Morgunblaðið - 08.03.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.03.1946, Blaðsíða 5
Föstudagur 8. marz 1946 ÍORÖUNBLASIÐ Góð gleraugu eru fyrir öllu. Afgreiðum flest gleraugna recept og gerum við gler- augu. • Augun þjer hrílið með gleraugum frá TÝLI H. F. Austurstræti 20. | SKAFT- I I POTTAR j 3 § H fyrir rafmagnsvjelar 3 stærðir. JLi v p rp a a 4 lllllllllllllllllllllllll!l!!lllll!llll!lllllli!lllltlllll!lllllllllll s---------------------------- NýH öruggf Svifameðal 1. Splllir ekki fatmOl. SatrJr ckki tiörund. 2. Má auta þcgar á'eftlr raksfri. 3. Cyðir avitiþcf og atöðvar ðrufg- fega svita. 4. Hrcint, hvítt, hrelUUBdi mjúkt avitamclal. 3. Hefit feagið opihDCra riðúrkcnn- ingu aera ó^kaðlcct. Notið alltaf Arrid. 6> mm—mmmm - — - Greinargerð um fiskflutninga ÚTAF grein í Þjóðviljanum laugardaginn 2. mars s. 1. ósk- um við eftir að hv. blað yðar birti eftirfarandi greinargerð: Með brjefi dags. 19. okt. s. 1. óskaði atvinnumálaráðuneytið eftir því, að Landssamband ísl. útvegsmanna svaraði eftirfar- andi spurningum varðandi út- flutning ísvarins bátafisks á yf- irstandandi vetrarvertíð. 1. Geta íslensk fiskflutninga- skip annað útflutningnum og hvaða fyrirkomulag tryggir bestu hagnýtingu þeirra. 2. Hve mörg af flutningaskip unum er líklegt að verði tiltæk til ísfiskflutnings alla vertiðina með þeim hætti að eigendurnir kaupi fiskinn fyrir óbreytt verð og sigli með hann á eigin á- byrgð. 3. Ef íslensku flutningaskip- in geta ekki annað flutningun- um. hvaða ráðstafanir væri þá rjett að gera til að afla nægi- legra skipa \il flutninganna. 4. Ef flutningaskipaeigendur treystast ekki til að kaupa fisk og sigla með hann alveg á eigin ábyrgð hvaða fyrirkomulag er þá heppilegast á starfrækslu þeirra. Með brjefi dags. 9. nóv. svar- aði L. í. Ú. brjefi ráðuneytisins á þá leið, að miklum eríiðleik- um væri bundið að gera áætl- anir um ísfiskflutninginn á komandi vertíð með því að allt væri í óvissu um löndunarskil- yrðin í Bretlandi og var þar lagt til að send yrði. nefnd manna til Bretlands þá þegar, til þess að freista þess, að ná samningum um sölu ísvarins fisks á breskum markaði. Hinn 16. nóv. óskaði ráðu- neytið enn eftir svari við fyr- greindum spurningum. Með brjefi dags. 26. nóv. til fiski- málastjóra óskaði ráðuneytið þess, að hann hefði samband við formann L. í. Ú. varðandi þessi mál. Hinn 6. des. sendu síðan L. í. Ú. og fiskimálastjóri sam- eiginlegt álit þessara aðila um þessi mál og var það svohljóð- andi: í brjefi ráðuneytisins til Landssambandsins dags. 19. okt. s. 1. eru settar fram fjórar spurningar, sem óskað er svars við og skulu þær athugaðar hver fyrir sig. 1. a) íslensk fiskflutninga- skip geta, ef flutningsrými þeirra er nýtt til fulls, flutt út um 8500 smál. mánaðarlega (miðað við slægðan fisk og hausaðan), ef gert er ráð fyrir að hver ferð taki 20 daga. b) Til þess að tryggja sem besta nýtingu farmrýrmsins er óhjákvæmilegt að einum aðila sje falið að stjórna hleðslu skipanna. 2. Landssambandið hefir sent fyrirspurnir til flutningaskipa- eigenda hvort þeir ætluðu að láta skip sín sigla með fisk á eigin ábyrgð á n. k. vetrarver- tíð, miðað við óbreytt verð á fiskinum innanlands og utan. Flestir skipaeigendur hafa þeg- ar svarað þessari fyrirspurn játandi og fylgir hjermeð sjer- stakur listi yfir þá og eru þar einnig talin þau skip, sem fast- lega má gera ráð fyrir að verði látin sigla við óbreyttar að- stæður, enda þótt eigendur þeirra hafi enn ekki gert um það endanlegar ákvarðanir. 