Morgunblaðið - 08.03.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.03.1946, Blaðsíða 6
G MOBGUNBLAÐIB Föstudagur 8. marz 1946 ustMftMfe Útg..: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson, Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Kosningarnar á Akranesi Á SUNNUDAGINN kemur fara fram að nýju bæjar- stjórnarkosningar á Akranesi. Stafar þetta af því, eins og kunnugt er, að við kosningarnar þar í janúarmánuði misti Sjálfstæðisflokkurinn þá meirihluta aðstöðu í bæj- arstjórninni, sem hann hafði haft á s.l. kjörtímabili, og að hinir þrír stjórnmálaflokkarnir á staðnum, sem þá kom- ust í meirihluta, reyndust ekki þeim vanda vaxnir að geta myndað starfhæfa stjórn og forustu í málefnum bæjarins. Og svo heillum horfin reyndist flokka forusta þessa van- megnuga meirihluta, að ekki var einu sinni hægt að fá . hann til samstarfs í bæjarstjórn við sjálfstætðisflokkinn um þær stórfeldu framkvæmdir í þágu bæjarins, sem sjálf stæðismeirihlutinn hafði undirbúið og lagt grundvöll að, að framkvæmdar yrðu á þessu og næstu árum. Uppgjöf af hálfu þeirra, sem meirihlutaaðstöðuna fengu var því svo alger, að eigi varð hjá því komist að láta fram fara kosningar að nýju til þess að takast mætti að afmá þetta óviðhlítandi og vansæmandi ástand. • Eigi dugir að sakast um orðinn hlut. Hitt er aðalatriðið, að nú sje þannig snúist við þeim vanda, sem hjer hefir að höndum borið, að vel og örugglega verði þar bót á ráðin. Það þarf engum blöðum um það að fletta, að viðunandi lausn á þessu máli fæst með því einu móti, að Sjálfstæðis- flokkurinn fái nú, við þéssar kosningar, hreinan meiri- hluta. Þetta verða kjósendurnir að gera írjer ljóst hvar í flokki sem þeir standa. Framtíð Akraness, þ. e. afkoma, heill og velferð fólksins, sem þar býr, hvers og eins, er mjög undir því komin, að þar sje vel og hyggilega á mál- um haldið, og að hverju sinni sje fyrir hendi öruggur meirihluti, sem ber ábyrgð á störfum bæjarstjórnar gagn- vart kjóséndum. Að forustumenn opinberra mála kaup- staðarins sjeu bjartsýnir og stórhuga framkvæmdamenn, en jafnframt gætnir og fyrirhyggjusamir í hvívetna. Þetta hefir verið viðhorf Sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn Akraness að undanförnu, og þá er þetta viðhorf ekki síður nú markað skýrt og ótvírætt í sambandi við hinar stórbrotnu framkvæmdir, sem Sjálfstæðismenn hafa undirbúið á þessu ári. Auk þess stórhugar, sem þar gætir, meðal annars í hafnarbótum, hafa forustumenn ílokksins fyrir milligöngu bæjarstjórans, Arnljóts Guð- mundssonar, farið með mál þetta inn á nýjar brautir, með þeim árangri, eftir því, sem fylstu líkur benda til, að sú aðferð, sem þar er stefnt að, muni spara svo miljónum króna skiftir, auk þess sem kleift mun reynast, að hrinda því verki í framkvæmd á 2—3 árum, sem annars hefði tekið áratug eða áratugi. Hjer er aðeins drepið á þetta eina mál af mörgum, sem Sjálfstæðismenn vinna nú að af áhuga, alúð og fyrirhyggju . • Þær breytingar hafa nú orðið á listum við þessar kosn- ingar, frá því sem var í janúar, að Framsóknarflokkur- inn ber nú ekki fram lista. Er taliið, að íorustumönnum flokksins hafi ofboðið svo hráskinnsleikur sá, sem fram fór á milli fulltrúa Alþýðuflokksins og kommúnista, eftir kosninguna, að þá fýsi ekki að koma þar nærri öðru sinni. Talið er fullvíst, að þeir menn, sem efstir voru á þeim lista, muni nú beita sjer fyrir því, innan síns flokks, að flokkurinn veiti Sjálfstæðismönnum fulltingi við kosn- inguna. Er þetta og í samræmi við það, að stefna þessara flokka í bæjarmálum þar, er í aðalatriðum mjög á eina og sömu lund. Á lista Kommúnistaflokksins hefir orðið bylting í anda stefnunnar. Sá, sem var efstur á listanum, skipar nú ríeðsta sætið. Sá, sem var næstefstur, er genginn úr vist- inni o. s. frv. Kjósendur