh. skyldi nefndin taka tillöguna aftur til 3. umr. Eysteinn bar síðan fram rök studda dagskrá um að vísa mál inu frá. Var hún feld með 15:8 atkv. Allir Framsóknarmenn- irnir greiddu atkv. með að vísa frv. frá, nema Jörundur (G. Sv. og J. Sig. sátu hjá). Síðan var frv. samþykt með 15 atkv. gegn 5 (Framsóknarmanna) og vísað til 3. umr. Búnaðarráðið í Ed. I Ed. var frv. um verðlagn- ingu landbúnaðarafurða (skip- un búnaðarráðsins) til 2. umr. Landbúnaðarnefnd hafði þrí- klofnað um málið. Meiri hl. lagði til, að frv. yrði samþykt með þeirri breytingu (í sam- ráði við landbúnaðarráðh.), að lögin skuli endurskoðast fyrir árslok 1946. Þorst. Þorsteinsson lagði til, að lögin giltu aðeins til 1. sept. 1946, og Páll Iierm. lagði til, að frv. yrði felt. — Nokkrar umræður urðu og þvældi Páll lengi um, að verið' væri að taka völdin af bænd- um. Pjetur Magnússon svaraði því, að Páll gleymdi alveg, að í ákvæðum fyrri laga um þetta efni hefði vald stjórnarinnar verið miiklu meira. Þá mátti telja stjórnina einráða í þess- um málum. Framsóknarmenn hefðu þagað um þetta í 11 ár. En nú, þegar stjórnin væri að afsala sjer valdi, þá risu þeir upp. Bændastjettin hefði feng- ið meira vald en nokkurn tíma áður með þessu frv. Hvort mundi ekki iðnaðarmannastjett in þiggja það, að 25 manna ráð úr þeirra hópi rjeði verðlagn- ingu iðnaðarvara eða verslun- arstjettin rjeði verðlagningd verslunarvara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.