3. Samkvæmt því, sem áður hefir verið sagt, sbr. 1. a, og með tilvísun til meðfylgjandi yfirlits yfir útflutning ísvar- ins fisks, er það ljóst, að ein- ungis mánuðina mars og apríl er íiskmagnið svo mikið. að ís- lensku flutningaskipin geta ekki annað því. Skortir þá, ef miðað er við árið í ár, en árið 1944 var óvenjulegt aflaár, um 4000 smál. hvorn mánuð á það, að íslensku skipin geti flutt allt fiskmagnið. Nú ber að athuga það, að hjer er gert ráð fyrir því, að hver ferð taki 20 daga, en ef vel gengi bæði með hleðslu og afhendingu ætti að vera mögulegt að láta skipin ljúka ferðinni á 15—16 dögum. Eru til þess dæmi, að skip hafa landað með 12 daga millibili frá Vestmannaeyjum og Horna- firði. Við styttingu þess tíma, sem fer í siglinguna, aukast svo að sjálfsögðu afköst flotans. Ennfremur er ekki unt að komast framhjá því, að hrað- frystihúsin eiga að geta aukið mjög vérulega fiskmóttöku sina frá því, sem var á þessu ári. Er það hvortveggja, að af- köst þeirra haía aukist og auk þess skorti mikið á, að þau fengju á s. 1. vertíð alt það fiskmagn, sem þau gátu tekið á móti. Enn xná gera ráð fyrir, að Færeyingar óski eftir að fá keyptan fisk hjer að óbrevttum aðstæðum. Loks má benda á, að það er ljóst, að sá markaður, sem við- sjálverðastur er fyrir okkur, er einmitt ferskfiskmarkaðurinn. Fari því svo að ekki verði unt í mestu aflahrotunum að hag- nýta fiskinn anríaðhvort með frystingu eða útflutningi í is, með þeim skipakosti, sem fyrir er, er það álit okkar, að rjett- ara sje að salta þann fisk, sem þannig yrði umfram, sem aldrei gæti orðið mikið, heldur en að fara út í það að leigja erlend skip til flutninganna. 4. Hjer má vísa til þess, sem þegar hefir verið svarað undir 2. lið. Eftir að greinargerð þessi var send ráðuneytinu, breyttist öll aðstaða frá því, sem ráð hafði verið fyrir gert og voru það einkum eftirfarandi atriði, sem verulega þýðingu höfðu í þessu sambandi: í byrjun janúar ákvað ríkis- Stjórnin að hækka fiskverðið innanl. um ca. 12% og hafði það í för með sjer að fiskkaukaskipa eigendur, sem áður voru búnir að lýsa því yfir, að þeir mundu sigla, að óbreyttu verði íöldu sig ekki lengur bundna við þá yíirlýsingu. Þrátt fyrir það hófu um 75% þess skipastóls, sem til greina gat komið, sigl- ingar með ísfisk, en tvö með bestu skipunum, E.s. Hrímfaxi, sem er stærsta skipið í þessum flota og M.s. Snæfelt með stærri og hraðskreiðari skip- unum, voru tekin til annarar notkunar af rikisstjórninni. Til þess að vega upp á móti verðhækkuninni á fiskinum, sem bitnaði á flutningaskipa- eigendunum, hafði ríkisstjórn- in góð orð um að beita sjer fyrir því, að kostnaðarliðir þeirrar útgerðar, einkum hvað snerti kaup til skipshafnar fiskkaupaskipanna. yrðu lækk- aðir, en þær aðgerðir hafa enn ekki borið neinn árangur. Þrátt fyiir það var mikið framboð af skipum til flutninga fram- an af vertíð, því þá var rýr afli, en söluhorfur góðar í Bret- landi. Fór þá að bera á því, að nokkrar verstöðvar fóru að taka fiskflutningaskip á leigu og ljetu þau skip sitja fyrir þeim fiski, er að landi kom hjá þeirri verstöð, án þess að taka nokk- uð tillit til þess, hvar slíkt skip var í röð hjá Landssambandinu. Orsakaði þetta mikla óánægju hjá flutningaskipaeigendum, sem von var; og var þessi þró- un alveg gagnstæð þvi, er við bentum á í brjefi okkar til ráðu neytisins, því við álitum, að til þess að sem best not yrðu af flutpingaskipunum, þá yrðu þau öll að vera undir einni stjórn og að engu skipi væri gert hærra undir höfði en öðru. Þegar fiskflutningaskipaeig- endur sáu hvað gerðist, bæði að skipin hjeldu alls ekki þeirri röð, sem þau