Akranesskaupstaðar eiga ekki úr vöndu að ráða við þessar kosningar. Víkverii óhrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Heilbrigt líf. ÞAÐ HEFIR stundum hvarfl að að mjer þegar jeg hefi ver- ið að lesa rit Rauða Kross ís- lands „Heilbrigt líf", að senni- lega hefði dr. Gunnlaugur Claessen orðið blaðamaður og þá einna helst ritstjóri að smá- letursdálkum," ef hann hefði ekki valið læknisfræðina að lífsstarfi. Það er ekki nokkur vafi á, að læknisfræðin hefði tapað á því ef svo hefði farið og íslensk blaðamenska grætt. I hvert skifti, sem Heilbrigt líf kemur út gríp jeg heftið til þess að fá þar eitthvað að láni í þessa dálka. Dr. Claessen hef ir ekki neitt á móti því, ef það er gert í hófi. Er mjer kunnugt um það, vegna þess að jeg færði þetta einu sinni í tal við hann. Og nú er Heilbrigt líf enn einu sinni komið út og þá er að taka til óspiltra málanna og birta eitthvað úr því. Úr dálknum „Sín ögnin af hverju", þar sem ýmislegt skemtilegt er að finna ætla jeg aðeins að taka eftirfarandi tvær klausur: • Svefnstyggir menn. „SVEFNSTYGGIR MENN: í einu höfuðstaðarblaðinu stóð í júlímánuði 1945, útaf tyllidegi einum: „í gær vöknuðu höfuð- staðabúar við það, að fánar voru dregnir að hún um allan bæinn". Hin klausan er þannig: „Starfræksla er hafin í nýju Mjólkurstöðinni í Reykjavík: Salur er auglýstur til leigu fyr- ir dansleiki". • Lyftivjelar. EN ÞAÐ, sem jeg 'ætlaði að- lega að birta úr „Heilbrigt líf" er pistillinn í „Ritstjórnarrabb inu", sem fjallar um lyftivjel ar og furðulegan skort á þeim verkfærum hjer í höfuðstaðn um. Pistillinn er á þessa leið: „Því ber eigi að neita, að margt gera hinir ágætu húsa- meistarar og byggingameistar- ar vorir til aukina þæginda í í nýjum íbúðarhúsum. En það er einkennilegt, hve þeim sjest yfir að setja lyftur í margra hæða hús. I hinum myndar- legu Melahúsum við Hring- braut, sem bærinn bygði, eru til dæmis engar lyftur. Þó eru þessi hús f jórar hæðir. Og sama mun vera að segja um flest önnur margra hæða hús, sem eru í smíðum í höfuðstaðnum. • „Nauðsynleg tæki". „ÞAÐ ER KOMIN reynsla á það erlendis, að ly.ftur eru mik ið notaðar og koma sjer vel. Mjög víða eru settar lyftur í gömul hús, og getur það vitan- lega verið erfitt og kostnaðar- samt. Ritstj. rekur minni til að hafa sjeð í gömlu húsi í Stokk- hólmi innsetta lyftu, sem pláss ins vegna var svo þröng, að hún tók ekki nenia einn mann. En þetta ber vott um, hve lyftur eru taldar nauðsynlegar. Jeg hefi litið svo til, að Danir sjeu íhaldssamari í þessum efnum en Svíar. • Til hægðarauka. „ í MANNMÖRGUM íbúð- arhúsum má ætíð gera ráð fyr- ir, að eigi heima gamalmenni, sem taka nærri sjer mikinn stigagang, eða jafnvel að lyft- an yrði kærkomin einhverjum fötluðum og bækluðum manni, þó á unga aldri sje. Þó mundi margri húsmóðurinni sem kemur heim hlaðin bögl- um og pinklum, eða með ung- barn í eftirdragi, þykja vænt um að geta svifið fyrirhafnar- laust upp á efstu húshæðina í lyftunni. Kanske mundi þá kerra eða barnavagn fylgja með. Lyftan mundi og ljetta húsmæðrunum flutning á þvotti og fleiru, sem flytja þarf milli hæða. • Lyftuskortur í sjúkrahúsum. „ÞÓ AÐ HJER hafi aðeins verið minnst á heimahús, er næstum því enn furðulegra, hve íslenskir húsameistarar hafa stilt sig um að setja lyft- ur í sjúkrahús. Fyrsta sjúkra- lyftan var sett í Landsspítal- ann, þegar hann var tekinn til starfrækslu 1930. En nokkru síðar bygð lyfta við gamla Skt. Jósefsspítalann í Landa- koti. I öðrum sjúkrahúsum eða heilsuhælum landsins er mjer vitanlega hvergi sjúkralyfta. Hjúkrunarmenn eru óvíða, og dæmist það því á kvenþjóðina að bera sjúklinga milli hæða vegna ljóslækninga, röntgen- skoðunar og kanske til að kom ast í uppskurð eða bað. Og vit anlega verður að hafa sama lag ið við