áttu að hafa, að engin leiðrjetting fjekkst á lækkun kostnaðar við flutn- ingana og söluhafnir í Bret- landi voru svo takmarkaðar, að til stór vandræða horfði þótt; ekki væru fleiri skip en nú er í flutningunum, þá reyndu þeir að tryggja sjer leigu á skipum sínum og er nú svo komið, að þær verstöðvar, er hafa tekið þá stefnu að leigja sjer skip, hafa alveg nægan skipastól, en hinar verða að sitja á hakan- um. Við viljum því enn halda því fram, að ef íslensku skipin hefðu verið nýtt eins og lagt var til, ef ríkisstjórnin hefði ekki tekið á leigu 2 af betri skipum er við eigum til fisk- flutninga og ef ótakmörkuð löndun hefði fengist í Bret- landi, þá væru engin vand- kvæði með flutninga á því magni af ísvörðum fiski. er við getum frekast búist við að geta seít þar.' ' Þrátt fyrir það, hve skipa- stóllinn er lítill, þá er nú svo komið að til stórvandræða horf ir fneð löndun á fiski í Bret- landi og það þannig, að nú verða skipin að liggj'a fleiri daga full- fermd í breskum höfnum og vitanlega verður nýting skip- anna miklu verri þess vegna. Þegar frystihúsin hófu Starf- rækslu í vetrarbyrjun, hafði svo sem kunnugt er, ekki tek- ist að selja neitt af framleiðslu Framh. á bls. 11 Altræð: SigríSur Jónsdóífir VESTAN undir Bjarnarhafn- arfjalli stendur lítið eyðibýli, sem heitir Ámýrar. Vinalegt er þar umhorfs og útsýn fögur til fjalla og hafs. — Bæjartóftirn- ar á Ámýrum, þessi lákúrulega þústa steina og torfs, mundu vafalaust geta hermt okkur langa sögu ef þær fengju mælt. Það yrði þúsund ára saga kot- býlingsins með persónulegum tilbrigðum. — Sú saga mundi greina frá því, að hjónunum Matthildi Jónsdóttur og Jóni Jónssyni. bættist stúlkubarn í stóran barnahóp 8. mars 1866. Þær mundu geta sagt okkur frá bernskusporum þessa barns, en þar um þryti, því ekkert vita þær um uppvöxt hennar í Sel- lóni nje um megin ævi henn- ar í höfuðborg landsins. Sigríður Jónsdóttir frá Á- mýrum kom til Reykjavíkur á blómaskeiði og gerðist sam- virkur aðili þess flokks er strit- aði við að færa bæinn í rýmri og viðhlítanlegri flíkur en bernskuspjarirnar höfðu verið honum. Hún settist að í Vesturbæn- um og giftist Guðjóni Þórðar- syni. Börn bættust þeim skjótt. Bóndi hennar var öllum stund- um á sjónum, en heima stritaði hún nót með degi. Til þéss að fá öllu borgið, bætti hún því ofan á heimilisstörfin að verka fisk fyrir Zoéga. Þannig liðu árin hjá Sigríði, já, þannig liðu árin hjá því fólki, sem tíndi í und- irstöðurnar að þeim grunni, er höfuðborg landsins stendur nú á. — Bóndi hennar er látinn fyrir löngu, börn hennar orðin mið- aldra, en sjálf glímir hún við ellina og fær eigi komið við þeim brögðum, sem sjáandi manni erlagið. I húrninu rekur hún slóð minninganna, þær eru henni sem fleirum „langra kvelda jóla-eldur“. Sigríður dvelur í dag áttræð hjá Magðalenu dóttur sinni og Kristjóni Ólafssyni, tengdasyni sínum að Sjafnargötu 6. Veit jeg að margir hugsa hlýtt til hennar í dag og ævin- lerc. Allt sem hún hefir gert, stórt og smátt, hefir hún gert vel og um trygglyndi hennar verður aldrei ofsagt. X. lis. Dronning Álexandrine Næstu tvær ferðir verða sem hjer segir: Frá Kaupmannahöfn 16. mars (ekki 12. eins og áður aug- lýst). Frá Kaupmannahöfn um 5. apríl. Flutningur tilkynnist sem fyrgt skrifstofu fjelagsins í Kaup- mannahöfn. Skipaafgr. Jes Zimsen — Erlendur Pjetursson. — $>4>^<&<&<^><$<&<SxSk$*Sx3»<*3xSx$>@*S><$x8«Sxíx®xí>^3xS>3xS>^>^»<£<£<3>^»^^>^><8><Sx8xS>3xSx I Skrifstofu- og lagerpláss | | óskast nú þegar eða í vor. Sími 5721.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.