líkflutning. Það er furðu leg* notkun á starfskröftum hjúkrunarkvenna og væri tíma baert að fulltrúar þeirra bæru fram óskir um að bætt yrði úr þessu ómyndarástandi. íslend- ingum ætti að fara að lærast að nota ekki mannshöndina til þess, sem hægt er að vinna með vjelum". • Hvítabandið friðað. „MJER LÁ VIÐ að hrópa húrra", — sagði gamall sjúkl- ingur á Hvítabandinu við mig í gær — er jeg gekk fram hjá sjúkrahúsinu eitt kvöldið fyrir skömmu og sá að búið var að friða næstu götur fyrir bifreiða akstri að næturlagi". Eins og lestendur þessa dálk muna hefir hvað eftir annað verið nöldrað um það hjer í dálkunum að slík friðun væri nauðsynleg vegna ónæðis sem sjúklingar hafa haft af há- aðasamri umferð. Heiður þeim sem heiður ber og þökk sje þeim er hafa ráðið því að sjúkrahúsið var friðað. Er þess nú að vænta að vegfarendur fari ekki þarna um með slíkum hávaða, að fótgangandi menn geri meira ónæði en bílstjór arnir. Og eins þarf að gæta og það er að skiltin um umferða bannið verði sett pp á hverju kvöldi, en ekki við og við, eins og tíðkast við Landakotsspítal ann. Á ALÞJÓÐA VETTVANGI A FYRSTU FUNDUM þings sameinuðu þjóðanna var út- lit fyrir að þjóðir heimsins myndu koma sjer saman og leysa vandamálin með sam- komulagi. — En síðustu vik- urnar hefir útlitið versnað aft- ur í alþjóðamálum vegna yf- irgangs Rússa. Frá Kanada til Sýrlands og Mansjúríu sýndu Rússar hvert þeir stefna með yfirráðastefnu sinni. Nú er svo komið að útlitið hefir aldrei verið jafn ilt um samkomulag í alþjóðamálum síðan styrjöld- inni lauk. Stefna Rússa í alþjóðamál- um skiftist milli hreinnar yf- irgangssemi í útþensluaugna- miði og yfirborðsumburðar- lyndis. Undanfarna daga hefir grimmlyndi Rússa sýnt sig yf- irgripsmeira, djúptækara, f jöl- | breyttara og þýðingarmeira en hin þrálynda ruddamenska; þeirra er þeir hleyptu upp ut- anríkisráðherrafundinum í fyrrahaust. Aðferðirnar við yf- irgangssemfna voru alt frá njósnum til handalögmáls, og í Yfirgangur Rússa. raunveruleikanum frá því að afnema málfrelsi upp í samn- ingsrof. Rússar settu sáttmála sameinuðu þjóðanna í hættu með því að nota neitunarvald- sitt (fyrsta stórveldið til að gera það) í tiltölulega ómerki- legu máli. Rússar settu vænt- anlega friðarsamninga í hættu með því að neita að láta und- an í einu einasta máli, eða láta af hendi spönn af þeim löndum, sem þeir höfðu lagt undir sig. Erfiðastir voru Rússar í Austur-Asíu — og Rússum er þetta vel ljóst sjálfum. Rússar kærðu sig ekki um opinberan fjandskap við Bandaríkin og þessvegna þóttust þeir semja á sanngjörnum grundvelli við Kínverja, er deilan stóð sem hæst milli kínversku komm- únistanna og kínversku þjóð- stjórnarinnar. En nú gera þeir þessa samn- inga margbrotnari og erfiðari með því að neita að flytja lið sitt burt úr Mansjúríu og með því að krefjast frekari land- vinninga á auðugasta iðnaðar- svæði meginlandsins austur þar. Það var ekki nóg með að Rússar svikust um að fara með her sinn frá Mansjúríu fyrir 1. febrúar eins og samið var um, heldur hjeldu þeir áfram að búa um sig í hjeraðinu til lengri setu. Af þessu leiðir að kommúnistar í Kína halda á- fram skærum sínum og skemdastarfsemi gegn stjórn landsins. Njósnamálið í Kanada sló óhug á menn um allan heim- Það var út af fyrir sig ekki neitt merkilegt að Rússar skyldu reyna að afla sjer uPP" lýsinga um atomorkuna, eða önnur hernaðarleyndarmáh "7" Það gera allar hernaðarþjóðir að meira eða minna leyti- Erj það, sem var alvarlegast vi° njósnastarfsemi Rússa var a° þeir nota til þess kommúnista. Menn sem hafa gengið til fytó" is við þá. Nú er vitað að marg- ir vísindamenn hafa aðhylst kommúnismann og þessir vesa lings menn, sem hafa þótst sja í kommúnismanum nýja stjor ~«rahald á 8. •íð*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.